Í draumaheimi

Þetta er gestapistill frá Hjalta, sem bloggaði hér áður á Liverpool blogginu

Ég fór að leika mér aðeins á BBC Predictor þar sem leikur Íslands og Færeyja er ekki að gera góða hluti. Ég skellti mér í draumaheiminn, setti inn að Liverpool ynni alla sína leiki og hin þrjú toppliðin gerðu eftirfarandi, þar til ég fékk út hvað þyrfti að gerast til að Liverpool yrði meistari.

Það er eftirfarandi: (W = sigur, L = tap og X = jafntefli)

Arsenal
4 sigrar
3 jafntefli
1 tap

Chelsea (X), Bolton (W), Liverpool (L), Man Utd (X), Reading (W), Derby (W), Everton (X), Sunderland (W).

Chelsea
4 sigrar
5 jafntefli
0 töp

Tottenham (W), Arsenal (X), MIddlesbrough (W), Man City (W), Wigan (W), Everton (X), Man Utd (X), Newcastle (X), Bolton (X).

Man Utd
4 sigrar
3 jafntefli
2 töp

Bolton (X), Liverpool (L), Aston Villa (W), Middlesbrough (W), Arsenal (X), Blackburn (W), Chelsea (X), West Ham (L), Wigan (W).

Lokastaðan yrði þá svona:

Liverpool 83 stig
Man Utd: 82 stig
Arsenal 82 stig
Chelsea 81 stig

Tap Arsenal er fyrir Liverpool, Chelsea þarf ekki einu sinni að tapa leik en United einum öðrum en fyrir okkur 🙂

Raunhæft?

21 Comments

  1. Þetta er nefninlega ekki algerlega úr sögunni, en ég ætla bara að einbeita mér að fjórða sætinu………. fyrst allavega

  2. Raunhæft? Nei, fjarri því en skemmtilegar pælingar engu að síður. Ég er samt alveg á því að við getum vel blandað okkur í baráttu um annað sæti en þetta blessaða 4 sæti. Það er núna sem maður er svo agalega svekktur að hafa ekki náð að klára nokkra af þessum helv…. jafnteflisleikjum okkar í vetur. 4 af þessum jafnteflum umbreytt í sigra og við værum 8 stigum betur settir í deildinni og á bólakafi í baráttunni um titilinn. Já, það er ekki lengra en þetta í að við séum genuine titilbaráttulið. Manni hefur á stundum fundist á sumum okkar stuðningsmönnum að við séum að spila í botnbaráttunni frekar en þeirri stöðu sem við erum í.

  3. Nákvæmlega, ef mér skjátlast ekki þá erum við töluvert nær toppnum en oft áður. Það er einn tölfræðilegur möguleiki á að ná 1. – 2. sætinu en til þess þarf ansi margt að falla með okkur. Gleymum því þó ekki að toppliðin 4 eiga nokkra innbyrðis leiki eftir og það verður make or break.

    Ef við náum að sigra United og Arsenal í deildinni, þá gæti það skilað okkur ansi nálægt 2. – 3. sætinu.

    Enn höfum við aðeins tapað 3 leikjum í deildinni, en það eru þessi fjandans jafntefli sem telja ansi mikið.

    Næstu vikur verða ansi spennandi, og maður getur varla verið annað en sæmilega bjartsýnn m.v. spilamennskuna í undanförnum leikjum, þrátt fyrir að Reading leikurinn hafi gert mann nokkuð stressaðan á tímabili.

  4. Maður hefur einmitt verið að leika sér að því í kollinum uppá síðkastið hvað myndi gerast ef Liverpool ynni einfaldlega þá leiki sem eftir eru. Þá sérstaklega í ljósi þess að við eigum Arsenal, manutd og everton á næstunni. Gæti ýmislegt breyst. En ég er nú frekar að velta því þannig upp að sterkur endir á tímabilinu og minna bil en hefur verið oft áður sýnir leikmönnum að það þarf að klára alla leiki og í stað 20 stiga áður þá eru þetta fimm stig og það er lykilatriði að snúa jafnteflum í sigra og töpum í sigra á móti liðum eins og Reading, west ham og annað þannig sull á heimavelli, hvort sem er í upphafi tímabils, nóvember eða Apríl.

  5. Ég fékk þetta út lífi greinilega líka í draumaheimi

    1 Liverpool 81 +44
    2 Arsenal 81 +41
    3 Chelsea 81 +35
    4 Man Utd 80 +46
    5 Everton 69 +24
    6 Aston Villa 62 +16

    Þetta væri nú ekki leiðinleg deildarkeppni 🙂

    %#$% Back to reality, meiri líkur að vinna víkingalottí tvær vikur í röð með sömu tölur!

