Það eru ár og dagar síðan ég hef skrifað upphitun á þessa síðu. En fyrir þennan stórleik ætlum við Kristján Atli að taka að okkur umfjöllunina – ég með upphitun og hann skrifar síðan skýrslu á sunnudaginn. Við vitum vel að andlegt ástand okkar Liverpool manna verður ekki gott ef að Liverpool tapar þessu leik, þannig að hvað er betra en að fá þá hinn sí-bjartsýna Kristján til að peppa okkur upp í þunglyndinu, svo að við verðum ekki alveg óborganlega leiðinleg í páskaboðunum. Hann er líka auðvitað manna bestur í að skrifa leikskýrslu þar sem hann rakkar Man U niður fyrir það hveru ömurlega lélegir þeir voru í 5-0 tapleik gegn okkar mönnum. 🙂
Allavegana, okkar menn fara á Old Trafford á sunnudaginn til að spila við Englandsmeistarana og núverandi forystusauði í ensku deildinni. Rafa hefur tapað öllum leikjum sínum á Old Trafford hingað til og það er ekki óvitlaust að rifja þá aðeins upp.
Fyrsta tímabil Rafa [tapaði Liverpool 1-2 á Old Trafford](http://www.kop.is/2004/09/20/21.31.11/). Þá skoraði Mikael Silvestre 2 skallamörk framhjá Jerzy Dudek, en á milli markanna skoraði John O’Shea sjálfsmark eftir skalla frá Steve Finnan. Sá leikur var afleitur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn þar sem að Ronaldo var allt í öllu í sóknarleik Man U (surprise!) og einnig áttu Rio Ferdinand (sem virðist alltaf spila frábærlega gegn Liverpool) og Silvestre góðan leik.
Tímabili seinna kom svo annað tap [0-1 á Old Trafford](http://www.kop.is/gamalt/2006/01/22/17.52.18/). Það tap var hræðilega sárt. Liverpool var betra liðið allan tímann og Rio fokking Ferdinand bjargaði meðal annars á marklínu. Hann bætti svo um betur og skoraði með skalla á **91. mínútu**. Hræðilegt tap!
Á síðasta tímabili kom svo algjörlega afleitur [0-2 tapleikur](http://www.kop.is/2006/10/22/13.41.29/) þar sem Liverpool var einfaldlega miklu lélegra liðið. Þar skoruðu Paul Scholes og Rio! Ferdinand aftur. Sá leikur var fjórða tap Liverpool á útivelli í röð og eftir þann leik má í raun segja að titilbaráttan hafi endanlega verið úr sögunni og það í október. Þannig að árangur Rafael Benitez á Old Trafford hefur verið vægast sagt lélegur. Þrír leikur, þrjú töp og aðeins eitt mark skorað (og það var sjálfsmark).
Og nú mætum við aftur á Old Trafford og Manchester United sitja á toppnum og hóta því að færast enn nær okkur í fjölda enskra meistaratitla. Eigum við einhvern sjens?
Ég er á því og það er ekki bara sólin sem hefur áhrif á mig. Ég ætla að fara yfir þetta í nokkrum hlutum. Byrjum fyrst á að skoða byrjunarliðið frá því í leiknum á síðasta tímabili á Old Trafford. Lið Liverpool þann dag var svona:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise
Gerrard – Alonso – Sissoko – Gonzalez
García
Kuyt
Það er alveg ljóst að í þessu liði voru margir veikir hlekkir. Hyypia og Alonso léku afleitlega þann dag. Gerrard var á hægri kantinum, Garcia lék oftast ekki vel í stóleikjum í deildinni og svo voru þarna Sissoko og Gonzalez.
