Af því að við Liverpool aðdáendur erum orðnir svo vanir því að fá reglulega fréttir af því að Rafael Benitez (sem margir töldu vera með öllu gagnlausan þjálfara fyrir nokkrum vikum) sé orðaður við brottför frá félaginu, þá kippir maður sér varla upp við slíkar fréttir.
Spænskir fjölmiðlar (sem Echo vitna í í dag) láta það þó ekki hafa áhrif á sig og orða Rafael Benitez við FJÖGUR lið á Spáni.
Fyrst: Valencia sirkusinn sem að Rafa stjórnaði áður. Líkurnar á að Benitez fari þangað aftur eru sirka núll að mínu mati.
Svo: Barcelona. Laporta hefur víst kastað nafni Rafa fram sem verðugum arftaka Riikjard. Laporta ætlar hins vegar að fara útí pólitík og því er þetta ekki svo líklegt. Auk þess er Rafa mikill Real Madrid maður og því ólíklegt að hann fari til erkifjendanna.
Síðan: Atletico Madrid. Sama með Barcelona – af hverju ætti Rafa að fara til Atletico Madrid? Og hvað ætti Rafa að segja við Fernando Torres??? “Hey, Fernando – manstu allt sem ég sagði um að þú ættir meiri möguleika á að vinna titla með Liverpool en Atletico – ehhhh, það var eiginlega bara djók og ég ætla að stjórna Atletico á næstu leiktíð.
Og að lokum: Real Madrid. Aaaaah, hvar værum við án þjálfaravandræða hjá Real Madrid. Þeir ráku Capello eftir að hann vann titilinn og það eru talsverðar líkur á að þeir reki Schuster líka þótt honum takist kannski að lyfta titlinum með herkjum (Real Madrid hefur tapað stórum hluta leikja sinna á þessu ári en Barca hefur bara verið enn lélegra). Real Madrid er auðvitað alltaf líklegasta endastöð Benitez. Liverpool hefur líka tapað ákveðnum sjarma með þessu eigendakjaftæði að undanförnu og því virkar kannski Real ekki svo slæmur staður hvað þau mál varðar.
En allavegana, slúðrið um Rafa til Spánar er komið og það er jákvætt því þá hlýtur hann að vera að gera eitthvað rétt hjá Liverpool. 🙂
Já, og Alvaro Arbeloa lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán þegar hann kom inná í seinni hálfleik fyrir besta hægri bakvörð í heimi, Sergio Ramos. Frábært fyrir hann!
Torres lék í 49 mínútur og Xabi kom inná sem varamaður, en Pepe sat allan tímann á bekknum. Hérna er annars yfirferð yfir það hvað landsliðsmennirnir gerðu í gær.
Frábært fyrir Arbeloa. Vonandi bankar hann á EM hópinn.
Já það er rétt það er mikið talað um Liverpool í sambadi við allt mögulegt og stundum verður maður nú annsi þreittur á þessu. Nákvæmlega rétt hjá þér Einar það voru allir búnir að afskrifa RB fyrir ekki margt löngu, sjálfur vona ég að hann verði lengi hjá okkur. Og nú er það nýjasta hér að DIC kaupi LFC innan mánaðar, ég ætla nú bara að vona að G & G selji svo við losnum við þá í eitt skipti fyrir öll. Eigendur Liverpool hverjir svo sem þeir eru, eru í þessu til að græða peninga fyst og fremst… og hvern er betra að hafa sem stjóra ef ekki RB altaf með árangur í CL og þar eru peningarnir…. ég held að hann sé ekki að fara frá Liverpool og vonandi ekki heldur Alonso eins og talað er um á miðlum í dag…
Gaman fyrir Arbeloa og ótrúlegar framfarir hjá þeim dreng. Ekki langt síðan Deportivo La Coruna keypti hann á slikk frá Real Madrid þar sem hann spilaði með varaliðinu.
Hvað varðar Rafa þá tel ég að hann standi þetta allt saman af sér og haldi áfram með Liverpool. Staðan er einfaldlega svona: Það er enginn betri kostur en Rafa á lausu og í sumar mun Rafa vonandi fá allt það fjármagn sem hann þarf til að kaupa týndu hlekkina í keðjuna.
