Alessio Secco, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus heldur því fram [við Sky að Juventus sé við það að ganga frá kaupum á Momo Sissoko](http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_3085351,00.html). Juve menn hafa hafnað tilboði Tottenham í Tiago, en skv. Secco á það ekki að hafa áhrif á kaup þeirra á Momo. Secco segir:
>”There a few details to define. We are really close to completing the affair,”
Sissoko fór til Ítalíu á milli leikja í Afríkukeppninni til þess að gangast undir læknisskoðun og væntanlega skrifa undir samning einsog hann greinir sjálfur frá.
**Uppfært (EÖE) 12.36 þri**: Official heimasíðan hefur [staðfest að Momo hefur verið seldur til Juve](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158634080129-1235.htm). Við óskum honum alls hins besta og ég er sannfærður um að Juve hafi gert fín kaup.
Er það ekki bara gott mál?
Þökkum Sissoko fyrir það sem hann hefur gert fyrir klúbbinn og ef hann verður að þeim knattspyrnumanni sem hann stefndi í að vera eftir sitt fyrsta tímabil. Vonandi mætum við honum ekki 🙂
Það verða flestir ánægðir með þetta, sérstaklega vegna þess að þetta gæti verið ástæðan fyrir því að Mascherano kæmi endanlega til okkar en treystið mér. Treystið mér að eftir 1-3 munum við horfa á Sissoko spila og þá hugsum við allir: Hvað í andskotanum vorum við að gera að selja þennan mann.
sissoko er búin að missa allt sjálfstraust í herbúðum liverpool og er ekki skugginn af sjálfum sér. það er mjög jákvætt fyrir hann sem leikmann að skipta um klúbb því þegar maður kemur í nýjan klúbb þá er maður á upphafsreit og þarf að sanna sig. sissoko er akkúrat þannig leikmaður, hann kom til okkar og sannaði sig strax með frábærri frammistöðu en svo fylgdi hann því ekki eftir. að mínu mati er munurinn á góðum leikmönnum og skítsæmilegum sá að þeir sem fylgja þessu góða starti eftir eru góðir.
sissoko á örugglega eftir að standa sig vel með juve til að byrja með eins og hjá liverpool. en sjáum til hvort stráksi fylgi því eftir og endurheimti sjálfstraustið og fari að spila eins og maður:)
Hef alltaf haft trú á honum sem leikmanni.. held að hann eigi eftir að verða Juve dýrmætur í náinni framtíð, eða allavega vona ég það þar sem hann náði ekki alveg að sanna sig í herbúðum Liverpool.
Farwell Momo !
Ja hvenar gerðist það síðast að stórlið í Evrópu kaupa leikmann af liverpool sem liverpool geta ekki notað, dotti út úr liðinu. Er ekki bara allt að gerast í liverpool farnir að selja sína minni spámenn til stórliða í Evrópu.
Þetta virðist hið besta mál. Ég var afar hrifinn af Sissoko þegar hann kom til okkar manna. Hann var á við 3 menn á miðsvæðinu í varnarleiknum. Það versnaði hins vegar í því fyrir kappann þegar að okkar menn voru meira með boltann og þurftu að sækja á lið sem lágu í vörn. Þá komu annmarkar Sissoko í ljós. Það er ekki pláss fyrir þá báða Sissoko og Macherano. Sá síðarnefndi er betri spilari. En spurningin er: Hvor þeirra er verri skytta?
Heheh, báðir álíka daprir skotmenn 🙂
En annars er þetta jákvætt fyrir hann Sissoko vin minn, vonum bara að honum vegni vel hjá Juve og vonum líka að Lucas fari að láta ljós sitt skína 😀
hvað eru þeir að kaupa hann á?
Ég sætti mig ekki við minna en 8 kúlur fyrir Sissoko en hvernig er það, stóð ekki til að ganga frá sölunni á Scott Carson til Aston Villa í janúar glugganum ?
Ætli kaupverð verði nokkuð gefið upp frekar en fyrri daginn.
Þetta er nánast aldrei gefið formlega upp, en það er talað um að Momo fari á eitthvað í kringum 9 milljónir punda, sem er góður hagnaður fyrir okkur þar sem við keyptum kappann á 5,6 milljónir punda.
