Enn virðist vera hreyfing á eigendamálum Liverpool, því að Liverpool ECHO fullyrða að DIC muni gera tilboð í hlut Tom Hicks í Liverpool. Þeir segja að tilboðið sé tilbúið og einungis eigi eftir að koma því á Hicks.
Heimildamaður ECHO segir:
>“It is a very delicate situation but DIC has reignited its interest in Liverpool Football Club.
>“The terms of the offer, which will be made to Tom Hicks, have been agreed and DIC are hopeful they will be finally be able to invest in Liverpool.
>“The offer is now being written up and it should be only a matter of time before it is delivered to Hicks.”
Samkvæmt ECHo geta DIC vel hugsað sér að eiga Liverpool með Gillett. Það verður nú að segjast að miðað við fjölmiðla þá hef ég nú meira álit á Gillett, þar sem það er Hicks sem hefur verið einstaklega klaufalegur í öllu PR dóti hingað til.
Ja hérna, Liverpool í sameiginlegri eigu Bandaríkjamanns og Araba, George Gillett og Mohammed Al Makto,,,,það verður ekki um það deilt að það er mjög forvitnilega samsuða
Vonandi að allt þetta rugl í kringum klúbbinn taki enda og starfsfriður komist á. Hins vegar er mikilvægt að leysa þetta á þann hátt að þessi vandamál sem eru búin að koma upp verði úr sögunni og klúbburinn geti farið að einbeita sér af vandamálunum sem eru innan vallar.
JÁ, eftir þessa rússíbanaferð sl. daga og vikur má segja að maður viti varla í hvorn fótinn maður á að stíga. Er maður ánægður með þetta eða efins?
Hvað hugnast DIC með þessum kaupum?
Er þetta til þess að bæta ímynd þeirra?
Mér finnst ólíklegt að þeir séu að kaupa þennan hlut með það í hyggju að selja í hámarki eftir 7 ár.
Eigum við ekki bara að segja að þetta séu frábærar fréttir fyrir klúbbinn (ef af þessu verður, An offer has been agreed in principle) og að DIC muni dæla umtalsverðu féi inn í klúbbinn eins og þessir mættu kanar lofuðu í upphafi þessarar blessaðu rússíbanaferðar sem við höfum verið þátttakendur í sl. ár.
YNWA
Ég hefði helst kosið að DIC myndi kaupa allt félagið, því ég held að það sé morgunljóst að Gillett (þó svo að hann sé greinilega sá eigandi af þessum tveimur sem meira vit er í) er einfaldlega ekki með fjárráð í að takast á við þau verkefni sem bíða félagsins. Vonandi er þetta tilboð bara fyrsta skrefið og svo verði Gillett keyptur út í kjölfarið.
Áhugavert blogg á Guardian um tengd mál:
http://blogs.guardian.co.uk/sport/2008/01/17/hicks_gives_liverpool_plenty_t.html
Fyrir þá sem hafa áhuga heimasíða DIC: http://www.dubaiic.com/
Athyglisverðar fjárfestingar sem félagið hefur fjárfest í sl. ár
Upplýsingar um fjárfestingarstefnu DIC er þar að finna.
YNWA
Ian Rush sjálfur vill meina að við séum orðnir að aðhlátursefni og ekki er það nú gott ef hann seigir það….Kannski bara ágætt að fyrirsagnirnar séu um þessa 2 kana en ekki um öll jafnteflin og geingið í deildinni fyrst á annað borð þurfi að skrifa eitthvað slæmt um félagið….En það má samt valla opna fyrir netið án þess að þurfa að lesa neikvæðar fréttir um Liverpool og er það orðið annsi pirrandi….En DIC ætti nú valla að eiga í erfileikum með að fjármagna kaupin og öllu sem því fylgir án þess að þurfa að steypa félaginu í skuldir eins og þeir kana bræður virðast ætla að gera…….
