Sky halda því fram að DIC hafi boðið G&H 400 milljónir punda fyrir Liverpool FC:
Það hefur verið staðfest að DIC hefur verið í viðræðum við þá Hicks og Gillett, en Sky halda því semsagt fram að tilboðið sé komið á borðið og að DIC ætlist til að fá svar **í dag**.
Þetta verður athyglisvert.
Nota bene, [BBC halda þessu líka fram](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/7276383.stm).
Já, guð minn almáttugur, já. H&G, í guðanna bænum segið JÁ!
Sælir félagar.
Vonandi taka sauðirnir þessu. Ég veit að vísu ekki hvernig svona kaup gerast en er ekki lílegt að það komi gagntilboð. Þ.e. að sauðirnir reyni að fá meira fyrir sinn snúð eins og Kiðhús forðum. Hitt væri náttúrulega stórkostlegt ef sauðirnir tæku þessu tilboði og hlutir kæmust á hreint. Umgjörðin um leikmenn og stjóra yrði örugglega allt önnur þar sem höfuð DIC er gamalt og núverandi LFC fan og mun halda í heiðri reglum og hefðum klúbbsins.
Fór að pæla í þessu eftirá: höfuð DIC – þ.e. dichöfuð. Þróa þessa hugmynd ekki lengra en læt mönnum eftir að gera það ef menn vilja. 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Án þess að hægt sé að vita slíkt með nokkurri vissu, en er ekki líklegt að Benitez verði rekinn ef þeir komast til valda? Persónulega finnst mér Hicks hafa verið að koma nokkuð sterkur inn undanfarið og vildi helst hafa hann eitthvað lengur.
Mistök eru til þess að læra af þeim og það held ég að Hicks hafi gert. Ég man að það voru líka læti í kringum Glazier á sínum tíma en það fer lítið fyrir þeim núna.
Ég hef hreinlega bara ekki áhuga á því að fá annan framkvæmdastjóra á þessum tímapunkti með “5 year plan”.
Benitez VERÐUR að vera áfram !!!!
Já, og Echo líka. http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=dubai-s-dic-make-163-400m-bid-for-liverpool%26method=full%26objectid=20554729%26siteid=50061-name_page.html
Vonandi að þetta fari allt að skýrast, frábært ef þetta gengur eftir.
Hefur ekki Hicks talað sterklega um að hann vilji og muni alls ekki selja, og mögulega hindra að Gillett selji sinn hluta?
Þetta verður meira en lítið spennandi! SHiiiiiiiii!!!!!!
Ég er mjög hræddur um að þeir taki þessu ekki. Það eru eiginlega tvær ástæður fyrir því. Ég vill alls ekki hafa þessa menn lengur við stjórn og hitt er að ég er mjög hræddur um að DIC muni kaupa eitthvað annað lið í deildinni (t.d. Newcastle) og gera það að öðru svona Chelsea liði. Þá á ég við að “ensku toppliðin” væru ekki lengur fjögur heldur yrðu fimm (voru þrjú fyrir Chelsea).
Það er yfirgnæfandi líklegt, miðað við orð Hicks að undanförnu, að þessu verði neitað þvert og beint. En ég vona svo innilega að þetta gangi eftir. Manni er nánast sama hvers konar stjórar DIC-menn verða, þeir bara geta ekki verið verri en Tom fucking Hicks!
Það er ljóst að fingur, tær og eistu verða krosslögð í allan dag … 😉
Spái því að Hicks reyni að draga málið lengur þar til ljóst er hvort Liverpool komist áfram í Meistaradeildinni. Ef þeir komast áfram (og kannski alla leið) má gera ráð fyrir að verðmæti félagsins hækki og samningsstaða Hicks þá betri. En hvað þolir hann að bíða lengi miðað við fjarhagsstöðu sína í dag? Vonandi bara til kvölds:-)
Þetta virðist vera nokkuð pottþétt, það er að þeir hafi boðið, enda allir þeir miðlar sem maður treystir best í svona löguðu að slá þessu upp (fyrir utan official síðuna).
Maður er mjög á báðum áttum, DIC virðist eiga peninga en meira veit maður ekki um þá og hvað þeir hugsa sér með þetta lið…..en það getur þó ekki verið annað en á toppinn svo augljóslega hljóma þeir spennandi.
Kanarnir hafa gert mímörg stór mistök á sínu fyrsta ári með klúbbinn og virðast ekki eiga næginlega mikið af peningum til að stjórna honum sómasamlega. Þó getur maður ekki sagt að framtíðin með þá við stjórnvölin sé alveg svört og Hicks hefur a.m.k. trú á að hann geti vel látið þetta dæmi ganga upp.