Á morgun er hins vegar líklegt að í stað Sissoko verði kominn [Javier Mascherano](http://youtube.com/watch?v=lm45jyf9gpk) (Hérna er annað [myndband](http://youtube.com/watch?v=IV5QZrXli2w) með betri tónlist), að í stað Gonzalez verði [Ryan Babel](http://youtube.com/watch?v=ULTksfsqpWA) og að í stað Kuyt verði [Fernando Torres](http://youtube.com/watch?v=z_wIjJjOuNk)) (og Kuyt tekur svo stöðu aftar á vellinum í stað Garcia). (Smá útúrdúr, er það ekki magnað hversu lélagn tónlistarsmekk þessir Youtube fótboltaklipparar eru með?) Þetta eru klárlega þrjár breytingar þar sem Liverpool liðið styrkir sig gríðarlega. Ef ég ætti að giska á uppstillinguna fyrir sunnudaginn, þá myndi ég segja að hún yrði svona:
Arbeloa – Carragher – Škrtel – Riise
Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres
Á bekknum: Itandje, Aurelio, Lucas, Crouch, Benayoun.
Þetta er einfaldlega lið sem á á góðum degi að geta unnið hvaða lið sem er. Ég held að Rafa haldi sig við sama leikkerfið. Ég vona að hann fari ekki útí einhverjar gloríur einsog að hvíla Babel eða eitthvað annað slíkt. Vafaatriðin eru aðallega í vörninni. Hvaða bakverðir byrja inná og hver verður með Carra í vörninni? Ég held að Riise verði í vinstri bakverðinum til að reyna að stoppa Ronaldo (mér myndi allavegana líða betur með Riise þar heldur en Aurelio). Spurningin er hvort að Rafa geri eitthvað meira til að stoppa Ronaldo, einsog til dæmis að hafa Aurelio í vörninni og Riise vinstra megin í stað Babel.
Svo er það spurning hvort að Hyypia eða Škrtel verði með Carra. Hyypia var afleitur í Old Trafford og gegn svona fljótu liði einsog United, sem verður ekki með einn af sínum bestu skallamönnum (Rio), þá myndi ég halda að Škrtel yrði í vörninni með Carra.
Bestu fréttirnar varðandi United eru auðvitað þær að **Rio fokking Ferdinand** er meiddur í baki og verður sennilega ekki með (þótt ég myndi ekki beint fá sjokk við að sjá hann skokka inná völlinn á morgun). Hann hefur ítrekað verið okkur gríðarlega erfiður og hann hefur sennilega verið besti varnarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur, þannig að Man U liðið myndi missa mikið við að hann yrði ekki inná. Þá er spurning hvort að Pique haldi áfram með Vidic (hann spilaði gegn Bolton).
Gegn Bolton spilaði Ronaldo í raun frammi (að mér er sagt). Van der Saar á svo að vera orðinn heill. Ég ætla að tippa á þessa uppstillingu hjá Man U:
Brown – Vidic – Pique – Evra
Ronaldo – Anderson – Hargreaves – Nani
Shrek – Tevez
Á bekknum: Kuzzzsszkszak, Schoes, Fletcher, Saha, Giggs
Vörnin gegn Bolton var víst mjög shaky og United fékk á sig tvö mörk sem voru dæmd ógild. Og það var gegn Bolton! Það getur því allt gerst gegn Fernando Torres, Gerrard og co.
Ef það er eitthvað lið í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, sem snýst meira og minna um frammistöðu eins manns, þá er það Manchester United með **Cristiano Ronaldo**. Þetta portúgalska helvíti hefur einfaldlega verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Við erum að vissu leyti búin að venjast því hversu ótrúlega magnaður hann er, en það að skora 33 mörk í 32 leikjum og það verandi hægri kantmaður er einfaldlega **stórkostlegt** afrek. Á meðan að Kaká hefur horfið á Ítalíu, Messi er alltaf meiddur og Ronaldinho er ekki skugginn af sjálfum sér, þá er ég einfaldlega á þeirri skoðun að á morgun verði á vellinum heitasti framherji í heiminum í dag, besti miðjumaður í heimi og besti kantmaður/leikmaður í heimi í þeim Fernando Torres, Steven Gerrard og Cristiano Ronaldo.
Ronaldo hefur einfaldlega allt sem hægt er að hafa uppá að bjóða í sóknarleik. Hann hefur slíka tækni að maður starir oft gapandi á hann. Hann er ótrúlega sterkur og alveg lygilega fljótur og svo nýtir hann færi sín og býr yfir einhverri [mögnuðustu skot-tækni](http://mysoccermedia.com/index.php?module=detail&video_id=723&lang_id=1), sem ég hef séð. Það er óþolandi að segja það (og því ætti ég kannski að hætta þessari lof-ræðu) en Ronaldo er einfaldlega stórkostlegur knattspyrnumaður.
