Riise og Stamford Bridge

Horfið nokkrum sinnum á vídjóið hér að ofan.

Boltinn kemur utan af kanti og er fyrir neðan hnéhæð. Hann stefnir nánast beint á hægri fót Riise, skv. hlaupaleið þess norska. Ég er ekki snillingur í knattspyrnu sjálfur, ekki nálægt því kalíberi sem leikmennirnir inná vellinum á Anfield í gær eru, en ég sver að ég gæti fengið svona fyrirgjafir á hægri og vinstri fæturna svo klukkutímum skiptir og ég myndi koma þeim öllum frá markinu. Mislangt, suma myndi ég setja útá bílastæði og aðra beint út í teiginn, en ég sver það að það kæmi ekki til greina að setja hann í eigið net. Kannski myndi einn og einn slysast í átt að marki, og stundum er ekkert við því að gera, en ég er algjörlega orðlaus yfir þessu marki.

Ég get sagt ykkur annað. Ég get lofað því eins örugglega og ég dreg andann, að ég myndi aldrei leggjast og reyna að skalla þennan bolta frá marki.

Ég veit það ekki. Nætursvefninn er kominn og farinn, einvígið er aðeins hálfnað og langt því frá tapað, en ég er samt með ógleði yfir þessu ömurlegasta sjálfsmarki sem ég man eftir að hafa séð.

Málið með Riise er að ég held að við, aðdáendurnir og hinir svokölluðu „sparksérfræðingar“ út um víða veröld, höfum verið að líta Riise röngum augum síðustu tvö árin. Þetta er leikmaður sem hefur gefið okkur góðar stundir og verið góður þjónn fyrir málstað Liverpool FC frá árinu 2001. Hann á virðingu skilið fyrir árin sjö. Vandamálið er hins vegar að síðustu tvö árin hefur okkur öllum fundist hann vera langt frá sínu besta, af því að hann hefur áberandi oft verið veiki punkturinn í liðinu þegar hann spilar.

Eftir gærkvöldið varð mér ljóst að þetta er kolrangur hugsanaháttur þegar Riise er annars vegar. Honum hefur ekki farið aftur. Liðinu hefur farið fram. Liverpool-liðið undir stjórn Benítez er í stöðugri framför frá vetri til vetrar og hin ömurlega staðreynd er sú að Riise hefur einfaldlega orðið eftir. Hann er kominn eins langt og hann getur með þessu liði og eins mikið og okkur þykir vænt um þrumuskotin hans er það algjörlega bláköld staðreynd í dag fyrir mér að hann hefur ekki erindi í þetta lið í dag, hvað þá ef liðið ætlar að bæta sig enn frekar. Því miður. Benítez getur ekki leyft liðinu að spila með 21 fót inná vellinum, það gerir ekkert úr framförum í öðrum stöðum liðsins að hafa einfættan mann í vinstri bakverðinum.

Hugsið málið. Aurelio, örfættur eins og Riise, hefði einfaldlega skóflað þessari fyrirgjöf frá markinu með hægri löppinni. Fjórar mínúturnar sem bættust við voru búnar, ef Riise hefði hitt boltann frá marki hefði dómarinn flautað leikinn af í kjölfarið og við fagnað sigri. Aurelio hefði skóflað þessu frá með hægri. Djimi Traoré hefði skóflað þessu frá. Ég hefði sent þennan bolta í innkast við miðlínu. Johnny Riise reyndi að skalla boltann úr 30cm hæð yfir eigið mark. Maðurinn er ekki nógu góður leikmaður fyrir Liverpool FC.

Ég fékk minn venjulega stóra skammt af SMS-skilaboðum eftir leikinn, eins og venjulega þegar Liverpool gengur illa. Flestir virtust reyna að skjóta á mig, Púllarann mikla sem ég er, en SMS-skilaboðin sem ég fékk frá Einari Erni stungu í stúf við flest. Einhverra hluta vegna hefur Einar Örn smitast af einhverri bjartsýnisbakteríu og mér heyrist á honum að hann hlakki frekar til seinni leiksins ef eitthvað er.

Ég vildi að ég gæti tekið undir með honum, en ég geri það ekki. Ég er mjög svartsýnn á þetta úr því að þessi leikur endaði eins og raun bar vitni. Af hverju?

Fjögur ár.

