Síðan er búin að liggja niðri í allan dag.
Maggi átti að taka þessa leikskýrslu og ég er búinn að láta hann vita að síðan sé komin upp en allavegana, þið getið rætt um þennan hreint ágæta leik hjá varaliðinu okkar í dag.
**Uppfært (EÖE)**: Hérna að neðan kemur skýrslan og ég er búinn að gera Magga að höfundi þessarar færslu, enda skrifaði hann skýrsluna.
Ja, eins og maður spáði nú því að Rafa myndi eitthvað breyta liðinu í dag kom það allavega mér á óvart hversu djarfur karlinn var á Emirates. Reyndar var Arsenal líka að hvíla en að láta unglinginn Plessis fá fyrsta leikinn sinn fyrir félagið úti gegn Arsenal var kalt!!
En annars var byrjunarlið okkar manna í dag.
Finnan – Carragher – Sktel – Arbeloa
Lucas – Plessis
Pennant – Benayoun – Riise
Crouch
Bekkurinn: Itandje – Hyypia – Gerrard – Torres – Voronin.
Okkar menn byrjuðu afar vel, stjórnuðu umferðinni og fengu fín skotfæri, Crouch strax á þriðju mínútu og svo fékk Riise afar gott færi eftir flottan undirbúning Crouch. Eftir hálftíma leik virtist Fabregas ætla að hrista líf í Arsenal og þeir fengu dauðafæri þegar besti vinur okkar þessa dagana, Bendtner skaut beint á Reina í dauðafæri.
En þá kom mark. Langt útspark Reina endaði á kolli Crouch sem skallaði hann áfram á Benayoun. Ísraelinn snarpi lagði boltann strax aftur á Crouch sem þrumaði honum í bláhornið utan teigs, óverjandi fyrir Almunia. Það sem eftir lifði hálfleiksins gerðist fátt markvert og staðan 0-1 eftir fyrstu 45 mínúturnar. Án vafa verðskulduð staða.
Í seinni hálfleik fóru Arsenal auðvitað að ýta fastar á okkar menn, án þess þó að skapa sér mikið af opnum færum. Á 54.mínútu braut Pennant af sér úti á kanti og uppúr aukaspyrnunni skoraði áðurnefndur Bendtner, enn einu sinni uppsett atriði.
Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur það sem af honum lifði og bæði lið hefðu getað skorað sigurmark. Bestu færin okkar féllu í hlut Voronin sem leit vandræðalega illa út við afgreiðslu þeirra. Síðustu 10 mínúturnar pressuðu Arsenal og við fengum skyndisóknir en niðurstaðan annað 1-1 jafnteflið á fjórum dögum.
Mér fannst okkar drengir standast þetta próf með prýði. Viðurkenni alveg að vera eilítið stressaður í upphafi leiks og svo aftur þegar Bendtner jafnaði. Það var sem betur fer engin ástæða til. Fyrir rúmu ári síðan slátraði veikt Arsenal lið okkar veika Liverpool lið (veikt = weakened) 6-3 á Anfield. Í dag er augljóst að breiddin í hópnum á Anfield er orðin jafnmikil, ef ekki meiri en hjá Wenger og félögum. Plessis átti frábæran fyrsta leik, þvílíkt kúl á boltanum og óhræddur að takkla. Skrtel var flottur, Finnan átti traustan dag og Pennant, Riise, Benayoun og Lucas skiluðu sínu. Eini leikmaðurinn sem ég pirraði mig á var Voronin sem átti kjánalega slaka innkomu.
En bestu frammistöðu dagsins vel ég hafa verið framgang Peter Crouch. Hann skoraði flott mark og var stöðugt ógnandi. Sýndi það að hann getur vel leyst Torres af ef hann hefur á því áhuga. Fréttir dagsins voru að hann vildi í burt í sumar, en vonandi ná hann og Rafa að setjast saman, mér fannst þessi leikur virkilega sýna mikilvægi Peter Crouch fyrir Liverpool FC
Lokaþáttur trílógíunnar er næsti leikur . Anfield Road á þriðjudagskvöldið kl. 18:45. Takið kvöldið frá – það verður svakalegt. Myndir með pistlinum koma frá BBC og Sky.
Fínn leikur. Pennant er ekki góður en ungi Frakkinn lookaði vel.
Nú er það bara þri.
Er Riise búinn að hitta markið síðan hann skoraði gegn Barca ?