En málið er líka að þessi stórkostlega frammistaða hjá Ronaldo hefur gert það að verkum að hún hefur breitt yfir öll vandamálin sem eru í herbúðum Manchester United. Auðvitað þýðir ekkert að velta sér uppúr því hvar Man U væri án Ronaldo, þar sem að þeir eru með hann og það því tilgangslausar vangaveltur sem svekkja okkur bara. En það er hins vegar margt sem er að hjá Man U.
Carlos Tevez hefur til að mynda ekki verið neitt sérstakur fyrir Man U á þessu tímabili og það sama má segja um miðjuna og vinstri kantinn hjá þeim. Ég leyfi mér einfaldlega að fullyrða að enginn af þessum leikmönnum kæmist í lið hjá Liverpool: Carrick, Hargreaves, Anderson, Sholes. Enginn! Enginn af þeim er að fara að slá Mascherano, Alonso eða Gerrard útúr liðinu. Demento hefur eytt fáránlegum upphæðum í þessa miðjumenn (fyrir utan Scholes auðvitað) og þeir kosta allir meira en okkar dýrasti miðjumaður. En þrátt fyrir það þá hefur enginn af þeim verið neitt sérstaklega sannfærandi.
—
Þessi leikur á sunnudaginn verður einfaldlega að vinnast á miðjunni fyrir Liverpool. Alonso og Masche verða að stjóra miðjunni og Gerrard verður að ná sér á strik í sínu frjálsa hlutverki. Og við verðum einfaldlega að ná að hemja Cristiano Ronaldo og alls ALLS ALLS ALLS ekki gefa United aukaspyrnur nálægt teignum. Ef einhver á að verja þessar spyrnur, þá væri Pepe Reina frábær kandídat, en mér finnst samt algjör óþarfi að gefa honum þá æfingu.
Það er alveg ljóst að þetta verður baráttuleikur á sunnudaginn og ég myndi alls ekki búast við mörgum mörkum. Ég ætla þó að leyfa mér að spá okkur 1-2 sigri. Það er einfaldlega kominn tími á sigur á Old Trafford. Við höfum ekki unnið United á Old Trafford í [nærri því fjögur ár](http://lfchistory.net/viewgame.asp?game_id=2480) eða síðan að Danny Murphy skoraði úr vítaspyrnu, Michael Owen var í framlínunni, Stephane Henchoz í vörninni og Bruno Cheyrou á bekknum.
Liverpool hefur núna unnið 6 leiki í röð í öllum keppnum. Við unnum Ítalíumeistarana á þeirra heimavelli og líka á Anfield. Við erum með Torres og Gerrard í frábæru formi og miðjan okkar er firnasterk. Við getum vel unnið þetta lið.
**Áfram Liverpool. YNWA!**
Tær snilld….
Engu við þetta að bæta, en ég reyndi samt að hraðlesa Ronaldo kaflann. Til hvers að pína mann svona. Áfram Liverpool.
Flott upphitun Einar !!
Mikið vona ég að Rio verði ekki með í þessum leik. Ef svo fer þá hef ég nú samt ekki trú á því að Pique komi inn fyrir hann. Ég held að Brown færi í miðvörðinn og O´Shit tæki stöðu hægri bakvarðar. Rio hefur leikið okkur grátt í síðustu leikjum og það væri mjög gott að vita af honum heima hjá sér.
Annars er maður að verða frekar spenntur fyrir þessu. Mér líst mjög vel á liðið sem Einar stillir upp og vona að þetta verði raunin. Það eru þó tvær áhyggjur varðandi þessa uppstyllingu.
Babel að hjálpa Riise við að hemja Ronaldo…
…vekur hjá manni pínu ugg. Kannski væri betra eins og Einar stingur uppá að hafa Riise á kanntinum og Aurelio fyrir aftan hann. Ég ætla þó ekkert að dæma um það fyrr en eftir leikinn og þykjast þá hafa verið með þetta allt á hreinu.
