Það er kominn marsmánuður. Vorið er í loftinu, sólin fer hækkandi og fólk er farið að plana sumarfríið sitt. Þetta þýðir yfirleitt aðeins eitt fyrir stuðningsmenn Liverpool: það er stutt í næsta stórleik í Evrópu. 🙂 Fyrir okkur Liverpool-aðdáendur er næsti leikur ekki af verri endanum, en annað kvöld leikur Liverpool-liðið í fyrsta sinn í fjóra áratugi á San Siro, þeim frábæra velli í Mílanó-borg á Ítalíu, gegn núverandi (og áframhaldandi) meisturum Ítalíu, Internazionale.
Okkur hlakkar skiljanlega mikið til þessa leiks, eftir að okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri viðureign liðanna á Anfield. Mörkin í þeim leik komu seint og hefði leikurinn hæglega þess vegna getað endað markalaus, sem hefði gefið aðra mynd af stöðu mála fyrir leikinn á morgun, en sem betur fer náðu Dirk Kuyt og Steven Gerrard að skjóta okkar mönnum í örugga forystu í einvíginu í þeim leik. Til að auka á eymd Ítalanna misstu þeir Ivan Cordoba út með meiðsli (frá út tímabilið) og Marco Materazzi útaf með rautt spjald, þannig að þeirra helsta miðvarðapar missir af leiknum á morgun. Í þokkabót skilst mér að Christian Chivu hafi meiðst á öxl um daginn, en þó er talið að hann gæti náð að spila þennan leik.
Það er alveg ljóst að heimamenn eru ekki búnir að gefa upp vonina um að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár, þrátt fyrir slæma stöðu, og á ég von á því að þeir blásvörtu muni mæta mjög grimmir til leiks á morgun, í sinni eigin ljónagryfju. Sært stolt getur gert dýr hættulegri og því ætla ég að gera ráð fyrir Inter-liðinu í feyknagóðu formi á morgun.
Ef við skjótum í myrkrinu á byrjunarlið hjá Inter gætum við séð eitthvað á þessa leið:
Zanetti – Burdisso – Chivu – Maicon
Jimenez/Figo – Vieira – Cambiasso – Stankovic
Ibrahimovic – Cruz/Crespo
Þetta er feykisterkt lið, þrátt fyrir fjarveru þeirra þriggja sterkustu miðvarða, og það er alveg ljóst að þetta lið getur unnið okkar menn 2-0 eða stærra í þessum leik. Fyrir mér eru helstu spurningarmerkin þau hvort Figo eða Jimenez verði á öðrum vængnum og svo hvor Argentínumaðurinn spili frammi með Zlatan. Cruz hefur að mér skilst verið á undan í goggunarröðinni í vetur en Crespo er öllu reyndari í því að spila (og skora) gegn Liverpool, og eins hefur Figo meiri reynslu af svona stórkvöldum í Meistaradeild en Jimenez.
En þetta eru þó allt bara getgátur. Ég er enginn Inter-sérfræðingur.
Hvað okkar menn varðar er bæði um góðar og slæmar fréttir að ræða. Það er ljóst að Steve Finnan er meiddur og missir af leiknum, en á móti kemur að Javier Mascherano verður væntanlega klár í slaginn inná miðsvæðinu. Það er því hætt við að Rafa muni stilla upp því liði sem við höfum séð hvað oftast að undanförnu:
Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Riise
Mascherano – Gerrard – Lucas
?
Kuyt – Torres – Babel
Fyrir mér er stærsta spurningin við þetta lið sú hvernig vörnin verður. Aurelio gæti spilað í stað Riise, Carra gæti farið í hægri bakvörðinn til að rýma fyrir Skrtel og Hyypiä saman – og þá gæti Arbeloa jafnvel spilað vinstra megin – en mér þykir þó líklegast að reynslan fái að ráða í þessum leik og Rafa muni treysta á Carra og Hyypiä í miðri vörn. Þá finnst mér líklegt að hann vilji halda Carra í miðjunni, vitandi að hann hafði Zlatan í vasanum í síðasta leik og eins að það er glapræði að hafa ekki sjálfan Gladiatorinn okkar í hringiðunni ef við lendum í nauðvörn í einhvern lengri tíma (enginn í heiminum betri en Carra í þeirri stöðu, segi ég og skrifa). Þess vegna skýt ég á að vörnin verði með ofangreindum hætti.