Það eru fjögur ár síðan enskt lið fór síðast á Stamford Bridge og vann sigur. Þeir eiga heimaleikjametið í ensku Úrvalsdeildinni, og það lengist með hverjum leiknum sem líður, og ef mig minnir rétt hafa aðeins Barcelona farið þangað (vorið 2006) í Evrópuleik og náð sigri. Vissulega er hægt að ná jafntefli þarna, en þá er samt eftir sú staðreynd að Liverpool verður að skora í þessum leik, og Rafa Benítez hefur ekki enn séð Liverpool-liðið skora undir sinni stjórn á Stamford Bridge.

Staðan er þessi: Chelsea eru að spila í fjórðu undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu fimm árum, og loks virðist gæfan hafa snúist þeim í hag. Þeir eiga seinni leikinn eftir, en sá leikur er á heimavelli þeirra þar sem ekkert enskt lið hefur sótt sigur í fjögur ár núna. Liverpool hafa leikið átta leiki þar undir stjórn Benítez og aldrei náð að skora. Og þökk sé meiðslum Aurelio er nánast öruggt að John Arne Riise þarf að byrja þann leik, með sjálfstraustið grafið sex fet undir jörðu.

Ég hef aldrei sagt/skrifað þessi orð áður á þessa síðu, en við eigum ekki séns í helvíti á að slá Chelsea út úr því sem komið er. Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér, en ég er vægast sagt svartsýnn fyrir þennan leik.

Ég sem var svo rólegur fyrir leikinn í gær. Rólegur, vitandi að það yrði ekki heimsendir ef Chelsea hefðu betur í þessu einvígi. En svo sá ég Chelsea liggja í vörn í 60-70 mínútur. Svo sá ég dómarann ræna okkur a.m.k. einni augljósri vítaspyrnu, Cech halda þeim inní leiknum, Torres velja besta fokking daginn til að gleyma skotskónum heima og Drogba frumsýna nýjasta leikritið sitt, „Allar tegundir bæklunarmeiðsla“. Og svo kom rauðhærða rúsínan í pylsuendanum. Nú er ég algjörlega eyðilagður yfir því hvernig þessu einvígi mun óumflýjanlega ljúka. Það er langt síðan ég hef tekið tapleik Liverpool jafn nærri mér.

Fokk it. Á næsta ári …

85 Comments

  1. Góðan daginn!
    Ég er ekki alveg sammála þér hér Kristján. Riise er lélegri leikmaður en hann var fyrir nokkrum árum síðan. Hann náði ágætum sendingum inn í teig af kantinum…ekki lengur, hann gat gefið sómasamlegar sendingar á samherja…ekki lengur, hann var hættulegur þegar hann kom upp völlinn og átti sín þrumuskot…ekki lengur..minni kraftur í skotunum og aldrei á rammann. Kannski er Liverpool-liðið betra og Riise setið eftir en það er alls ekki eina skýringin.

    En annað mál, getur einhver bent mér á videoið þar sem Liverpool fagna titlinum í Istanbúl 2005 og gæinn sem slapp inn og fagnaði með þeim er á. Það er viðtal við gæann og Carra ef ég man rétt.

    kv
    Ninni

  2. Fáránleg svartsýni af þinni hálfu. Það þýðir ekkert að hafa svona áhyggjur. Ég segi það sama og Gerrard sagði, þegar honum var bent á að Liverpool hafði aldrei skorað á Brúnni undir stjórn Benítez; En Torres hefur aldrei spilað á brúnni áður.
    Við tökum næsta deildarleik og rústum honum, og öðlumst sjálfstraust til þess að fara og klára þetta Chelsea lið. Einhverntíma gerist allt fyrst og ég veit að það er kominn tími fyrir okkur til að klára þetta. Hvað með það þó að við þurfum að fara með þetta alla leið í vítaspyrnukeppni? Við klárum þetta bara!
    Það sem ég elska mest við þetta Liverpoollið er að þegar maður býst ekki við of miklu af þeim koma þeir og klára dæmið!
    Sjáið leikinn á móti Arsenal! Þegar Adebayor skoraði jöfnunarmarkið var ég sannfærður um að þetta væri búið! En neinei, við mættum bara á svæðið og kláruðum dæmið. Það þýðir ekkert annað!

    Mundu eftir Istanbúl! Mundu eftir ömurlegu stöðunni sem við vorum í í riðlakeppninni! Mundu að Benítez er snillingur í Meistaradeildinni!

    Það er út í hött að vera svartsýnn núna, við förum bara á Brúnna og klárum þetta!

    Moskva 2008!!!