Alonso á miðjunni hefur verið vægast sagt slakur í vetur. Þó hefur hann verið að sýna gamla takta undanfarið og bætt form sitt talsvert. Ég vill auðvitað sjá hann inná en ég er dálítið hræddur um hann í þessum leik. Vonandi er það þó algjör óþarfi.
En ég hef kosið að vera bjartsýnn, lykilorðið er kosið, og spái því 0-1 sigri með marki frá Gerrard.
YNWA.
Julian Dicks, ég veit að þetta er ógeðslega leiðinlegt og mjööög tilgangslaust comment en ég gat bara ekki sleppt því:
Ég held samt að Rio verði alveg upp í stúku.
Svo lengi sem hann er ekki inná vellinum, þá má hann bora í nefið í hvaða sæti sem er…
Er búinn að benda mörgum á þessa síðu, meðal annas vinnufélögum, þar sem 2 eru poolarar, 1 er nallari og 2 eru man utd. Enda er þessi síða upphafssíðan hjá mér á netinu. En þetta er nú útidúr.
Er mikið búinn að spá í þennan leik, miðað við gengi liðanna eins og staðan er núna þá spái ég að leikurinn fari 1-1. ‘Eg fullyrði það ef rio ferdinand verði ekki með og við náum að halda ronaldo niðri þá vinnum við þennan leik 1-0. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?
Hehe – ég var einmitt að hugsa þetta með tónlistina og fótboltavídeóin fyrr í dag… Magnað þetta júródiskó element alveg hreint.
Hef annars lítið um þennan leik að segja, hef frekar neikvæða tilfinningu fyrir þessu öllu saman (sem er sennilega varnartaktík líkamans svo maður haldi geðheilsunni ef illa fer). Mig dreymdi m.a. í vikunni að Babel yrði rekinn út af snemma í leiknum fyrir að taka boltann með hendi (sem mér fannst strangur dómur, reyndar, svona ykkur að segja) og við töpuðum svo í framhaldinu, þótt endanleg markatala væri óljós. En hey, mig dreymdi líka 3 – 0 tap fyrir Inter-leikinn, þannig að mögulega gæti þetta ekki gerst.
Það er annars svolítið sérstakt í þessari tapleikjahrinu okkar gegn MU hvað varnarmennirnir þeirra ná alltaf að skora gegn okkur á meðan sóknarmennirnir eru jafnan frekar atkvæðalitlir (fyrir utan náttúrlega síðasta leik á Anfield). Sýnir e.t.v. svolítið vel hve lokaðir þessir leikir eru jafnan og úrslitin ráðast í einhverri baráttu eftir föst leikatriði.
Klárlega kominn tími á að vinna á Old Trafford. Spilamennska okkar manna undanfarið hefur gefið góða von fyrir þennan leik. Bara vona að Rafa fari ekki að breyta liðinu of mikið frá síðustu leikjum. Mér líst best á þá uppstillingu sem Einar spáir. Nauðsynlegt að hafa menn eins og Babel þarna inni. Loksins þegar hann hefur fengið tækifærin hefur hann blómstrað. Hann getur gert mjög góða hluti fyrir okkur í þessum leik. Nú er lag að vinna á Old Trafford. Við tökum þetta 2-1, Babel og Torres klára dæmið.
Ronaldo hefur skorað 33 mörk í 36 leikjum, ekki 32.
C. Ronaldo getur aldrei neitt í stórleikjum. Leikurinn á sunnudag er stórleikur. Ronaldo mun ekki geta neitt.
Við stjórnuðum miðjunni algerlega í síðasta leik á Old Trafford, þurfum bara vera vakandi fyrstu 20mín og fá ekki á okkur mark þá. Ef það tekst að halda hraðanum niðri er hálfur sigur unninn gegn Man Utd. Treysti Mascherano fullkomlega til að halda þessum ofmetnu spriklandi kjúklingum niðri.
