Eins og við sjáum hér á þessum tengli er vinur okkar Fernando Torres í skoðun í dag eftir vægðarlausa meðferð á Old Trafford í gær.
Ég hef í vetur verið að fylgjast ansi mikið með enskum dómurum og hvernig þeir leggja sitt starf upp. Ég fór að dæma fyrir KSÍ í neðstu deildum í fyrra, langaði því til að fylgjast með svona “topp” dómurum að störfum.
Satt að segja finnst mér hver dómarinn öðrum verri. Einfaldlega ekki í líkingu við t.d. dómarana á Spáni eða þá sem koma frá Skandinavíu og mið-Evrópu og maður sér í Meistaradeildinni. Þeir eru vissulega að dæma í ensku deildinni sem á að vera meira “physical” en aðrar, en í dag er ekki lengur mesta stuðið að horfa á lið eins og Reading, Bolton, Wigan, Birmingham eða önnur svipuð sparka miskunnarlaust niður góðu fótbolta-mennina. Við sáum öll meðferðina á Eduardo og því hélt ég að eitthvað lagaðist. Var algerlega sammála umræðunni sem þar fór fram. Taylor var bara að gera það sem ótal aðrir varnarmenn hafa leikið í vetur, vera grófur og hræða leikmenn frá því að vera með boltann.
Því miður of oft með leyfi dómaranna.
Annað sem er afar algengt sást vel í gær. Enskir dómarar elska að vera “center of attention”, miðdeplar athyglinnar. Bennett elskaði það að labba í hálfleik í gær, og síðan útaf með alla í kringum sig. Sérfræðingurinn í því er þó nýhættur, Graham Poll.
Margir eru þó kallaðir í þann hóp, Mike Riley, Mark “Headline” Halsey, Phil “Red” Dowd og snillingurinn smái Rob Styles! Þessir fjórir og vinurinn frá gærdeginum, Steve Bennett geta tekið upp á ÖLLU inni á vellinum!
Mér finnst þrír dómarar sérstaklega vilja leyfa mönnum að sparka andstæðinginn miskunnarlaust niður. Fyrst nefni ég Andre Marriner (dæmdi báða leikina gegn Reading í deildinn og Middlesboro’ úti). Hvernig Reading slapp án spjalda í fyrri leiknum er mér einstök ráðgáta. Annar er góðvinur okkar úr Everton á Goodison, Mark Clattenburg. Hann leyfir yfirleitt mjög mikið, t.d. á Stamford Bridge í gær. Það leiðir oftar en ekki til mikilla láta og vandræða og hann á leiki í vetur sem hafa verið komnir í fullkomið rugl, eftir að hann hefur misst tökin. Sá þriðji, Martin Atkinson, dæmdi Reading í LC, leik þar sem Torres var allavega sparkaður hálfa leiðina til Spánar! Þessir halda að þessi fullorðinsmannaíþrótt sé ein bardagaíþróttina, sniðin að snillingum eins og Andre Bikey, Senderos og Martin Taylor.
Það eru fáir sem ég er glaður með. Þó er einn sem er nýkominn í deildina sem heitir Peter Walton, Alan Wiley hefur staðið sig í vetur. og svo er ég sammála UEFA í því að telja Howard Webb þann besta. Hann verður fulltrúi Englands í úrslitum Evrópumóts landsliða í sumar. Þessir þrír dæma eins og ég vill sjá, kunna að beita hagnaði og eru fljótir að grípa inní grófa framkomu. Auðvitað gera þeir mistök en oftast finnst mér þeir vera þægilegur hluti af leiknum, lítt sýnilegir en taka til þegar þess þarf.
Hins vegar er það þannig í nútímafótbolta að alltaf skoðar þjálfarateymið hver er að fara dæma næsta leik. Sálfræði gærdagsins átti að vera öllum ljós, sér í lagi þegar litið er til að umræddur Bennett var fjórði dómari á White Hart Lane sl. miðvikudag þar sem mikið bull var í kringum suddabrot Ashley Cole og dellan eftir það. Því ber ég ekki hönd fyrir höfuð Mascherano, hann átti að vita hvers kyns maðurinn með flautuna var og haga sér í samræmi við það.
Hins vegar held ég að í umræðunni um dómarana í Englandi sem nú er í gangi, verði að fara að taka tillit til orða “stóru” stjóranna sem kvarta undantekningalaust undan meðferð hæfileikaríkustu leikmanna sinna, sem oft eru einfaldlega sparkaðir út úr leiknum.
Eins og Torres í gær.
Uppfært:
Samkvæmt fréttum í mörgum blöðum í dag verður Javier Mascherano kallaður fyrir dómstól enska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans í kjölfar brottvísunarinnar. Ef hann verður fundinn sekur um ósæmilega hegðun gæti hann fengið allt að fimm leikja bann.
algjörlega sammála með dómarana. það er skrípaleikur að kalla okkar mann fyrir dómstól. fyrir að láta fíflið hann bennet reka sig útaf þetta er 1 leikur. Ef að hann væri enskur hefði ekki verið gert mál úr þessu. Að vera að tala um 5 leiki er náttúrulega út í hött. Taylor fékk 3 fyrir að taka fótinn nánast af Ecuardo. Það á ekki einu sinni að þurfa að ræða þetta.