Miðjan er svo sjálfvalin – Gerrard fyrir framan Alonso og Mascherano, nema ef Masch er ekki nógu heill til að byrja, en þá kemur Lucas einfaldlega inn í staðinn. Babel og Kuyt verða svo í sitt hvoru hlutverkinu til stuðnings Torres – Kuyt verður væntanlega vinnuhesturinn fyrir framan miðlínuna okkar á meðan Babel lúrir útá væng og Torres frammi, reiðubúnir að hefja skyndisóknir án fyrirvara.
Uppfært: Alonso missir víst af þessum leik þar sem konan hans er að fæða barn þeirra í þessum töluðum, þannig að ég spái því að Lucas komi inn í stað hans.
**Mín Spá:** Ég ætla að segja núna það sem ég hef haft á tilfinningunni alveg síðan fyrri leiknum lauk; við þurfum að skora til að komast áfram. Ég held að ef við skorum ekki gæti þetta endað 2-0 og farið í framlengingu/vítaspyrnukeppni, en það viljum við helst forðast (þótt við séum með Reina fyrir vító).
Hins vegar sé ég litla ástæðu til annars en bjartsýni á að allavega eitt mark náist á San Siro annað kvöld. Miðað við þá miðverði sem Inter munu stilla upp á morgun – Burdisso er svona fimmti kostur í stöðuna og Chivu líður yfirleitt betur í bakverðinum – og það hversu vel Torres og Gerrard eru að spila þessa dagana, finnst mér full ástæða til bjartsýni.
Ég spái því að Inter hefji leikinn af miklum krafti en fái kjaftshögg snemma í leiknum. Við skorum fyrsta markið og eftir það verður allur kraftur úr heimamönnum. Þeir ná að jafna í síðari hálfleik en lengra komast þeir ekki og **1-1 jafntefli** tryggir okkur áfram í 8-liða úrslitin. 😉
Þetta verður spennandi leikur! Áfram Liverpool!
Þetta fer 1-1 Hyypia með bæði 😀
Mascherano er heill og spilar, en Alonso er ekki einu sinni í hóp, vegna þess að kona hans er á leið á fæðingardeildina, sjá t.d. hér.
vona svo innilega að það verði einhver annar en Riise í vistri bakk hjá Liverpool á morgun… Höfum einfaldlega ekki efni á neinum mistökum í þessum leik og hann er bara farinn að gera þau ansi reglulega núna..
Hólí sjitt Siggi, ef þetta er rétt þá veikir það liðið okkar töluvert, enda Alonso að finna sitt rétta form í síðustu leikjum.
Þá er spurning hvort Lucas komi ekki bara inn í stað hans (sama miðja þá og var í fyrri leiknum), eða hvort að Rafa breyti taktíkinni og setji einhvern eins og Benayoun eða Pennant inn og færi Gerrard aftar á miðjunni. Ég hallast þó að því að Lucas komi inn.
Uppfæri upphitunina hér með. 😉
Var búinn að sjá þetta í einhverjum 3 miðlum þannig að við getum fastlega reiknað með því að Alonso verði ekki með. En þá kemur stóra spurningin. Á barnið að heita Steven, Fernando eða Rafa? 😀
Tja, þar sem um Spænskt barn er að ræða þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að láta það heita þeim öllum : )
Maicon er hægri bakvörður og Zanetti mun væntanlega halda áfram að spila sem vinstri bakvörður.