En gerðist það ekki einnig þegar united var keypt að glazer fjölskyldan keypti allt á lánum og skuldfærði það svo á félagið en samt geta þeir keypt fyrir 50 millur punda fyrir þetta tímabil,hvenær kemur að skuldardögum hjá þeim?????????
henda þessum könum úr þessu, þeir eiga bara ekki fjármagnið sem þarf.
Það væri fínt að fá DIC inn ef þeir eiga peninga til að setja í félagið. Þó svo Gillet yrði áfram þá þyrfti það ekki að stöðva DIC – myndi bara þýða að hlutur Gillet rýrnaði hlutfallslega.
líst betur á þessa Dubai kónga frekar en blessuðu kanana, ég horfði á 60 miniutes um daginn, og ef mér skjátlast ekki var verið að tala við einn af aðalmönnunum hjá DIC Sheik… eitthvað?? og þar kom bersýnilega í ljós að þeir ættu í erfiðleikum að koma sér upp einhverskonar skuldum sama hvað þeir gerðu (gæti svosem verið vitleysa) en svo er annað… erum við alveg hættir í janúarglugganum? er ekkert verið að spá í að fríska aðeins uppá sóknarleik okkar manna? það þíðir ekki að treysta á Torres og Gerrard endalaust….?
Sælir
Það er vonandi að þetta sé satt. Ég er sammála 3 SSteinn að best væri að losna við þessa leiðu kana úr félaginu. Þeir hafa enga tilfinningu fyrir heiðri en það er aftur á móti mjög ríkt í menningu araba. Hefðir og heiður eru þeirra ær og kýr og þeir munu virða hefðir klúbbsins.
Það sjá allir menn
YNWA
… og konur líka ekki gleyma þeim
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://www.kop.is
Það er bara vonandi að það komi penningar í félagið sem má eyða í virkilega góða leikmenn.
Mér finnst það samt sorglegt. ef það er ekki “fótbolta áhuginn” sem skiptir máli heldur einhver gróða hugsun um að gera þetta að einhverju ####
Hlutabréfa gróða félagi.
Einnig er sorglegt að sjá það að liðið geti ekki verið í eigu Liverpoolbúa heldur einhverja fjármála “hotintotta”. Það er verst að það skuli ekki vera til svona “Belusoni” í liverpoolborg:). Hann hefur allavega áhugann.:)
Aldrei gangi Einn.
http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/7194876.stm
Samkvæmt þessari frétt BBC eru þeir kanabræður hvorugir að fara að selja sína hluti í LFC, því miður..
Vona að þetta verði að einhverju.
það er eins og karlagreyjin hafi bara ekkert vitað hvað þeir voru að gera
með því að kaupa liðið! Svo er greinilega setup-ið á skrifstofunni ekki að gera sig. Rick the dick er greinilega mosagróinn og er ekki að spila með.
Mín tilfinning er að það þurfi að hreins út á kontórnum líka. Nú er þessi kerling farin sem hélt öllu saman þarna…þessi sheila. þá ætti nú að vera
í lagi að koma með nýtt blóð þarna inn. Helst hefði maður viljað sjá Moores halda áfram sem chairman og fá aðila inn með nýtt hlutafé.
Byggja völlinn góða og spýta í lófana varðandi marketing. það ætti ekki að vera vandamál að fylla heimavöll Liverpool með 70.000 manns.
Maður fer langa leið til að sjá goðin spila á heimavelli. Það er bara þetta gamla góða…u have 2 spend money 2 make money. Veit Rick the dick um þetta lögmál??
