Fram kemur á SkySports að Martin Skrtel sé afar spenntur fyrir hugsanlegum félagsskiptum til Liverpool og að félagið sé búið að fylgjast náið með framþróun hans undanfarin þrjú ár.
“I hope everything will turn out well in the end, the dream will come true, and I will become a player for a famous club. It is most important that everything works out well, and I cannot wait to put pen-to-paper…”
Það er ljóst að það er ekkert í hendi fyrr en félagsskiptin eru frágengin en það getur ekki verið annað en jákvætt að fá miðvörð til félagsins…
Í öðrum fréttum er það helst að Big Sam er hættur sem framkvæmdarstjóri Newcastle… (undarlegt að hann var ekki valinn landsliðsþjálfari Englands!)
Big Sam fyrir rúmu ári síðan: „Það væri búið að reka mig ef ég stjórnaði stórum klúbbi jafn illa og Rafa stjórnar Liverpool.“
Rafa í dag: „Er ekki Newcastle stór klúbbur, Big Sam?“
AHAHAHAAAAAA!
Sagði Rafa þetta í alvörunni? 😀 eða varst þú bara að bæta þessu inn
Ég var að ímynda mér hvernig samtalið milli þeirra gæti hafa gengið ef þeir hefðu heyrst í dag. Ég get lofað ykkur að Rafa brosir að þessum brottrekstri.
Hehe ætlaði að segja það. Rafa er nógu mikið í fjölmiðlum eins og er án þess að þetta myndi bætast við.
hehehe,,,sá hlær best sem síðast hlær. Mátulegt á Big Sam sem ómaklega gagnrýndi Benitez á sínum tíma, kem svo innilega ekki til með að sakna hans og leiðindar knattpsyrnunar sem hann býður uppá.
Æj hvað þetta hryggir mig óendanlega með hann Sam kallinn 🙂 🙂 🙂 🙂
Einn allra leiðinlegasti karakterinn í boltanum. Bæði Motormouth og Big Mouth farnir á þessu tímabili, þetta er eiginlega of gott til að vera satt 🙂
Mér finnst þessi brottrekstur samt segja meira um óþolinmæði og skort á jarðtengingu hjá stjórnendum Newcastle.
Er Newcastle stór klúbbur? Nei, en stuðningsmenn og stjórnendur liðsins halda það. Ég sá góða setningu um Newcastle á einhverjum vefmiðli í fyrra sem var eitthvað á þessa leið: “Newcastle collects trophy-players, not actual trophies”. Segir allt sem segja þarf um þennan klúbb sem langar rosalega mikið til að verða stór.
Sem stuðningsmaður under-achieving klúbbs þessa dagana ætla ég að fara varlega í yfirlýsingar vegna þessarar fréttar. Grunar líka að Rafa sé ekki að fara að dansa á gröf annara eins og ástandið hefur verið heimafyrir undanfarið.
Áhugavert að allir stjórarnir sem hafa lent í orrahríð fjölmiðla á þessu tímabili hafa ekki staðið hana af sér. Meira að segja þrír sem áttu fyrir tímabilið skvt. öllu eðlilegu að vera í góðum málum, Jol, Mourinho og Allardyce.
Gummi Halldórs: Ég er hjartanlega sammála þér. Burt séð frá Big Sam þá er Newcastle sem félag í tómu rugli. Ég veit ekki hvar upphafið að endinum var hjá þeim en líklegast þegar Keegan hætti. Bobby Robson náði 4., 5. og 6. sætinu með félagið en var samt rekinn.
Daði, enda ekki verið með yfirlýsingar vegna þessa. Það sem verið er að fjalla um er að menn eins og Big Mouth og Motormouth hefðu betur farið að dæmi venjulegra stjóra og tjáð sig um sitt lið en ekki vera að gera sig sífellt að fífli með því að fjalla um störf annarra stjóra. Af því hlakkar í mönnum.
