Eigendamál

Jæja, ég er á leiðinni útá flugvöll þannig að ég hef ekki tíma til að skrifa langt um þetta, en þar sem enginn hinna pennanna er að skrifa um þetta, þá er hérna það nýjasta af [eigendamálum](http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article3499701.ece). Bara svo að menn geti rætt þetta í sérstakri færslu og bætt við.

12 Comments

  1. Nú hef ég mikið spáð í þetta mál og hugsað mikið um hvort að DIC sé eitthvað mikið betri kostur en G&H.
    ÉG horfði á 60 Minutes þáttinn um Sheikh Mohammed og hef lesið mér til um það sem ég fann um hann á netinu og þessi gaur hefur náð ótrúlegum árangri. Honum tókst að gera eyðimörk sem að enginn hafði áhuga á í Utópíu viðskiptaheimsins á nokkrum árum, markmið sem var talið að tæki áratugi. Hann er þekktur fyrir að þola ekki að tapa og leggja stjarnfræðilegar upphæðir í að fá það sem hann vill, eins og hann vill hafa það. Hann hefur einnig gert mikið til að bæta stöðu kvenna í Arabaríkjunum og svo mætti lengi telja. Ég hef semsagt ekki fundið neitt neikvætt við þennan mann, miðað við vonbrigðin sem maður hefur upplifað með G&H. DIC er fjárfestingafélag en hann er heilinn á bakvið þetta allt og það er hann sem hefur úrslitaatkvæði í öllu svo það þýðir víst lítið að velta sér upp úr hinum.
    Ég sé ekkert sem bendir ekki til þess að þessi maður sé sá Messías sem við Liverpool aðdáendur höfum beðið svo lengi eftir. Hann hefur rétta viðhorfið, rétta fólkið og það sem enginn efast um peningana til að bakka það upp!

    Þetta er ekki flókin stærðfræði: DIC + Liverpool = EPL meistarar 😀

  2. Anton sýnist þér það vera skortur á fjárráðum sem er að standa í vegi fyrir árangri Liverpool? Liðið hefur eytt þvílíkum peningum undanfarin ár og hver er árangurinn?

  3. ÉG var nú að meina með leikvanginn, Styrktaraðila og eftir þeim götum. Með komu DIC fengi Liverpool mun meiri umfjöllun eins og önnur leið eru að fá. Ég er einfaldlega að reyna að segja að DIC hefur tengslin, völdin og fjármunina til að standa við það sem þeir lofa, eitthvað sem Hicks & Gillet gátu ekki.

  4. En málið með Sheikh Mohammed er að hann svífst einskis til að fá sínu framgengt og hlustar ekki á varnarorð.

    Nú gekk sú saga um Liverpool borg, og lifir hún enn, um að í hálfleik í leik Liverpool og Arsenal í fyrra þá hafi Sheikh hringt í Rick Parry og krafist þess að Dudek yrði tekinn útaf í hálfleik. Gefum okkur það að þetta sé satt (Rick Parry hefur sagt að Sheikh hringi stundum í sig enn þann dag í dag) hvað gæti hann gert ef hann ætti klúbbinn í raun? Myndi hann reka Benitez í hálfleik ef við værum að tapa 3-0 fyrir ManU? Myndi hann selja Torres fyrir að klúðra víti á 90 mín?
    Þetta eru að sjálfsögðu allt getgátur en ég er mjög varkár í að fagna því að fá DIC í stað Kanana. Gæti verið betra en það gæti líka orðið verra.
    Finnst eins og menn séu frekar spenntir fyrir því að losna við kanana heldur en að fá DIC. Það er hættulegt.
    Vil samt taka það fram að ég er allt annað en sáttur við þá Gillett og Hicks, en er bara hræddur um að við séum að fara úr öskunni í eldinn.

  5. Erfitt að segja “hvað er nýjast í þessu”. Á Echo kemur td fram að DIC gæti keypt 49% af Gillett og Hicks 1% og verði þannig aðaleigandinn…

    “TOM HICKS was today edging closer to taking majority control of Liverpool. DIC has indicated it may now be willing to take a 49% stake by buying out all but 1% of George Gillett’s shares.

    The remaining 1% could then be bought by Hicks, leaving him as the majority shareholder – a scenario one Anfield figure has described as “a potential nightmare”.