Held ekki. Hann er allaveganna eitthvað að spara það. En flottur leikur hjá Plessis, stóð sig vel. Arnar Bjöss var greinilega búnað æfa sig vel á hvernig átti að bera það fram.
Vonum að við klárum þrennuna með sigri.
Flottur leikur í dag. Ef við vorum heppnir að ná jafntefli á miðvikudaginn voru Arsenal-menn stálheppnir að tapa þessum leik ekki í dag. Ef okkar menn væru ekki svona óklárir á svæðisvörninni þessa dagana gætum við hafa unnið annan sigur okkar í röð gegn Arsenal í dag. 😉
Plessis kom vel út og það var ánægjulegt að sjá hann og Lucas – tvo tvítuga pjakka – stöðva hina öldnu snillinga, Flamini og Fabregas á miðjunni í dag. Skeytið samt engu um tölfræðina um aldur liðanna, það eru Arsenal sem eru með alla kjúklingana á sínum snærum … 🙂
Crouch er of góður fyrir Gallas og Touré. Staðreynd. Ég geri ráð fyrir að Rafa hafi endanlega séð það í dag og ætli sér að láta Crouch hjálpa Torres aðeins með þetta á þriðjudag.
Já, ég hugsaði einmitt þetta sama með Crouch. Í síðustu tveim leikjum sem hann hefur spilað gegn Arsenal hefur hann einfaldlega étið Arsenal vörnina. Ég trúi ekki öðru en að hann spili eitthvað hlutverk gegn þeim á þriðjudaginn.
Mér fannst magnað hvað okkar menn áttu í litlum vandræðum með sókn Arsenal. Hefði ekki verið fyrir þessa helvítis aula aukaspyrnu (sem var óþarfi fyrir Pennant að gefa) þá hefðum við unnið með þessu varaliði.
Þó svo að Wnger hafi ætlað sér titilinn fyrir leik sýndist mér að leikmenn Ars væru jafnvel með hugann við þriðjudaginn. Skíthræddur um að sá leikur eigi eftir að reynast okkur erfiður.
Djöfull var ég brjálaður yfir því að síðan var niðri.. shit hvað maður er orðinn háður þessari síðu eftir leiki 🙂
En Plessis, djöfull var ég ánægður með hann. Hann hefur alla kosti Sissoko en virðist vera laus við veikleika hans. Búinn að fylgjast með honum í vetur í varaliðsleikjunum og líst mjög vel á þennan dreng. Hefið verið til í að sjá Nemeth á bekknum og leyfa honum að taka síðasta korterið í staðinn fyrir Voroninu, verður fróðlegt að sjá hvernig hann á eftir að fitta inní þetta lið.
En Crouchino, eins mikið og maður getur stundum bölvað við ákveðin tilefni þá getur maður endalaust hrósað honum við önnur. Í dag (sérstaklega fyrri hálfleik) þá fannst mér hann eiga virkilega góðan dag, hann var mikil ógn fram á við, vann öll skallaeinvígi og hélt boltanum vel og skilaði vel frá sér. Crouch er því að mínu mati “perfect striker í ákveðna leiki”. Hann er valkostur sem ég vil engan veginn vera án í Liverpool því hann getur gert útslagið með sínum einstöku eiginleikum þó ég sé kannski ekki á því að hann eigi að byrja í öllum leikjum. Ég vona því að hann skrifi undir nýja samninginn sem á víst að vera tilbúinn á borðinu fyrir hann.
Að öðru leyti fannst mér leikurinn góður og þá sérstaklega í fyrri hálfleik og er hann langt umfram það sem ég átti von á, bæði vegna þess að þessi leikur hefur kannski ekki neina grundvallarþýðingu fyrir okkur, auk þess sem byrjunarliðið voru að meginstefnu leikmenn sem ekki hafa þótt mynda okkar sterkasta lið í vetur. Þetta var alveg verðskuldað jafntefli og hefði alveg getað dottið í verðskuldaðann sigur ef Voronina hefði náð að klára sín færi í enda leiksins.
Þá er það anfield madness á þriðjudaginn.. djöfull verður þetta rosalegt!
Ps. Beint til þess sem commentar undir nafninu Biggi (sama og ég): Spurning hvort við eigum ekki að reyna aðgreina okkur, gæti einfaldað málið t.d. þegar ég fer að skammast útí Kuyt 🙂
Einn daginn eru allir vitlausir yfir því að Rafa róterar mannskapnum og hinn daginn vilja menn sjá fullt af varaliðsmönnum í liðinu gegn Arsenal og það á útivelli, merkilegt!