Góður punktur sem kemur frá á BBC Sport:
Tek undir með Daða. Ætla að halda kjafti. Því þó Big Sam hafi að margra mati verið leiðinlegur þá verður hann ekki dæmdur af tíma sínum hjá Newcastle. Maðurinn má eiga það að hann stóð sig frábærlega hjá Bolton og hefði tæplega skitið stærra í buxurnar með enska landsliðið en Steve McClaren gerði.
newcastle er bara þetta klassíska almoast team, verður ekki tekið af þeim greyjunum 😉
Enda enginn að dæma árangur hans hérna með kommentunum Kristinn, æj nenni þessu ekki lengur. Ef menn skilja ekki hvað er verið að fara, þá verður það bara að hafa það.
,,undarlegt að hann var ekki valinn landsliðsþjálfari Englands!”
Tilgangslaust rifrildi svosem en ég skil þessi ummæli Agga bara á einn veg, að það sé verið að gera lítið úr honum sem knattspyrnustjóra.
Fótboltinn er svo flókinn. Sumir stjóra geta bara ekki unnið með sumum yfirmönnum og sumir stjórar geta ekki verið hjá annað hvort stórum klúbbum eða litlum klúbbum. Hver veit nema að Sir Alex myndi bara skíta á sig með Newcastle. Hver veit.
Finnst þér í alvöru ,Kristinn, undarlegt að Capello hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands frekar en Big Sam? Þar er ég mjög ósámmála, enda er Capello frábær þjálfari. Eflaust einn af þeim bestu sem voru í boði, án efa. Árangur hans talar einnig klárlega sínu og máli. Big Sam gerði góða hluti með miðlungslið Bolton, en er það nóg? Sagan hefur sýnt okkur að hingað til hafa ensku landsliðsþjálfaranir staðið sig miður vel. Ég held að það sé enginn að gera lítið úr Big Sam sem knattspyrnustjóra, aftur á móti kemur á óvart hversu oft Newcastle skipta um mann í brúnni. Hugsanleg ástæða gæti verið að stuðningsmenn þeirra eru taldir þeir allra hörðustu á Bretlandseyjum og krefjast árangurs. Ekki svo ólíkt hvernig stuðningmönnum Liverpool líður í dag.
Alls ekki. Enda var það aldrei í umræðunni. En ég held að hann hafi á sínum tíma ekkert átt það síður skilið að vera ráðin en Steve McClaren.
Ég er nú á því að Big Sam hafi ekki fengið næstum því nægan tíma með Newcastle, þeir þurfa að fara treysta einhverjum í smá tíma til að byggja upp lið. Reyndar veit ég ekki hvort Big Sam sé maðurinn í það en hann gerði allavega mjög mikið úr litlu hjá Bolton og liðið sýndi stöðugleika hjá honum. Mind, hann náði ekkert árandri eins og skot hjá Bolton.
Rafa er á sínu þriðja ári og ég er samt þá því að hann eigi að fá meiri tíma til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hann er með í gangi. (hann hefur reyndar sannað sig mun meira en Allardyce).
En varðandi Martin Skrtel, það væri nú fróðlegt að fá að vita hvað í andskotanum er að tefja þetta dæmi, afhverju er ekki búið að skrifa undir og kynna leikmanninn það er.
(með fyrirvara að það sé ekki þegar búið að ganga frá þessu en bara ekki kynna það……sem er þá í besta falli skrítið).
Babu, Benitez er reyndar á sínu fjórða ári en ég geri ráð fyrir að það breyti skoðunum þínum ekkert gríðarlega mikið.
En varðandi Big Sam þá er spurning hvort að það sé einhver almenn óánægja meðal leikmanna með hans störf. Ef svo er þá þarf annaðhvort að hreinsa rækilega til í leikmannamálum eða að reka stjórann og yfirleitt er auðveldara og ódýrara fyrir stjórnendur liðanna að láta stjórann flakka. En ég er sammála því að það sem Newcastle þarf að gera er að ráð nýjan stjóra, helst stórt nafn sem leikmenn virða og treysta honum 100% til að byggja upp lið í nokkur ár. Þó að árangurinn skili sér ekki á fyrstu mánuðunum þá verður að gefa stjóranum tíma.