Já, mikið djöfull er ég orðinn spenntur fyrir þennan leik. Ég trúi varla öðru en að við tökum þetta. Það að tapa niður 2-0 forystu væri stórkostlegt slys og ekki eitthvað sem maður á von á undir stjórn Rafa Benitez.
Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort að hann myndi hafa Skrtel og Hyypia í vörninni, en er sammála því að mér finnst ólíklegt að Carra verði fórnað úr miðvarðarstöðunni í svona leik. Átti ekki Skrtel að geta spilað sem bakvörður (eða dreymdi mig það)? Væri ekki alveg eins líklegt að þetta yrði Arbeloa – Hyypia – Carra – Skrtel?
Annars hefur Riise gert þetta hundrað sinnum áður.
En já, ég segi að við skorum í fyrri hálfleik og klárum leikinn þar með.
Við hlökkum skiljanlega mikið til.
Ekki okkur.
Nöldurseggur out.
Ég er alveg viss, hvort sem það verður í þessum leik, eða (ef við komumst áfram) að John Arne Riise á eftir að skora gríðarlega mikilvægt mark í meistaradeildinni.
Riise er einn af þeim leikmönnum sem getur farið mest í taugarnar á mér. En uppá síðkastið hefur hann verið að finna sig ögn betur og skotin hans eru að rata í átt að marki.
Það er bara e-ð sem segir mér það að fyrr eða síðar mun ein af hans neglum syngja í möskvunum.
Inter er búið að skora 1 mark í þremur heimaleikjum í vetur, í hinum 16 heimaleikjunum hafa þeir skorað 2 eða fleiri. Markatalan þeirra á guiseppe meazza er 32-8 í serie-A (14 leikir) , 9-2 í CL (3 leikir) og 5-2 í coppa italia (2 leikir), svo það er alveg ljóst að þessi viðureign er langt frá því að vera búin. Fyrsta markið í þessum leik kemur til með að skipta öllu máli og ef Inter nær t.d. að pota inn marki á fyrsta hálftímanum gæti róðurinn orðið ansi þungur. Ef það er hins vegar eitthvað lið sem hefur reynsluna í að halda út í svona leikjum þá hlýtur það að vera þetta Liverpool lið (þó við séum svo sem vanari að þurfa að gera það á anfield) og ég hef fulla trú á að það takist aftur annað kvöld.
Mín spá: 1-0 fyrir Inter í óbærilega spennandi leik.
Stríðið að skella á. Mikilvægasti leikur tímabilsins til þessa. Nú er að duga eða drepast. Ef okkar menn koma í þennan leik með því “attitudi” þá verður þetta allt í lagi. Erfitt að geta sér til um vörnina. Carra er náttúrulega pottþéttur. Einnig Arbeloa held ég. Ætli Rafa veðji ekki á Skrtel við hlið Carra í þetta skipti. Mér finnst hann hafa verið að spila síðustu leiki eins og “do or die” og það er það sem þurfum í svona leik. En svo hefur Hyypia verið feikna öflugur líka í vetur. Flott að Benites hafi valið og kvölina í þetta skiptið.
Ég held að þessi leikur fari 2-1 fyrir Inter. Háspenna/Lífshætta til leiksloka.
Eigum við ekki að segja Babel með markið. 🙂
Koma svo Liverpool…… YNWA
Chivu er meiddur og spilar ekki með Inter á morgun.. 🙂
Hvar heyrðirðu það Fan? Skv. öllum miðlum er hann leikhæfur.
Skv. heimasíðu Inter er Chivu í 19 manna hóp og mun spila ef minnsti möguleiki er á, enda ekki um auðugan garð að gresja í miðvarðarstöðunni hjá Inter.
Líklegt byrjunarlið er svona:
Julio Cesar
Maicon Burdisso Chivu Zanetti
Stankovic Cambiasso Vieira Jiminez
Ibrahimovic Cruz(Crespo)
Mancini gæti líka haft Zlatan einan uppá topp en þá kemur Suazo inn fyrir Cruz(Crespo).