Ef það er satt að báðir plebbarnir hafi neitað að selja hluti sína í félaginu er bara hreinlega kominn tími á dramatískari aðgerðir…svei mér þá !!!! Ég er reyndar að fara út núna um mánaðarmótin og það veit guð almáttugur að mig langar að lesa yfir hausamótunum á þessum vitleysingum. (ekki það, að þeir verða reyndar örugglega ekkert á staðnum
Nú á fólk bara að fara í tugþúsundatali að Anfield og mótmæla þessum vitleysingum og krefjast þess að þeir skili aftur félaginu okkar, sem þeir göbbuðu af okkur !!! Það er ekki eins og þeir fái ekkert fyrir sinn snúð.. þeir þurfa bara að skilja að hinir raunverulegu eigendur klúbbsins (stuðningsmennirnir) vilja ekkert með þá hafa,og vilja þá burt !!!!
Þetta fer alvarlega í geðið á mér..
Carl Berg
Hérna er ansi gott opið bréf til þeirra bakkabræðra sem birt var á Red and White Kop í dag:
Mér finnst málið alls ekki vera að fá einhverja til að kaupa leikmenn og ausa pening í klúbbinn (þó það væri að sjálfsögðu ekki leiðinlegt)
Það að knoll og tott ætli að skuldsetja félagið og stinga afrakstrinum í eigin vasa er hræðileg tilhugsun. Það þýðir að öll fjármagnsgjöld – vextir osfrv. – mun falla á félagið.
Þetta er í raun annað skref skuldsettrar yfirtöku þar sem fyrirtækið og félagið eru sameinuð og þannig verða skuldir fyrirtækisins að skuldum Liverpool.
Fyrsta stig skuldsettrar yfirtöku er þá að fyrirtækið kaupir félagið – fær fyrir því lán með veði í félaginu.
kv/
Þetta er bara það sem er búið að skemma fótboltann of miklir peningar og kolrugglaðir kaupsýslumenn með dollaramerki í augunum sjá þarna gróða og hafa ekki hundsvit á því út á hvað fótbolti geingur.Skítsama um hefðir og öllu því sem félagið stendur fyrir.Og versta er að liðin þurfa á þessum peninga köllum að halda til þess að verða ekki undir í baráttunni um titlana,því eins og allir vita þá geingur nútímaboltinn nánast út á pening og meiri pening,bara svindl og svínarí..Þetta er bara orðinn það mikill bissnes að með þessu áframhaldi deyr fótboltinn drottni sínu og verður ótrúverð íþrótt út af spillingum og leiðindum,svipað og er að gerast á Ítalíu..Hvernig er hægt að taka mark á Ítölskum bolta eftir öll þessi múturhneigsli og hagræðingu úrslita????
Svona mun þetta enda fyrir fótboltanum á heimsvísu með þessu áframhaldi…..Tökum t.d þessa kana 2.Ætli þeim sé ekki sama um að hagræða aðeins úrslitum til að græða aðeins meira.Það er ekki eins og þeim sé ekki mikið umhugað um íþróttina eins og staðan virðist vera í dag.
Það verður að fara að setja stop á þessa vitleysu áður en það verður misst öll tök á því sem er að gerast….
Málið er að ég er algerlega á móti því að reka félagið ekki sem fyrirtæki. Auðvitað eiga tekjur félags að standa undir kostnaði annars er það ílla rekið. Auðvitað má félagið skulda við ákveðnar aðstæður, s.s. ef dýr leikmaður er keyptur og tryggt er að tekjur séu nægar til að greiða allan kostnað eðlilega eða þegar verið er að stækka völl sem kemur til með að auka tekjuinnstreymi.
Það hinsvegar að dæla bara peningum í félag eins og t.d. Chelsea er engum til bóta og algerlega út í hött að tala um að það sé eitthvað módel sem komið sé til að vera.
Að lokum er það spurning um hvaða arð eigendur vilja fá út úr þessu. Vilja þeir reka þetta þannig að þeir geti borgað 10% á ári eða bara þannig að félagið standi undir sér ? Ef það síðari er uppi á teningnum þurfa eigendur augljóslega að eiga hlutinn skuldlausann því annars eru þeir að tapa á honum. Og í raun má segja að þeir tapi þótt þeir eigi hann skuldlausan því þá hafa þeir engar fjármagnstekjur af höfuðstólnum sem liggur í félaginu.