Liverpool á aftur á móti við öfugt vandamál að stríða. Benitez náði árangri strax (þó hann hafi ekki komið í deildinni) og það keyrði að sjálfsögðu væntingar upp úr öllu valdi og ég er á því að Benitez eigi að fá heil fimm ár eins og Houllier til þess að reyna að ná í dolluna sem við öll viljum og ef þessi tvö tímabil enda algerlega titlalaus þá verður að grípa til aðgerða. Ef þetta tímabil endar illa, titlalaust og engin framför á spilamennsku liðsins finnst mér vel koma til greina að skipta um kall í brúnni í sumar.
Það má reyndar bæta því við að Mike Ashley, núverandi eigandi Newcastle, tók við liðinu nokkrum vikum eftir að Shephard hafði ráðið Allardyce. Ashley hefði e.t.v. þá aldrei ráðið kallinn í upphafi hefði hann verið með í ráðum.
Nr. 20.Þröstur, á fjórða ári, sé það núna 😉 og nei það breytir engu, Ég vil gefa honum tíma og það sem er líka mjög mikilvægt, FRIÐ. Hann er að vinna í mjög erfiðu andrúmslofti þessa dagana og virðist hafa hina nautheimsku bresku pressu mest alla upp á móti sér.
Ég er jafnvel til í að gefa honum tíma þrátt fyrir að við vinnum ekkert í ár, svo lengi sem liðið sýnir að það er á réttri leið og að það sé uppbygging í gangi sem komi líklega til með að skila árangri. Það má ekki gleyma því að það munaði eins litlu og hægt er að hann hefði unnið annan af stærstu titlunum sem eru í boði eru NÚNA sl. VOR………….aftur.
Það er ekki langt síðan Wenger fór í gegnum nokkur titlalaus ár, hann fékk samt góðan frið og liðið virðist vera á leiðinlega mikið réttri leið núna. Rafa hefur sýnt fram á að hann getur náð árangri og er gríðarlega hæfur þjálfari, sama þó liðið fari nú í gegnum slæmt skeið þar sem Luton eru farnir að verða hindrun.
Nr. 21. Gunmmi – það sama má segja um Gillett og Hicks, þeir fengu Benitez í “arf”….reyndar vita þeir ekkert um fótbolta annað en líklega Ashley.
Þar sem Newcastle er mitt lið nr.2 í enska boltanum get ég upplýst að það var mjög mikil óánægja meðal aðdáenda liðsins með Hr.Allardyce. Aðallega útaf því hvað hann spilaði mönnum mikið útúr stöðum og útaf lélegu og alltof varnarsinnuðu leikskipulagi. Ashley vildi hann ekki frá byrjun en var til í að gefa honum séns ef hann sæi framfarir og góð úrslit. Þess má geta að Ashley er einn svalasti eigandinn í deildinni, borgar sig ávallt inná heimavelli þrátt fyrir að vera milljarðamæringur og situr leikina í almenningsstúkunni takandi fullan þátt með stuðningsmönnum.
Allardyce náði nokkrum góðum leikjum með Newcastle (1-1 leikurinn gegn Arsenal sem átti að vinnast sem og nokkrum stórum heimasigrum í upphafi leiktíðar.) Lélegur liðsmórall varð þó hans endanlegi banabiti. Jújú, Allardyce fékk undarlega lítinn tíma með Newcastle en sannleikurinn er sá að hann er voða takmarkaður þjálfari. Hefði í mesta lagi náð liðinu í baráttu um 5.sætið og baráttu um Framrúðubikarinn… þess má geta að Ashley ætlar sér að koma liðinu hægt og rólega í 5 liða hóp með Liv, Ars, Che og Utd. Hvort sem það svo tekst er allt önnur ella.