  3. Ég get ekki logið til um það hvernig mér líður eftir þennan leik í gær. Mér líður svona og ég skrifaði pistil þess efnis. Auðvitað er heill leikur eftir og ég veit það, og mun eflaust öskra mína menn áfram á miðvikudaginn kemur, en ég er einfaldlega mjög svartsýnn fyrir þennan leik. Svo mikill er bömmerinn eftir gærkvöldið.

  4. Úfff, það er langt síðan ég hef verið jafn froðufellandi af reiði eins og þegar “snillingurinn” setti hann með skalla í eigið mark. Þessi ákvörðun hans að nota ekki hægri fótinn er bara með svo miklum ólíkindum að það hálfa væri nóg. Ég er yfirleitt alltaf bjartsýnn á gengi minna manna, en ég er í sama svartsýnis gírnum og KAR hérna. Þessi ákvörðun hjá þeim norska breytti öllu úr því að vera frábær staða fyrir seinni leikinn og yfir í það að vera alveg fáránlega erfið. Djöfull agalega væri ég til í að mínir menn myndu nú troða þessu svartsýnisrausi öfugt ofan í kok á okkur.

  5. Er ekki málið bara að henda Insua inn ef aurelio er mikið meiddur, hann er klárlega betri en rauðhærði norsarinn.shit hvað þetta var svekkjand í gær.

  6. Já, ég verð að játa það að ég rauk útaf barnum í fýlu í gær. Það voru alltof margir United menn í kringum mig til þess að ég nennti að tala orð meira um fótbolta.

    En svo hringdi Aggi og talaði um Riise og ég einhvern veginn varð bjartsýnni. Við fórum yfir það hversu miklu betri við vorum í leiknum, hversu frábær mér fannst Xabi vera – og ég fékk einhvern veginn á tilfinninguna að við myndum klára þetta.

    Já, við höfum aldrei skorað á Stamford Bridge, en við þurftum heldur ekki að gera það í Meistaradeildarleikjunum. Í þeim á SB fórum við til þess að halda jöfnu. Núna förum við til að skora. Þegar þetta Liverpool lið hefur ætlað sér að skora á útivelli í Meistaradeildinni (San Siro, Camp Nou, etc), þá hefur það gert það. Það er fáránlegt að halda því fram að þessi völlur sé eitthvað óvinanndi vígi.

    Svo á Torres ekki tvo svona leiki í röð!

    Cheer up! At the end of the storm…

  7. Alexander, hvað meinaru með “fáranlegri svartsýni”?. Lappir á jörðina. Chelsea hafa nú ekki beint verið að tapa mörgum leikjum á Stamford Bridge síðustu ár, ekki tapað síðan 2004 í deildinni, eða í 80 leikjum. Meistaradeildin er reyndar annar kaffibolli en ég held að ef menn horfa raunsætt á hlutina verður Chelsea liðið að teljast líklegra áfram. Kraftaverkin gerast þó og á góðum degi getur Liverpool unnið hvaða lið sem er. Vonum bara að sá dagur verði 30. apríl.

  8. Er ekki málið bara að henda Insua inn ef aurelio er mikið meiddur, hann er klárlega betri en rauðhærði norsarinn

    Nei, við erum ekki að fara að gefa Insúa sitt fyrsta tækifæri í útileik á Stanford Bridge í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ef menn vilja forðast það að hafa Riise inná, þá gefur það auga leið að Carra verður settur í hægri bakvörðinn og Arbeloa í þann vinstri.

  9. Horfið nokkrum sinnum á vídjóið hér að ofan.

    Nokkrum sinnum. NOKKRUM SINNUM!

    Frekar myndi ég stinga úr mér augun með ryðguðum gaffli.

  10. Þetta eru ein bestu umæli sem ég hef heyrt um Riise, ” Rauða rúsínan í pylsuendanum”.

    En það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, okkar menn taka sig oftast saman í andlitinu þegar þörfin er mest á, og ég trúi því innst inni að við getum tekið þetta á brúnni.

    Chelsea eru ekki sama lið og þeir voru þegar sá “útvaldi” var með þá og eru ekki næstum jafn öflugir, þannig að okkar menn taka þetta 2-1 á brúnni og ekkert kjaftæði……….

    Lykilmennirnir hrökkva í gang í seinnileiknum og Chelsea menn sjá ekki til sólar í langan tíma í næsta leik.

    Áfram Liverpool!!!

  11. Jamie Carragher:
    The vice-captain told Liverpoolfc.tv: “It was just bad luck. We’ve all been there, all done something like that. There’s no blame attached to John.

    “I think a couple of things happened before that and there were a couple of things we could have done to stop the cross even coming in. It’s a team game, we are all in it together.”

