Fínar fréttir rétt fyrir tvo bikarleiki gegn Barnsley og Inter.
**Fernando Torres**, Arbeloa, Aurelio og Hyypia æfðu allir með liðinu í gær, en þeir hafa verið frá vegna meiðsla. Það verður að teljast líklegt að þrír þeirra muni hvíla gegn Barnsley (Arbeloa, Hyypia og Torres) en svo spila vonandi gegn Inter. Við þurfum nauðsynlega á Torres að halda í framlínunni gegn Inter á Anfield.
Jæja, er þetta DCI málið skyndilega að gerast. Algjör left hook á kinnina.
http://football365.com/story/0,17033,8652_3145037,00.html
Sammála fyrsta commentinu,
“”According to The Daily Mirror” sigh“
Það er eins gott að Torres verði með á móti Inter. Ég fór í október á Liverpool Arsenal og var í skýjunum að Torres yrði með, en svo fór hann meiddur af velli í hálfleik. Vona bara innilega að hann verði í rosa formi á móti Inter því ég ætla að skella mér aftur út og vonandi halda þeir hreinu í þessum leik.
fínt að hafa Torres til taks gegn Barnsley, hafa hann á bekknum og láta hann koma inná ef á þarf að halda annars láta hann hvíla, ef svo ólíklega vill til að Kuyt verði ekki heitur