Newcastle sýndi það þó þegar þeir toppuðu hjá Keegan og pökkuðu Man Utd saman 5-0 að liðið er fært um stórkostlega hluti á góðum degi.
Annars er ég sammála Babu, Rafa er búinn að þurfa lifa við mjög ósanngjarna enska götupressu sem hreinlega vill hann í burtu. Rafa hefur gert óvenjulega mikil mistök í vetur sem eru mjög ólík honum. Mig grunar að Rafa hafi með sumum uppstillingum í vetur hreinlega verið að ögra götupressunni.
Eigendur Liverpool eiga að gefa Rafa næsta tímabil þar sem hann fær algjörlega frjálsar hendur í leikmannakaupum og er bakkaður 100% upp gegn fjölmiðlum. Rafael Benitez er snillingur sem þarf að fá að vinna í friði.
Newcastle gat gert stórkostlega hluti undir stjórn Keegan fyrir einhverjum 10 árum síðan. Þeir dagar eru löngu horfnir hafa komið mjög sjaldan síðustu 60 ár.
Ég hlusta ekki á Arnór.. Newcastle getur ekki verið lið númer 2 hjá manni ef maður er stuðningsmaður Liverpool, það er bara mín skoðun. Set það nánast í sama flokk og Man Utd, það liggur við.
Nei ok, Everton er líka á undan.
Í nánast sama flokk og Man.Utd? Why? Þetta mesta “næstumþvílið” veraldar. Hélt að nákvæmlega öllum væri gjörsamlega sama um þetta lið sem einhverja andstæðinga.
engin ástæða til að hata svona lið sem lætur okkur hafa 3 stigin, ættu frekar að vera vinir okkar, ég fagna því að hafa newcastle í deildinni, þá eru allavega 6 stig komin í hús 😉
Guð blessi Newcastle.
big sam til liverpool…………………. hann er betri en benites..
Ég segi enn einn daginn, hvað er í gangi með nýja varnarmanninn??? Er málið virkilega það að Parry var kallaður til USA í nokkra daga til að fara yfir vallarmálin og á meðan er ekki hægt að gera neitt!!!!
Þvílík viska þá hjá Ameríkönunum og Parry að setja slíkan fund á í upphafi janúar!!!!!
Ljóst að hann verður ekki í hóp um helgina, vorkenni drengnum talsvert, miðað við það sem maður hefur verið að lesa hefur hann dvalist í Liverpool frá því á sunnudagskvöld, er búinn í læknisskoðun, er búinn að samþykkja samninginn og bíður eftir “smávægilegu atriði”.
Á meðan má hann ekki æfa…..
Sérkennilegt og stórum klúbb eins og LFC til vansa finnst mér.
Þá verður allur vottur af metnaði til árangurs fyrir bí hjá félaginu.
Braut Njúvkastle byrjaði að hnigna er hinn sterki varnarmaður Gavin Píkok fór frá félaginu! 🙂
Jú, hann má reyndar æfa með okkur ef St. Petersburg hefur gefið leyfi fyrir því, sem mér finnst reyndar vera mjög líklegt.
Það er nú í lagi að líka vel við önnur lið líka þó maður haldi með Liverpool í 100% tilvika.
Ég vona að t.d. allajafna að Newcastle og West Ham gangi betur en t.d. Aston Villa, Arsenal (og reyndar flest liðin í deildinni) og hef lengi gert.
Eins kann ég ásamt mjög mörgum öðrum að meta Newcastle félagið vegna þess að þeir eiga svakalega aðdáendur og borgin snýst bara um NUFC. Þannig að líkt og margir hrífast af Liverpool fyrir passion og stolt aðdáenda þess og þá fjölskyldustemmingu sem hefur ávallt ríkt innan þess klúbbs má líklega segja það sama um NUFC.