Spái 1-1 í leik þar Liverpool var betra liðið.
http://youtube.com/watch?v=JbRTt8oEehE&feature=related – skemmtilegasta Mascherano-tjúbið
Èg er búinn ad bída eftir tessum leik sidan eftir leikinn i desember á Anfield. Eftir tann leik runu tár nidur mínar kinnar eftir ad hafa kvat “titilinn”sem ég eg hef aldrei sed lidid sem eg elsaka vinna. vona innilega ad vid fáum sigur á sunnudaginn og losum okkur vid tetta tak sem Scum hefur haft á okkur sidustu ár… Sigur myndi bæta upp fyrir margt sem illa hefur farid á tessu tímabili
talandi um drauma Kiddi # 7 þá dreymdi mig um daginn að Liverpool ynni Man Utd 1-0, og Arsenal ynni Chelsea 1-0. Þetta væri ekki frásögum færandi nema það að þegar mig dreymdi þetta þá vissi ég ekki að Arsenal væri að spila gegn Chelsea þennan dag. Frekar spes, og vonandi að þessi draumur gangi upp!!
Vinnum þennan leik 1-0 með marki frá Torres. Ferdinand verður í byrjunarliðinu, það er alveg týpískt fyrir Ferguson að segja einhvern meiddan gegn Liverpool en svo birtist sá hinn sami alheill rétt fyrir leik.
Ég ætla að gerast djarfur og giska á að Lucas byrji inn á og Alonso vermi bekkinn í þetta skipti. Lucas stóð sig fínt í Inter leikjunum. Einnig held ég að Aurelio verði í vinstri bakverðinum og held ég að ástæða fyrir því sé sú að við höfum verið að spila vel sóknarlega með hann í liðinu og efast ég um að Rafa taki sénsinn á því að breyta því.
Úrslitin koma til með að ráðast á 1 marki og núna er tími rafa á sigur gegn toppliðunum kominn.
Sælir drengir.
Nú blásum við í herlúðra og heimtum sigur, og EKKERT annað. Ég hef fulla trú á því að Ferdinand verði með,og finnst eins og ég hafi lesið það einhversstaðar að hann verði heill. Ronaldo á ekki eftir að sjást í þessum leik og við förum með sigur af hólmi 1-2 !
Mig dreymdi þennan leik fyrir löngu síðan og það er alveg klárt að J.M skorar fyrra markið okkar….ég er ekki að grínast drengir…mig dreymdi það.
Ég hef fulla trú á liðinu og held að för þessi til helvítis verði frægðarför þar sem Liverpool sýnir mátt sinn og megin.
Að lokum hvet ég alla Liverpoolmenn á Akureyri og nágrenni að láta sjá sig á Allanum, því við ætlum að gera allt vitlaust þar. Húsið opnar 11:30 og það er mæting þá. Helst 5 mínútum fyrr. Við ætlum ekki að lenda í því að hafa United stelpur fyrir framan okkur í salnum og mætum því tímanlega og tökum vel undir í söngnum.
Áfram Liverpool….Carl Berg
Rekum Rafa!!!
Líst vel á þennan leik. Við tökum þetta 2-0. Gerrard setur eitt úr víti og annað með þrumufleyg, en Mascherano verður kóngur vallarins eins og venjulega. Ég sé enga ástæðu til annars en bjartsýni. Okkar menn geta þetta alveg, spurningin er bara hvort þeir muni gera þetta. 🙂
Væri flott ef Arse og Chel$ki myndu gera jafntefli og við vinna á Old Trafford. Mætti maður þá fara að brosa?
Eitt sem ég hef verið að pæla. Varðandi miðverðina. Núna hefur Hyypia verið að standa sig mjög vel, Skrtel líka og Carragher er alltaf Carra. Hver á að skilja útundan? Erftitt val. Þangað til ég datt á sniðuga lausn. Hyypia og Skrtel í miðverðinum og Carra í bakvörðin að díla við Ronaldo?
Einar Örn nefndi tónlistina við myndklippurnar sem hann var að linka á ..
http://youtube.com/watch?v=EkJ9hEO_6oU&feature=related
Lagið við þetta myndband er bara klassi… algjör klassi. 🙂
Ég er að tryllast af spenningi. Get ekki hugsað skýrt!!
Nú vil ég að okkar menn sæki eitt eða fleiri stig á Old Trafford. Tími til kominn.
Suma dreymir berbrjósta konur.
