Jákvæðar fréttir fyrir okkur öll þar sem Fernando Torres segist ákveðinn í að spila gegn Chelsea á sunnudaginn í leik þar sem Chelsea mun tapa í fyrsta sinn á heimavelli í laaaaangan tíma. Torres segir:
>”I will have medical tests, but I intend to play on Sunday against Chelsea.”
Og Luis Aragones staðfestir að þetta líti ekki alvarlega út:
>”He has a knock that does not seem important.”
Ég ætla að vera fyrstur til að lýsa því yfir að við munum vinna þetta helvítis Chelsea lið á sunnudaginn! Við þurfum nauðsynlega að hefna fyrir ránið í ágúst.
**Uppfært (KAR kl. 13:29):** Neineineinei, samkvæmt Rafa þá verður Torres líklega ekki með á sunnudaginn.
Listinn yfir þá leikmenn sem vantar í þennan leik er því svona: Torres, Alonso (leikbann), Aurelio, Arbeloa, Voronin, Agger, og líklega Mascherano sem er að spila í Argentínu í dag og kemur ekki heim fyrr en seint á föstudagskvöldið.
Shit.
Við erum þá væntanlega að tala um Gerrard og Lucas á miðjunni og Kuyt og Crouch frammi. Riise og Finnan sjálfvaldir í bakverðina og Pennant, Kewell, Babel og Benayoun úrvalið af skapandi miðjumönnum fyrir þennan leik. Það er allt útlit fyrir markaveislu, eða hitt þó heldur.
það er rétt!! kominn jákvæður tónn í menn! þetta er gaman!
Djöfull er ég sammála þessu hata þetta lið. það er komið að jákvæðum fréttum
Haha, ég bjóst svo feitan við þessu, annaðhvort Gerrard eða Torres…
Óheppnin hættir ekki hjá okkur.
Besta niðurstaðan væri að mínu mati svona:
Pennant – Gerrard – Lucas – Yossi
Crouch – Babel
En einhvern veginn óttast ég að Kuyt komi inní liðið aftur.
Torres okay for Chelsea – Maður er á báðum áttum hérna. Vona innilega að kallinn geti spilað enda ættu Ben Haim og félagar lítið í hann 🙂
Af Liverpool Echo
Ryan Babel hobbled out of Holland’s 3-0 win over Croatia with a minor leg injury, although he is expected to be fit for Sunday. But the 21-year-old’s performance did not impress national team manager Marco van Basten who criticised Babel for wasting possession on a number of occasions.
He said: “He was not in a good shape. He easily lost the ball five times at the start of the game and that upset us.
“We decided we should give his some time, but we then had to replace him.”
Hvað segir þetta um þjálfun okkar manna? Bæði skrokkurinn og hausinn ekki í lagi hjá okkar mönnum. Það er skömm að þessu!
Varðandi liðið á sunnudag…þá vona ég amk að Riise verði ekki með…hvorki í vörn né á kanti. Hann virkar engan veginn í svona leikjum.
Ég er heldur ekki bjartsýnn. Hvað gefur tilefni til þess?
Það ætti að banna þessa helvítis landsleiki. SHIT!
líklega skynsamlegast að hvíla Torres um helgina og láta hann jafna sig almennilega frekar en missa hann frá til lengri tíma…. þó svo manni hrylli við tilhugsunina að Kuyt verði frammi gegn Chelsea
6) Diddinn.
Ég er sammála þessu, hef velt líkamlegu atgervi sumra okkar manna aðeins fyrir mér undanfarið. Kuyt var langt því frá svona þungur eins og hann er núna þegar hann kom, Riise er farinn að hlaupa eins og einhver fitness kall og menn virka bara yfirhöfuð frekar þungir og vantar allan sprengikraft oft á tíðum.
Einhver annar sem hefur tekið eftir þessu?
Ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik. Líklega eru þeir Lampard og Terry klárir í þennan leik en Drogba og Essien eru ennþá uppteknir í Afríkukeppninni. Við töpum þessum leik 0-1 og that´s it!
vona innilega að þetta sé eitthvað sálfræðilegt hjá benitez og torres verði með á sunnudaginn………!!
Magnús Arnar, ef leikurinn fer 0-1 þá fáum við (Liverpool) 3 stig í hús 😀
Hræddur um að Torres verði ekki full fit fyrir sunnudag þar sem að Hamstringsmeiðsli eru oft á tíðum lengur að jafna sig en aðrar vöðvatognanir. Spurning hvort það sé þess virði að láta hann spila tæpan uppá framhaldið að gera, maður man vel eftir því þegar Owen spilaði tæpur á Hamstrings gegn Leeds hér um árið og varð frá í 8-9 mán. Þessi meiðsl voru byrjunin á langri sjúkrasögu.