Annars var ég mjög ánægður með þetta jafntefli þó svo að gaman hefði verið að vinna.
Nú er Liverpool búið að taka tvö jafntefli á móti Arsenal á útivelli og hafa því góða yfirhönd sálfræðilega þegar kemur af leiknum á Anfield, og já hugarástand leikmanna skiptir máli í svona leikjum.
Örvars segir: “Einn daginn eru allir vitlausir yfir því að Rafa róterar mannskapnum og hinn daginn vilja menn sjá fullt af varaliðsmönnum í liðinu gegn Arsenal og það á útivelli, merkilegt!”
Hvað er svona merkilegt við það? Þú verður að líta á hlutina í samhengi, orsök og afleiðing og allt það. Smá hint, þetta var deildarleikur og á þriðjudaginn er Meistaradeildarleikur.
Örvars, þegar aðstæður eins og í dag koma upp, Við með örugga forystu á Everton í baráttunni um 4. sætið og CL það eina sem við höfum að keppa að þannig séð, sparar hann að sjálfsögðu “aðalkallana” fyrir þann leik. Þú sérð að Wanker róteraði líka þó svo að hann sé ennþá að reyna að ná 1. sætinu og það sama hefðu flestir þjálfarar gert. Það er staður og tími fyrir allt, líka róteringar
Crouch er góður. Ég skal viðurkenna það. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég elska hann í tætlur(næstum því).
En hvar sjá menn hans hlutverk á þriðjudaginn? Á að henda Torres á bekkinn? Á að henda Babel eða Kuyt á bekkinn? Skipta um leikkerfi?
Í fyrsta lagi, þá myndi ég telja algerlega fráleitt að skipta um leikkerfi. Í öðru lagi, þá sé ég ekki fyrir mér að Crouch gæti nokkurn skapaðan hlut sem væng/sóknarmaður í 4-3-3. Í þriðja lagi, þá held ég að Kuyt myndi aldrei njóta sín jafnvel með Crouch upp á topp eins og hann nýtur sín með Torres. Kuyt og Torres eru frábært dúó, sem vinna hvorn annan upp.
Til að troða Crouch inní liðið myndi ég segja að væru tveir raunhæfir kostir.
1. Torres á bekkinn.
2. Babel út og Torres á kantinn.
Hvað viljið þið?
Ég horfði á leikinn með Arsenal manni í dag og hann horfði á mig með skelfingaraugum í dag þegar ég sagði honum að Crouch væri í byrjunarliðinu. Crouch hefur alltaf gengið vel á móti Arse. Félagi minn skalf þegar hann hugsaði um þrennuna sem Crouch skoraði á móti þeim.
Kristinn, fyrri kosturinn sem þú nefnir er fjarstæðukenndur. Torres verður ALDREI settur á bekkinn. Eini möguleikinn (fyrir utan þann seinni sem þú minnist á) sem ég sé er að Crouch komi inn fyrir Gerrard og Gerrard fari í hlutverkið hans Kuyt. Þannig að þetta yrði svona:
Carragher – Hyypia – Skrtel – Aurelio
Mascherano – Alonso
Gerrard – Crouch – Babel
Torres
Eða þá að Crouch og Torres myndu skipta á sínum stöðum. Hvort þetta er vænlegt skal ég ekki segja, en það er erfitt að hafa Crouch á bekknum eftir þessar frammistöður gegn Arsenal.
Kristinn! við skulum slaka aðeins á hérna, Torres á toppinn og myndi hann ALDREI vera settur út til hliðar á kantinn. Crouch skoraði í dag og menn vilja allt í einu sjá manninn spila leik eftir endalaust drull yfir hann. Crouch á enga framtíð í þessu liði ef hann hefur metnað til að spila reglulega. Miðað við uppstillingar Benitez með liði mun hann spila þetta kerfi lengi með Torres á topp, kantara þar fyrir aftan, auk Gerrard. Þetta er bara það sama og chelsea hafa spilað með drogba á topp, kantara og lampard þar fyrir aftan. Crouch verður aldrei meira en varaskeifa fyrir Torres, sama hvernig hann stendur sig.
Við neglum skytturnar á anfield.