Okkur dreymir Liverpool!
Koma svo!!!
Hvað þýðir “El Mejor”?
El Mejor = sá besti… hefðu allir geta sagt sér það sjálfir, af því að hann er jú sá besti. 🙂
Þess má geta að Liverpool er búið að skora 99 mörk á leiktíðinni 15 fleiri en andstæðingarnir í næsta leik.
Ég vona að Rio verði með. Það verður skemmtilegra að vinna þá með hann í liðinu
Þetta portúgalska helvíti…
Reyndar myndi ég vilja skipta á Alonso og einhverju Man.Utd-miðjumannanna eins og Carrick eða Anderson….. Alonso er bara ekki sami leikmaður og hann var.
Hey Brjánn #26 – Ertu fullur eða hvað ? Ekki segja svona, ég berst í grát 🙁
Riise verður klárlega í bakverðinum á móti Ronaldo, Aurelio er aaaaallt of slakur varnarlega. En aðalhjálpin verður ekki frá Babel heldur frá Mascherano sem kemur frá miðjunni og þrýstir Ronaldo niður í hornið þar sem Masc og Riise tvöfalda á hann. Það síðasta sem við viljum er að Ronaldo fái að tékka inn á miðju til að skjóta á markið eða fiska aukaspyrnur fyrir utan.
Það er hinsvegar kostur að hafa Babel á kantinum þar sem Manjú eru veikir í hægri bakverðinum (Hargreaves var bakvörður í síðasta leik) og líklega hjálpar Ronaldo bakverðinum ekki mikið. Hins vegar þá höfum við Gerrard sem styður Kuyt og Babel á köntunum.
Ég er alveg klár á því að við vinnum þennan leik með tveimur mörkum frá Kuyt.
Ég vil sjá Aurelio í bakverðinum og Riise á kantinum, til að hafa varnarsinnaðri pakka þarna vinstra megin. (Eða bara öfugt:) Varðandi miðverðina þá er ég sammála þeim sem vilja sjá Hyypia og Skrtel saman í miðverðinum og Carra í bakverðinum, hægra megin þó.)
Ég er að verða svo spenntur að ég get ekki sofið,étið, kúkað, eða setið kyrr….sjiíííííítttttuurinnn…þetta verður roooosalegt.
Carl Berg
Er enginn hérna svo trekktur fyrir þennan leik að geta hreinlega ekki horft á hann?
Ég er alvarlega að spá í að skella mér bara út að hjóla eða eitthvað og koma svo heim eftir leikinn og vonast eftir jákvæðri fyrirsögn á leikskýrslu 🙂
Ef leikurinn fer vel, þá horfi ég á endursýningu, annars sleppi ég því alfarið. Ég bara get ekki horft á okkur tapa gegn United.
Er ég klikkaður?
Ætlar enginn að hrósa mér fyrir þessa mynd af Rooney? 🙂
Haukur, þú ert kannski ekki klikkaður, en þetta er samt smá ýkt viðbrögð við leiknum. Ég held að ég hafi einu sinni slökkt á sjónvarpinu og það var í einhverri vítaspyrnukeppni þar sem að Holland var að spila í á HM eða EM. Mig minnir að það hafi ekki reynst vel.
Mér líður aldrei vel þegar ég get ekki séð Liverpool leikina. Oft líður mér einsog þeir séu líklegri til að tapa þegar ég er ekki með fulla einbeitingu við að senda þeim jákvæða strauma í gegnum sjónvarpið.
Já, ég er líka klikkaður. 🙂
Hehe, takk fyrir stuðninginn …
Ég hef reyndar aldrei gert þetta yfir Liverpool-leik, og hef auðvitað horft á þá ansi marga og mikilvæga.
Ég hef reyndar gert þetta yfir nokkrum leikjum með íslenska landsliðinu í handbolta, og ég sem þoli ekki handbolta undir nánast öllum kringumstæðum, þannig að já, ég hlýt að vera klikkaður 🙂
Nei, nei … auðvitað horfir maður á leikinn … kominn tími á að vinna united.
