Eftir rúman mánuð verða fjögur ár liðin síðan að við Einar Örn og Kristján Atli stofnuðum Liverpool bloggið.
Á þessum tíma hefur síðan vaxið gríðarlega í vinsældum. Við byrjuðum á þessu tveir og uppfærðum af mikilli áfergju og náðum strax í nokkuð þéttan og góðan hóp lesenda, sem kunnu að meta okkar stíl og umfjöllun okkar um Liverpool.
Á þessum árum hefur pennum á Liverpool blogginu fjölgað jafnt og þétt og núna erum við sjö sem uppfærum þessa síðu reglulega. Á þessum 4 árum höfum við sett inn 2.430 færslur, eða nærri því tvær færslur að meðaltali á dag. Langflestar færslurnar eru eftir okkur Kristján Atla, en hinir pennarnir koma æ sterkari inn og hafa fyllt í skarð okkar á þeim tímum sem við höfum hálfpartinn gefist upp vegna sífelldra rifrilda.
Umræðurnar á síðunni hafa líka verið gríðarlega lifandi. Frá því að við stofnuðum síðuna hafa um 30.000 komment verið skrifuð hér eða um 30 á hverjum einasta degi. Á síðustu tveimur árum er þó líklegt að meðaltalið sé mun hærra, enda hafa vinsældirnar aukist mikið. Síðan er klárlega ein af allra vinsælustu bloggsíðum landsins og samkvæmt Moggablogginu eru bara tvær MBL síður, sem eru með fleiri innlit en við.
Á þessari síðu hafa aldrei verið auglýsingar. Jú, Einar hefur stundum komið með stuttar tilkynningar um það sem er að gerast á Serrano, en við teljum að þær séu klárlega færri en 10 á þessum fjórum árum. Við höfum einfaldlega aldrei haft áhuga á því að gera þetta fyrir pening. Við höfum alltaf verið á þeirri skoðun að ef við myndum fá borgað fyrir þetta, þá myndum við fara að líta á þetta sem vinnu og það er aldrei heillandi. Jú, það hefur stundum tekið á að þurfa að henda saman langri leikskýrslu eftir erfiða tapleiki, en okkur hefur aldrei liðið einsog þetta væri vinna. Við höfum gert þetta í sjálfboðaliðavinnu og aldrei fengið krónu fyrir. Kostnaðinn fyrir lén og slíkt höfum við greitt úr eigin vasa.
Þrátt fyrir þetta, þá ætlum við að byrja á því að birta auglýsingar hérna á Liverpool blogginu. Það mun birtast hér ein auglýsing hægra megin. Við hugsum þann pening sem við fáum fyrir þessar auglýsingar eingöngu sem pening sem mun nýtast okkur við að vera góðir Liverpool stuðningsmenn. Þannig að aðallega munum við nýta peninginn sem við söfnum til að reyna að fara reglulega í ferðir á Anfield.
Þessar auglýsingar munu ENGIN áhrif hafa á ritstjórnina á þessari síðu. Við fullvissum alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkur. Við þurfum ekki á þessum auglýsingum að halda. Ef einhverjir hætta að auglýsa, þá breytir það litlu fyrir okkur.
Við munum aðeins birta eina auglýsingu í einu og hún verður lítil og smekkleg. Ekkert kaos af Flash auglýsingum, sem gefa manni flogaveikikast. Fyrir þá, sem vilja auglýsa þá verður auglýsingin 170 px á breidd og allt að 170 px á hæð. Hún má vera Flash en ef svo er, þá má Flash-ið ekki vera á endalausri loop-u. Það má i mesta lagi vera 7 sekúndur af Flash efni og það má aðeins keyra einu sinni í gegn. Auglýsingin verður á þeim stað og í þeirri stærð sem að Liverpool merkið er hér hægra megin. Áhugasamir geta sent Einari Erni póst á einar.orn@gmail.com. Fyrsta auglýsingin mun birtast í næstu viku.
Við vonum að lesendur taki vel í þessa breytingu.
Uppfært (EÖE): Ég er búinn að setja upplýsingar fyrir þá, sem hafa áhuga á auglýsingum hérna.
Bara gott mál.
Eðlilegt að menn beri eitthvað úr býtum fyrir alla fyrirhöfnina (og allt skítkastið sem menn þurfa að þola oft á tíðum).
Held að það komi bara ekki nokkrum manni við hvort þið auglýsið einhvað smávegis hérna eða ekki og ekkert sem þið þurfið að réttlæta.
Það er nokkuð ljóst að þetta er mjög góður vettvangur fyrir auglýsingu og eins efa ég að hún verði mikið fyrir mönnum….ég les allavega oftast bara færslurnar og commentin…ekki tenglana á hægri kanntinum.