Auðvitað er ávallt áhætta að Real Madrid leggi allt í að fá Rafa en ég tel alveg eins líkur á því að Rafa taki við spænska landsliðinu eins og hann taki við Real Madrid. Einnig má segja að starfsöryggi þjálfara hjá Real Madrid sé álíka mikið og hjá bankastarfsmönnu á Íslandi í dag.
Þó ég sé nú ekkert ósáttur við Loga Ólafs í KR þá held ég að Rafa væri líka flottur þar og tæki þeim fregnum því fagnandi 🙂
Annars held ég bara að það verði engar stórar fréttir í eigendamálum klúbbsins í sumar nema þá kannski að Hicks taki alveg yfir klúbbinn (sem væri nú ekki svo stór frétt) og eins hef ég enga trú á því að Rafa sé að fara frá okkur, hann er búinn að gefa það svo rækilega út að hann vilji vera áfram um ókomin ár og er ennþá gríðarlega vinsæll hjá vel flestum stuðningsmönnum klúbbsins (sá stuðningsmaður sem segir að hann sé vitagagnslaus þjálfari er vitagagnslaus stuðningsmaður).
Það er reyndar ekki alveg óhugsandi að hann fari til Madríd í sumar, enda væri það fullkomlega eðlilegt að hann myndi eyða sumarleyfinu þar, hann er nú ættaður þaðan (held ég) 😉
Áfram KR
Því er þetta líka óskiljanlegt af hverju þú styður KR Babú því þú ert ekkert ættaður þaðan.
En ég bara vona að eigendamál liverpool fari að koma á hreint hvort sem G og G verði með liðið eða DIC því ég er held að endalaus umræða um eigendur Liverpool séu ekkert að hjálpa liðinu neitt svakalega.
Held að KR eigi nú betra skilið en Rafa
Ég væri alveg til í þetta http://kop-tv.com/go/rumour-mill-liverpoolfc/anfield-star-in-makeweight-for-bentley-deal/
KR KR hætiði nú þetta er komið út í algera vittleisu það er FH sem er liðið á skerinu, en talandi um KR þá var það nú leikur þeirra við Liverpool sem var upphafið af stórveldi Liverpool…. sem fánar þessara félaga á Andfild…. bera vott um….
Nr. 7 Jói
Þetta er samt smá eitt Arsenal reject í staðin fyrir annað Arsenal reject, og er þetta efnilegur miðill hvað slúður varðar?
þetta eru bara spekúleringar en ég held að við værum betur settir með Bentley í liðinu en Pennant. Bara spurning um hve rmikið við þyrftum að borga á milli.
Já þetta er bara slúður, oft gaman að skoða slúðrið á þessari síðu. En held að það væri betra að hafa Bentley þarna í staðinn fyrir Pennant, hann er allavega efnilegur og getur verið betri, annað en Pennant sem virðist bara hafa staðnað.
Alveg sammála thví ad thad eru 0% líkur á ad Benítez fari aftur til Valencia eftir hvernig hlutirnir fóru sídast thar hjá honum vid stjórnina og addáendurna.
Hin thrjú lidin eru hins vegar thau líklegustu fyrir Benítez ef hann fer/verdur rekinn í vor. Thad eru mikil mistök hjá thér Einar ad gera rád fyrir ad einhver sem hefur eitthvad ad gera med knattspyrnu á atvinnumannaleveli hafi einhverskonar etík eda lógík adra en ad elta staerstu peningahrúgurnar og Atleti, Real og Barça geta audveldlega bodid dágóda summu 🙂
Við ræðum nú fyrst og fremst knattspyrnu á þessari síðu og því skil ég ekki hluta ummæla númer 4, 5, 6 og 8 🙂 Hvorki KR né FH kveikir á einhverju tengdu knattspyrnu hjá manni 😉
Rafa’s going nowhere.
Er samt sammála Kjartani hérna að ofan, held að einhver rígur á milli Barca, A.Madrid og Real Madrid muni litlu ráða um það hvert Rafa færi ef hann myndi fara. Ég held að hann sé fyrst og fremst professional stjóri heldur en einhver eitilharður stuðningsmaður Real Madrid. Það var nú norskur markaskorari hjá ManYoo sem var die hard Liverpool maður áður en hann fór þangað.