Hrós fyrir myndina Einar! 🙂
Sælir félagar
Frábær upphitun Einar og ég hefi engu við hana að bæta. Er einfaldlega sammála öllu sem þar er sagt og ekki síst samanburðinum á Aurelio og Riise.
Ég mun því miður missa af leiknum (og reyndar báðum risaleikjum sunnudagsins) en ég vona bara að ég geti látið mig hlakka til að horfa á endursýningar á honum.
Það er nú þannig.
YNWA
Við vinnum þetta – engin spurning. Lítill fugl á Mývatni sagði mér það í gær … og ég tek undir með Hjalta: frábær mynd af Rooney, Einar! 🙂
Einhvern tíma verður allt fyrst og einhvern tíma mun lið undir stjórn Rafa vinna United á Old Trafford – af hverju ekki núna??
1:0 sigur með Torres snilli!
Áfram Liverpool!
Ronaldo er búinn að vera að draga sig meira inná miðjuna uppá síðkastið og ég held að hinn risavaxni Masch geti pakkað honum saman… (svipað og Gattuso gerði í Milan-Manú viðuregninni)
Einar hérna linkur svo þú getir uppfært C.Ronaldo myndina: http://www.thehumorzone.co.uk/images/ronaldo-crying.jpg
Þessu skal þó ekki tekið of alvarlega 😉
Hvað er þetta? Við höfum séð fullt af myndum af Wayne Rooney áður. Það er ekkert spes við þessa mynd. 🙂
Mikið er maður orðin spentur fyrir þessum leika og búinn að bíða lengi eftir honum, ég held að það sé ekki á það treistandi að Ronaldo spili ekki vel í stórleikjum eins og einhverjir segja hér að ofan. Ég kvíð þessum leik ekki ég held að það sé það mikið sjálfstraust í okkar herbúðum að það verði nóg til að spila vel og leggja Man Utd ég spái 0 – 2 Torres með bæði.
Jú þetta er flott mynd af Rooney, það skiptir engu hvað maður sér margara grín myndir af Man Utd, en það skiptir mikklu að sjá þær reglulega það kemur manni í gott skap…
Jæja, ég ætla nú að leyfa mér að spá okkar mönnum sigri 3-0.. Þar sem vörn Man U verður á rassgatinu og Ronaldo meiðist í upphafi leiks. Torres heldur sama takti og setur 2 og Skrtel skorar sitt fyrsta mark fyrir okkar menn:]
Takkfyrir!
váaaaa ég hef á tilfininguni að það farai 2 fyrir liverpool
Torres 1
Babel 1
Góða nótt og koma svoooooooooooooooooooooooooo
Mikilvægt að hafa Kuyt inná. Evra er rosalegur og Kuyt er örugglega eini maðurinn (Utan Masch) sem nennir að elta hann upp kantinn.
3-1. Gerrard 2 og Torres 1. Tevez fyrir United-liðið.
Torres er búinn að vera betri en Ronaldo.
ég held að þetta verði meiri markaleikur en undanfarnar viðureignir þessara liða. ef rio verður ekki með utd þá munum við allavega setja 1 mark, þá þurfa utd að sækja og leikurinn opnast. mín spá er 1-2 fyrir liverpool. við komumst yfir með marki frá torres, þeir jafna með marki frá rooney og svo tryggir babel okkur sigurinn á lokamínútunum. vona að vörnin verði svona:
carra – skrtel – hyypia – aurelio.
gleðilega páska.
Er Torres ekki samt búinn að skora 80-90% af mörkunum sínum á Anfield…. En vonandi bætir hann útileikjahlutfallið á morgun 🙂
http://www.youtube.com/watch?v=PXdqq9skLAg
besta lagið ekki spurning
30 34 59
Þessi talnaruna verður svona á morgun:
31 36 62
Koma svo Liverpool…. nú er tíminn. Er að ærast af spenningi.
YNWA
Sælir allir!! Ég er í bústað í Húsafelli og er að spá í hvort að einhver staðkunnugur geti sagt mér hvar sé styst að keyra til að horfa á leikinn?
Aðstoð algjörlega mjög vel þegin.
Úfff…. Húsafelli! Hljómar eins og þú þurfir að fara alla leið í Borgarnes!!