Hugheilar
Nenni ekki að skrifa þetta aftur: http://www.kop.is/2008/03/23/15.31.57/#comment-28974
Hvernig er það. Á að kalla Ashley Cole líka fyrir rétt? eftir hegðun hans á miðvikudaginn
Að sjálfsögðu kalla þeir Cashley ekki fyrir fyrr en eftir landsleikinn gegn Frökkum, því enska FA leyfir leikmönnum sem eru í leikbanni ekki að spila með landsliðinu.
Ritskoðað – ég ákvað að taka þessi ummæli út þar sem þau innihalda innistæðulausa hleypidóma í garð Liverpool-aðdáenda sem hóps, auk uppnefna og fleiri niðrandi ummæla. Við á Liverpool Blogginu hvetjum aðdáendur annarra liða til að taka þátt í umræðunni, en það verður að vera á grundvelli málefnanna, ekki á grundvelli skítkasts út í aðdáendur Liverpool sem hóps. – KAR
Hver var að kenna dómaranum um tapið í gær í þessum þræði?
Þetta er léleg tilraun hjá þér til þess að æsa menn upp, og greinilega sett fram eingöngu í þeim tilgangi.
Fyrir mér bera Kim Milton Nilsen og Gonsalez höfuð og herðar fram yfir aðra dómara í heiminum. Það er búið að vera greinilegt í mörg á að dómarar á Englandi eru ekki nálægt þeim standard sem collegar þeirra á meginlandinu eru.
Siggi
Hannes, menn hafa einfaldlega verið að benda á misræmi hjá dómurum og hvaða þýðingu það síðan hefur. Það er búið að benda á ýmis dæmi þar sem litið hefur verið fram hjá grófum og alvarlegum brotum en minniháttarbrot talin refsiverð. Miðað við umræðuna í enskum fjölmiðlum er talað um að Mascherano fái margra leikja bann fyrir tvö gul spjöld en hvað með Taylor og Cole? Alvarleikinn þar var mun meiri en í þessu heimskulega tuði hjá Mascherano. Dómarinn einfaldlega eyðilagði leikinn í gær og það finnst mér ámælisvert. Hvort það hefði hins vegar haft eitthvað að segja með úrslitin finnst mér annað mál enda var Liverpool allt of taugastrekkt til að ná sigri að mínu mati gegn góðu United liði.
Mér síðan leiðist alltaf þegar umræða um knattspyrnu lendir í því bulli sem kemur fram í niðurlagi ummæla þinna.
Mér finnst nú bara mjög skiljanlegt ad Mascherano fái lengri dóm fyrir thad hvernig hann brást vid rauda spjaldinu óhád thví hvad hann sagdi til ad verdskulda ad fá seinna gula. Hann vissi alveg ad thetta var haettan og hann hafdi enga ástaedu til ad fara ad rífast í dómaranum út af brotinu á Torres.
Menn aettu frekar ad hafa áhyggjur af thví hvernig enginn Liverpool-leikmadur virtist á nokkrum tímapunkti í thessum leik hafa trú á ad their gaetu unnid leikinn eda nád nokkru út úr honum. Allt attitúd Masche benti m.a. til thessa hugarfars thví honum virtist vera alveg sama hvad hann gerdi thví thetta vaeri hvort er búid.
Thad er óskiljanlegt hvernig thetta Liverpool lid sem fer yfirleitt langt í CL á hverju ári getur verid svona andlega veikt thegar thad spilar á útivelli vid gód lid, eins og enginn hafi neina trú á thví sem their eru ad gera. Töpin gegn Arsenal og Man U sídustu ár úti hafa virkilega verid rúst thótt úrslitin hafi ekki alltaf verid svona afgerandi.
Mjög málefnalegt Hannes Þór. Haltu þig í kartöflugarðinum 🙂
Góðar vangaveltur Maggi. Ég horfði á leikinn á pöbb í Bretlandi og viðhorfið er eftirfarandi.
Mascherano is a whinging little foreigner.
Það eru bara útlendingar sem nöldra. Bretar á borð við Terry, Gerrard og
Ferdinand eru “strong figures” sem mega auðvitað ræða málin við dómara.
Torres flew like a European
Torres fer framhjá varnarmanni sem grípur og sparkar í hann, hann reynir að halda sér á fótunum en vegna brotsins er boltinn kominn of langt frá honum. Hann dettur. Evrópubúar s.s. detta við minnsta tilefni og eru ekki nógu sterkir til að höndla stóra, sterka varnarmenn í Englandi.
That´s right, get stuck in!
Í hvert sinn sem einhver flýgur inn í glórulausa tæklingu sem gæti endað á sama hátt og hjá Eduardo greyinu.
Stay on your feet you foreign bastard
Þegar búið er að toga, sparka, kýla og fljúga inn í þá fáu leikmenn sem þora að gera leikinn skemmtilegan.
Bendi á stórgóða grein Paul Gardners í síðasta World Soccer þar sem hann talar um bilunina sem fylgdi í kjölfarið að Nani þorði að gera eitthvað sniðugt í leik gegn Arsenal, var slátrað og var hundskammaður fyrir. Hann er s.s. króaður af þegar hann reynir að halda boltanum frá Arsenal með því að halda boltanum á lofti. Það er framin líkamsárás á hann, FA ákvað að rannsaka NANI fyrir að reyna að skemma leikinn og ögra leikmönnum Arsenal og það versta af öllu var að Ferguson skammaði hann fyrir þetta.