Strákar og Stelpur, það voru allir að sýna sig í dag fyrir kallinn.þess vegna spiluð allir með 100% krafti,,,,, sem þeir ættu að gera oftar
Til 9 og 10: Ég var ekkert að gagnrýna róteringarnar, var ánægður að sjá að áherslan er lögð á meistaradeildina. Fannst aðalega merkilegt að menn hefðu viljað sjá varaliðsmenn í hóp á móti Arsenal á útivelli. Veit ekki alveg hvort að menn hefðu viljað sjá Nemeth á bekknum ef þetta hefði orðið 3-0 tapleikur.
Aftur á móti er Voronin alveg vita vonlaus þannig það er aldrei að vita nema þeir (varaliðsmenn) séu betri en hann, hvað veit ég, ekki horfi ég á varaliðsleiki.
Verð virkilega að viðurkenna það. Og þetta er auðvelt eftir á að segja eftirá, en ég hefði viljað sjá annan reserve gæja inn á þegar 15 mínútur voru eftir.
Ég spyr. Hvað á Liverpool að gera við Voronin. Er hægt að selja þennan gutta eitthvað. Ég efast um að lið sem er að berjast fyrir tilvist í Bundesliga vilji fá hann.
Hefði viljað sjá Nemeth í staðin fyrir Voronin. Hann fór mjög illa með 2 fín færi sem hann þó kom sér í. Annars fínn leikur og ekki séns í helvíti að okkar menn klári þetta ekki á Anfield.
Það er alltaf gaman að sjá unga og efnilega stráka fá tækifæri í aðalliðinu. En vandamálið á Englandi eru þessir 5 varamenn sem leyfðir eru. Einn er markmaður sem fær að klippa táneglurnar á sér meðan leikurinn stendur yfir og þá eru eftir 4 sæti.
Nú ef við tökum liðið í dag þá eru eftirtaldir leikmenn utan við liðið:
Vörn: Agger(vísu meiddur), Aurelio, Hyypia(bekknum), Riise(settur á miðju þannig að þar fækkar miðjumönnum, en yfirleitt á bekknum fyrir vörnina)
Miðja: Masch(banni), Alonso, Babel, Leto(ekki sést lengi en er víst enn á launaskrá), Kewell(jájá hann er enn á launaskrá), Kuyt(spilar meira sem winger/support striker en striker)
Sókn: Nú þar fengu allir að vera með, Crouch, Voronin og Torres.
Líklegir ungir til að fá að vera á bekknum: Insua, San Jose, El Zhar, Nemeth
Og í svona leik viltu frekar hafa reynslu á bekknum en kjúklinga.
Annars minnir mig að tjallinn hafi verið að breyta reglunum hjá sér þannig að á næsta ári megi vera með 7 varamenn eins og á Spáni og í meistaradeildinni.
Sem þýðir þá að vonandi fáum við að sjá meira af því að kjúklingar komi á bekkinn.
Ég vill meina að Plessis hafi staðið sig vonum framar miðað við að jómfrúarleikur hans hafi verið á Emirates vellinum. Það er nú annað
en að spila á Craven Cottage eða Pride Park en hann stóðst þetta alveg brillíjant.
Einn punktur varðandi hægri kantinn hjá okkur.
Hvernig sjáið það fyrir ykkur þegar Kuyt er settur á hægri kant með virkilega sóknarsinnaðan bakvörð eins og Rafinha fyrir aftan sig? Nú er mikið og heitt slúður um að Rafinha sé að koma til LFC og maður getur ekki annað en vonað að eitthvað sé til í því vegna þess að Kuyt/Rafinha combo gæti vissulega verið hættulegt.
Þessir leikmenn eiga eftir að voga hvorn annan upp. Kuyt með sína “vinnusemi” og allt það og Rafinha með sitt “attacking approach”.
Þannig er það allavega i theory 🙂
ÞAÐ KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ TAPA Á ANFIELD Á ÞRIÐJUDAG.
ÞEIR SEM VILJA SELJA CROUCH ÆTTU AÐ SKJÓTA SIG.
EN RIIIISEEE GRAUTUR MÁ FARA TIL SRTÖMGODSE AFTUR.
Verst að Riise spilaði hjá Aalesund en ekki Strömsgodset 😉
Góð skýrsla og sammála þér nafni með mann leiksins. Crouch stóð sig vel og skoraði flott mark, hann kom mér skemmtilega á óvart gegn eins sterkum varnarmönnum og Toure og Gallas eru.
Heilt yfir spilaði liðið vel í þessum leik og í raun betur en ég átti von á. Jafntefli voru sanngjörn úrslit.