En ég segi DIC já takk sem segir margt um álit mitt á þessum Texasbúa, en umfram allt vill maður bara að óvissan í kringum klúbbinn fari að hverfa og það sem gerist innanvallar verði aðal umræðuefnið. Ef það er satt að það sé búið að bjóða 400 m í kúbbinn þá geta kanarnir eiginlega ekki hafnað því enda myndi það bara vera til þess að hella olíu á eldinn hvað óvinsældir þeirra varðar hjá poolurum….nógu slæmt er það nú fyrir.
Hvað ummæli Hicks undanfarið varðar þá er ekkert mál fyrir hann að bulla sig út úr því ákveði hann að selja, það er auðvitað ágætis póker hjá honum að segjast ekki vilja selja og ekki þurfa þess, enda vill hann fá sem mest fyrir klúbbinn, the cunt.
(p.s. smá hugmynd af skoðanakönnun inn í þennan þráð, Hvort viljið þið Hicks/Gillett eða DIC)
…sem væri svo gaman að hlæja að eftir nokkur ár þegar Hicks og Gillett hafa hugsanlega slegið í gegn 😉
Ef eitthvað er til í þessu þá lýst mér vel á það. Svo má benda á þetta líka:
“Of the two owners I’m told George Gillett in principal has agreed or is inclined to agree,” said BBC sports editor Mihir Bose.
Væri nú sáttur ef DIC fengu helmgins hlutinn, vona að Hicks sjái að sér og komi sér úr klúbbnum. Hefur skitið vel upp á bak síðan þeir félagarnir keyptu klúbbinn.
Ái, Kristján!!!! Þetta með krosslögðu eistun er bara sárt … en hafðist … ! Nú liggur maður á bæn!
Það verður að teljast mjög líklegt Gísli að Rafa verði látinn fara ef DIC eignast félagið. Það hefur komið fram í mörgum fjölmiðlum að þeir eru ekkert alltof hrifnir af Rafa. Vita menn hérna eitthvað um DIC? Hvaðan kemur þessu dýrkun ykkar á þeim? Af hverju hætti Moores á allra seinustu stundu við að selja þeim félagið?
Ég verð nú að segja fyrir mig að mér finnst kanarnir hafa verið að bæta ráð sitt umtalsvert undanfarið og ég er á því að gefa þeim meiri séns. Eru búnir að fá Torres, Skrtel, Mascherano og fleiri til Liverpool og “virðast” vera að átta sig á hvernig félagið gengur fyrir sig. Er ekki viss um að DIC séu betri í þennan pakka en kanarnir, þeir hafa örugglega eitthvað misjafnt í pokahorninu. Fyrir utan það náttúrulega að það lítur út fyrir að þeir vilji losna við Rafa, hugmynd sem ég er ekki hrifinn af.
Mig grunar að Hicks/Gillett hafi vitað að tilboð væri á leðinni frá DIC og með því að segjast alls ekki vilja selja er hann að biðja um rétt verð. Það er allt til sölu, er það ekki ?
Þessir menn eru ekki í þessu af einskærri góðmennsku, þeir vilja $$$
Nr. 12 Halli það er kannksi ekki dýrkun í gangi á DIC heldur eiga menn aðallega í basli með að sjá ókostinn í stöðunni miðað við það sem við höfum núna, þeir virðast ekki einu sinni talast við lengur!!! Slíkt eignarhald gengur alls ekki til lengdar.
Annars ætla ég nú alveg að bíða með blammerinagar varðandi stefnu DIC þanngað til ég hef heyrt þá hósta einhverju upp um hana!!
En ég vona að þetta verði snöggafgreitt……Dodda og Kristján Atla vegna!
Tilboðinu neitað samkvæmt ýmsum miðlum af News Now………
Mér finnst það nú hálfskrýtið hjá Hicks að segja að hann vilji alls ekki selja en er svo í einhverjum viðræðum við framkvæmdastjóra DIC, það eitt segir mér að þetta er virkilega möguleiki. Eins og margir hérna fyrir ofan benda á þá er hann hugsanlega að reyna að fá sem mest útúr félaginu sem er kannski ekkert skrýtið, menn í bisness reyna það auðvitað alltaf.
Auðvitað veit maður ekkert um DIC en bara það að vita að maðurinn er gallharður púllari það einhvernveginn heillar mig nú meira en að hafa kanana því þeir hafa engan áhuga á félaginu.