  6. Hvernig haldið þið að Araba og Ameríkana gengi nú að vinna saman 🙂

    Varðandi komment númer 2 skrifað af –
    ef við eigum að bera okkur saman við bestu lið Englands þá höfum við ekki getað keypt eins sterka leikmenn og þau, held að við getum alveg verið sammála um það. Við höfum líka þurft að selja leikmenn og helst áður en við kaupum sem er frekar leiðinlegt.

  7. Ingi spyr:

    „Hvernig haldið þið að Araba og Ameríkana gengi nú að vinna saman?“

    Ef við eigum að fara út í þá sálma, þá er Tom Hicks Texas-búi sem hefur stutt Bush-fjölskylduna í nær öllum þeirra stjórnmálum í gegnum tíðina og telst víst vera góður, persónulegur vinur hins sívinsæla Bush yngri, núverandi forseta.

    Við þetta bætist sú vel þekkta staðreynd að Bush-fjölskyldan hefur um árabil átt í nánu viðskiptasambandi við fleiri en eina arabíska stórfjölskyldu, en þeirra á meðal er einmitt oft nefnd fjölskylda sú sem öllu ræður í Dubai, að mér skilst, og Sheikh Al Makhtoum tilheyrir.

    Þannig að þótt Kanar séu í miðri innrás (ekki stríð, innrás) í Írak þessi misserin má það ekki hafa áhrif á fólk. Fégráðugir Texasbúar, sérstaklega þeir sem tengjast Bush-fjölskyldunni, og viðskiptamenn frá arabísku furstadæmunum, eins og Dubai-drottnararnir í D.I.C., hafa unnið saman að margvíslegum viðskiptum (bæði löglegum og ólöglegum, hugsa ég) um árabil með góðum árangri.

    Það þarf því ekkert að vera fyrirfram gefin niðurstaða að Hicks og D.I.C. geti ekki unnið saman, bara af því að þetta eru Texasbúi og Arabar. Hins vegar gæti ég ímyndað mér að „samstarf“ þeirra yrði stirt frá byrjun af því að Hicks veit að D.I.C. eru bara þarna til að geta bolað honum frá og komist til valda á endanum, ekki til að vera minnihlutahafi til lengri tíma.

  8. Sælir félagar
    Í fyrsta lagi – af hverju er þetta bull #2 nafnlaust haft hérna inni. Þeir sem lesið hafa yfirferð Magga um kaup og sölur vita að þetta er bull – og þar að auki nafnlaust. Rugludallar, fylgendur annarra liða og öfundarmenn besta liðs sögunnar ættu ekki að fá að koma hér nafnlausir inn.
    Að öðru. DIC getur auðvitað verið að fara úr öskunni í eldinn. En er einn eldur heitari en annar. Vistin í eldi kananna er ömurleg þó maður geti svo sem vanist öllu. Ég vona að Sheikh Mohammed sé ekki svona Abromovits týpa sem skiptir sér af daglegri stjórnun liðsins. En hvað veit maður svo sem og það er erfitt að spá – sérstaklega um framtíðina.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Tvær spurningar: Hvað voru þessir jólasveinar Gillete/Hicks að spá þegar
    þeir keyptu liðið??? Er að koma í ljós að þessir aular eiga enga peninga?
    Hvernig gátu Parry og Moores gert svona feil? Var kannski aldrei hugmyndin að gera neitt með þetta lið? Átti bara að hanga á þessu í smá tíma og selja m hagnaði? Eru þessir menn ekki með neina stefnu?
    Liverpool vörumerkið hefur gífurlega markaðslega skírskotun út um allan heim og er vannýtt á mörgum sviðum. Með nýjum velli sem tæki 60-75 þús
    manns myndu tekjurnar aukast verulega. Miðað við fanbase Liverpool út um heim ætti ekki að vera mikið mál að fylla Stanley park með 70 þus manns á hvern leik. Áttum okkur líka á því að þegar Ferguson hættir mun veldi United dala. Það er ekki hægt að ætlast til að eitt lið sé svona lengi á toppnum. Chelski hefur dalað og alls ekkert víst að þeir haldi nokkrum manni þarna næsta season. Arsenal er það lið sem mesta möguleika hefur til framtíðar. Öflugan stjóra…nýja völl…ungt lið. Ég bara trúi þvi ekki að það séu ekki til almennilegir kaupendur að LFC.

Liverpool 4 – West Ham 0

Newcastle á morgun