Ég spái leiknum 1-1 og Torres skorar fyrir okkur og Zlatan jafnar fyrir inter í seinni.
The day has come! Það er heiðskírt í augnablikinu hér fyrir norðan, dagsljósið að vinna bug á myrkrinu svo um munar, svona eins og Liverpool gerir á móti Inter. Af hverju ættum við að tapa þessu niður? Ég held þetta mark sem verði skorað í dag eigi eftir að fleyta okkur ógurlega og ótrúlega langt … jafnvel þó við töpum 1:3 … þá erum við samt áfram. Já, markið sem verður skorað á San Siro … það er markið! Sá heiður mun falla Torres í skaut (it will fall Torres into pu…. )
Áfram Liverpool!!!!!
Ég held að það komi til með að verða hörku leikur, það sem manni kvíður einna mest er að Benites á það til að falla djupt aftur þegar svona stað er í CL. En það er nú varla að fara ske með þessa uppstillingu, ég var á Liverpool – Newchastel og ef þeir eru jafn einbeittir og í þeim leik þá er þetta ekkert vanda mál, ef það er rétt að Alonso sé ekki með þá er það ekki gott hann er komin í gírinn og verður bara betri og betri, þetta er bara tímin sem hann þarf til að komast á skrið eftir meiðsli, en svona er þetta, ég spái 2 – 0 og strákurinn/el ninio/ Torres skori bæði mörkin… það má ekki gleima því að það vantar nokkra menn í lið Inter líka… Áfram Liverpool…
Fyrir alla sanna tónlistaraðdáendur og söngmenn þá er eftirfarandi texti mjög hress á Evrópukvöldum:
For the benefit of Mr. Kuyt,
There will be a show about,
A shepherds dog.
The Spaniards will all be there,
Plus Babel, Gerrard, Carragher,
Don’t be late!
Þar sem hinn margumtalaði “The Celebrated Mr. K” hlýtur að vera Dirk Kuyt. Ef við förum áfram í kvöld þá á hann stóran þátt í því, þrátt fyrir öll hlaupin í vetur.
Inter eru ekki orðnir meistarar, þeir eru bara rétt á undan Roma. Kjánalegt.
Stefán, þeir eru 6 stigum á undan Roma, með 12 mörkum betri markatölu og hafa aðeins tapað einum leik í allan vetur, en sá leikur kom um daginn. Ég sagði ekki að það væri 100% öruggt að þeir vinni titilinn á ný, en ég gaf það til kynna að það er yfirgnæfandi líklegt.
Veistu hvað er kjánalegt? Fólk sem hefur engu við umræðuna að bæta annað en að reyna að finna villur í pistli höfundar. Viltu sparka í bílinn minn líka?
Góð upphitun KAR.
En voru menn búnir að átta sig á einu. Fernando Torres er nú þegar búinn að jafna besta árangur Michael Owen þegar kemur að skoruðum mörkum í deild og það aðeins í 23 (3) leikjum. Hann vantar einungis 3 mörk til viðbótar til að jafna hans besta árangur í heildarmörkum á tímabili.
Varð bara að koma þessu að, mikið lifandis skelfingar ósköp er ég ánægður að hafa krækt í þennann snilling.
Viltu sparka í bílinn minn líka?hehehehe……
En þetta verður alveg svakalega langur leikur er ég pottþéttur á.En samkvæmt því sem maður er að heyra þá mun Rafa ekki láta liðið leggjast í vörn,heldur á að sækja enda með heitasta framherjann í boltanum í dag í okkar liði,og á meðan þú ert með svona gullmola í liðinu sem getur gert þetta upp á eiginn spítur,þá er um að gera að sækja…
His Armband Proved He Was A Red TORRES TORRES
You’ll Never Walk Alone It Said TORRES TORRES
We Bought The Lad From Sunny Spain
He Gets The Ball And Scores Again
Fernando Torres, Liverpools Number Nine
Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na, Na Na
Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na, Na Na
Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na Na
FERNANDO TORRES LIVERPOOLS NUMBER NINE !