Líka gaman að segja frá því að enska knattspyrnusambandið er endanlega búið að skíta á sig. Aliadiere fær auka leik fyrir voga sér að áfrýja en rauða spjaldið hjá Lampard er dregið til baka. Snilld!
Tilboðinu hefur verið hafnað http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_3238199,00.html
djöfuls svekkelsi
Málið er greinilega mjög einfalt, Liverpool er ekki til sölu, þar sem Hicks neitar að selja.
Verðum bara að sætta okkur við að Liverpool losnar ekkert við núverandi eigendur 🙁
Maður veit ekki hverju maður á að trúa lengur það kemue eitthvað nýtt um kaup og sölu á Liverpool á 5 mín fresti. Ég held að það væri Liverpool fyrir bestu að Rafa yrði áfram hjá félaginu og til að svo megi vera þá vrða núvernadi eigendur að halda félaginu svo einfalt er það.
Þurfa þetta endilega að vera svo slæmar fréttir?
Mér finnst bara aðdáunarvert að áhugi þeirra á LFC nær fram yfir 50m punda gróða á nokkrum mánuðum.
Vonandi verður þetta bara til að þessar endalausu spekúlasjónir með eigendurna hætti og menn geti farið að einbeita sér að því sem skiptir máli þ.e. styrkingu liðsins og byggingu nýs vallar.
Ég er ekkert sannfærður um að DIC sé eitthvað betra fyrir Liverpool fc en tvímenningarnir frá USA. Og ég blæs á rök eins og .. allt er betra en Hicks og Gillette. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!!! Og… Grasið er oft grænna hinu megin!!
Hefur DIC eitthvað sannað sig í rekstri og eignarhaldi á íþróttaklúbbi á heimsvísu?? Ég meina hvað er það sem á að segja manni að DIC sé eitthvað betra? Ef til vill er DIC það besta sem getur komið fyrir Liverpool. Ef til vill hefur DIC metnað og hugmyndir og viðskiptamódel að “heimsyfirráðum” Liverpool fc. En af hverju seldi ekki Moore til þeirra áður ef þeir eru svona frábærir?
Hvernig er það .. Björgólfur Thor hefur hann ekki efni á að snara eitt stykki Liverpool football clup í eignasafn sitt?
Á hverju byggja menn thad ad DIC sé eitthvad betra en Gö og Gokke?
Efast um ad barnathraelkarar frá Dubai sé eitthvad umhugadra um hefdir og gildi Liverpool en tveir Bush-stydjanid saudir frá Ameríku. Their sem eru núna ad vonast sem mest eftir ad DIC taki yfir af G&H aettu ad rifja upp thad sem their voru ad segja thegar their félagar voru á leid med ad taka yfir félagid.
Be careful what you wish for, it might come true…
23 (flott tala) hittir að mínu mati naglann á höfuðið. Í þessu tilfelli voru LFC og aðdáendur þess staddir í svokallaðri win-win stöðu. Ef boðinu hefði verið tekið hefði verið ljóst að H&G voru ekki réttu eigendurnir að LFC, auk þess sem klúbburinn hefði fengið inn fjársterka aðila sem væru hugsanlega líklegir til að spreða seðlum í leikmenn og fleira. Þar sem boðinu var hafnað, þá hafa H&G að öllum líkindum einhvern metnað fyrir hönd klúbbsins annan en skyndigróða, sem er jákvætt. Raunar er sá möguleiki að þeir vilji einfaldlega hærra boð og hafi hafnað þessu vegna þess, en þó finnst manni líklegra að menn hefðu frekar gert gagntilboð ef það hefði verið málið. Ég geri mér grein fyrir að þessi uppstilling mín er líklega oggulítil einföldun, en svona lítur þetta allt út fyrir mér.
Ég neita því ekki að mig dauðlangaði að hefja þetta komment á frægri tilvitnun: “Afsakið”.
Afsakið..en 🙂
Ég gerði mér svo sem engar sérstakar vonir, en ég verð samt að lýsa vonbrigðum mínum með þá niðurstöðu sem komin er í málinu. Mér er ekkert um þessa kokkáluðu kóna frá Ameríku gefið, og ég vil losna við þá sem fyrst. Hvort DIC hefði verið betra, skal ósagt látið, en ég er klárlega á því að það hefði ekki verið verra. Ég hefði verið til í að láta reyna á það, allavega.