Ekki alveg sammála með að Sergio Ramos sé besti hægri bakvörður í heimi, finnst Daniel Alves betri, en það er bara mitt! 😀
Rafa fer ekki neitt í sumar, get lofað ykkur því að hann er gaur sem hættir ekki fyrr en hann hefur klárað “verkefni” sitt, þ.e. að vinna ensku deildina. Hins vegar kæmi ekki á óvart að kanarnir heyrðu í breska slúðrinu að Rafa væri “hugsanlega” að fara og fengu mann í staðinn án þess að spurja Rafa sjálfann, annað eins hefur nú gerst.
Ra Ra Ra Rafa Benitez!
Ef að Alves kemur til Liverpool, þá breytist hann auðvitað umsvifalaust í besta hægri bakvörð í heimi. En ég verð að játa það að ég er rooosalega hrifinn af Ramos. Margir fatta ekki að hann er bara 22 ára gamall. Ótrúlega skemmtilegur bakvörður.
Og varðandi kommentið hjá SSTeini, þá er ég að vissu leyti sammála þessu en ég er samt á því að þessir hlutir skipti að minnsta kosti einhverju máli. Ef að Rafa á að velja milli Real og Atletico, þá hljóta tilfinningar að koma inní spilið.
Strákar mínir, er ekki rétt að hægri bakvörðurinn sjálfur skeri úr um þetta? 🙂
Ramos er sennilega einn besti hægri bakvörðurinn í bransanum, ef ekki sá besti. Svona í fljótu bragði þá dettur mér í hug Bakary Sagna, sem ég hef hrifist mjög af í vetur, og Massimo Oddo, sem eru hægri bakverðir á svipuðu gæðaplani og Ramos á yfirstandandi tímabili. En Ramos hefur bara allt sem þú getur beðið hægri bakvörð um, og er því vel að þessum titli kominn. Besti hefðbundni hægri bakvörður heims.
Daniel Alves er hins vegar einn besti knattspyrnumaður í heimi. Það er bara þannig. Hann væri besti bakvörður í heimi ef hann væri slíkur, en hann er í raun eins óhefðbundinn og hægri bakvörður getur verið. Cafú og Roberto Carlos eru hefðbundnir í samanburði við þennan gæja. Hann er í raun bara teiknaður inná liðsskipulag hjá sjónvarpsstöðvunum sem hægri bak, en svo þegar maður horfir á leikinn sér maður hann út um allan völl.
Alves er að mínu mati betri knattspyrnumaður en Ramos, en Ramos er betri bakvörður skv. hinu hefðbundna hlutverki hægri bakvarðar. Best væri þó að sjálfsögðu að hafa þá báða í sama liðinu, en það hefði alveg getað gerst ef Rafa hefði haft nægt fé til leikmannakaupa á fyrstu tveimur árum sínum sem stjóri Liverpool. Bara svona ef menn vantar eitthvað til að naga sig í handarbökin yfir … 🙂
Ok, mig vantaði nefnilega nauðsynlega eitthvað til að svekkja mig á umfram það að Cristiano Ronaldo, Dani Alves og Michael Essien væru leikmenn Liverpool ef að menn hefðu verið aðeins klárari í leikmanna-kaupunum. 🙂
Þetta er að sjálfsögðu bara bull í okkur Einari. Alvaro Arbeloa er klárlega besti hægri bakvörður í heimi. Steve Finnan er svo næstbestur. 😉
Hvað með Maicon, eða hreinlega bara gamla góða Javier Zanetti? Sá getur að vísu spilað allar stöður virðist vera en upphaflega var hann hægri fúllbakk, hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Svo er Ramos ennþá bara 21s, hann á afmæli 30. mars, rosalegt efni.
Ég er kominn með þetta. Dani Alves er bakvörður eins og Kuyt er framherji. Aldrei þar sem hann á að vera og er útum allan völl 😀
ég hélt að kuyt væri bakvörður…..
Finnur, Maicon er mjög góður hjá Inter en hefur (augljóslega) ekki staðið sig nógu vel í stóru leikjunum, þegar það skiptir máli, til að geta talist einn þeirra bestu … ennþá. Það er bara mitt mat. Og þó, það er svo sem hægt að segja það sama um Ramos, en bæði Real og Inter hafa valdið vonbrigðum í Evrópu sl. tvö ár.
Zanetti spilar eiginlega meira á miðjunni held ég fyrir Inter núna. En kallinn er góður, það er ljóst.