Það er viðhorfið í menningunni sem er meinið.
Enn og aftur ritskoðað (sjá ummæli #5) – KAR
Athyglisvert sem Daði #9 segir og í þessu grundvallast að mínu viti vandi enska landsliðsins í fótbolta. Þeir leikmenn sem eru tekknískir og liprir komast fæstir upp í gegnum unglingastarf klúbbanna. Þar er áherslan á sterka og öfluga leikmenn og of margir slíkir eru í liðum í úrvalsdeildinni í dag. Frá þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og nægir þar að benda á félagana Gerrard og Rooney. Nú er FA að leggja gríðarlega peninga í uppbyggingu unglingastarfs og vonandi koma þá upp nokkrir Torresar og Ronaldoar og fleiri slíkir sem gaman er að horfa á en eru of oft sparkaðir niður í leikjum. Spurjið bara Ferguson, Benotez og Wenger:-)
Þó úrslitin í gær hafi verið vonbrigði þá er kominn nýr dagur og við mætum bara United í Moskvu:-)
Hversu heimskur getur einn leikmaður verið? Eins og Mascho í gær. Hann eyðilagði leikinn sem mun reynast klúbbnum dýr; kostar kannski meira en 4. sætið. Að vera að spjald á bakinu eftir 11. mín og heppinn að fá ekki annað suttu síðar og hlaupa svo yfir hálfan völl til að mótmæla vegna annars leikmanns, neita síðan að fara af velli eftir dóminn: svona menn hafa greinilega vitið í fótunum og hvergi annars staðar. Hann á að skammast sín. Framkoma hans er ófyrirgefanleg og hættið að væla og vorkenna honum.
11 Guðm. – Flottur punktur, en ég held því miður að hann eigi líka að einhverju leyti við okkar menn. Okkur vantar fleiri Torresa og Gerrarda, þó þeir hafi alls ekki sýnt sitt rétta andlit í gær.
Það eru nefnilega alltof fáir hjá okkur sem eru svona ‘öðruvísi’, Babel er reyndar á góðri leið með það, skærin hjá honum á móti Brown voru bara niðurlæging fyrir Brown. Menn sem þora að gera eitthvað öðruvísi, taka af skarið, taka menn á, eins og Garcia var til dæmis.
Afsakið þennan útúrdúr. Flott grein hjá Magga um dómgæsluna, algjörlega sammála með Alan Wiley og Webb. Finnst þeir vera þeir sem oftast geta náð til leikmanna, sem er nauðsynlegt.
Annað mál. Fer það ekkert í taugarnar á ykkur að það eina sem skiptir máli varðandi næsta landsleik Englendinga er hvort tískudrósin Beckham fær að spila leik númer 100? Er ekkert annað mikilvægt í málinu?
Já Mascherano að fá 5 leikja bann fyrir þetta.
Hvað var gert við Ferguson og aðstoðarmanninn hans Quiznos eftir að þeir tóku dómara og yfirmann dómaramála á Bretlandi af lífi í fjölmiðlum??
Og svo segir þessi skoski hræsnari að menn eigi að bera virðingu fyrir störfum dómara! Veit hann ekki að hann býr í glerhúsi og menn eiga ekki að vera að kasta steinum þar.
Ég er ekki sami Helgi og #12 og 14.
Nafni – ég er sammála þér með skoska hræsnarann. En gleymum ekki því að hann er elsti stjórinn og sá frægasti: sem þýðir að allt sem hann segir er metið í gulli. Hann kemst í fjölmiðla þegar hann ropar. Dómarar eru skjálfandi þegar hann skammar þá. Það er bannað að dæma gegn Man Utd á OT. Þetta og margt fleira vita allir en enginn gerir neitt í. En það bætir ekki stöðuna fyrir aðra að láta eins Eiríkur Fjalar í miðjum fótboltaleik. Masche bað um nokkur spjöld í gær og hann fékk tvö. Maðurinn var bara ekki heill á geði í þessum leik. Og það þurfti ekki taugatrekktan dómara til að koma honum út af.
Athyglisvert það sem haft er eftir formanni samtaka knattspyrnumanna í Englandi:
“There has been a big campaign last week against dissent and respect for referees but in spite of that the message has not got through so it has to come out louder and clearer.” (http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/7311191.stm)
Er þetta virkilega rétta leiðin? Ég var að horfa á leikinn aftur á Liverpoolfc.tv og ef einhver leikmaður átti rétt á að kvarta þá var það Torres eftir meðferðina sem hann fékk – en sjálfur uppskar hann gult spjald eftir að hafa verið sparkaður niður!
Fínn pistill. Fín umræða. Mér finnst dómarar í Ensku PL stundum til háborinnar skammar og þeir geta pirrað mig ógurlega. Og ekki bara í leikjum með Liverpool.
Þetta liggur að stórum hluta til í menningu Englendinga eins og bent hefur verið á. Rugby er stór íþrótt á Bretlandseyjum og allir þeir sem eitthvað hafa stundað Enska bari að ráði vita að Enskir eru annállaðir slagsmálahundar!
Vinur minn dvaldi fyrir nokkrum árum í Hull um langt skeið og fór mikið á leiki hjá Hull fc og kynntist aðeins pöbbamenningunni í kring um boltann og hann hringdi oft í mig algjörlega kjaftbit á öllum slagsmálunum.