http://www.youtube.com/watch?v=DUjRQfJ3f74&feature=related
Þetta er MAGNAÐ lag fyrir kallinn. Djöfulsins snillingar eru þetta sem finna upp á lögum til að syngja á pöllunum…
Kristján Atli :
Hefðurðu eitthvað verið að fylgjast með ítalska boltanum í vetur? Roma er það lið sem er búið að spila besta boltann frá áramótum og er á fljúgandi siglingu á meðan Inter-vélin er að hiksta all verulega. Munurinn er 6 stig (33 stig í pottinum) og markatalan telur ekki á Ítalíu, ef lið eru jöfn (í mikilvægu sæti) er spilaður úrslitaleikur. Það getur vel verið að Inter vinni deildina, en líkurnar eru engan veginn ‘yfirgnæfandi’ einsog þú segir.
Magnað hvað þú verður pirraður þegar fólk bendir þér á hluti sem þú segir sem eru vafasamir.
Finnur, það er fráleitt að Kristján sé eitthvað pirraður þegar að fólk setur út á hluti sem hann skrifaður. Hann verður hins vegar EÐLILEGA pirraður þegar að fólk setur það fram á þann hátt sem reynir að gera sem minnst úr honum. Samanber kommentið hans Stefáns.
Þrátt fyrir að Liverpool sé með gott forskot fyrir leikinn þá er ég samt mjög kvíðinn. Vinur minn sem býr á Ítalíu segir mér að altalað sé þar að Inter-menn komi snarbrjálaðir til leiks, ekki bara vegna tapsins á Anfield heldur einnig vegna þess að í síðustu viku var annað enskt lið á ferð á San Siro. Það lið niðurlægði hitt liðið í borginni, AC Milan, á mjög ótvíræðan hátt. Maður myndi kannski halda að stuðningsmenn Inter bara glottu yfir slíku, og sjálfsagt hafa þeir gert það, en að láta þá ensku frussuskíta yfir alla borgina kemur víst ekki til greina.
Ég er annars mjög sammála Valla (17). Vona að Rafa raði ekki upp í handboltavörn á 20 metrum en ég tel það mjög ólíklegt. Liverpool verður að þora að sækja og skora markið sem drepur Inter.
Í fyrra skoraði norðmaðurinn rauðhærði á móti Barcelona á útivelli.
Hann er maður stórleikja, að vísu hefur hann ekki golfpartnerinn sinn með sér núna en hann mun standa sig.
Bendi mönnum á að halda sig við leikinn ekki Ítölsku deildinia og Roma, þeir eru ekki að spila í kvöld.
Flott upphitun KAR, samála nákvæmlega öllu í þessari upphitun. Held að það fari 1-1 og Dirk Kuyt setur markið á 26 mínútu, þruma uppí vinkilinn 😉 (smá draumar en vona það, samt pottþétt að Torres seti hann, plati alla vörnina uppúr tökkunum ;)…)
Vonast til að heyra alla Liverpool menn á Íslandi syngja You’ll Never Walk Alone (bý á Hornafirði, syngiði hátt drengir sem og stúlkur).
YNWA – Rafa and his lads (Y)
Það skal aldrei sagt að mér leiðist stórleikir í Meistaradeildinni. Klukkan er ekki orðin 14 og ég er kominn með heilsusamlega fiðrildasamkomu í maganum … 🙂
Kristján Atli, ég virði skrif þín en það er af og frá að deildin sé búin á þessari stundu. Svo er það ekki markatalan sem gildir á Ítalíu en reyndar er Inter búið að hafa betur í innbyrðisviðureignum (með sigur og ósangjarnt jafntefli gegn Roma). Síðan hvenær er það ómögulegt að fá sjö stigum fleira en liðið fyrir ofan mann í níu leikjum.