    Mér fannst einmitt þegar þetta gerðist að þetta hefði verið erfiður bolti fyrir Riise. Anelka var fyrir aftan hann og hann varð að gera eitthvað og mér fannst boltinn vera í þannig hæð að erfitt hefði verið að ná hreinu skoti á hann. En eftir að hafa skoðað þetta aftur skil ég samt ekki afhverju hann ákvað að reyna að skalla þetta frá í stað þess að setja hægri löppina í hann. En svona gerist bara í hita leiks og hvernig sem á þetta er litið þá er þetta bara skítaóheppni og Chelsea voru ekkert nema skítheppnir að fara ekki til london með 2-0 á bakinu.

    Ef liðið dvelur ekki of lengi við þetta sjálfsmark og fer í seinni leikinn með sjálfstraustið í lagi þá geta þeir alveg klárað þetta þar. Mér fannst í gær að bæði Gerrard og Torres ættu mun meira inni og það mun koma á miðvikudaginn. Geri fastlega ráð fyrir að Gerrard verði dýrvitlaus í seinni leiknum.

  12. Tek undir með nafna að það er ótrúleg ákvörðun hjá Riise að skalla boltann í stað þess að nota hægri löppina til að þruma honum frá marki. Ég átta mig ekki á því afhverju atvinnumaður í fótbolta til 10 ára (Mónakó og Liverpool) er ekki búinn að æfa sinn helsta veikleika út í eitt til að auka gæði sín sem leikmaður. Það er öllum ljóst að Riise er á sínu síðasta tímabili hjá Liverpool. Eins og Kristján bendir réttilega á þá er liðið í dag orðið svo miklu betra en það var fyrir 2-3 árum að leikmenn sem ekki hafa tekið framförum á þessum tíma eru orðnir farþegar.

    Ég hef trú á því að við munum sjá Finnan í hægri bakverðinum og Arbeloa í þeim vinstri í seinni leiknum. Auk þess kæmi mér ekki á óvart þó að Benayoun byrjaði á þeim vinstri og Babel kæmi sterkur inn á síðustu metrunum eins og á móti Arsenal.

    Annars er ómöglegt að ráða í þetta en ég er samt bjartsýnn á góð úrslit eins og Einar, það hefur ávallt hentað Liverpool betur að vera talið litla liðið í Evrópuleikjum.

    Kv
    Krizzi

  13. Sælir allir saman.

    Mig langar nú að taka undir það sem margir eru að segja hérna að vissulega er staðan á okkar liði ekki góð og Chelsea þykja líklegri áfram. EEEEN … Hversu oft hefur okkar ástkæra lið málað sig út í horn í vetur og hrokkið svo í gang. Riðlakeppnin í CL og þó nokkuð margir leikir í deildinni þar sem þeir geta ekki blautan og lenda undir á móti missterkum liðum. Mér finnst það hafa verið ákveðinn akkilesarhæll á liðinu í vetur að það virðist oftar en ekki fara að spila fótbolta fyrr en það er komið með bakið upp við vegg. Og það er nákvæmlega það sem er í gangi núna. Bara svo ég leifi mér að vera pínulítið bjartsýnn þá held ég að ef að þeir hafa einhverntíma verið líklegir til að mæta á Brúnna og stela sigri þá er það í næstu viku þar sem þeir hafa sennilega aldrei verið með bakið eins klesst upp við vegginn eins og akkúrat núna.

    Baráttukveðjur………

  14. Ég er sammála Krizza hérna fyrir ofan. Finnst mun líklegra að Finnan komi inn í hægri bakvörð og Arbeloa í vinstri en að Carra fari á hægri. Held að Rafa muni ekki treysta Hyypia gegn Drogba sérstaklega í ljósi þess að við þurfum að sækja. Það þýðir að það mun opnast meira pláss fyrir framan vörnina okkar og erfiðara fyrir Hyypia að hafa gætur á sóknarmönnum Chelsea.

    Varðandi Riise þá er það því miður alveg sorgleg staðreynd að maður sem er að spila fyrir Liverpool treysti sér ekki að reka “verri” fótinn í knöttinn. Maður sem hamraði boltann í netið á Nou Camp með sama fætinum og hann þorði ekki að nota í gær. Ótrúlegt.

    Og ég fæ mig bara ekki til að horfa á þetta mark aftur.

  15. Það sem ég hugsaði þegar Riise kom inná var að hann hefur nú skorað á móti chelsea og Barcelona og hefur mikla reynslu í svona stórleiki og því væri þetta ekki áhyggjuefni. Boy was I wrong!!