Það er bara staðreynd að Enskir státa sig aðeins af þessu. Þessi grunnur brýst svo út i vinsælustu íþrótt á Bretlandseyjum.. knattspyrnunni. Og það er alveg pottþétt að dómararnir eru litaðir af þessu upplagi.
En það sem mér finnst alveg kostulegast við þetta allt saman er að Skoski Hálfguðinn vælir og vælir um að fá vernd fyrir Dívuna sína en getur ekki tekið hausinn úr rassgatinu á sjálfum sér og nálgast þetta vandamál á breiðari grundvelli eins og Benites var að benda á í vikunni fyrir leikinn. Afhverju ekki að tala um að Enska Úrvaldsdeildin er of gróf og dómarar eru ekki að standa sig í stykkinu og þar af leiðir FA?
Svo held ég að Ferguson ætti að taka sína varnarmenn fyrst í kennslustund hvað er rétt og rangt í varnarvinnu áður en hann grenjar út um allar grundir hvað Dívan fái slæma meðferð hjá varnarmönnum annarra liða.
Vona að skýrt komi fram að ég er ekki að afsaka Masch, eða kenna dómaranum um tapið. Alls ekki mín meining!
Hins vegar er gaman að velta upp því sem Daði er að segja. Englendingar eru með þvílíkan rasisma gagnvart útlendingum í öðrum liðum en sínum eigin, jafnvel þeim líka ef þeir eru ekki að meika það.
Skoðaði aðeins statistík yfir ensku úrvalsdeildina.
Á topp 10 í markaskorun er ENGINN enskur, Lampard, Gerrard og Defoe saman í 11.sæti.
Á topp 10 í stoðsendingum eru sjö Englendingar, Ashley Young þar efstur. Er enn svekktur að við keyptum hann ekki, David Bentley sem verið er að slúðra að við séum að fara að kaupa er í 7.sæti, því næsta á eftir Gerrard.
Á topp 10 í spjöldum eru ÁTTA Englendingar, einungis Diouf og Samba ekki enskir á þeim lista!
Staðreyndin er sú að öll toppliðin í Englandi sækja sér “crowd-pleasers” utan heimalandsins. Síðasti sá enski held ég bara að sé okkar McManaman! Þegar að Liam Ridgewell, Sol Campbell eða Phil Neville koma á fullu og strauja Tevez, Torres, Ronaldo, Fabregas eða Ballack halda 90% Englendinga með heimamanninum. Staðreynd. Breski boltinn hefur aldrei verið fyrir tæknitröll svo að erfitt er að breyta þeirri þjóðarsál….
Sælir félagar
Góður pistill Maggi og full ástæða fyrir enska að gá að grunni sinnar fótboltamenningar, rasískum viðhorfum og dómgæslunni. Ég vil líka þakka KAR fyrir að henda sóðabullunni út svo maður losnaði við að lesa það sem þar kom fram.
Það er öllum ljóst sem sáu leikinn í gær að MU var btri aðilinn og átti skilið að vinna leikinn. Það breytir því þó ekki sem er aðalatriðið í þessum pistli að dómgæslan í gær (og dómgæsla yfirleitt á Englandi) var hrakleg. Bennett er afar slakur dómari og reiðir ekki vitið í þverpokum. Þess vegna heldur hann að HANN sé miðdepill leiksins og boran á honum miðdepill alheimsins. Því fór sem fór.
Þetta beinir samt athygli að öðrum hlut sem ég hefi oft bent á að mér finnst veikleiki hjá Benitez. Það er mótivering hans fyrir leiki. Hún var greinilega misheppnuð fyrir þennan leik og er þá ekki djúpt í árinni tekið. Þar virðist sem hann þurfi meiri aðstoð en hann hefur í dag.
Það er nú þannig.
YNWA
Mig langar bara að koma einu að í þessa umræðu, þetta seinna gula spjald hans var fyllilega verðskuldað. Hann gat ekki látið dómarann í friði og tuðaði yfir öllum dómum.
Mér finnst þessi frétt í Mirror segja allt sem þarf.. http://www.mirror.co.uk/sport/football/2008/03/24/mascherano-s-only-crime-is-stupidity-89520-20361156/
Góður pistill og mjög gott að fá þetta sjónarhorn á dómara.
Já, guðni – mér finnst þetta kvót gott:
Og svo er viðbótin líka alveg rétt:
“The Argentinian is entitled to ask why walking slowly towards an official with a smile on his face while posing the simple question “what’s happening?” was enough to be sent off.”
Er ég einn um að finnast þetta pínulítið ónákvæm lýsing á atvikinu og ástandi Mascherano? Þarna er að mínu mati ekkert samhengi og þetta virðist vera frá ansi hlutrægu sjónarhorni.
Hér er t.d. e-ð samanklippt vídjóbrot af jútjúb:
http://youtube.com/watch?v=8YQSmkB5XWg
“…Staðreyndin er sú að öll toppliðin í Englandi sækja sér “crowd-pleasers” utan heimalandsins.”<I>
Það væri þá kannski hægt að nota þá samlíkingu að enski boltinn sé eins og rómverkskt hringleikahús þar sem erlendum vel greiddum og vel borguðum gladíatorum er stillt upp gegn ensku ljónunum sem reyna að tæta þá í sig …
Ok…. nóg af þessu bulli, hver einasti heilvita maður sá að þetta var rautt spjald, Mascherano var óþolandi allan hálfleikinn.