Já, við erum svo sem ekkert að afsaka okkur, aðallega að kynna þetta fyrir nýjum auglýsendum og aðeins að útskýra að þetta skipti engu máli varðandi ritstjórnarstefnuna.
Flott hjá ykkur – þið eruð bestir og eigið skylið að fá að fara á leiki með UPPÁHALDSBESTALIÐSÍHEIMI af og til 😀
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Gott mál..
kraftmikil síða.. takk fyrir góð störf.
Áfram LFC
Hicks biður Parry að hætta: http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article3722634.ece
Hafið þið kynnt ykkur google ads?
https://www.google.com/adsense/login/en_US/?gsessionid=ib5HID-0vEM
Besta mál, ég segi þá bara að Vífilfell ættu að bregðast fljótt við og smella eins og einni Carlsberg auglýsingu þarna 🙂
Gott mál alveg, mættu vera fleiri án þess að það truflaði mig : )
ég væri nú satt best að segja alveg tilbúinn að borga áskrift á þessa síðu (svo oft kem ég hingað) svo einhverjar auglýsingar bögga mig ekki neitt, finnst ekkert sjálfsagðara en að þið fáið einhverjar greiðslur fyrir alla þá vinnu og fyrirhöfn sem augljóslega er lögð í þessa síðu.
Sælir félagar
Þetta er hið besta mél og auðvitað er gott fyrir Liverpoolandann að að skreppa á Anfield og skerpa kærleikann. Þið eigið allt gott skilið fyrir þessa síðu þó stundum hafi hvesst á norðan milli ykkar (les Einar) og annarra (les mín) 😉 Það er ekkeryt til að erfa og allir stöndum við með sama liðinu, erum í sama liðinu. Hafið þökk og vonandi hafið þiðð gott uppur auglýsingum ykkar. Þær skaða engan:
Það er nú þannig.
YNWA
Ég ætla að giska á að auglýsingin verði Stöð 2 Sport (365 fjölmiðlar). Einhver með líklegri hugmynd?
Skráið ykkur hjá modernus.is. Listann yfir flestar heimsóknir á heimasíður hér á landi..
Eigið örugglega auðveldara með að fá auglýsingar ef þið skorið hátt þar 🙂
Lýst vel á þetta strákar. Ekki get ég nú ýmindað mér það að ég eigi eftir að fækka heimsóknum mínum á þessa síðu þó svo að hún skarti eins og einni auglýsingu. Ekkert nema sjálfsagt að fá aðeins í vasann fyrir annars vægast sagt frábæra vinnu undanfarin ár, bregst ekki að maður kemur heim eftir að hafa horft á leik með Liverpool og skellir sér beint á KOP.IS til að upplifa hamingjuna eða vonbrigðin aftur.
Vona að þið komist sem oftast út fyrir peninginn. Það er fátt sem gleður Liverpoolstuðningsmenn jafn mikið og ferðir á Anfield.
Takk fyrir mig.
Maggi S, það er hægt að nálgast allar upplýsingar um heimsóknir hérna þar á meðal Google Analytics skýrslur um heimsóknir..
Verð að segja að þetta er bara hið besta mál. Játa það samt að ég er ekki poolari en lít ansi oft hingað inn þar sem þið (Einar og Kristján) eruð alveg magnaðir pennar. Að mínu mati þeir bestu á íslenskri bloggsíðu. Fínt mál ef þið fáið eitthvað fyrir þetta og haldið þessu áfram.
Mér finnst bara alveg ótrúlegt að þið hafið virkilega ekki verið með auglýsingar hér fram að þessu. Hef stundum velt fyrir mér ef ég ætti að fara að skrifa hér skýrslur og fréttir inn að það er meira en að segja það, það er bara drullumikil vinna. Kannski hafið þið of mikinn frítíma….
Finnst þetta hinn eðlikegasti hlutur. Persónulega er það ekki hið ómarkaðslega umhverfi sem ég sækist eftir á síðunni. Ástæðan fyrir heimsóknum mínum er skemmtileg, málefnaleg og góð umræða um málefni Liverpool. Færir menn eiga skilið að fá umbun fyrir góð verk. Auglýsingar, jafnvel í talsverðu magni, geta bara orðið því að góð síða verði enn betri. Það er mín skoðun að minnsta kosti.
Keep up the good work!
-Gísli
Gaman að heyra þessi góðu viðbrögð. 🙂
Ég hef varla komist í tölvu í dag en ég tek undir með Einari, nú þegar ég sé viðbrögð við þessari tilkynningu okkar. Við þökkum bara jákvæðar móttökur og stuðninginn. 🙂
Þið ættuð að safna einstaka sinnum auglýsingatekjum í eina ferð á Anfield og draga heppinn lesanda síðunar úr skráningum og gefa í verðlaun 🙂
Þvílík snilldar hugmynd!
Skandall segi ég nú bara
:p