  16. Var ad hugsa thegar Aurélio meiddist ad ég vildi frekar sjá Hyppia koma inn á en Riise og henda thá Arbeloa á vinstri og Carra á haegri. Thrátt fyrir ad rugla mörgum mönnum úr stödum thá hefdi thad samt verid skárri kostur en Riise. Vona ad thannig verdi thad á Stamford Bridge.

  17. Hey, hversu oft höfum við sagt fuck! þetta er búið. Ég sagði í hálfleik 0-3 undir á móti AC Milan, að úr því þeir geta skorað 3 mörk, þá getum við það og rest is history. Staðan núna er jafnvel talsvert betri.

    Staðan er 1-1. Það er einn leikur eftir.Tölum saman eftir hann. Bæði lið standa jafnt og það er okkar að mæta og hreinlega vinna.

    Ég hef fulla trúa á mínum mönnum því þetta er nú einu sinni Liverpool FC og það sem þeir hafa boðið upp á undanfarin ár er alveg ótrúlegt.

    Áfram LFC!

  18. hvað eru menn að tala um að setja hyypia í vörnina rugli og riðli vörninni. sá maður kemur bara með það mikil gæði í varnarleikinn og uppspilið að það ætti ekki að riðla eða raska neinu.

    hann var settur inn í anfield leikinn á móti arsenal og skemmdi það eitthvað? ekki minnir mig það.

    carra-skrtel-hyypia-arbeloa

    svona VERÐUR vörnin í seinni leiknum að vera, ekki flókið.

  19. Jahérna. Torres klúðrar tveim DAUÐAFÆRUM, engin talar um það. Mascherano og Arbeloa(sem var án nokkurs vafa lang lélagasti leikmaður vallarins í kvöld) ákváðu að leyfa Kalou að senda boltan óáreyttur fyrir markið,bara ekkert mál, en engin talar um það. Gerrard var fáránlega lélegur, en engin talar um það. Riise kemur inn, er mjög solid, t.d. stoppaði hann Drogba allavega þrisvar og átti í raun bara ein mistök sem auðvitað voru mjög dýrkeyp, en menn hérna vilja hengja hann. Ég t.d. á ekki orð yfir þessum “pistli” hjá Kristjáni Atla, þvílík ritningaræpa!

    Auðvitað gerði Riise mistök, auðvitað átti hann að skalla/sparka þetta í burtu, en að halda því fram að allir aðrir hefðu auðveldlega gert það með Anelka í bakinu, og Kristján að segja að hann hefði gert þetta any time, anywhere, er auðvitað bara eitt mesta BULL sem ég hef heyrt, hlægilegt. Standið með ykkar manni aularnir ykkar!!!

    Ég vil nú ekki detta í sama svartsýnisþunglyndið og greinarhöfundur og ætla að segja að við vinnum 1-3 á Stanford Bridge. Við komumst yfir, þeir jafna en við komumst aftur yfir. Síðan skorum við á þá á bremsunni þegar þeir eru all out attack að leita að mörkum….þið heyrðuð það fyrst hér.

  20. Ég held ég sé búinn að horfa svona 50 sinnum á þetta vídjó. Í gærkvöldi var ég að vinna í öðrum málum fyrir svefninn og ég var með kveikt á þessu vídjói á repeat á meðan ég hlustaði á rólega tónlist í heyrnartólunum og reyndi að átta mig á þessu.

    Mér fannst ég þurfa að horfa svona oft á það til að fá það alveg á hreint að það hafi ekki verið hægt að afsaka Riise fyrir þetta. Á endanum komst ég ekki framhjá einni, óneitanlegri staðreynd sem gerir út um þetta fyrir mér: ef fyrirgjöfin hefði komið frá hægri kanti Chelsea og stefnt beint á vinstri fót Riise hefði hann aldrei reynt að skalla þennan bolta. Hann hefði sett hann út á bílastæði með ofurlöppinni sinni. Þess vegna get ég sagt með góðri samvisku að þetta var alveg óskiljanlega slæm ákvörðun hjá honum.