Mig langar bara að vita hvað var eiginlega að honum þar sem þessi hegðun er svo ólík Mascherano, hann var bara í tómu rugli andlega virtist vera.
Martin Taylor fær 3 leiki fyrir morðtilraun en Javier Mascherano fær 5 leiki?
Góður punktur Toggi.
mjög skrítin rögsemdarfæsla í þessari grein sem Guðni dendir á. Ef að Masch er heimskur að koma sér í þær aðstæður að láta dómaran sýna hvað hann er lélegur eru það þá ekki allir sem fá ósamgjarnan dóm á sig. Eru það leikmennirnir sem láta dómaran dæma illa. Er þetta ekki til of mikils ætlast þegar leikmenn eiga að setja sig inní persónlegar aðstæður dómaranna og vita í hvernig skapi þeir eru þeir hafa nóg annað að hugsa um.
Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera annað hvort eða umræða. Fyrir mér eru báðir sekir:
Mascherano er sekur um heimsku. Hann vissi vel hvaða áhættu hann var að taka með því að koma hlaupandi að Bennett til að nöldra rétt eftir að Torres hafði fengið gult spjald fyrir nöldur. Það þýðir ekki að verja sig með því að segjast bara hafa verið að spyrja „af hverju?“ – hann var á gulu spjaldi, var búinn að vera að kvarta mikið í dómaranum allan hálfleikinn og tók þarna óþarfa áhættu og lagði möguleika liðsins í leiknum að veði. Þetta var hálfvitaskapur af hæstu gráðu, drengurinn einfaldlega missti stjórn á sér og verður að taka ábyrgð á því.
Bennett, hins vegar, er sekur um tvennt. Í fyrsta lagi er hann sekur um að hafa, að mínu mati, nokkuð augljóslega ákveðið fyrir leikinn að láta leikmennina ekki hafa sig að fífli eins og Ashley Cole gerði í mjög umtöluðu atviki miðvikudaginn áður, í leik þar sem Bennett var fjórði dómari og horfði uppá dómara leiksins þola fúkyrði og pirring Cole langt umfram velsæmismörk. Fyrir vikið var ljóst að um leið og einhver, í hvoru liðinu sem það er, myndi gefa honum færi á því myndi hann gera viðkomandi að varnaðarsögu fyrir aðra sem hygðust kvarta í honum og/eða haga sér illa. Að því leiti er klárt að mínu mati að Mascherano og Torres var báðum refsað fyrir ákvörðun sem dómarinn tók með sjálfum sér fyrir leikinn, í kjölfar umræðunnar eftir Cole-atvikið mikla.
Í öðru lagi, þá var Bennett sekur um að gera ekki sitt til að róa leikinn. Dómarar eru inná vellinum í toppslag enskrar knattspyrnu af því að þeir hafa unnið sér það inn, auk þess sem búningnum svarta á að fylgja ákveðin virðing. Hins vegar eru þeir ekki hafnir yfir gagnrýni og ef Torres fannst hann ekki vera að fá nóga vernd – eftir að hafa verið sparkaður fjórum sinnum niður í hálfleiknum án þess að Bennett svo mikið sem veitti brotamönnunum tiltal – á hann að eiga fullan rétt á því að láta dómarann vita af því að hann þurfi meiri vernd. Svo lengi sem hann kemur því á framfæri á kurteisislegan máta og er ekki með dónaskap. Bennett hins vegar virtist skotfljótur að draga upp spjaldið gegn Torres, og svo aftur þegar Mascherano kom aðvífandi hefði hann alveg getað sagt við hann, „ég vill ekki þurfa að reka þig útaf, þannig að nú skalt þú hætta að röfla. Þetta er lokaviðvörun.“
Sem sagt, það er að mínu mati óþarfi að vera að ræða hvort Bennett eða Mascherano átti sök á þessu atviki, því þeim er báðum um að kenna. Mascherano er algjörlega sekur á því hvernig fór því hann braut af sér og gaf Bennett möguleika á að sýna sér spjaldið, og því gat ég í leikskýrslunni ekki annað en sett þessar málalyktir á herðar hans. Hins vegar hafði Bennett tækifæri til að róa pirring manna aðeins með því að hlusta á kvartanir Torres og segja svo bara, „point taken“ eða „alright, now let me do the refereeing, son“, en hann ákvað þess í stað að henda spjaldinu á loft við fyrsta mögulega tækifæri.
Báðir eru sekir, og umræðan um það hvor þeirra framdi glæpinn beinir að mínu mati athyglinni frá hinu rétta umræðuefni: hvar er stöðugleikinn í dómgæslunni á Englandi? Hvers vegna getur Ashley Cole sloppið fjórum dögum áður en Mascherano er rekinn útaf fyrir talsvert léttvægari mótvæli, og svo tveimur tímum síðar sjáum við Emmanuel Eboue kvarta talsvert meira í dómara leiks Chelsea og Arsenal og sleppa?