  6. Það er alveg sorglegt hvað liðið hefur klúðrað mörgum vænlegum sigurleikjum niður í jafntefli með smá skorti á “killer instinct”. Birmingham heima 0-0, Wigan heima 1-1, Aston Villa heima 2-2 eru til dæmis allt leikir sem áttu að skila 3 stigum. Það munar um slíkt þegar horft er á töfluna í dag.

  7. Það magnaða við þetta er að þetta er alveg raunhæft…. það er að segja ef við lítum á hvert lið fyrir sig. En að öll toppliðin tapi svona mörgun stigum gerist aldrei…. og reyndar örugglega ekki heldur að við vinnum alla leikina.

        1. sætið er raunhæft.

    En það er gaman að láta sig dreyma.

  8. Gleymið þessu, við tökum hinns vegar Meistaradeildina, þar er mjög raunhæfur möguleiki : )
    Og já, ég er á því að þriðja sætið er okkar besta von í deild.

  9. já núna grætur maður heldur betur nokkur jafntefli sem áttu að vera sigrar.En þótt möguleikinn sé en fyrir hendi þá held ég að best sé að einbeita sér bara að 4 sætinu og sjá svo til í lokinn….

    En samt verð ég að seigja það ef svo skemtilega vildi til að 1 sætið verði okkar þá fá stuðningsmenn annara liða heldur betur að heyra það og það oft og mörumsinnum á dag,það verður allt vaðandi í skotum hægri vinstri,en 4 sætið er allavega markmiðið eins og staðan er í dag..

  10. Það sem gleður mann við svona „draumóra“ er að sjá hvað liðið er í raun nálægt toppnum í ár. Vissulega er þetta jafnara núna en þegar Chelsea unnu sín tvö ár í röð, þar sem ekkert eitt lið hefur náð að stinga af með metfjölda stiga í ár, en við hljótum að taka smá bjartsýni frá því að sjá hvað Liverpool eru skammt undan toppnum í ár.

    Við getum t.d. snúið draumaheims-pælingunum við og spurt: hvað ef Liverpool hefðu ekki misst heimaleiki gegn Tottenham, Wigan, Aston Villa og Chelsea niður í jafntefli? Allt leikir þar sem liðið komst yfir en hélt það ekki út. Þarna erum við að tala um átta aukastig til Liverpool í fjórum leikjum sem áttu vel að geta unnist (m.ö.o., hefði hæglega getað „dottið“ fyrir okkar menn) og þá værum við alveg í rassgatinu á United og Arsenal … og það þrátt fyrir að hafa tapað fyrir United á Anfield.

    Við bjuggumst náttúrulega við meiru frá liðinu í vetur en að vera „nálægt“ … en það er gott stundum að horfa á tölfræðina og sjá að liðið er ekki jafn glatað og menn vilja meina undir stjórn Benítez í deildinni. Hann er enn sá þjálfari sem hefur farið hæst með þetta lið í fjölda stiga síðan þriggja stiga reglan var tekin upp, og hann er nú í annað skiptið búinn að fara, fyrstur þjálfara, með liðið í 59 stig eftir 30 leiki. Við viljum meira frá þessu liði, en eins og staðan er í dag hlýtur maður að vera jákvæður í garð þessa liðs. Enn erum við að standa okkur með sóma í Evrópu, á meðan liðið er að skora mest allra enskra liða í öllum keppnum. Fernando er nýr krónprins á Anfield og ef við getum bætt góðum mönnum í lykilstöðum við liðið í sumar sé ég ekki af hverju í ósköpunum Rafa ætti ekki að fá að láta reyna á næsta tímabil með þetta lið sem hann hefur byggt upp.

    Við vinnum ekki titilinn í ár, og með þá leiki sem framundan eru (United úti og Arsenal-þrennan) þykir mér varla líklegt að við getum farið fram úr einu af liðunum fyrir ofan okkur úr því sem komið er, en sjö sigrar í röð undanfarið og meira og minna frábær spilamennska sl. tvo mánuði (að einum eða tveimur döprum úrslitum undanskildum) hljóta að segja okkur að Rafa sé á réttri leið með þetta lið.

    Það er samt gaman að láta sig dreyma en Hjalti, af hverju stopparðu bara við tvö töp hjá United? Ég hefði látið þá tapa öllum leikjum sem þeir eiga eftir, ef ég hefði fengið að búa til draumalok deildarkeppninnar í ár. 🙂

  11. Ef það er raunhæft þá bara go for it ekki sætta sig við neitt annað en 1.sæti fyrr en það er ekki raunhæft þó það sé erfitt og draumsýn en þá er það 2 og svo 3….osfrv. Þoli ekki þetta stefna á 4 sætið á miðju tímabili. Þið vitið hvað ég meina allatf að stefna eins hátt og raunhæft er. Hvað gerðist í Istanbúl???

