Liðið komið:

Rafa róterar frekar lítið í dag. Mascherano er meiddur og mér sýnist hann hvíla Babel og Kuyt fyrir átök þriðjudagsins. Torres byrjar sem fyrr, enda ekki hægt að hvíla hann þegar hann er að eltast við þriðju þrennuna.

Liðið er sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise

Gerrard – Lucas – Alonso

Pennant – Torres – Benayoun

**Bekkur:** Itandje, Hyypiä, Kuyt, Babel, Crouch.

Þetta er náttúrulega fáránlega sókndjarfur bekkur! Annars skiptir ekki öllu máli hvort menn teikna þetta upp 4-5-1, 4-3-3 eða hvað annað, þetta virðist vera sama taktík og Rafa hefur verið að láta liðið spila undanfarið, með Gerrard fremstan á þriggja manna miðju og Pennant og Benayoun á vængjunum, Torres einan uppi á topp.

Þetta er sterkt lið, lið sem á alveg að geta gert góða hluti í dag.

Áfram Liverpool! YNWA!

10 Comments

  1. líst vel á þetta lið.Þetta á eftir að verði sannfæradi sigur

  2. Er Rafa að læra það að það borgar sig ekki að rótera of mikið?
    Og að eina leiðin til að ná virkilega góðum árangri er að nota alltaf bestu mennina sem í boði eru óháð leikjaálagi?
    Spái hraunun.
    5-0 og Torres tekur þrennu !!

  3. He he, þú varst aðeins á undan mér, Kristján. 🙂

    En einsog ég sagði þá líst mér algjörlega frábærlega á þetta lið. Og djöfull er ég ánægður með Milan Baros!!!

  4. Mér líst vel á þetta lið. Skil þessar breytingar mjög vel og vonandi náum við 3 stigum gegn hlægilega lélegu liði Newcastle. Og já, ég er líka ánægður með Baros 🙂

  5. Loksins að Baros gerði eitthvað gott! Ferguson alltaf sama væluskjóðan, vita dómaranir ekki ennþá að þegar United er að tapa á að bæta við 15 – 20 mínútum svo þeir geti jafnað!
    Takk Harry Redknapp!
    En okkar lið eins og búast mátti við, hlakka til að sjá Pennant í þessu leikkerfi, nú fær hann að sækja og hefur minni varnarskyldu. Skyldusigur takk!

  6. Þetta fer væntanlega 4-0 Torres 2, Lucas og Carra síðan sitthvort Lucas með skalla og Carra með þrumufleyg beint úr aukasyprnu af 35 metra færi, a lá Roberto Carlos 😀

  7. Fín uppstilling, já ég hlakka líka til að sjá Pennant, hann veit alveg hvað hann á að gera í svona stöðu 😀 , ánægjulegt að sjá okkar (fyrrverandi leikmann) mann skora gegn man.un., verst að það var ekki Torres hehehehhe þið vitið hvað ég meina hohohohoh.

    Ég sá ekki síðasta leik og get ekki séð þennannn heldur vegna vinnu, þannig að þetta verður sigur, ég er fullviss 😉

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  8. riise hefur ekki tekist að koma einni key sendingu á leiðarenda og gaf Newcastle gefins aukaspyrnu áðan og er kominn með gult spjald á bakið.

  9. Er auglýsingin á búningum Newcastle ekki bara lýsandi fyrir gengi þeirra?

Torres leikmaður mánaðarins

Liverpool 3 – Newcastle 0