Hjá venjulegum fyrirtækjum er ekki óeðlilegt að fyrirtæki sem eru í miklum vexti taki á sig tímabundið tap á vaxtaskeiðinu, en á ákveðnum tímapunkti er síðan ákveðið að keyra á hagnað í stað vaxtar. Þetta er þannig séð því ekki ólíkt knattspyrnu þar sem líta má á vaxtaskeið sem t.d. betrumbætingu á liði eða aðstöðu sem skilar sér þannig meiri tekjum til lengri tíma litið.
Punkturinn hjá mér er : Það á að reka félög með hagnaði til lengri tíma litið.
kv/
Því miður verður sennilega aldrei hægt að setja stopp á þessa vitleysu, hefur verið lengi í gangi víðs vegar um Evrópu, en bara ekki í Englandi.
Við sem munum lengra getum rifjað upp þegar Berlusconi byrjaði með AC og stendur enn, þeir voru slakir þegar hann tók við. Bernard Tapie gerði Marseille að CL-meisturum og á Spáni eru eigendurnir hálfguðir, sem kosið er um í opnum kosningum út frá kosningaloforðum um kaup á leikmönnum!
Ég var óskaplega skelkaður um þessa sölu á liðinu í fyrra, menn kepptust við að drulla yfir Moores og “metnaðarleysi” hans, sem mér fannst í hæsta máta ómaklegt! Hafði miklar áhyggjur af því að eigendurnir væru ekki enskir og myndu ekki skilja það sem þarf. Gætum við ímyndað okkur að formaður knattspyrnudeildar ÍA og framkvæmdastjóri þeirra væru Færeyingar búsettir í Þórshöfn??? Með allri virðingu fyrir vinum mínum í Færeyjum, þá er það eitt og sér að búa ekki á staðnum og hafa aldrei gert mikill ókostur.
Hvað þá þegar um er að ræða menn sem aldrei höfðu farið á knattspyrnuleik, hvað þá í Englandi!!!!! (Hicks).
Ég ætla ekki að vera með fordóma gagnvart Könum eða Aröbum. Dettur það ekki í hug, en því miður er “The Liverpool way” að hverfa með athöfnum þeirra sem nú reka klúbbinn. Þrátt fyrir brösugt gengi undanfarin ár hefur maður aldrei þurft að upplifa slíka vitleysu og nú. Ekki einu sinni síðustu mánuði Souness, síðustu vikur Evans og síðasta leiktímabil Houllier.
En hvað verður??? Verst finnst mér að ég get ekki ímyndað mér framhaldið. Sé ekki að nokkur stórstjarna verði tilbúin að koma í slíkan farsa og ekki er maður farinn að sjá nýja völlinn ennþá.
Versta dæmið um peningalega vitleysu er Peter Ridsdale og Leeds. Það er ekkert hægt að afskrifa það að sama vitleysa hendi á Anfield. Og þó var nú Ridsdale enskur……..
Shit hvað þetta er leiðinlegur tími að ganga í gegnum, aftur!!!!