    Símon

  12. AAAAA…… gott að láta sig dreyma!!!!! Eða þannig.

    Ég er asskoti hræddur um að vonarstigið rísi á nýtt flug ef við vinnum á Sunnudaginn……. 🙂

    Jaa ef við vinnum næstu þrjá leiki í deildinni… já þá er kannski tilefni til að vekja hjá sér vonir að nýju. Fyrr ekki.

    Og það er sárara en tárum taki að hugsa til þess að ef við aðeins hefðum tekið þrjú stig út úr eins og þremur af öllum þessum jafnteflisleikjum að þá værum við í toppslagnum fyrir alvöru.

  13. Nákvæmlega Jón H.! Ef sigur vinnst á sunnudaginn er ég til í að skoða dæmið.
    Liðið virkar á mig í feykilega góðu standi þessa daga, mun betra standi en t.d. Arsenal og Chelsea. United hikstuðu illa á móti Derby og alveg ljóst að munurinn er ekki mikill.
    Maður er auðvitað enn stressaður yfir því að stöðugleikinn haldist en staðreyndin virðist vera sú að liðið er að toppa í lokin eins og Rafael ætlaðist til. Enn einu sinni eru það desember og janúar sem skemma tímabilið og það er sárt.
    En ef næstu þrír leikir fara vel, skila 7 stigum eða meira gæti spennandi apríl og maí verið málið.
    Og eins og málið lítur út fyrir mér núna væri ekki neitt vit í því að skipta um þjálfara, heldur bakka hann upp í sumar og HEIMTA árangur næsta ár!
    En slæmt gengi í næstu þremur, 3 stig eða minna og þá held ég áfram að setja spurningamerki um möguleika Benitez á að koma með titilinn til sinna heimkynna!

  14. Sælir félagar.
    Já draumur og draumur. Þetta sem sett Hjalti setur upp er auðvitað möguleiki því öll liðin hafa verið að hiksta (við líka þó það hafi sloppið til). Arsenal er í slæmum gír og MU er ekki eins sannfærandi og áður á tímabilinu. Chelsea hefur aftur á móti mallað þetta jafnt og þétt og vinnur sína leiki á einu marki leik eftir leik og hefur í reynd hikstað minnst undanfarið fyrir utan okkur að sjálfsögðu.

    Liverpool hefur hinsvegar verið á verulegri siglingu undanfarið og er eina liðið af hinum fjórum efstu sem hefur siglt blússandi byr.
    Þar af leiðandi er ekkert óraunhæft í þessu heldur eru möguleikar fyrir hendi sem vert er að gefa gaum og stefna að.
    Það er auðvitað möguleiki á að ná efsta sæti ef menn telja 2. sætið raunhæft.

    Ef liðið heldur því að vinna alla leiki þá er efsta sætið raunhæfur möguleiki. Að minnsta kosti þurfa hin liðin að fara hafa verulegar áhyggjur af okkur og væri ástæða til að benda “snillingunum” í 4-4-2 á það. Þeir töldu að það væru bara hinir 3 efstu sem þyrftu að hafa áhyggjur hver af öðrum. En við skulum sjá til 🙂

    Hvað Benitez varðar þá er það eins og ég hefi sagt áður. Bíðum til loka leiktíðar og dæmum hann þá. Hann virðist vera búinn að finna hvaða hrygglengju hann ætlar að leika með í liðinu – Reina, Carra, Skrtel, Jav, Alonso, Babel, Gerrard, Torres. Þetta mun vera liðið sem klárar deildina í vetur og verðu Meistaradeildarmeistari.

    Til framtíðar eru þessir allir inni og svo auðvitað Agger sem mun taka við af Carra þegar fram líða stundir. Þá vantar bara einn kantara og bakverði við hæfi (Arbeloa virðist þó alveg geta verið inn í þeim plönum). Með þessu er komið byrjunarlið sem getur drepið í hvaða liði sem er í heiminum og þá líka í ensku deildinni 😀
    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Mér finnst gaman að skoða stattana á http://stats.football365.com/dom/ENG/teams/Liverpool.html
    Þarna má t.d. sjá að við höfum raunar bara átt einn mjög vondann mánuði, janúar. T.d. hafa Chelsea átt 2 verri mánuði, febrúar og september, þar sem þeir fengu 2 stig úr hvorum mánuði.
    Annað merkilegt er hversu mörg mörk Liverpool skorar á 85-90 mínútu (c.a tvöfalt meira en á nokkru öðru 5 mínútna tímabili).

Liverpool – Reading= 2-1

Þáttur um Torres.