  21. Treysti því að félagar mínir fyllist sjálfstrausti þegar líður á vikuna. Er alveg sannfærður að með sama leik og í gær vinnum við á Brúnni. Eina spurningin er hvort við náum okkar leik. Ef það gerist getur Chelsea ekkert gert. Lampard kallinn er ekki í standi vegna persónulegra vandamála og Drogba er ekki stemmdur, án þessara leikmanna í gír skapar Chelsea ekki neitt sóknarlega nema í gegnum föst leikatriði. Höfum trú!!!
    Svo er ég hjartanlega ósammála því að brjóta upp hafsentapar Carragher og Skrtel gegn Drogba eða Anelka. Hyypia er vissulega búinn að spila frábærlega í vetur en hann hefur alltaf átt erfitt á móti Drogba og ræður ekkert við hraða Anelka. Finnan, Arbeloa og Riise er um að velja í bakvörðunum, sem segir okkur bara það eitt að þær leikstöður þarf að styrkja. Emiliano Insua er ekki í 25 leikmannahóp fyrir CL, enda væri glapræði að henda honum út í þá djúpu laug.
    Mitt val er Finnan og Arbeloa, en ég væri líka alveg til í að sjá Johnny Riise setja loksins mark af 30 metrum í uppbótartíma og tryggja okkur 0-1 sigur. Skrýtnir hlutir hafa gerst á Stamford, munið Bruno Cheyrou!!!!!
    Taka Secret á þetta, hafa trú!!!!!! Hættum að horfa á þetta mark, það bara brýtur okkur niður!

  22. Ég er sammála Einari Erni hér að ofan. Við höfum ekki farið á brúnna, svo ég muni, og þurft að sækja og setj´ann áður. Og í mörgum öðrum leikjum þar sem við höfum þurft að sækja, skora og vinna þá höfum við gert það, sbr. Marseille í desember, Porto heima í haust, seinni hálfleikurinn gegn Olympiakos hér um árið o.fl. Þetta er allt galopið ennþá. Og mikið væri ljúft að vinna Chelsea á brúnni og hamra þetta heimaleikjamet þeirra í tvennt.

    En hvað sem verður, þá eru úrslitin í gær ávísun á skemmtilegan leik á miðvikudaginn eftir viku.

    Áfram Liverpool!

  23. Ekkert nema bjartsýni hérna megin fyrir seinni leikinn. Ég er handviss um að við vinnum þetta. Ég hreinlega trúi því ekki að við verðum slegnir út af liði sem er svona miklu lélegra í fótbolta, það sást greinilega í gær að þeir eiga ekki roð í okkur. Við vorum miklu, miklu betri og með réttu hefði þessi leikur átt að fara 3-0,en svo fór sem fór. Held að leikurinn á Brúnni fari 2-1 fyrir okkur. Torres með fyrra markið og Riise með hammer á 88. min og kemur okkur áfram.

  24. Vídeóið af Thompson óborganlegt. Hvað öskrar hann þarna í endann??

    Mér líður líkt og KAR satt best að segja. En … ég hlakka samt til leiksins. Hvað ef kraftaverkið gerist eina ferðina enn…..? Hvað ef okkar ástkæra lið tekur okkur í eina rússibanaferðina enn og vinnur leikinn? Getið þið ímyndað ykkur fögnuðinn…. sæluna…. kikkið… 🙂 Þegar allt kemur til alls… ég held að það jafnist ekkert á við það að vera Púllari.

    Og elsku frændi… ég stend með þér (þó ég hefði getað lamið þig í köku í gærkvöldi.. svona fyrstu 10 mínúturnar eftir þetta stórglæsilega mark þitt)!!! Ég er ekki búinn að gleyma markinu í fyrra á Nou Camp… ó nei. Hver hefði trúað því að við myndum vinna Barcelona á þeirra heimavelli 1-2 … Enginn. Höfum það í huga.

    YNWA

  25. Svona, svona það þýðir ekkert að lifa í einhverju heljarinnar svartsýnis- og neikvæðiskasti. Riise gerði mistök, það gerðu líka Massa, Torres, Arbeloa og jafnvel minn heittelskaði Pepe (af hverju varði hann ekki þetta frá Riise?), auk þess mætti halda að Gerard hefði ekki verið á staðnum. En það þýðir ekkert að tuða um þetta og um að gera að fyllast bara óbilandi bjartsýni á guðinn okkar (Rafa) og liðið og muna eftir leiknum á móti AC Milan þegar við lentum þremur mörkum undir. Við munum öll hvernig sá leikur fór. Ef við gátum unnið þá, þá getum við vel unnið á Brúnni. Ekki spurning.

  26. Samkvæmt ráði KAR er ég búinn að horfa nokkrum sinnum á teipið… og það sem stendur upp úr hjá mér…..

    HVERN ANDSKOTANN ERU ARBELOA OG MACHERANO AÐ HUGSA…??