Og af hverju eru góðu leikmenn deildarinnar ekki verndaðir? Af hverju var Rooney refsað fyrir að reyna að standa af sér tæklingu Carragher, þegar Ronaldo hefði fleygt sér í grasið og umsvifalaust fengið vítaspyrnu? Af hverju var Torres ekki verndaður betur í þessum leik, þegar hann þurfti á endanum að fara útaf vegna þess að það var búið að sparka svo oft í hann, án þess að nokkur maður fengi nokkurn tímann tiltal fyrir? Og af hverju fékk Skrtel ekki tiltal fyrir að fleygja Nani í gólfið eftir að Reina hirti boltann í teignum undir lok leiksins? Það var óþarfa harka ef ég hef nokkurn tímann séð hana.
Þetta snýst ekki um United vs. Liverpool eða væl í Púllurum eftir tapleik. Mascherano missti sig og ber ábyrgð á því sem gerðist. Bennett höndlaði spjöldin á Torres og Mascherano illa og mistókst að vernda leikmenn vallarins gegn árásum varnarmanna. Og það sárvantar stöðugleika í dómgæsluna í Englandi. Punktur.
Og svona eins og til að styðja mál mitt varðandi Bennett, þá er hér pistill frá ritstjóra BBC Sport þar sem hann útskýrir af hverju Bennett kann að hafa nálgast leikinn á Old Trafford með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um að „taka enga fanga“. Virkilega góð lesning sem veitir innsýn í málið.
Kristján Atli segir :
“Bennett hins vegar virtist skotfljótur að draga upp spjaldið gegn Torres, og svo aftur þegar Mascherano kom aðvífandi hefði hann alveg getað sagt við hann, „ég vill ekki þurfa að reka þig útaf, þannig að nú skalt þú hætta að röfla. Þetta er lokaviðvörun.“ “
Bennett gaf Torres spjald um leið og Torres gerði ‘gogg’ með hendinni og gerði um leið lítið úr Bennett, fyllilega verðskuldað að mínu mati og engin ‘skotflýtni’ þar á ferð. Varðandi seinni partinn um Mascherano, hvað vitum við hvort að Bennett hafi einmitt ekki verið búinn að aðvara Mascherano áður?
Gott “spjall” hjá Andy Gray og Redknapp í hálfleik um Mascherano
Mín ummæli um dómara á Englandi eru ekki vegna tapsins gegn Scums sl. sunnudag heldur bara almennt alla leiki. Ég persónulega taldi dómarann ekki vera að gera nein svaka glappaskot í leiknum þótt hallaði smá á Liverpool á köflum. Ég samt tók eftir í leiknum gegn Scums því sem ég hata mest af öllu í boltanum í dag ásamt leikaraskap í leikmönnum, en þar voru línuverðir LOKSINS að gefa sóknarmönnum vafann í rangstöðu.
Ég sá í leiknum gegn Scums að þeir voru svona 4-5x dæmdir réttstæðir af línuvörðunum sem að öllu jöfnu flaggar ALLTAF á rangstöðu. Ég ætla ekkert að fara að segja að maðkur sé í mysunni en dómgæsla er oftast með heimaliðinu á Old Trafford sem og Stamford Bridge, Emirate Stadium, Anfield osfrv. Það allavega kom hressilega í ljós í seinni leiknum að þar var dæmd rangstæða á Arsenal (minnir mig) sem engan veginn stóðst og þar var vafaatriði sem féll varnarmönnum í hag eins og í 99% tilvika.
Svo finnst mér að það eigi að dæma leikmenn í bann af myndböndum eftir leiki því dómarar eru klárlega ekki að valda hlutverkinu sem og þeirra aðstoðarmen. Ef ekki á að leyfa myndavélar til að aðstoða dómarana þá verður að dæma brot og annað vafasamt eftirá. Sjáið t.d. tæklingu Ashley Cole og Hutton (Spurs) en hann nær honum í hnéhæð með sólanum og hann fær að mig minnir bara gult..þeas EF hann fékk þá spjald á annað borð! Þessi tækling var 3ja leikja bann hið minnsta!
Ég vil að rangstaða verði afnumin í framhaldinu og sjónvarpsvélar fái að taka þátt í leikjum ásamt því að dæmt verði í hlutum eftir leiki. Þetta er eina leiðin til að hjálpa fótboltanum og dómurunum aðallega til að rétta þetta rugl sem er í gangi í dag. Ef menn vita að þeir fá refsingu eftirá að þá hugsa menn tvisvar um áður en þeir gera eitthvað.
“Af hverju var Rooney refsað fyrir að reyna að standa af sér tæklingu Carragher, þegar Ronaldo hefði fleygt sér í grasið og umsvifalaust fengið vítaspyrnu?”
Góður punktur. Rétt skal vera rétt og satt má vera satt!!! Sessunautar mínir púuðu á mig á Sunnudaginn þegar ég hrósaði Rooney fyrir að standa af sér tæklinguna.
Sjáiði það fyrir ykkur ef Dívan hefði lent í þessari tæklingu … hann hefði flogið inn í markið í gegnum möskvana og alla leið upp í stúku og vælt eins og stunginn grís í kjölfarið.
Kjarni málsins sem allir virðast hissa á er einmitt þessi, af hverju er Mascherano refsað fyrir eitthvað sem Ashley Cole gerði? Stórskrítið hvernig dómarar láta oft stressa sig upp í að taka á einhverju nýju í 2-3 vikur eftir að eitthvað umdeilt atvik gerist. Svo gleymist þetta fljótlega aftur.