Ég hef reyndar hvergi séð neinar áreiðanlegar heimildir fyrir því að Liverpool hafi ætlað að ganga frá sölunni á Scott Carson í þessum glugga, þvert á móti hef ég séð margar beinar tilvitnanir í Villa stjórnendur og stjórnendur Liverpool þar sem hið gagnstæða kemur fram.
Momo hefur marga styrkleika en maður sem getur ekki losað boltann á samherja og tapar honum þar af leiðandi ansi oft í kjölfar þess að hann vinnur hann er ekki nothæfur í liði eins og Liverpool. Ég er raunar hissa að juve skuli vilja hann. Sé ekki eftir honum, óka honum hins besta að sjálfsögðu, en kommon strákar það er ekki eftirsjá í þessum manni.
Held að við getum alveg verið glaðir með þennan pening fyrir Sissoko, sem ég vona að nái að spjara sig á Ítalíu. Fékk að mínu viti ósanngjarna gagnrýni hjá stuðningsmönnum LFC og er leikmaður sem gott er að hafa með sér og vont að lenda á móti.
En með Lucas og vonandi Guthrie að koma upp og svo Alonso, Gerrard og Masch á miðjunni er ljóst að við eigum að ráða við brotthvarf hans OG nýta peningana til að kaupa leikmenn. Ekki bara Mascherano, heldur sjá hvort einhver séns sé á að finna mann sem skorar meira en 3 mörk fram í maí til að spila með Torres. Hef ekki trú á að Kuyt, Voronin eða Crouch nái því takmarki.
Maður verður bara reiður að lesa svona. Hvar er allur stuðningurinn? Af hverju þarf þetta að vera svona aumt? Hvað finnst ykkur?
http://www.liverpoolfc.tv/mediawatch/drilldown/MW12400080129-0923.htm
virðist vera frágengið
http://www.skysports.com/story/0,19528,11854_3087895,00.html
Er þetta ekki fínn gróði á leikmanni sem við gátum ekki notað. Það er ágætis breyting frá því sem áður var með þá leikmenn sem Houllier keypti!!!
Nákvæmlega, Aggi. Og einnig að við séum að selja mann, sem kemst ekki í lið hjá okkur, til alvöru liðs einsog Juve.
Frábært að hann skuli vera kominn til Ítalíu, hann á eftir að gera góða hluti þar. Flottur gróði 2,6 kulur, (8,2 kúlur engust fyrir hann), og við fáum flotta menn fljotlega, ágóðinn hjálpar svo sannarlega til með kaupin á Msssssanum 😀
Er byrjaður að hita upp með að skoða nokkur góð myndbrot á youtube, hrikalega hressandi, bara smella á http://www.youtube.com og leita af LIVERPOOL og þá gerast hlutirnir heheheh
Góðar stundir
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Juve, Sissoko è ufficiale
Il club bianconero ha comunicato l’acquisto del centrocampista dal Liverpool. È?costato 11 milioni di euro, pagabili in tre anni, ha firmato un contratto quinquennale. Gli 11 milioni, spiega la società, sono pagabili in tre rate: 4,3 milioni alla firma del contratto, 3,3 milioni il 10 luglio 2009, e 3,3 milioni il 10 luglio 2010.
11 milljónir evra sem borgast á þremur árum, 4,3 núna, 3,3 2009 og 3,3 árið 2010. Við skulum ekki byrja að telja kúlurnar í vasanum strax, þar sem þær eru ekki í hraðsendingu.
Rafa segir í dag að Mascherano-díllinn verði kláraður á næstu dögum. Frábærar fréttir ef satt reynist, kallinn er nú svo sem ekki vanur að fleipra mikið með svona lagað.
Sammála nr. 2: Hann er ekki búinn að vera góður að undanförnu (enda fengið að spila lítið) en djöfull getur hann verið frábær. Sést best að þegar liðið fékk 82 stig í deildinni var hann nánast alltaf í byrjunarliði.
Mikil synd.
Rafa hefði bara átt að setja hann á lán