Aðeins út fyrir efnið hérna.
Rakst á útvarpsviðtal við Gillett sem að var tekið við hann núna eftir helgina. Athyglisvert að heyra loksins eitthvað frá hans eigin munni um þetta blessaða eigendamál. Margt mjög athyglisvert og staðfestir ýmislegt sem hefur verið að koma fram í blöðunum.
Mæli sterklega með þessu: http://liverpoolfc.co.za/eve/forums/a/tpc/f/1126051643/m/2481029494
Akkúrat Kristján, og sömuleiðis hægt að segja það um Dani Alves. Að mínu mati er Maicon sá besti í dag, pottþéttur solid bakvörður, Zambrotta var það, en hefur alveg týnst hjá Barcelona. Svo er hægt að gefa Philip Lahm smá tilnefningu líka, en hann virðist ætla að verða vinstri bakvörður þó hann plummi sig vel báðu megin.
Ég er samála Kristjáni Ramos er bakvörður sem hefur allt sem bakvörður þarf að hafa, hraður, örugur, góð skot og frábært auga fyrir samleik… ég er ekki í nokkrum vava um að hann er besti hægri bakvörur í heiminum í dag…. og hann gæti orðið mikklu betri ef hann fæir til LFC….
2 UEFA Cup titlar í röð. Það kalla ég að sanna sig í stóru leikjunum. 🙂
Hér er smá hliðar skot, hvaða 8 leikmenn Liverpool síðan Kevin Keekan var í Liverpool. Hafa sama upphafsstaf í aðal nafni sínu og eftir nafi þar með talið Keekan…
Keekan?
Keekan? þú ert að grínast?..
Annars, aðeins út fyrir efnið: http://visir.is/article/20080328/IDROTTIR0104/80328031
Raunhæfur kostur fyrir Liverpool? Ég væri til í -Kuyt + Podolski
Eða fá bara ronaldhinho sem allir virðast vera að tala um að sé að fara frá Barcelona. Hann gæti alvegnýst liverpool. Sérstaklega í 4-3-3 kerinu. 4-2-1-2-1 eða hvað menn vilja kalla það.
Nr. 23 DavíðGuð – já þetta er athyglisvert viðtal og það fer ekkert á milli mála að þeir fóstbræður hafa alveg fengið að heyra rödd stuðningsmanna (misgáfaðara reyndar) síðan þeir byrjuðu að rugla saman Liverpool FC og sirkus.
Miðað við þetta viðtal þá finnst manni hann, ekki frekar en aðrir, reyna að gera mikið til að hjálpa Tom Hicks, enda virðist hann ekki eiga mikið inni hjá klúbbnum, hann hugsar fyrst um sig og svo klúbbinn og þannig hefur aldrei verið vinsælt, jafnvel þó menn hugsi þetta rökrétt og segi það mjög eðlilegt.
SSteinn er einn af þeim gaurum sem aldrei hefur leikið knattspyrnu og hraunar því yfir íslenska knattspyrnu.
Sumir hafa gaman af því að mæta á völlinn hér heima og hafa ekki tök á því að mæta á Anfield 20 sinnum á ári eins og þú. Fólk eins og þú sem berð saman FH og KR við lið eins og Liverpool og Barcelona, hefur ekkert vit á knattspyrnu.
Þú ert sófaáhugamaður sem veist ekkert og kannt ekkert þegar kemur að knattspyrnunni.
Í guðs bænum hlífðu okkur við svona commentum í framtíðinni sem upplýsa fáfræði þína þegar kemur að knattspyrnu.
Óþolandi alveg!
Og þú Grolsi virðist algjörlega snauður öllu sem tengist húmor ef þú getur ekki komið auga á broskallana sem sett var við þetta komment.
En endilega hraunaðu yfir mig áfram.
En svona til að upplýsa þig aðeins, þá hef ég nú reyndar leikið knattspyrnu sjálfur, þó svo að ég hafi aldrei átt séns í að leika í efstu deild, var einfaldlega ekki með nógu mikla hæfileika í löppunum til þess.
En SSteinn telst nú klárlega í landsliðsklassa í sófaáhugamennskunni 😉
Grolsi við búum á Íslandi þar sem húmorinn er allajafna talinn vera yfir meðallagi kaldhæðin, er ekki spurning um að telja upp að tíu og róa sig aðeins þó að það hafi verið gert góðlátlegt grín að íslenskum fótbolta á spjallsíðu tengdri Liverpool FC!!!