En fimm leikja bann fyrir þetta þegar Taylor fékk þriggja leikja bann??? Ertu að grínast? Er ekki bara verið að reyna að gera fordæmi úr Mascherano? Og hvar er réttlætið í því? Af hverju fær ekki Cole fimm leikja bann?
Minnir mig ekki rétt að einhver high-profile útlendingur hafi yfirgefið enska boltann fyrir nokkrum árum eftir að dómarar höfðu ætlað að gera fordæmi úr honum? Hann sagði sem rétt var að hefði hann verið enskur hefði hann aldrei fengið slíka refsingu og hann sætti sig ekki við svona einelti. Man einhver hver þetta var?
Daði þetta var Patrick Vieira sem fékk nóg, enda spjaldaður nánast í hverjum leik fyrir brot sem t.d. R. Keane komst upp með.
Varðandi dómgæsluna á Englandi þá hefur hún verið vandamál í mörg ár, það eru fáir dómarar sem hafa gæðin í þetta hjá Bretunum. Vissulega eru inn í milli mjög góðir dómarar en þeir eru bara í minnihluta. Í leiknum um helgina sem dæmi hefði Collina (besti dómarinn síðust 10 árin) rætt málinn við Mascherano, látið hann vita að með þessu tuði fengi hann annað gult. Þannig fer góður dómari að hlutunum, talað við menn og ef þeir hlíða ekki þá gult eða rautt.
Staðreyndin er sú að enskir leikmenn komast upp með meira tuð og meiri hörku en útlendingarnir, þetta er í menningunni eins og fram hefur komið.
Dómarar eru samt hluti af leiknum og þrátt fyrir að þeir séu misgóðir á Englandi þá er þetta lang skemmtilegasti fólboltinn að mínu mati. Hann fær að fljóta meira en t.d. á Ítalíu þar sem leikurinn að stoppaður á 10 sek fresti. Það sem má helst bæta er samræmi í dómgæslu, dómari á ekki að leyfa eitt í einum leik sem annar spjaldar fyrir í þeim næsta.
Kv
Krizzi
Finnst engum neitt athugavert við þessa atburðarrás:
Ferguson tekur Keith Hackett af lífi eftir tapleik gegn Portsmouth. Dómari leiksins fær líka útreið frá Skotanum hressa.
Fyrrum snilldarþjálfari Real Madrid, Queroz gerir slíkt hið sama.
Báðir fá bréf frá FA um að útskýra hegðun sína.
Fresturinn rann út síðasta miðvikudag og ekkert hefur verið gert ennþá.
Keith Hackett velur dómara á leikina. Hann velur Bennett fyrir ManU-Liv.
Sama dag og leikurinn er þá skrifar Hackett pistil þar sem hann kennir Bennett um Ashley Cole steypuna en fríar Mike Riley dómara leiksins frá allri ábyrgð.
Bennett missir algjörlega hausinn í leik ManU-Liv og missir öll tök á leiknum. Ósamræmi í dómgæslunni er vægast sagt furðuleg.
Ferguson kemur fram og segir að menn eigi að bera virðingu fyrir dómurum og að menn skuli vera að mótmæla dómum sé fáránlegt.
FERGUSON sagði þetta. Maðurinn sem fær nánast blóðtappa í hverjum einasta leik við að rífast í dómurum leiksins.
Nú á Mascherano yfir höfði sér að vera dæmdur í 5 leikja bann á meðan Ashley Cole fær engan leik fyrir hrikalega tæklingu og sýnir svo dómaranum þvílíka óvirðingu með því að snúa baki í hann.
Og maðurinn sem braut fót í litlar flísar fær 3 leikja bann.
Þetta er svo fáránlegt að ég á ekki orð. Enska deildin er að vera algjör brandari enda finnast ekki lélegri dómarar en þeir ensku.
http://blogs.guardian.co.uk/sport/2008/03/25/mascheranos_mad_moment_is_a_sm.html
Mascherano timeline:
http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2008/03/24/ufnferg224.xml
Tek undir það að dómarar á Englandi eru slakir og standa í raun boltanum þar fyrir þrifum. Hef haft þessa skoðun lengi. Annars fínn pistill og litlu við hann að bæta. Áfram Liverpool!
Ég get verið sammála flestu sem hér er um rætt. Javier átti þetta skilið því hann var búinn eð brjóta nokkrum sinnum af sér og í hvert skiptið var hann að senda Bennet tóninn og einfaldlega vera búinn með “tuðkvótann” en ég samt tók ekki eftir því að Bennett hafi einhvern tímann aðvarann um að hætta þessu. En javier mátti vita betur og eins liðsfélagar hans Xabi t.d togaði aðeins í og sleppti honum, gerði hann það því hann vissi hvað væri í vændum og því meiri möguleiki á því að hann yrði fastur í liðinu o gmyndi ýta honum út þ.e. á tréverkið. Enskir dómarar hafa mjög oft verið lélegir en ég held að þeir fari hríðvernandi miðað við síðustu 5ár, því það sést einna best að þeir fá voða´lítið af stórum verkefnum í Evrópu. Howard Webb stendur uppúr af þeim sem eru að dæma í dag.
Ég er að spá ef javier fær 3-6 leiki í bann hvaða skilaboð er FA að senda til leikmanna ef þið tuðið fáið leikbann, því ekki fæ ég að sjá að Cole hja Chelsea fái einhverja refsingu fyrir sína hegðun, því brotið var bara beint rautt =3leikir+
Nóg í bili ég hef ekki oft skrifað hér en fylgist daglega með við verðum að bara halda í drauminn eins og við gerðum vorið 2005 í Istanbul og vinna dolluna aftur á móti mufc því ekkert væri sætara.