Þessir eigendur, og þá sérstaklega blanki fýlupokinn sem virðist hafa það eitt á stefnuskránni sinni að pirra mig, eru að gera mig sturlaðan, og mér er fyrirmunað að skilja hvernig menn geta verið svona þrjóskir. Það vill varla nokkur kjaftur sjá með krumlurnar sínar nálægt þessum klúbb, en samt halda þeir dauðahaldi í hluti sína í klúbbnum.
Ég er að spá í að gera sálfur tilboð í klúbbinn, sem þeir geta ekki hafnað. Ég ætla beint inní eldhús, og reikna hvað ég þurfi að leggja mikið fyrir á mánuði til að dæmið gangi upp 🙂
Insjallah…Carl Berg
“Hicks has not formally rejected the offer from DIC, the Government-run Dubai investment fund, but is still unwilling to sell out.”
Tekið af BBC:http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/7276383.stm
Afsakið, en ég er 100% sammála þessu innleggi númer 23 og frá Togga. Hjá mér var versti óttinn sá að G&H sæu þetta sem einhver skyndigróða og væru ekki tilbúnir að leggja almennilega vinnu í félagið, samanber það að þeir sendu engan fulltrúa til að vinna fyrir klúbbinn, en héldu bara í Rick Parry, sem hefur ítrekað sannað vanhæfi sitt.
Það er allavegna smá hughreysting falin í því að þeir höfnuðu tækifæri til skyndigróða. Það væri í raun fínt í mínum huga að Hicks hugsaði eingöngu um peninga. Því ef hann er ekki hálfviti þá veit hann að besta leiðin til að græða peninga á Liverpool er að liðinu gangi sem allra best inná vellinum. Og til þess þarf að fjárfesta.
Og já, ánægjulegt að sjá loks hver Carl Berg er 🙂
Veit ekkert hvað maður á að halda, en er sammála því að Hicks er að sýna það að hann er enginn “quitter”.
Eins og mér leist illa á hann, en vel á Gillett. Virðist alveg öfugt, lágvaxni Kanadamaðurinn bölvaður asni en hinn fighter.
Hef nú oftast borið virðingu fyrir fighterum……
afsakið…. en Einar; hvað meinarðu með : ánægjulegt að sjá loks hver Carl Berg er ??? 🙂 Ég hef aldrei farið í neinar grafgötur með það hver ég er… og það vita ansi margir hver ég er…sérstaklega innan liverpoolklúbbsins.
Ef þú ert vísa til heimasíðunnar…þá…ehh..hmm… héddna…ööö…já…ehh…(segi ég harð-ákveðinn)….hömm…þá hef ég bara enga afsökun 🙂
annars að topicinu…. ég er svo sem að vissu leyti sammála #23, en… af tvennu illu, þá myndi ég frekar vilja fá lögfulla sönnun þess að Hicks væri þessi auli og quitt-er sem ég held að hann sé, en að hafa þennan mandarínu mammon við stjórnvölin mikið lengur. Ég vil sjá stóra hluti gerast hjá Liverpool á næstu leiktíð, og treystiði mér strákar, við getum það.. ég er svo sannfærður um að við getum það og munum gera það, (þegar tíminn kemur), ég er búinn að búa mig undir að Liverpool FC verði hafið aftur til þess vegs og virðingar sem það á skilið…. ég á bara svo fjandi erfitt með að bíða….
Insjallah…Carl Berg
Nokkuð gott hja (25 Kjartani) skildi einhverjum detta það í hug að DIC séu eitthvað öðruvísi ern H&G þetta sníst allt um peninga (því miur) þetta á að snúast um Liverpool, af þessum tveimur kostum þá vil ég frekar halda þeim H&G sem eigendum og helst vildi ég að H myndi kaupa hlut G en það held ég að geti ekki orðið. Reyndar held ég að þessi barátta eigi eftir að enda með að DIC eigi eftir að eignast félagið þeir eru bara að fara rólega í að spenna bogan, á endanum munu þeir H&G ekki geta stðist tilboðið hjá þeim og þeir selja. Ef það verður þá er bara að vona að hagsmunir Liverpool sem knatspyrnulið verði hafðir númer eitt. En eitt er víst að ef þeir DIC menn eiga að byggja nýjan leikvang þá þurfum við engu að kvíða, sjáið bara hvað þeir eru að gera í Dubai. Vonandi fer þessu brölti með félagið að ljúka svo hægt sé að snúa sér að því sem mestu máli skiptir að koma titlum á Andfild…
Ef DIC tengjast þessum framkvæmdum sem eru í gangi í Dubai þá þurfum við engu að kvíða. Ég hef horft á flesta þættina sem tengjast uppbyggingunni í Dubai á National Geographic, þeir eru rosalega stórtækir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur og þeir sætta sig aldrei við að vera næst bestir. Enda eiga þeir peninga til að spreða. Ég held að þeir eigi eftir að koma öllum á óvart ef þeir eignast félagið. Ég vildi fá þá áður en kanarnir keyptu og er ánægður að þeir séu ennþá inn í myndinni. Ég er reyndar sammála því að það væri skref afturábak ef þeir losa sig við Rafa.
