Liverpool mætir Barnsley heima í FA-bikarnum.

Nú rétt í þessu var verið að klára dráttinn í enska bikarnum.

Okkar menn fengu heimaleik gegn Barnsley, bara fínn dráttur. Leikurinn verður væntanlega laugardaginn 16.febrúar. Krafan verður auðvitað að vinna þennan leik og komast í 8 liða úrslit!

12 Comments

  1. Sheesh! Talandi um góðan drátt. Við eigum hörkuséns á að fara í 8-liða úrslitin miðað við þennan drátt. Chelsea verða þar væntanlega líka eftir sigur á Huddersfield á heimavelli, á meðan Middlesbrough og Portsmouth fá erfiða útileiki gegn liðum í næstefstu deild.

    Leikur umferðarinnar er samt klárlega Man Utd – Arsenal á Trafford. Það verður rimma, en um leið gott fyrir okkur því þá fækkar þeim stórliðum sem við getum mætt í 8-liða úrslitum.

    Góður dráttur. Ég spáði því um áramótin að við tækjum þennan bikar sem sárabót fyrir vonbrigðin í deildinni og (væntanlega) Evrópu (samkvæmt spá minni, meina ég) og ég stend bara við það. 🙂

  2. Gátum vart verið heppnari. Heimaleikur og ekkert PL team… 🙂 Skýlaus krafa að klára þennan leik.

  3. Við höfum nú oft átt í vandræðum með neðrideildarlið sem byrja á B… En jú, nokkuð þægilegt enn sem komið er. Maður hefur þó örlítil ónot yfir þessu öllu, þar sem síðustu bikarsigrar hafa komið í kjölfar þess að dragast á móti erfiðum mótherjum, sbr. 2006 þar sem við mættum aðeins einu liði utan efri deildar.

  4. Flottur dráttur, verð einmitt staddur á leiknum með SSteini….þetta verður flott….svo er það Liverpool vs Inter 😉

  5. Gat var orðið betra, Man Utd-Arsenal (giska á að það verði slagsmál eins og alltaf þegar þessi lið mætast) og Liverpool heima gegn neðri deildarliði. Chelsea hefði mátt frá útileik gegn úrvalsdeildarliði, en maður getur ekki farið fram á of mikið 🙂

  6. frábær dráttur!!

    nú fer taflið að snúast við, góðar fréttir hrannast upp og vonandi að það haldi áfram:)

  7. Smá info til gamans.
    Síðast þegar þessi lið mættust á Anfield, fór Barnsley með sigur af hólmi 0-1.

    Þá var byrjunarlið Liverpool eftirfarandi:
    Liverpool: James, Kvarme, McAteer, McManaman, Leonhardsen, Redknapp, Riedle, Berger, Owen, Bjornebye (Murphy 65), Matteo.
    Varamenn: Harkness, Ruddock, Carragher, Nielson.

    Byrjunarlið Barnsley var:
    Barnsley: Leese, Eaden, Moses, De Zeeuw, Redfearn, Liddell (Appleby 68), Bullock, Tinkler, Barnard, Ward (Hendrie 86), Markstedt.
    Subs Not Used: Watson, Bosancic, Hristov.

    Ekki margir eftirminnilegir leikmenn í Barnsley liðinu á þessum tíma, man þó eftir nokkrum þarna eins og Neil Redfearn, De Zeeuw og Ashley Ward.

    Get hins vegar ekki nefnt einn leikmann á nafn í Barnsley liðinu í dag sem er í 16. sæti næstefstu deildar.

    Verð

  8. Frábær dráttur. Dauðafæri að fara í 8 liða úrslitin og losna við annað hvort Man U eða Arsenal. Bara snilld. Verðum að gera gott mót í bikarnum. Þarna liggja okkar möguleikar á titli á þessari leiktíð.

  9. Látið ekki svona strákar við tökum meistara deildina líka og þriðja sætið í deild allavegna. Við eru liverpool munið þið!!

  10. Smá svona útidúr.
    Nú er Liverpool-newc. sett 8.mars en samkv. heimasíðunni hjá FA þá er það líka bikarhelgi. Ef það stórslys myndi ske og liverpool detta út móti barnsley, verður þá liverpool-newcastle spilaður þar sem bæði liðin eru dottin út.?
    Veit einhver hvort að það sé spilað í deildinni á sama tíma og í 8 liða úrslitum bikarsins ?
    Ég verð nefnilega í liverpool þessa helgi og hefði viljað sjá liverpool-newc. en ef liverpool fer áfram í bikarnum, verður maður að vonast til að þeir fái heimaleik í 8 liða úrsl.og skella sér á hann.
    Bara svona að spuglura

  11. Ef ekki er leikur í FA – bikar 8.mars spilar Liverpool við Newcastle 8.mars Svenni.

Hicks segir allt það rétta

Momo til Juve að klárast (STAÐFEST: Momo seldur)