Hvað Babel varðar þá er alveg ljóst að Benitez líkt og Houllier er ekki mikið fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri, sem hefur gert það að verkum að hæfileikar þeirra gufa upp um leið og þeir ganga til liðs við Liverpool. Hvort ástæðan sé vegna mikillar pressu frá eigendum, áðdáendum eða einhver önnur get ég ekki dæmt um.
þessu verður haldið í óvissu eins lengi og hægt er. ég held að hann verði ekki með þar sem rafa hlýtur að læra af leiknum á móti arsenal. en we´ll see.
Rafa hættu að væla um landsleikjahlé og einbeittu þér að þinni vinnu. Að ná í 3 stig á sunnudag.
Verst að raffa er ekki frá á sunnudaginn þá ættum við kannski meiri séns : )
Einar O og Þórhallur, finnast ykkur þessi ummæli virkilega smekkleg?
Af hverju eru þau ósmekkleg? Mjög furðulegt orðaval hjá þér Kristján Atli. Það er ekkert sem segir að menn verði að virða Benitez, þó að ég geri það.
Ósmekklegt er ef þeir myndu tala um að Benitez myndi lenda í bílslysi, já eða Kuyt, Voronin eða Riise. Það er ósmekklegt. Þeir eru bara að síýna óvirðingu.
Ef of mikið til þess ætlast að fólk skrifi:
A) Undir nafni
B) Komi með rökstuðning fyrir svona skrifum líkt og Þórhallur?
Hvað finnst ykkur?
Torres ekki með….hmmmmm. Við erum í djúpum skít.
Liverpool hefur unnið 1 leik af síðustu 14 á SB held ég og búnir að skora í þeim 14 leikjum alls 3 mörk.
Chelsea hefur ekki tapað 100 og eitthvað heimaleikjum í röð í deildinni og mér finnst afar ólíklegt að við náum að breyta því, þó maður voni það innilega.
Besti sénsinn er held ég jafntefli, 1-1……
Varðandi það að Benitez sé búinn að eyðileggja Kuyt, búa til fitness keppanda úr Riise og að eyðileggja Babel, þá er ég hróplega ósammála.
Viðurkenni alveg að ég hef verið pirraður á því að eiginlega allir þræðir að undanförnu hafa leiðst út í rifrildi um Benitez og hans störf, meira að segja þráður eins og þessi sem fjallar um meiðsli okkar fyrir lykilleik. Einhvern veginn trúi ég ekki að það sé Rafael að kenna líka.
Mig langar virkilega til að við getum rætt um leikmenn og ýmislegt í liðinu án þess að menn detti inn í það að níðast á þjálfaranum og finnst virkilega ósmekklegt að nota uppnefni á leikmönnum eða þjálfara.
Góður maður söng einu sinni; “When the going gets tough, the tough get going”. Kominn tími á svoleiðis attitude. Ræða um innihald þráðanna.
Auðvitað eiga svo allir hér að skrifa undir eigin nafni.
Nóg af mínum skoðunum í bili.
Menn eru greinilega að missa sig í humornum hérna Rafa (skrifaði það rétt) hefur aldrei stýrt Liverpool til sigurs á Brúnni þannig að ég sló þessu fram. Biðsy afsökunar á því að hafa sært blygðunarkend Beniteskórdrengjana hér inni. Fannst ekkert ósmekklegt við þetta innskot mitt. Síður en svo. Þar sem að ég skrifa undir nafni hlýtur að vera í lagi að tjá sig þessi ummæli rökstyðja sig sjálf. Þeir sem eru með meðalgreind skilja þau alveg
Einar O, hans gagnrýni á rétt á sér. Eini sem er að væla ert því miður þú.
Benítezkórdrengjanna?
Veit ekki til þess að ég hafi gert mikið í að verja Benítez undanfarið, hef nær eingöngu gagnrýnt hann vegna gengis liðsins. Mér fannst hins vegar ummæli þín ósmekkleg, burtséð frá því hvort menn styðja Rafa eða ekki, og sagði það. Ég hef sama rétt til að segja að ummælin séu ósmekkleg og þú hefur til að láta þau falla til að byrja með.