Allavega óþarfi að líkja þeim við United 🙂
Því fleiri lið til að dást að eða ekki því betra. Sjálfur hef ég gamlar taugar til Luton og Leicester, kannski vegna þess að Bjarni Fel gat aldrei borið það nafn rétt fram hér í gamla daga; sagði alltaf Lei-sester. En L-in eru falleg.
En er komin rétt upphæð á Skrtel?
búinn að lesa 3.5, 4, 6, 6.5 og 7 milljónir punda hvert af þessu er rétt?
Hjá mér er Wolves alltaf lið númer tvö. Það toppar ekkert svona svalt nafn á knattspyrnuliði og svo gerði ég liðið að Evrópumeisturum í Championship Manager laust fyrir síðustu aldamót 🙂
Það er orðrómur um að Rafa sé á eftir Matías Fernandez hjá Villarreal. Þar er á ferð gríðarlega efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður og verð ég mjög ánægður ef hann kemur yfir.
ég vill bara að rafa kaupi masch sem fyrst. sama um allt annað og tel mascherano vera efstan á blaði þegar kemur að því að næla í leikmenn.
Stefán, Newcastle er mikið vinalið Liverpool útí Englandi og dást þeir og bera mikla virðingu fyrir okkur. Alls ekki ósvipað og samband Færeyinga og Íslendinga!
Að líkja þeim við Man Utd er því hin mesta firra. Ekki að finna hroka í þessum ástríðufullu aðdáendum þeirra.
Það er líka ekkert nema krúttlegt að fylgjast með Newcastle renna á rassinn ár eftir ár. Shepard er búinn að gera listgrein úr því að fara illa með peninga! Newcastle minna mig mjög á Don Kíkóta og þess vegna mun ég ávalt fíla þá í botn. 🙂
Lið sem brilleraði undir stjórn fyrrum Liverpool leikmannanna Kevin Keegan og Peter Beardsley og gersamlega niðurlægði Man Utd 5-0 getur heldur ekki verið slæmt… 😉
Rétt þetta með Gavin Peacock! Newcastle jöfnuðu sig heldur aldrei á brotthvarfi Warren Barton, útherjans knáa Robert Lee og ofurmódelsins Les Ferdinand.
Alveg sama um Newcastle en meiri að hugsa um mitt lið og sammála Daða að láta vera með að hrauna yfir önnur lið. Nýji maðurinn, Martin Skrtel, getur spilað vinstri bakk líka eins og Heinze átti að gera en ég sakna Agger í miðverðinum. Hann er “maður en ekki mús” og þorir að taka rispur fram á við, trúir á sína getu og er svipaður karakter Maldini að því leiti að stressið er ekki að sliga hann. Aftur á móti er hægt að lesa úr andlitum manna eins og Finnan, Rise og stundum allri vörn LFC að mikið liggi við og menn hræddir við að gera mistökin. Þannig eiðist orkan á neikvæðan hátt líkt og hástökkvari sem er hræddur við að fella ránna fellir undantekningalaust. Menn þola ekki pressuna í umvörpum í ensku deildinni og þá líka stjórarnir sem hvefa frá sinni sannfæringu og liðið fellur líkt og dóminó. Morinio skulum við ekki gleyma að hann var og er trúr sinni sannfæingu um hvernig hann vill láta spila boltann en var látinn fara samt. Arsen Wenger er trúr sinni stefnu og fær vinnufrið sem skilar sér núna. Ég vona að Benites fái traustið til að klára þetta og samkvæmt fyrri reynslu þá held ég það, alla vega miðað við þann tíma sem Hullier fékk sem var allt of mikill að mínu mati! Afram Liverpool!
Þar kom að því að við Liverpoolmenn ynnum eitthvað, hið bráðgóða og ábyggilega tímarit The Sun hefur valið G. Souness þann harðasta í boltanum fyrr og síðar. Sjá topp 10 á gras.is.
Getur einhver sagt mér hvernig á að bera nafnið á honum fram? SKKRRTTel ?!?!
Þá er ég að meina staðfest. Hef heyrt bæði Skurtel og Sjartel.