Það vekur kannski mesta athygli að Daniel Agger er á bekknum í leik dagsins gegn Middlesbrough. Hann mun þó væntanlega ekki spila nema bara ef liðið er að vinna örugglega og hægt er að hvíla Hyypiä eða Carragher, eða þá ef að annar þeirra meiðist. Martin Skrtel er ekki í hópnum í dag.
Lið dagsins:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa
Benayoun – Gerrard – Mascherano – Riise
Torres – Voronin
**Bekkur:** Itandje, Agger, Alonso, Babel, Kuyt.
Hvernig væri að Johnny Riise færi að spila vel á vinstri vængnum? Hvernig væri að Voronin fari nú að skora aftur? Þetta er sterkt lið á pappírnum, en vonandi spila menn betur en gegn Luton Town um síðustu helgi.
**Áfram Liverpool!**
**Uppfært (EÖE)**: Ok, ég og Kristján Atli ætluðum að fresta þessari tilraun þar sem ég var á leiðinni í barna-afmæli, en þar sem ég er veikur þá verð ég heima og hef lítið annað að gera en að horfa á leikinn.
Allavegana, við Kristján Atli ætlum **báðir** að skrifa leikskýrslu um þennan leik. Þetta var hugmynd sem ég fékk fyrir einhverjum tíma þar sem að menn skiptast oft í svo svakalegar fylkingar eftir leiki að það er líkast því að við hefðum ekki verið að horfa á sama leikinn.
Við ætlum því að skrifa tvær leikskýrslur. Kristján Atli ætlar að vera jákvæði gaurinn, sem sér ekkert nema gott við leik Liverpool. Ég ætla hins vegar að vera neikvæði gaurinn og mun ég því ekkert jákvætt sjá. Nota bene, við munum halda okkur við þetta – sama hvernig leikurinn fer. Finnan og Riise í liðinu og Kuyt á bekknum – ég er strax byrjarður að skrifa neikvæða leikskýrslu í hausnum.
Ó, Riise á kantinum. Af hverju Babel fær ekki tækifæri skil ég ekki.
jæja.
mér finnst sérstakt að riise skuli alltaf vera í byrjunarliðinu. en sjáum hvað setur, kannski réttlætir hann þetta val.
Er Riise ekki bara búinn að skora eitt mark á leiktíðinni og það sjálfsmark? 🙂
Rafa fær meiri varnarvinnu úr Riise heldur en Babel. Hugsa að það sé ástæðan.
2-1 Liverpool. Gerrard úr víti og Yossi með hitt 🙂
Djöfull er ég sammála ykkur, gjörsamlega óþolandi að sjá hann á vængnum, nógu slæmt að hafa hann í bakverðinum.
Maður bindur vonir við Torres, Youssi og Gerrard. Þeir geta skorað. Hyypia getur reyndar laumað inn einu eftir horn. Þar með er það upptalið.
Gott að vera jákvæður fyrir leik 😉 en Riise er að buga mig úr leiðindum. Þegar hann, Vororin og Kuyt eru inná get ég varla horft á leikinn. Það er bara of átakanlegt að sjá þessa menn alla í Liverpool búningum, maður heldur að maður sé að horfa á Twilight zone.
Við tökum þennan leik 0-2!!! Hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum…
Þetta lið styrkir mig í trúnni að þessi leikur fari jafntefli.
Riise á kantinum er aldrei jákvætt… og Voronin hefur ekki getað mikið undanfarið.
Please… vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Reyndar jákvætt að Agger sé með sem og að það vantar Woodgate, Mido, Cattermole og Julio Arca hjá Boro.
væri fullur bjartsýni ef við hefðum kantmenn spá 0-0
Það er rosalega gaman að horfa á þennan leik með bosnískum lýsurum!!! haha Torresa
Úff, ég varð að hafa leikinn án hljóðs til að byrja með og horfði á hann úr fjarlægð. Hélt án gríns að við værum í rauðu 🙂 Kannski meira sorglegt en fyndið.
Góð hugmynd drengir, það er ljóst á byrjun leiksins að Kristján á erfitt verk fyrir höndum : )
Sammála með Babbel, maður skilur þetta ekki !
1-0 fyrir Boro, Boateng. Spurning hvað Reyna var að gera með það að hlaupa í þennan bolta, hefði átt að bíða á línunni.
Við þurfum að fara að taka boltann niður og láta miðjumennina okkar stjórna spilinu, orðinn frekar þreyttur á að sjá Hyypia negla fram löngum boltum.
Úffffffff
strax komnir undir…………………
Ég held að Riise hljóti bara að vera svona rosalega góður á æfingum.
Kannski er það bara af því hinir eru svona slakir…
Er maður virkilega að fara horfa uppá enn einn dómaraskandalinn?!?!?!
Ég held það þurfi ekki dómaraskandal til að liverpool tapi þessum leik, sjáum alveg um það sjálfir…
Þetta er einfaldlega sanngjörn staða í hálfleik… þetta er vond frammistaða hjá okkur…
Liverpool = Engin tækni, ekkert hugmyndaflug, ekkert spila, engin sókn, slöpp vörn…
Er ég að gleyma einhverju??
Hvað er í gangi? Áhugalausir, bitlausir, hægir, vitlausar tímasetningar og algjörlega ráðalausir……ég er í sjokki eftir þennann hálfleik…..