Ég vil allra síst að Hicks eignist klúbbinn einn, Gillett virkar þá á mann sem skömminni skárri en þessi Texas redneck.
En DIC eru víst síður en svo hættir og hafa hækkað boðið í Gillett hlutinn
http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/investmentdeal/tm_headline=liverpool-fc-boss-george-gillett-ponders-massive-dic-pay-off%26method=full%26objectid=20561043%26siteid=50061-name_page.html
Það er allavega nóg að gera bara við það að fylgjast með fréttum að Liverpool dagsdaglega….
Ég endurtek það bara sem ég sagði fyrr í þessum þræði að ég er ekki viss um að þessir DIC séu eitthvað skárri og finnst að kanarnir séu að sýna smá lit núna eftir misjafna byrjun. Fannst þetta skemmtilegt comment hjá einum Arsenal aðdáanda við þessa frétt þar sem hann talar í örlítilli kaldhæðni um þetta mál og skoðun margra Liverpool aðdáanda á því.
Já var ekki markmiðið á sínum tíma að selja klúbbinn til að koma honum í fremstu röð? Ástæðan fyrir því að klúbburinn fór til kanana var sú að stjórn Liverpool töldu þá vera besta kostinn á sínum tíma. Þeir lofuðu að kaupa heimsklassa leikmenn til liðsins og fjármagna nýja leikvanginn, það er ástæðan fyrir því að tilboði þeirra var samþykkt. Það er jú búið að kaupa Torres og Mascherano sem eru í þeim klassa sem ég bjóst við að yrðu keyptir en ég bjóst við að Rafa myndi fá fjármagn til að kaupa allavegna 2 í þessum klassa til viðbótar og ég held að Rafa hafi einnig búist við því. Yfir þessu hefur hann verið að kvarta. Kanarnir eiga hreinlega engan pening, þeir hafa verið í endalausum vandræðum með að endurfjármagna lánið sem þeir tóku og það er ekkert komið á hreint í sambandi við leikvanginn. Já rafa vildi meiri pening strax, því hann gerði sér grein fyrir því að hópurinn væri ekki nógu sterkur til að vinna Enska titilinn og það hefur sýnt sig.
Langar nú aðeins að fjalla um þetta bull í Nallanum sem vitnað er í hérna:
Einfalt mál fyrir þá sem fylgdust eitthvað með þessu. Skjalið sem lak út hjá DIC hafði þarna úrslitaáhrif og það voru ekki DIC sem bökkuðu sjálfviljugir út, brestur kom í viðræðunar og ákveðið var að ganga til samninga við Kanana (hversu gáfulegt sem það var nú).
Þeir einfaldlega lofuðu og lofuðu og gátu svo ekki staðið við neitt og hefur þetta nú þegar tafið verkið um allavega hálft ár. Ef þeir hefðu haft eitthvað sens þá hefðu menn átt að budgeta strax og þeir komu með fyrstu breytingartillöguna.
Eru menn ekki að djóka í mér, hversu heimskt er þetta? Hvort kom á undan eggið eða hænan. Man ekki betur en að liðið hafi verið í stórfínum málum þegar þessar viðræður við Klinsman fóru fram. Vorum ekki að gera rósir í CL en heima fyrir mjög sterkir og taplausir ef mig minnir rétt. Var búið að kaupa Skrtel þá? Var búið að ganga frá Masch þá? Var mismunur á milli kaupa og sölu meiri en áður hefur þekkst hjá liðinu? Svarið er nei við öllum þessum spurningum. Hann vildi enga milljarða og það strax, hann vildi aftur á móti að menn færu að tryggja leikmenn af því að hann veit hvernig transfer markaðurinn virkar en ekki þessir Kanar sem vissu varla hvað fótbolti var fyrir ári síðan.
Ekki dytti mér til hugar að fara að greina innstu málefni Arsenal þar sem ég er einfaldlega ekki inni í þeim málum. Þessi ákveðni aðili hefði mátt gera slíkt hið sama.