Eitt annað sem þið megið ekki misskilja. Þú mátt alveg segja það sem þú sagðir, Þórhallur, þar sem það braut ekki í bága við þær einföldu reglur sem við biðjum fólk um að virða. Ef þú hefðir brotið þær einföldu reglur hefðu ummæli þín einfaldlega horfið af síðunni, en þau gerðu það ekki og því fá þau að standa. Þess vegna er óþarfi að saka mig um að ritskoða nokkurn skapaðan hlut að ósekju. Ég ritskoðaði þig ekki, sagði bara mitt álit á ummælum þínum.
Magnús minn, ég meinti alls ekkert illt með þessum skrifum mínum elsku kallinn minn, bara smá spaugelsi. Þar sem ég heiti því óíslenska og frumlega nafni “Óli” þá ákvað ég að finna mér frekar gælunafn til að kommenta hérna (giskaðu hvaða þáttur var í sjónvarpinu þegar það var ákveðið). Hér hef ég aldrei skrifað neitt neikvætt né drullað yfir einn né neinn svo það er ekki ástæðan fyrir því að ég skrifa ekki undir nafni. Vona að þú fyrirgefir mér.
Ólafur “Scofield” Björnsson
kt. 221……. 😀
Áfram Liverpool !!!
Ekkert ósemkklegt að óska eftir öðrum stjóra. Var ekkert að gera lítið úr Rafa. Hann þarf enga hjálp við það.
Þessu var líka hent fram meira í gamni en alvöru þannig að menn þurfa nú varla að missa legvatnið yfir þessum ummælum
á opinberu síðunni segir…
frábært…
🙄
kurteisi að linka á fréttina kannski
Benitezkórdrengjanna!
Hvaða hallærisflokkun var þetta! Þórhallur Jónsson. Hvað heitir þá þinn flokkur? “Hinir raunsæju”, “Hinir réttsýnu”, eða hvað???
Bara svo ég viti hvað þitt lið heitir á móti mínu!
Ekki láta svona Þórhallur Jónsson, við erum allir í sama liðinu og megum hafa okkar skoðun, óháð öðrum.
Svo var ég líka, eins og Kristján Atli, ánægður með legvatnið. Nota það of oft sjálfur.
Svo við snúum okkur aðeins að Torres, finnst mér HRIKALEGT ef hann verður ekki með á móti Internazionale!
Skil reiði Benitez fullkomlega, hvað þá ef Babel kemur líka heim meiddur og Mascherano kemur of seint eftir leik við GUATEMALA í LOS ANGELES!
Vináttuleikir í febrúar er að mínu viti hrikalegt RUGL!
Fílabeinsströndin og Gana úr leik í Afríkukeppninni! Verða Drogba og Essien ekki komnir til baka í þennan leik! Vonandi verða þeir að spila um 3. sætið!
Ég er annars allt annað en bjartsýnn á þennan leik!
Held að við komum til með að pakka í vörn og varla fara í sókn og svo töpum við 2-0 !
Jújú, þeir mæta hvor öðrum í leiknum um þriðja sætið á laugardaginn.
Ég var á Carling Cup leiknum fyrr í vetur og þá áttum við lítinn sem engan séns, enda voru Torres og Gerrard ekki að spila. Þá var sóknarleikurinn einstaklega biturlaus, og ef það fer fram sem horfir að Kuyt verði frammi þá lítur þetta út fyrir að verða enn einn “smile-like-you-mean-it” dagur fyrir Liverpoolmenn.
http://www.daglega.com
Segir allt sem segja þarf um þennan leikmann.
Úff, ég myndi nú frekar vilja sjá Babel frammi frekar en Kuyt.
Maggi
Flokkur minn heitir Hinir pirruðu. Því allt virðist í rjúkandi rúst hjá klúbbnum okkar. Ég tel mig líka vera frekar raunsæjan þegar ég bendi góðfúslega á að ekkert lagast nema með róttækum breytingum, því miður. Liðið án Torres verður eins og tannlaust ljón. Elska klúbbinn alveg eins mikið og þið.
Þórhallur Jónsson. Heldurðu að ég sé ekki pirraður? Held við séum það öll þessa dagana.
Hef aldrei dregið úr því að þú elskir klúbbinn, finnst stundum þeir sem vinna hjá honum, leikmenn og þjálfarar eiga skilið meiri virðingu.
Hef ekki verið að drulla yfir starfsmenn klúbbsinns. Bendi bara á að hver er sinnar gæfusmiður.
Einnig er sæll sá sem málshætti les.