    Þeir eru báðir ofan í manninum og hann fíflar þá báða eins og þeir séu steinsofandi. Halló… leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn!! Svo sannarlega sannaðist það í gærkvöldi. Ef ég væri Rafa… þá væri ég arfa brjálaður út í þá en ekki Riise. Carragher hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að vörnin öll beri ábyrgð á þessu marki. Hann er sjálfsagt búinn að horfa nokkrum sinnum á þetta á myndbandi!

    Þeir velja fokking mómentið að hleypa svona fyrirgjöf í gegn. Við erum búnir að horfa á JM svona fimmtíu sinnum í vetur éta svona busa þarna í horninu með sinnepi og piparsósu. Heitasta helvíti. Nú er ég aftur orðinn brjálaður yfir þessu skítamarki.

  27. Það að reyna skalla boltann frá í þessum aðstæðum er mjög svipað og þegar Riise sér glitta í markið af 35m færi og lætur vaða uppúr þurru með vinstri. Það lýstur í hugann á leikmanninum skyndihugdetta sem þeir síðan framkvæma með undirmeðvitundinni. Vöðvaminnið kikkar inn og þeir telja sig ráða við flókna athöfn því þeir hafi æft og gert þetta áður á æfingu eða í leik.

    Of hátt spennustig verður oft til þess að menn reyna hið stórkostlega í hita leiksins í stað þess að meta aðstæður einfalt og rétt, eða fara í óþarfa tæklingu sem gefur af sér rautt spjald. Margir fótboltamenn hafa einhverja galla sem leikmenn og reyna að bæta þá galla upp með gífurlegri einbeitingu og háu spennustigi.

    Eitt af því sem hefur gert Liverpool kleyft að spila svona stórfenglega í CL ár eftir ár er einmitt þessi ofurháa einbeiting sem menn eins og Carragher, Riise, Gerrard og fleiri í Liverpool hafa. Þeir eru vanir hávaðanum í áhorfendum á Anfield og höndla spennuna þar betur en andstæðingarnir.

    Það er nefnilega merki um snilld Rafa Benitez hvað Liverpool hafa mikla sjálfsstjórn í svona erfiðum aðstæðum og fá sjaldan dæmd á sig rauð spjöld, víti og gera sig sjaldan seka um aulamistök eins þau sem Riise varð sekur af í gær. Þess vegna eru þau sérstaklega afdrifarík þegar þau gerast.
    Rafa er hægt og rólega að grisja hópinn og pælir mikið í hvort nýjir leikmenn passi sálfræðilega inní liðið og liðsheildina. Hann vill hafa 11 sigurvegara inná vellinum, karlmenn sem hægt er að treysta á að fylgi leikkerfi og skipunum sínum og hugsi rökrétt í erfiðum aðstæðum.

    Riise er því miður ekki einn af þeim og er að leika sína allra síðustu leiki með Liverpool þó fyrr hefði verið.

    p.s. Þegar Liverpool vann á Nou Camp og San Siro þurftu Liverpool ekki að sækja heldur beittu skyndisóknum. Við höfum sýnt að við getum skorað hvar sem er í heimi þegar við látum andstæðinginn sækja. Nú verðum við að sækja og skora.
    Okkur tókst að skora 3 mörk gegn Olympiacos og skoruðum 3 mörk á korteri gegn AC Milan í Istanbul. Liverpool gerir alltaf rétt svo það sem þarf og heldur okkur á mörkum vitfirringar af spennu…. Ég er því nokkuð viss um að leikurinn á Stamford Bridge mun ráðast í lokamínútunum. 🙂

  28. Ég titra ennþá af reiði! Ég var byrjaður að syngja YNWA EN nei, kemur rauðhærða afstyrmið inná! Ég sagði (orðrétt við félaga minn þar sem við vorum að horfa) ,,Nei, Aurelo meiddur, þá kemur sá rauðhærði inn og gerir einhvern skandal”!! Viti menn…..ég ætla ekkert að segja beint en allir vita hvað ég er að hugsa #$&”&#”$!!#$&”&!