En hef ekki annars hugmynd. Hvanneyri.. spurning?
Eins og ávallt er upphitunin fyrir leiki upp á 10 hjá ykkur og ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM (svo ég taki orð Hödda Magg mér til munns) oft á tíðum. Gott framtak!
Svo ég snúi mér að leiknum að þá hafa undanfarin töp gegn Ronaldo… ég meina M** U** verið verulega slök alveg eins og leikmenn hefðu bara ekki haft trú á verkefninu (jafnvel þjálfarinn líka). Í dag hef ég hinsvegar trú á því að Rafa reynir að æfa liðið fyrir leikina gegn Arsenal og taki “San Siro” taktíkina á þetta sem ég tel AKKÚRAT henta fyrir Ronaldo…ég meina M** U. Það að bakka og láta þá reyna að skora og síðan beita beittum skyndisóknum tel ég að sé lausnin. Við höfum tapað gegn Ronaldo….ég meina M U** þannig þar sem við áttum leikinn en þeir skora úr skyndisókn/föstu leikatriði.
Mín drauma spá: 0-1 Carragher með skalla eftir horn á 95.mínútu eftir að Ronaldo…ég meina M** U** hafi átt 95% possession í leiknum. Það yrði yndislegt 🙂
Raunveruleg spá: Eins marka tap eða 0-0 jafntefli
úbbs! Allt í einu feitletraði ég eitthvað að ofan…..hvernig sem maður gerir það!
hæhæ, er EINHVERSTAÐAR , hægt að horfa á þennan leik á netinu með auðveldu móti ? …
http://www.asiaplatetv.com/index.htm
Ef þú scrollar aðeins niður, þá eru 5 tenglar til að horfa á leikinn. Fyrstu 3 nota SopCast spilarann og 2 síðari nota TVAnts.
Þú verður að sækja SopCast spilarann bara og prófa þetta. Ef það klikkar, náðu þá í TVAnts og prófaðu þá linka.
Smá stats, því einsog við vitum þá vinnur það leiki:
Torres er búinn að skora 20 mörk á Anfield, 7 away. Hann er búinn að spila 1561 mín á Anfield, 1244 away.
Það gera 0.8 goals per hour á Anfield, 0.3 away, 0.578 total.
Ronaldo (frábær myndin þar sem hann er vælandi) er búinn að skora 21 mark á Old Trafford, 12 away. Hann er búinn að spila 1693 mín á Old Trafford, 1374 away.
Það gera 0.7 goals per hour á Old Trafford, 0.5 away, 0.645 total.
Samkvæmt þessu þá er ekki mikill munur á mörkum skoruðum per mín hjá þeim félögum (báðir búnir að spila 36 leiki á tímabilinu) en Ronaldo hefur verið stabílli hvað varðar heima vs. útileiki.
Einnig sýnir þetta að Ronaldo er að spila 7 mínútum meira per leik heldur er Torres, og ef Torres hefði fengið þessar 7 mín per leik í 36 leiki þá myndi það þýða 2-3 fleiri mörk á CV-ið hans í dag (skv goals per hour)!
Ég held að Rafn Beinteins ætti vinsamlegast að hætta að spara gullkálfinn!
Ég myndi telja að Ronaldo og Torres hefðu verið hvíldir nokkurn veginn jafnmikið. Torres var hins vegar meiddur í einhvern tíma en Ronaldo hefur verið heill allt tímabilið.
Torres hefur verið hvíldur í tveimur leikjum. Á útivelli gegn Portsmouth og heimavelli gegn Birmingham, en báðir þessir leikir fóru fram í september. Hann kom inná gegn Birmingham og lék síðustu 15-20 mínúturnar. Meiri hefur hvíldin ekki verið, drengurinn hefur byrjað inná ef hann er heill.
En ekki láta það trufla innistæðulausa gagnrýni ykkar á Rafa …
Annars er maður að verða verulega spenntur fyrir þessum leik! Það eru bara mínútur í að við fáum byrjunarliðin, og þá hefst hnúturinn í maganum fyrir alvöru!
Rétt lið fyrir utan Riise….. verðum með Brasilíumann á móti Portúgalanum! líst vel á þetta.