Mér finnst þið vera full fljótir að fara í vörn, Kristján og Einar, og ég meinti þetta ekekrt illa, bara að benda á þetta sem stuðningsmaður Roma. Góð síða strákar, haldið þessu áfram.
Liverpool tekur þetta 1-0 í kvöld, Luis Garcia með markið. Nei ok, Arbeloa auðvitað.
VIÐ ÞURFUM AÐ SETA EITT MARK, ÞÁ KLÁRUM VIÐ ÞETTA.
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ VERA GAMAN HJÁ MÉR LIVERPOOL-FÁNINN ER BÚINN AÐ VERA UPPI FRÁ ÞVÍ VIÐ UNNUM BOLTON OG ER ENN UPPI!!!!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!
YOU NEVER WALK ALONE!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hverjum er ekki skítsama um stöðuna í þessari ítölsku deild þar sem úrslitin ráðast hvort eð er utanvallar í reykmettuðum bakherbergjum manna sem gera tilboð sem ekki er hægt að hafna! Höldum okkur við það sem skiptir máli, sem er að finna út hvernig ódýrast er að fljúga til Moskvu í maí 🙂
Búinn að panta Pizzuna frá http://www.peppespizza.no og allt klárt, bjórin í skápnum og merkilegt ég ætla að vera heima í stofu, sýnt beint á TV3 hér i NORGE 😀
Yeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeehaaaaaaaaaaaaaaaaaaa
koma svo drengir og stúlkur ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀 ÁFRAM LIVERPOOL 😀
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
VÁááááááá, stóra stundin nálgast!!!
Hvað maður getur orðið spenntur yfir þessu liði. Maður hreinlega virkar ekki á öllum í dag.
Ég vona að Rafa setji upp hápressu program á Inter í kvöld. Ég held að það sé eina vitið gegn þessu liði á heimavelli. Við erum með góða vörn (sérstaklega sterk á útivöllum) og með litlu stálmúsina fyrir framan eigum við að geta sótt á þá án þess að hræðast það að fá í bakið á okkur skyndisóknir. Þeir eru í vandræðum með að stilla upp vörninni hjá sér sem á að gefa okkur aukin tækifæri í sóknarleiknum. Torres hlýtur að vera farinn að finna blóðlyktina 🙂
Mín uppstilling:
Reina
Arbeloa – Carra/Agger – Skrtel – Aurelio
Lucas – Masherano
Pennant/Kuyt – Gerrard – Babel
Torres
Það hefði verið gaman að sjá Agger spila með Skertel í vörninni ef hann hefði verið komin í leikform og væri búin að spila nokkra leiki með honum. Ef Pennant er með hausinn í lagi væri ég til í að sjá hann á hægri kantinum en ég tel að Rafa velji Kuyt fram yfir hann vegna vinnuframlags hans á vellinum.
Þetta verður rosaleg barátta í 90+ min. Mín spá 1-2 fyrir Liverpool, takk fyrir – Torres og Skrtel skora fyrir okkur.
Smá upphitun fyrir kvöldið – Það er ekki annað hægt en að fá gæsahúð þegar maður sér þetta 🙂
http://www.youtube.com/watch?v=Y7xvegPH_Lw
YNWA
Þetta er með þeim magnaðari videóum sem maður getur séð…
…ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í manni fyrir kvöldið STÓRA þá er ég illa svikinn
http://www.youtube.com/watch?v=pmg9-Pmc_KA
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Það er illa gaman þegar menn koma með vel valin Youtube myndbönd til að þrykkja manni í gírinn leikdaga. Olli var duglegur að setja þetta í rúsinuna á upphitunum við mikla lukku hjá mér a.m.k.; Ekki það að maður sé ekki búinn að vera sveittur milli rasskinnana alla vikuna að bíða eftir þessum leik sem Liverpool vinnur 0-1 með marki á 76. mínútu frá Gerrard himself!
GET EKKI BEÐIÐ BAAAAA……!:!:!:!