ArnarÓ þetta er bara orðinn svo mikill peningur sem við erum að tala um að annaðhvert félagslið á Englandi er falt fyrir rétta upphæð fyrir einhverja moldríka kalla sem annaðhvort vita ekkert hvað fótboltinn geingur út á eða þá kalla sem eru í live CM leik.Fyrrikosturinn eru menn sem sjá bara dollaramerkinn og svo hinn kosturinn eru menn sem eiga svo mikinn pening að þeir bara hafa ekkert betra að gera en að leika live CM,og hvorugur kosturinn ber virðingu fyrir leiknum sjálfum,Sjálfbær rekstur tel ég að sé ekki til hjá neinu félagi sem flokkast undir sem topp klúbbur nú til dags.Ef að menn vilja ekki að ástandið versni þá verður einfaldlega að setja lögin sem talað var um á sínum tíma að ef félagið stendur ekki undir sér sjálft,þá bara sorry þau og bæbæ…
Vil einnig taka það fram að ég hef sjaldnast hugsað um peningahliðina á fótboltanum fyrr en núna upp á síðkastið og þetta er eingöngu mín tilfinning fyrir því sem mun gerast ef ekkert verður að gert
http://gras.is/content.aspx?n=30024&c=1
Greyjið Rafa kallinn.Alveg viss um að þótt ég myndi bjóðast til að kaupa Liverpool þá yrði talað um að ég myndi láta Rafa fara.Greinilegt að það á að mjólka þessa krísu Liverpool liðsins til hins ítrasta
Úfff,,hvað maður var fegin þegar þessi umræða var að baki þegar Bandaríkjamennirnir keyptu klúbbinn. Að þurfa fara aftur í gegnum sömu umræðu, vangaveltur og óvissu tíma er algjörlega óþolandi. Þó svo að mikið sé slúðrað og maður tekur öllu með fyrirvara þá er greinilega eitthvað í gangi, þar sem ekki hefur komið út nein bein yfirlýsing frá eigendum. Þessi Klinsmann yfirlýsing Hicks var algjörlega óþörf, þeir hafa ekkert gert til að leiðrétta hana, þeir hafa ekki lýst yfir stuðningi við Benitez og þeir sýna klúbbnum litlum áhuga sem segir manni að það eru einhverjar þreyfingar í gangi.
Vona bara að þessi mál leysist farsællega og sem ALLRA FYRST.
http://www.goal.com/en/Articolo.aspx?ContenutoId=551821
Gæti þetta ekki bara verið the lesser of two evils, fyrst að Arabarnir eru ekki að fara kaupa liðið fyrr en í fyrsta lagi í sumar, miðað við það sem ég hef lesið allavega.
Hann hefur þó allavega, umdeilanlega þó, meira vit en Hicks og er ekki með einhver óþarfa comment í fjölmiðla þegar hann ætti að styðja við stjórann.
Hafa einhverjir leikmenn Liverpool komið fram og lýst yfir fullum stuðningi við Rafa ?
Já, litli víkingurinn John Arne Riise. Fyrsta skipti, í of langan tíma, sem ég er virkilega ánægður með Riise
Já. Enda eina leiðin fyrir Riise að spila fyrir þennan klúbb.
Já dálítið sérstakt að fleiri hafi ekki lýst yfir stuðningi við stjórann.
Carragher sagði t.d. að þessar deilur milli Rafa og “Gög og Gokke”
væru eitthvað sem leikmennirnir ættu ekki að vera að skipta sér af.
En Stevie Gerrard lýsti nú yfir stuðningi við Houllier á sínum tíma þegar
hann var orðinn valtur í sessi og einnig lýsti hann yfir stuðningi við síðasta landliðsþjálfara Englands.
Afhverju stígur fyrirliði Liverpool ekki fram og stendur með Rafa?
Eru leikmenn liðsins ekki sáttir með Rafa?
Já það er spurning af hverju koma leikmenn LFC ekki fram og gefa Benitez stuðningsyfirlýsingu ?
Ætli leikmenn séu orðnir pirraðir á þessari varnartaktik Benitez ?
auðvitað eru leikmen orðnir leiðir á bullinu í honum
Hvern fjárann veist þú um það Þórhallur? Veit ekki betur en að leikmenn hafi verið að bakka hann upp í hrönnum hérna þegar ágreiningurinn við eigendurna kom fyrst upp undir lok síðasta árs.
hey ó þarfi að fá slag þó ég hafi slegið þessu fram. Þú getur þá kannski frætt mig um það af hverju þessir leikmenn eru ekki að leggja sig fram fyrir stjórann og klúbbinn. Það er besti stuðningur sem hægt er að fá
Það skín ekki beint leikgleði af mannskapnum
Nu les madur ad fyrsta verk DIC manna yrdi ad losa okkur vid Rafael.
auðvitað vilja þeir vinna deildina
Þú ert alveg hrikalega málefnalegur í framsetningu á þínum hlutum Þórhallur. Það eru svona komment sem mér finnst draga umræðuna niður á alltof langt plan, plan sem ekki var áður á þessari síðu.