Annars held ég að SSteinn (þekki hann ekkert) sé það mikið fótboltanörd að hann mæti jafnvel af og til á leiki í íslenska boltanum eins og við hinir. Set 50 kr. undir á það!!? 🙂
Veðmál eru bönnuð á Íslandi…
SSteinn, flott hjá þér það þarf ekki endilega að hafa spilað fótbolta til að mynda sér skoðaninr á fótbolta, það eru nú ekki allir sem viður kenna það að hafa ekki verið nógu góðir, þú er maður af meyru…. og bara gaman að lesa það sem þú leggur til málana hérna…
Nákvæmlega Einar Ramors er maðurinn sem við eigum að kaupa, gerum það þegara arabannir eru búnir að eignast félagið, alveg merkilegt að hann skuli bara vera 22 ára komin með mikkla reinslu í topp liði og sem fasta maður í landsliðinu, þetta er maðurinn hef alla tíð dáðst af þessum manni alger vinnu hestur… og gefur ekki tommu eftir….
Ég held að aðal vandamál SSteina sé að hann er úr sveit og þaðan koma engin fótboltalið. 🙂
Fyrir okkur, sem alast hins vegar upp í æðri sveitarfélögum einsog Garðabænum, og erum vön því að fylgjast náið með stórveldum einsog Stjörnunni, þá verður áhuginn á íslenska boltanum auðvitað meiri.
Vandamál? Sé bara akkúrat ekkert vandamál hjá mér, held að vandamálið sé meira hjá þeim sem telja Garðabæ til “æðra” sveitarfélags og kalla Stjörnuna stórveldi 🙂
En svona án gríns, þá er það rétt hjá Einari að ég kem utan að landi og á mér því ekkert lið hérna heima. Babu fær þó 50 kallinn fyrir veðmálið sitt, því ég á það til að skella mér á völlinn hérna heima, þó svo að það gerist nú ekki í hverri viku. Ég samt skil ekki svona komment eins og frá honum Grolsa hérna að ofan, hvað honum gengur eiginlega til með þessu er eitthvað sem er ofar mínum skilningi.
Ég get jafnframt vel skilið það að menn eigi sín lið hérna heima og styðji þau í hvívetna, og það er bara akkúrat ekkert að því.
En já, takk valli. Ég mun halda áfram að skrifa um boltann alveg sama þótt mönnum líki það betur eða verr.
Já það er þetta með sveitina, það er nú einu sinni þannig að flestir þeir allra bestu fótboltamenn koma ekki frá neinum félögum til að byrja með annað hvort koma þeir úr litlum þorpum eða úr sára fátækt. En hvað sem því líður þá verðum við líka að vera góðir við svitafólkið. Néi heyrðu Einar hvernig væri nú að flitja sig yfiri til Hafnarfjarðar og fara að dæmi Kristjáns Atla og búa í nafla alheimsins…. Þú ert velkomin í FH….
Einar Örn sagði:
Og þar með lauk samstarfi okkar Einars á þessari síðu. Það hlaut að koma að því að þetta gerðist, en það sá það hver heilvita maður að Hafnfirðingur gat ekki lagst svo lágt að vinna með Garðbæingi nema í takmarkaðan tíma. Einhvern tímann hljóta menn að fá nóg af slíku slömmi.
Þetta var gaman á meðan það entist. Ég læt vita af mér þegar ég er búinn að opna nýju síðuna mína, lfc-fyrir-hafnfirdinga-enda-eru-teir-bestir.com. 🙂
Ég hef reyndar átt nokkur samtöl við félaga mína úr Garðarbænum um að það sé alveg ótrúlega ómerkilegur bær miðað við staðsetningu……það er akkurat ekkert merkilegt við Garðabæ…….það er ekki einu sinni Serrano þar (er það nokkuð?) 🙂
En þó KR talið villi kannski fyrir (það var nefnt KR í fyrirsögninni) þá er það auðvitað Selfoss sem er nafli alheimsins 😉
Nei enda segir það allt sem segja þarf að Einar er með Serrano í Reykjavík (á 2 stöðum), Kópavogi … og svo bráðum Hafnarfirði. Honum finnst sjálfum Garðabær ekki nógu merkilegur til að fá Serrano. 😀
Kristján :
Ég tel bæði ítalska og spænska meistaratitilinn stærri en UEFA Cup og þann titil unnu Maicon og Ramos á síðasta tímabili.