Ég veit ad tetta er stutt hja mer og ómalefnalegt en hvernig getum vid ekki verid ad spila betri bolta en middlesbrough, lidi sem er 3 stigum fra falli. Audvelt verkefni hja Einari ad skrifa skyrslu en mjog erfitt hja kristjani
Freysi: við gátum ekki unnið lið í 3ju deildinni (Luton) með alla okkar sterkustu menn utan Gerrard og Torres.
Só…. þarf eitthvað að ræða þetta.
BennaJÁN .. eigum við að ræða hann Þosstin Hosspyddnu eitthvað nánar eða ?
Hvað er búið að lesa margar sendingar okkar á vallarhelmingi Boro? Hverjir eru á köntunum? Hvernig fannst ykkur skotið hans Riise undir lok fyrri hálfleiks?
Sælir félagar
Ennþá eru önnur hauslausa hænan (Voronin) inná og RB tilbúinn með hina (Kuyt) á bekknum. Babel hvíldur þrátt fyrir vikuhvíld eins og reyndar allir hinir. Liðið áhugalaust og latt. Hverslags ótivring er þetta eiginlega hjá Rb. Ef liðið kemur ekki dýrvitlaust inná í seinni og skiptingar fljótlega (nema ekki Kuyt í almáttugs bænum) þá fer maður nú að spurja hvort eigi ekki að reka ákveðinn aðila STRAX. En sjáum til áður en maður brjálast endanlega. Finnan og Riise eru dauðir og þó er Riise dauðari og Arbeloa er litlu betri. Þetta er búið að vera hörmulegt og Boro sanngjarnt yfir.
Það er nú þannig.
YNWA
ef ekkert breytist í stöðu mála í seinni hálfleik þá missum við bæði Everton og Aston Villa uppfyrir okkur í deildinni !
Það gengur ekki, komum brjálaðir í seinni hálfleik !
Noh bara skipting í hálfleik !!!!!
Ótrúlegt en satt þá hefur Rafa gert breytingu í hálfleik… Babel inn og Arbeloa út og Riise í bakvörðinn. Þetta verður ekki lélegri háfleik… það er ekki hægt.
Voðalega er Gerrard eitthvað áhugalaus.
Voðalega er liðið lélegt…
Við erum með það marga landsliðsmenn að þó einn maður sé áhugalaus, þó það sé Gerrard, þá ætti það ekki að skipta máli.
hjálpi mér hvað þetta er leiðinlegt !
Hvernig gengur með að halda í gleðina Kristján ?
Er einhver með eitthvað inside info úr herbúðum okkar um það hvað er í raunverulega í gangi? Er liðið að fara á hausinn og heldur eftir greiðslum til leikmanna? Eða er eitthvað ósætti í leikmannahópnum sambærilegt við það þegar Houllier var? Maður skilur þetta ekki allveg hvað liðið er slappt þessa dagana. Ótrúlegt að sjá hvað leikmenn eru áhugalausir og sérstaklega Gerrard sem hálf röltir um völlinn.
Úff sem betur fer er Reyna vakandi, var rétt í þessu að bjarga okkur. Og svo Boro með skot í stöng!!!!
Skelfilegt skelfilegt ooog skelfilegt…
hvað er til ráða????
Ég er að sjálfsögðu hæstánægður með leik liðsins, skv. skipun dagsins hjá mér. Það er ljóst að ég mun vinna mikið skáldskaparlegt afrek í leikskýrslunni hér á eftir. 😉
Jose Mourinho
jæja jæja jæja loksins…..
Torres til bjargar…
Þetta var jákvætt : Torres !!!
Það er nokkuð ljóst að lestur leikskýrlsu þinnar Kristján verður bara skemmtilegur : )
Torres !!!!!!!!
Koma svo og taka þetta!!!
Kannski verður þetta það eina í leikskýrslunni hans Kristjáns?
Stutt og skorinorð og gæti orðið svona:
Liverpool fór á Riverside í dag og Torres er eini maðurinn sem virkaði, enda skoraði hann glæsilegt mark.
Nei Árni, Kristján mun sjá mjög margt jákvætt í leiknum, andstætt Einari : )
það er svosem hægt að gers sér mat mörgu mögru.
Kannski þurfum við bara að senda á kallinn hellings bjór og þá kemur ótrúlega jákvæð skýrsla um and og metnaðarlausan leik LFC.
Þetta mark var náttúrulega frábært… vonandi að við stelum þessu í lokinn… ég vil ALLS EKKI reynast sannspár.
Þetta er ömurlegt! Sem sést á því að ég er á netinu í miðjum leik.
Lierpool er farið að minna mig á Tottenham að mörgu leyti, Með fína leikmenn innanborðs en það verður aldrei neitt úr neinu. Kominn tími fyrir nýjan stjóra.
Hann hefur ekki náð neinum framförum í deildinni síðan hann tók við.
Enn eitt steindauttt jafnteflið……
“We were the much better team….. but very unlycky….” ræða í smíðum.
Ertu þá að skrifa leikskýrslu séð frá boro??
Það er rétt, báðir stjórar gætu notað þetta, hinsvegar hefur RB stuðst við þetta template undanfarið.