Ég var að reka augun í frábærar fréttir fyrir okkur á opinberu heimasíðunni þar sem fullyrt er að Daninn geðþekki hann Daniel Agger muni leika með varaliðinu gegn Blackburn annað kvöld. Hann hefur verið frá keppni síðan 15. september og því er kærkomið að fá þennan sterka varnarmann aftur inn. Agger hefur verið að glíma við ekki svo alvarleg meiðsli í langan tíma og menn áttu von á honum mun fyrr en í byrjun janúar. Eftir að hann jafnaði sig á meiðslunum þá átti hann í vandræðum með að spila vegna óþæginda þegar hann klæddist ákveðnu skótauji, en önnur ástæða fyrir síðbúinni endurkomu er sú að Rafa Benítez vildi ekki taka neina óþarfa sénsa með Agger.
Þá er einnig talið líklegt að Steven Gerrard nái að hrista af sér meiðsl á kálfa en hann spilaði ekki gegn Luton vegna þessa. Hann verður hreinlega að vera orðinn klár fyrir Middlesbrough um helgina! Svo eru spanjólubakverðirnir okkar líka í vandræðum en það eru þeir Aurelio og Arbeloa. Sá síðarnefndi er nær endurkomu og vonandi nær hann útileiknum á Riverside.
En aðalatriðið er það að Agger er mjög nálægt endurkomu með aðalliðinu og það ætti að styrkja lið okkar enn frekar, svo ég tali nú ekki um ef að títtnefndur Skrtel kemur líka. Það væri eins og að fá 2 nýja miðverði á einu bretti, ekki slæmt það. En hvað segiði annars, eru ekki allir léttir í dag?
Er þá ekki bara málið að henda Insúa í vinstri bakvörðinn?
Aurelio er brassi 😀
En menn eru ferskir í dag, höfum SÁRT saknað Agger.
ég get allavega ekki beðið eftir að sjá hann koma inn aftur, ber boltann mun betur upp en núverandi hafsentar sem við höfum. hann er léttleikandi og fljótur miðvörður og það er það sem mér líkar við hann. en sami hyypia hefur verið að leika nokkuð vel og einnig carragher þannig það verður ekki auðvelt fyrir agger að komast aftur að. en ég vona að hann nái hyypia samt út úr liðinu fyrr en síðar 🙂
Olli: Ég held nú að Agger fari inn um leið og hann er klár, líkt og þú segir sjálfur þá hefur hann margt til að bera sem hvorki Carra né Hyypia hafa. Hyypia hefur að mínu mati staðið sig framar væntingum en hann er að verða 35 ára og er á síðustu bensíndropunum. Verður fínt að hafa hann út tímabilið sem cover.
það er búið að fresta varaliðsleiknum í kvöld vegna mikillar bleytu á velli blackburn manna. þá verðum við enn og aftur að bíða eftir að sjá agger leika á ný, en spurning hvort hann verði í hóp um helgina, vonandi.