Sko það er greinilegt að það er þér ekki þóknanlegt ð ég hafi mjög takmarkað álit á stjórnunarháttum herra Benitez. Af hverju dregur það umræðuna á óviðeigandi plan að þínu mati að ég segi þá skoðun mína hér. Það er ekkert skrýtið að nýjir eigendur ef af verður vilji fá sinn mann í brúna. Því liðið mun aldrei vinna deildina með Raffa sem stjóra hann hefur ekki það sem þarf, það vantar allt drápseðli í hann eins og jafnteflahrúgan á þessari leiktíð ber vott um. það var líka í raun og veru liðið sem Húlli skildi eftir sem vann í Istanbúl. Leikmannakaupin hafa heldur ekkert verið að auka álit mitt á honum með þó örfáum undantekningum það þýðir ekki að væla um peningaskort í því sambandi. Kaupa færri og betri leikmenn. Höfum ekkert með hóp af meðalskussum að gera ef við ætlum að ná árangri. Biðst svo bara afsökunar á því að hafa aðra skoðun á málunum en þú herra minn. Hef haldið með liðinu síðan enski kom fyrst á skjái landsmanna þannig að ég tel mig alveg mega hafa mina skoðun á þeirri sorglegu stöðu sem klúbburinn OKKAR er í.
Enginn að banna þér að hafa skoðun, og er þetta komment hjá þér fínt (þó svo að ég sé ekki sammála). Skoðaðu aftur kommentin hjá þér, ég var aðallega að setja út á framsetninguna á þeim. Núna kemur þú með eitthvað til að styðja þína skoðun, annað en sem áður var og það var fyrst og fremst það sem ég var að gagnrýna.
Málið er að mér leiðast löng comment sjálfum finnst mér löng comment hér á þessari síðu sum ekkert málefnalegri en þau stuttu og kæmust fyrir í nokkrum línum. Auðvitað er eðlilegt að menn séu ekki sammála ef menn væru sammála í öllu væru engir spjallvefir lifandi. Sjálfum finnst mér með ólíkindum hversu aðdáendur hr Benitez eru svakalegar hörundssárir ef það hallar á karlinn í commentum hér. Hann var ekki óskastjórinn þegar hann var ráðinn, en samt var ég pínu spenntur fyrir honum. Sú spenna hefur þó horfið með tímanum það er nú bara þannig. Fínasti karl hef hitt hann og kom hann vel fyrir. Það er bara ekki nóg. Ég var einu sinni með þjálfara sem agði að menn þyrftu helst að skríða inn í lifandi belju fyrir leiki til þess að finns blóðbragðið
Þórhallur minn, (skyldur Ladda?) þú ert greinilega mikill spaugari.
Punktar, greinaskil, íslensk stafsetning og rökstuðningur eru reyndar ekki að vefjast mikið fyrir þér í þessum hárbeittu ádeiluskrifum þínum.
Eigum við kannski að bíða til vors áður en við rökkum leikmenn og þjálfara Liverpool niður með slöppum one-liners? Eða sleppa því alveg?
Það fer allavega ekki á milli mála hvar stuðningur harðasta kjarnann stuðningsmanna er og hvað þeim finnst um málið..
http://liverpool.is/Default.asp?cat=1&view=newsone&nid=10871
á nú að dæma mann eftir stafsetningu? Hef engann rakkað niður þeir hafa alveg séð um það sjálfir inn á vellinum. Ættir kannski að læra að lesa áður en þú gerir tilraun til þess að gera lítið úr öðrum. Það er hægt að segja margt með fáum orðum í stað langra pistla sem birtast hér og skilja lítið eftir sig