Kv. Villi A
Já, dómgæslan á Englandi er farin að taka undarlega stefnu. Í landi þar sem börn eru alin upp á bjór, fleski og “F-orðinu” ásamt fótbolta, hefði maður haldið að enskir dómarar hefðu þykkan skráp.
En nú er svo komið að englendingar eru búnir að fá sig fullsadda á dónalegum knattspyrnumönnum. Tæklið, sparkið og tuddist og þá mun ykkur ganga vel, en ef þið vogið ykkur að vera með stórhættulegan dónaskap þá eru sko FA að mæta. Dónaskapur er jú rót alls ills, og sjálfsagt fundinn upp í tilraunastofu einhverra talibana.
Bennett karlinum er reyndar vorkunn, í hans huga var hann ekki að fara að takast á við krefjandi verkefni í draumaleik margra dómara. Hann mætti á staðinn með lífið í lúkunum. Í þessum leik var hann á einhvern hátt að dæma úrslitaleik…. hvort hann fengi að dæma meira eftir að hafa verið hýddur opinberlega eftir Chelsea leikinn.
Maður hefur séð marga dómara dæma svona leiki með bros á vör, staðráðnir í að hafa gaman af þessu og að gera sittt besta. En Bennett var staðráðinn í því frá byrjun að hann ætlaði að sýna hvar Davíð keypti ölið,(léttöl)grautfúll og pirraður. Tókuð þið eftir því hversu fljótur hann var að sýna Torres gula spjaldið, á sama tíma og hann lét síbrotamenn afskiptalausa? Auðvitað var einn möguleikinn að gefa Javier litla annað gult og kannski rétt ákvörðun, en það voru 2 mínútur eftir af leiknum. Dómari sem er í góðu jafnvægi hefði e.t.v. sleppt honum, en talað við Rafa og/eða Gerrard í hlénu til að segja að hann liðið þetta ekki lengur.
Mascherano var semsagt að mínu mati ekki sá eini sem missti stjórn á skapi sínu í þessum leik. En ef tuð er það sem FA ætlar að leggja áherslu á að útrýma úr enska boltanum, þá held ég að englendingar ættu að fara að flytja inn menn af meginlandinu í fleiri stöður en leikmenn og þjálfara.
Takk fyrir.
Lifi stórveldið.
Hef lengi fundist dómgæsla á Englandi eiga langt í land saman borið við t.d. Spán og Frakkland. Ef Macerano færa t.d. þrjá leiki í bann þá er eitthvað mikið að, hvað fékk Taylor mikið bann fyrir að gera Eduardo óleikfæran í rúmt ár jú þrjá leiki, það er eitthvað mikið að hjá þessum Ensku spekingum og samræmið í vinnubrögðum þeirra er ekkert. Eitt er það serm fer mikið í taugarnar á mér varðandi dómgæslu, þegara brotið er á leikmanni innan teigs og ekkert dæmt en fyrir sama brot er dæmt úti á vellinum, þetta finnst mér bara bera vott um að menn eru ekki starfi sínu vaxnir… en svona er þetta á Englandi og er alver óþolandi…
Ég get eiginlega ekki verið annað en sammála því að það var rétt að reka Mascha út af í leiknum, þar sem ég er búinn að vera talsmaður þess í svo langan tíma að dómarar eiga að sýna NÚLL tolerance varðandi að leikmenn séu að hópast í kringum þá. Spurningin um hvort að atvikið í kringum Cashley Cole hafi haft áhrif á brottreksturinn á vissulega rétt á sér en minn punktur er þessi:
Ég stórmóðgaðist þegar Maschi hljóp upp að dómaranum, því að ég í hópi áhangenda annarra stórklúbba hef alltaf talað um hversu vel Liverpool leikmenn hegði sér í kringum dómara, eins og reyndar Benitez benti á. Mér finnst það alveg gjörsamlega óþolandi þegar leikmenn, þá sérstaklega leikmenn Arse og CSKA Moskwa, hópast um dómara við næstum því hvert einasta flaut. Vissulega mátti kvarta yfir meðferðinni á Torres og því að hann fékk að sjá gult fyrir smátuð, þegar Rooney sendir móður dómarans fingurinn í hvert skipti sem flautað er á hann án þess að vera spjaldaður, en sú kvörtun átti að koma frá tveimur mönnum. Gerrard eða Carra. Gerrard átti að taka þetta miklu fastari tökum, en þar sem Liverpool-menn eru bara ekki vanir að hella sér yfir dómarann þá held ég að það megi aðeins fyrirgefa honum þetta.
Zero-tolerance varðandi bull frá leikmönnum sem ekki eru involved í atviki nema frá skipper og að menn séu rangstæðir þegar þeir eru rangstæðir er mitt bud til breytinga. Reglur eiga að vera reglur og ég nenni ekki að horfa á leiki þar sem dómarar ÞURFA að dæma eftir því hvernig þeir vöknuðu um morguninn. Svo finnst mér líka að það megi vera svona falleg frú sem heldur á spjaldinu sem sýnir hversu miklum tíma er bætt við hvern hálfleik. Basta