Alveg finnst mér æðislegt þegar þeir sem spilað hafa fótbolta halda sig vita töluvert meira um hann en hinn “almenni” áhorfandi og hafa því einkarétt á skoðunum um hann. Umræddur Grolsi hefur kannski aldrei spilað fyrir framan áhorfendur, en það eru víst þeir sem HORFA á leikinn og hafa því algjöran rétt á að tjá skoðanir sínar og dæma um hvort þeim líkar spilamennskan eður ei. Ekki þarf að hafa stúdents- né háskólapróf til að skilja þessa ofur einföldu íþrótt, hvað þá að hafa spilað hana.
On the other hand, þá hefur íslensk knattspyrna batnað til muna á síðustu árum. Einnig hafa áðdáendur liðana (í efstu deild að minnsta kosti) tekið sig heldur betur saman í andlitinu og er það orðinn stór partur af sumar-vikunni að skella sér á völlinn og styðja sitt lið, aðeins að sleppa af sér beislinu og syngja með hinum.
Áfram Val…. Liverpool !!! 😀
“Rafael Benitez (sem margir töldu vera með öllu gagnlausan þjálfara fyrir nokkrum vikum) sé orðaður við brottför frá félaginu, þá kippir maður sér varla upp við slíkar fréttir.
Spænskir fjölmiðlar (sem Echo vitna í í dag) láta það þó ekki hafa áhrif á sig og orða Rafael Benitez við FJÖGUR lið á Spáni.”
Ég kann að vera tregur, en eru menn sáttir við hann??? er e-h sáttur við hann. Maður sem lætur lið sitt leika slaka knattspyrnu, með slökum árangri….svo einfallt er það.
Á dögunum fóru fram leikir Man-Liv og Che-Ars og í þessum leikjum 2 mættum 3 lið til að sækja. Það voru 3 bestu lið Englands. Í þessum 2 leikjum mætti eitt lið til að pakka í vörn. Þetta eina lið var að vísu eina liðið sem nauðsynlega þurfti að vinna til að eiga e-h séns á frekari frama á þessari leiktíð. Og tap þýddi það eitt að möguleikar á árangri voru úr sögunni. Því var allt gert til að …gera jafntefli eða takmarka tapið. Við sluppum með skrekkinn, einungis 3-0 tap. Vel viðunandi miðað við þann þjálfarakost sem við búum við.
Eru menn virkilega að taka Rafa blindnina á þetta aftur, jesum pétur.
Og ég tek heilshugar undir ummæli Grolsa um SSteinn. Leikmenn sem spila knattspyrnu e-h tímann og hafa skilning á íþróttinni fylgjast allir spenntir með íslenska boltanum . Velta sér uppúr honum og láta hann vera nr 1. En þeir sem aldrei gátu, ekkert kunnu, aldrei léku, ekkert skilja, lítið vita og mikið horfa á sjónvarp- þeir gera lítið úr íslenskri knattspyrnu. Knattspyrnu sem stendur okkur mun nær en enski boltinn og við getum haft mun meiri bein áhrif á. Þar leika líka menn með mun meiri leikgreind en nokkrum sinni þeir er aldrei fóru á græna grundu vallarins sjálfir og spyrntu knettinum í leik sem skipti máli. (ath C liðsleikur með FH í 5.flokki telst ekki til leikja sem skipta máli)
“Þar leika líka menn með mun meiri leikgreind en nokkrum sinni þeir er aldrei fóru á græna grundu vallarins sjálfir og spyrntu knettinum í leik sem skipti máli” Þetta er eitthvert al bjánalegasta komment sem ég hef lesið á þessari síðu. Drýpur af því hroki sem ég er reiðubúinn til að leggja nokkrar krónur undir að engin innistæða sé fyrir. Ég segi það og skrifa að þú ert fráleitt með einhverja reynslu sem leikmaður.