Þá er komið að LEIKNUM… uusssss
Plessis klárlega maður leiksins eingöngu vegna þess að hann var að spila sinn fyrsta leik og það á móti arsenal og átti í fullu tréi við þá 2 þarna á miðjunn i hjá arsenal….
Ég vil sjá Crouch frammi eftir frammistöðu hans gegn miðvörðum Arsenal. Senderos kemur líklega inn á þri. svo ég vil sjá Torres í holunni sem Gerrard hefur verið að leika í, Gerrard hægra meginn og Kuyt vinstra meginn (gætu svo skipt á stöðum). Babel held ég að sé gott að hafa á bekknum til að koma með sprengikraft þegar líða fer á leikinn.
Annars er ég hræddur um að Jermain Penitentiary, Riise og Voronin hafi verið að spila sig frá Liverpool í þessum leik. Alls ekki nógu góðir! En Plessis maður leiksins, ég er sammála því.
Ég hef talsvert fyglst með varaliðsleikjunum eftir að þeir fóru að sýna beint frá þeim og þar hefur einn ungur kappi heillað mig meira en aðrir. Plessis kallast hann og hefur verið frábært að sjá þessa yfirvegun sem hann hefur búið yfir. Ég var því ákaflega spenntur og glaður að sjá að hann ætti að fá sénsinn sinn, þvílík frumraun að stíga út á Emirates völlinn og hafa ekki einu sinni komist á bekkinn hjá liðinu áður. Hann olli mér sko ekki vonbrigðum, hann er klárlega minn maður leiksins.
Annars fannst mér liðið virka virkilega vel í fyrri hálfleik og út á fáa að setja. Það voru þó nokkrir leikmenn sem mér fannst hreinlega ekki sýna nægilega mikið, sér í lagi þar sem þeir eru að berjast fyrir framtíð sinni. Þeir Pennant og Riise voru ein stór vonbrigði (Riise reyndar ágætur í fyrri hálfleik) og þeir tveir ásamt Benayoun voru slökustu menn liðsins (tel ekki Voronin með þar sem hann spilaði lítið, en reyndar spilaði ekki vel þann tíma). Ég bjóst til dæmis við mun meiru frá Benayoun þar sem hann fékk tækifæri í sinni bestu stöðu. Mér fannst hreinlega vanta alla greddu í hann.
En það voru MIKLU fleiri jákvæðir þættir en neikvæðir. Crouch var frábær, verður flottur inn af bekk á þriðjudaginn til að klára þann slag. Plessis með stórleik á sinni debut. Lucas var allt í lagi, var ekki dapur en ekki góður heldur. Arbeloa fannst mér virkilega öflugur, ásamt miðvörðunum og eins fannst mér Finnan vera aftur í sínu gamla góða formi. Heilt yfir góð úrslit og við hvíldum samt máttarstólpa okkar. Við vorum með mun fleiri fringe players heldur en Arsenal en samt sem áður áttum við í fullu tré við þá og vorum hreinlega óheppnir að sigra ekki, þrátt fyrir að jafntefli hafi verið fyllilega sanngjörn úrslit.
Scum Utd. gerðu bara jafntefli 😀
Jamm, slagurinn um titilinn er gaaalopinn : )
Man Utd eiga erfitt prógram eftir, þ.á.m. heimaleik gegn Arsenal og útileik gegn Chelsea.
Svei mér þá ef rússagullið á bara ekki alvöru sjéns : )
Allt skárra en Man Utd : )
Everton 0 – 0 Derby County í hálfleik : )
Sælir félagar
Ásættanleg úrslit og Plessis átti jafngóða innkomu og Voronin slaka. Maður leið önn fyrir Voronin og það er náttúrulega ekkert vit að vera með svona mann á launaskrá.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég ætla nú að spyrja menn sem fylgjast með þessu bloggi. Muna menn eftir eins góðri innkomu frá varaliðsmanni eins og frammistöðu Plessis í þessum leik? Núna þarf maður t.d. að muna að Lucas fékk leiki til þess að spila sig inn í liðið, þar sem honum var skipt út þegar þreytan var byrjuð að segja til sín. Þessi gutti stóð allan leikinn eins og klettur og það hversu rólegur hann var á boltanum var nú bara hreint og beint asnalegt.
Mér finnst oft eins og gaurar sem spila með varaliðinu hrynji þegar þeir fá tækifæri með aðalliðinu og þess vegna var maður þvílíkt nerfaður þegar maður sá uppstillinguna. En vá þvílík frammistaða.