Ef má marka orð Benítez í dag þá verður þetta jafn leikur. Inter sækja eins og þeir geta og Benítez ætlar lika að sækja, þó líklegara í skyndisóknum en só með það.. við erum með BAbel og Torres sem eru snuilingar í vþi´… Kuyt verður aðvera inná.. hleypur allan leikinn á ég von á.. Lucas, bara snilld ef hann er inná.. Hann tæklar alla hvort sem það eru menn úr 2. deild eða Viera.
ég vona að vörnin verði Carargher – Hyypia – Skrtel – Arbeloa, það er þó ekki liklegt en gæti gerst. Torres Lifir fyrir svobna leiki, Gerrard gerir það lika, Carragher er að spila sinn 100 evrópuleik. KOMA SVO KLÁRIÐ ÞETTA DÆMI.
1-0, Torres og hann fagnar ROSALEGA.
LIVERPOOL. YNWA
Sælir félagar.
Þetta verður að líkindum óbærilega spennandi og er vissara fyrir menn eins og mig að hafa sprengitöflurnar við hendina.
Annars segir Jón #12 allt það sem ég vildi sagt hafa um þennan leik og uppstillingu ásamt úrslitum. Málið er einfaldlega að ef okkur tekst að pota inn marki erumvið nánast öruggir áfram. 😀
Það er nú þannig
YNWA
Fyrir mitt leyti á Carra ekki að spila sem bakvörður hjá Liverpool. Ef hann spilar ekki sem miðvörður á hann ekki að vera í byrjunarliði Liverpool.
Hann heftir alla sóknartilburði liðsins þegar hann er í bakverðinum.
Eins og einhver sagði hér svo réttilega um daginn ef ég man rétt “Heimsklassa varnarmaður, miðlungs fótboltamaður”.
Að mínu mati er lykillinn að því að vinna svona leiki að reyna að halda boltanum innan liðsins og ná upp sjálfstrausti og stýra leiknum. Því miður vantar Alonso í kvöld en ég tel að Lucas með Masherano við hlið sér eigi að geta komið spilinu í gang í kvöld og þar með skapað rými fyrir Gerrard til að athafna sig fyrir framan vítateig Inter ásamt Torres.
Ef við náum upp spili frá vörinni erum við líklegri til þess að færa liðið ofar á völlinn og um leið pressa Inter strax ef við missum boltann, líkt og við gerðum í fyrri leiknum.
Walk on through the wind Walk on through the rain Tho’ your dreams be tossed and blown Walk on, walk on With hope in your heart And you’ll never walk alone …
YNWA
DRRRRRRRRRRRREEEEEEEEEEEEEEEEPPPPPPPPPPPPPPAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
Lifi Pulsan
Lifi Valur
THERE WAS SOMETHING IN THE AIR THAT NIGHT
THE STARS WERE BRIGHT
FERNANDOOOOOOOOO
HE WAS SCORING GOALS FOR YOU AND ME
FOR L.F.C.
FERNANDOOOOOOOOO
Við tökum þetta 6:0.
Gaman að sjá að menn eru byrjaðir að drekka snemma. 🙂
Jesús hvað þetta verður vonandi magnaður leikur. Er þetta bara ég eða er óvenju gott í loftinu í dag. Finn á mér að þetta verði góður dagur fyrir okkur Poolara.
Koma svo You’ll Never Walk Alone.
Það er rússíbani í maganum á mér núna. Gamalkunn tilfinning … yndisleg blanda af spennu, kvíða og tilhlökkun.
Ég verð brosandi klukkan 22:00 í kvöld (og jafnvel nokkrum mínútum fyrr) – ég er handviss um það!!!!
Hann er ekki í opinni dagskrá á er það nokkuð?
afhverju ekki að benda á mennina sem leyfðu að gefa þessa sendingu fyrir!!!!!!!!!!!!
og afhverju eru 2 á móti 2 inn í teig
hefði ekki átt að vera fleiri varnarmenn inn í teig?