Ég er samt ekki ósammála þér með að það er snilld að eiga sér heimalið og geta fylgt sínu heimaliði í blíðu og stríðu. En enski boltinn er samt einfaldlega miklu betri og það er skemmtilegra að horfa á þá leiki en það breytir því ekki að maður skemmtir sér glimrandi vel á íslenskum leikjum. SSteinn var samt bara að grínast og tekur bara almennan hroka á tvö stærstu liðin á íslandi í dag (annað vegna óskilgreindrar sögu og hitt vegna þess að það er best)
2 stærstu liðin á Íslandi í dag? KR og FH? Talandi um hroka.
Doddi og Grolsi hljóta að vera að grínast, það er enginn svona þver. Það þarf ekki að hafa spilað fótbolta til að skilja hann. Það er nóg að horfa á hann til að vita um hvað málið snýst. Ég hef spilað fótbolta frá unga aldri, ég ber samt virðingu fyrir skoðunum þeirra sem hafa fylgst með fótbolta frá unga aldri án þess að spila hann. Við erum að tala um fótbolta, ekki stjarneðlisfræði. Í guðanna bænum hættið að setja ykkur á háann hest þótt þið hafið einhvern tímann sparkað í bolta. Það sagði enginn hérna “af hverju tók hann ekki bara tvöföld skæri, lagði hann á hægri og skaut stöngin inn í fjær!” Eina sem var sagt var “íslensk knattspyrna er léleg miðað við þá ensku” .. það er SATT! Það þarf ekki hafa spilað fótbolta til að fatta það og ég veit að menn bera virðingu fyrir okkar íslenska fótbolta, hann er bara ekki eins góður og sá enski, það þarf ekkert að ræða það neitt frekar.
Áfram Liverpool !
P.S. Valur og FH eru stórveldi, ekki KR.
Hver eru viðmiðin þess að hafa spilað fótbolta? Eru yngri flokkar nóg? og ef svo er, hversu langt upp yngri flokkana þarf maður að spila? Ef um meistaraflokk er að ræða? Dugir þá utandeildin eða eruð þið með einhverja staðla um deildarkeppnina sem maður verður að uppfylla til að teljast vita eitthvað um fótbolta? Dugir að mæta einu sinni í viku með félögunum í íþróttahús?
Þessi umræða er orðin fáránleg… það eru 2×11 einstaklingar sem spila hvern leik. Svo eru þrír/fjórir einstaklingar sem dæma leikinn. Auk þess eru fjölmargir einstaklingar sem koma að undirbúningi liðanna fyrir hvern leik. Ef svo einn einstaklingur missir sans hefur það áhrif á alla þá einstaklinga sem koma að leiknum.
Doddi og Grolsi; að mínu mati er þekking á mannlegu eðli að miklu leiti jafn mikilvæg en sú reynsla sem kemur af því að spila leikinn, þó svo það saki varla. Ég fór reyndar aldrei alla leið í meistaraflokk þar sem ég valdi aðra íþrótt svo ég hef ekki þá reynslu, en ég sé ekki að þið getið flokkað þá sem aldrei hafa spilað fótbolta sem vanvita á því sem er í gangi á fótboltavellinum. Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf.
Ég persónulega umgengst þjálfara hjá toppliðum á Íslandi og hef margt til málana að leggja sem þeir virða og taka mark á… Nema þeir hlægi sig máttlausa þegar ég er farinn… Efast um það…
Góða helgi herrar mínir og frúr og áfram Liverpool
Grolsi og Doddi þið hljótið að vera snillingar um allt það sem viðkemur knattspyrnu. Gott að hafa svona menn sem geta sagt manni allt um hvað þetta snýst. Ég hef ekki spilað með c-liði FH í 5.flokki þannig að þið getið væntanlega frætt mig um hvað þessi loftfyllta leðurtuðra er alltaf að gera þarna á vellinum og af hverju menn eru að sparka henni sín á milli. Ég er nefnilega úr sveit, kann ekkert, skil ekkert og veit lítið og ég bara er ekki að fatta þetta. En þið væntanlega getið frætt mig þar sem þið hafið umgengist þessa samansaumuðu beljuhúð á iðagrænni grundu knattspyrnuvallarins. Þið eruð greinilega menn með “vit” á fótbolta.
Tvær spurningar: Er það einhver regla að maður megi ekki tjá sig, gera grín að eða yfirhöfuð mæla orðið fótbolti ef maður hefur ekki spilað fótbolta með einhverju stærra liði heldur en c-liði 5.flokks FH? Hefur maður þá ekki “leikgreind” ef svo er?
Þetta er vont þegar “nafnar” manns poppa hérna inn og kommenta, … og ég vona að fólk rugli okkur ekki saman 🙂
Já, svo var verið að tala um hrokann í mér 🙂 Held að ég nái aldrei að toppa hann dodda (með litlu d-i) hérna. Þykist til að byrja með vita betur en allir um mál tengdum Rafa Benítez (sem er væntanlega búinn að vera viðloðandi fótboltann í mun meiri mæli og lengur en hann sjálfur) og fer síðan að alhæfa um alla þá sem hafa spilað fótbolta á Íslandi 🙂 Stórbrotið alveg, stórbrotið.
En svona til að taka af allan vafa með það, þá spilaði ég fótbolta í mörg sumur á mínum yngri árum og það meira að segja með Meistaraflokki. Ég aftur á mót hafði ekki hæfileikana (eins og áður hefur fram komið) til að spila í hærri deild en blessaðri þriðju deildinni hérna á Íslandi. Það væri samt frábært að þeir fóstbræður Grolsi og doddi (með litlu d-i) kæmu nú með listann fyrir okkur sem sýndi það svart á hvítu hvar, í hvaða deild og hversu marga leiki menn þurfa að hafa spilað á Íslandi til að geta tjáð sig um fótbolta.
Margir að færustu þjálfurunum í boltanum í dag gátu aldrei neitt sem leikmenn þar sem hæfileikan vantaði hjá þeim líkt og hjá honum Steina fótboltaspekulant.Rafa hafði ekki t.d hæfileikann til að spila fótbolta til að ná langt,ferguson gat aldrei neitt ekki wenger heldur,þarna eru nokkur dæmi um menn sem gátu aldrei neitt en vita samt helviti mikið um fótbolta,svo þú þarft einginveginn að vera eða hafa verið góður leikmaður til þess að vita um hvað hann snýst.þannig að þessar staðhæfingar um að þurfa að hafa verið góður leikmaður til þess að vita eitthvað um knattspyrnu er bara bull og vitleysa (til gamans má geta að ég æfði nú með honum Eiði á sýnum tíma og var miklu betri en hann)….
Og í lokinn fyrst það er verið að tala um íslenskann fótbolta þá er hann algjört crap í mínum huga og eingannveginn áhorfanlegur,síst að öllu þegar maður er búinn að horfa á hágæða knattspyrnu í 10 mánuði samfleitt og fær svo 2 mánuði af íslenska boltanum,og þótt svo að mönnum finnist hann hafa skánað eitthvað þá er ég ekki sammála því.bara algjört crap
Bara út af frétt dagsins. Jose MOANO er að fara til INTER. Af hverju fær hann sér ekki bara vinnu á bensínstöð eða gerist strætóstjóri? Þar hittir hann fullt af fólki sem hann getur drullað yfir, skammað alla án þess að nokkur svari fyrir sig, eins og hann er vanur. Og ef einhver skammar hann getur hann kennt ríkisstjórninni um. Eru ekki allir að því hvort eð er?
Það verður gaman að ajá áhorfendatölur í íslensku deildini í sumar þegar EM verður í gangi… Eitthvað sem segir mér að þær verði lægri en á síðasta ári.
Vil hinsvegar taka það fram að ég reyni að mæta á leiki í úrvalsdeildum karla og kvenna meðan buddan leyfir en hvað mig varðar fara aurar næsta sumars frekar í bensín að barnum að fylgjast með EM en Ísl. P.L. Fer líklega frekar á topp leiki kvennaboltans en á leiki í karlaboltanum… enda meira fyrir augað þar…
Er ekki ágætt líka Sverrir að horfa á EM á RÚV fyrst við erum neydd til að borga fyrir þá stöð?
Jú Finnur, en það sem ég meina er hversu heillandi verður íslenski boltinn þegar við sjáum, jú á RÚV, frambærilegustu leikmenn Evrópu (heims) óruglaða (hvsð útsendingasilyrði varðar a.m.k.) dag hvern… Vona svo sannarlega að vel verði mætt en hinn ‘ó-liðstengdi’ áhugamaður velur Liv yfir EM framyfir popp, (pítzu) og kók í sudda hraglanda og suð-austan stinningskalda hvernig sem efnahagslífið stendur..