    Þetta verður svakalega erfitt á Brúnni en ef að okkar menn verða með hausinn á réttum stað þá getum við þetta! Þetta verður svakalegur slagur en ég mun alltaf hafa trú á okkar mönnum og Rafa að gera það rétta í stöðunni #”$%#”$%# Riise (Y) 😉

  29. þess má geta að þetta var samt sem áður gullfallegt mark. alltaf jafn yndislegt þegar púlarar fara í fýlu =) annars hressið ykkur við “Er drogba er sár kemur chelsea tár”

  30. Hvaða læti eru þetta. leikurinn er bara hálfnaður hvurslags væl er þetta eiginlega s.s. Liverpool er ómögulegt að skora á Brúnni? Bíðið þið róleg fram á næsta leik auðvitað vinnur Liverpool þann leik

  31. Ef ég vitna í færslu númer 12.
    „Jamie Carragher:
    The vice-captain told Liverpoolfc.tv: “It was just bad luck. We’ve all been there, all done something like that. There’s no blame attached to John.“

    Skoraði Carragher ekki tvö sjálfsmörk á móti United í sama leiknum hérna um árið? Svo man ég ekki betur en að Gerrard hafi einmitt jafnað úrslitaleikinn í Carling Cup á móti Chelsea árið 2005 með glæsilegu sjálfsmarki. Þannig að það eru fleiri en Riise sem hafa orðið fyrir því að skora sjálfsmark.

    Ég held að Liverpool tvíeflist bara við mótlætið og sýni hvað í þeim býr á S. Bridge. Gleymum ekki að Chelsea á mjög erfiðan leik á laugardaginn á móti United.

  32. Liðið verður bara að sýna heiminum að þeir geta líka sótt til sigurs í CL í svona mikilvægum leik,sem ég hef fulla trú á að þeir gera..En samt þá er drogba allra leiðinlegasti fótboltamaður sögunnar ef fótboltamann skal kalla (leiðinlegri en pipo inzagi og þá er mikið sagt),að horfa upp á þetta bull í honum trekk í trekk er gjörsamlega fáránlegt og verður að gefa miðvörðunum kreditt fyrir að vera ekki búnir að lemja hann og það fast í leiknum í gær

  33. Vissulega átti Riise að nota hægri löppina, en málið er að hann getur ekki notað hægri löppina. Hann tekur alltaf sveig til þess að sparka boltanum með vinstri í stað hægri…….málið er hann er farinn að gera meira ógagn en gagn inná vellinum. BURT með hann strax eftir tímabilið…..

    Þó svo að Carra geri mistök öðru hverju þá bætir hann það upp með nokkrum stórleikjum á eftir…….það gerir Riise svo sannanlega ekki.

    Viðbrögð Phil Thompson segja allt sem segja þarf……
    http://www.youtube.com/watch?v=04VljCdQxuI

  34. “hvað eru menn að tala um að setja hyypia í vörnina rugli og riðli vörninni. sá maður kemur bara með það mikil gæði í varnarleikinn og uppspilið að það ætti ekki að riðla eða raska neinu”

    Held ekki ad neinn sé ad tala um ad Hyppia ridli vörninni bara med ad spila heldur ad hafa skipt honum inn á fyrir Aurelio í gaer hefdi thýtt ad faera Carragher í haegri bak, láta Arbeloa skipta um kant og thad eru frekar miklar breytingar á vörn á mjög crucial tíma í mjög mikilvaegum leik.

  35. Jájá það hafa að sjálfsögðu margir leikmenn inná vellinum skorað. Málið er bara það að maðurinn tók kolranga ákvörðun með því að reyna að skalla boltann þarna, og það á 95. mínútu!!!

    Og ef ég (líkt og flestallir) væri búinn að vera æfa daglega síðan árið 2001 á Melwood þá gæti ég auðveldlega sveiflað þeirri löpp sem mér líkar verr við til að hreinsa kross!

  36. Skil ekki hvers vegna allir eru að fara á taugum, að vísu var slæmt að fá jöfnunarmarkið, en við höfum séð það svartara.
    Hver hafði trú á því að við kæmum til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn AC í Istanbul.
    Það kemur að því að Chelsea tapar á sínum heimavelli. Mér finnst kjörið tækifæri að þeir geri það á móti okkar mönnum í seinni leiknum.
    Verum bjartsýn og trúum á okkar lið.

  37. Kjartan: “Held ekki ad neinn sé ad tala um ad Hyppia ridli vörninni bara med ad spila heldur ad hafa skipt honum inn á fyrir Aurelio í gaer hefdi thýtt ad faera Carragher í haegri bak, láta Arbeloa skipta um kant og thad eru frekar miklar breytingar á vörn á mjög crucial tíma í mjög mikilvaegum leik.”

    ég var ekki að meina að það hefði átt að skipta honum inn í gær, ég var sáttur með riise skiptinguna. ég er bara að meina að ég er ekkert hræddur við að setja hann inn í liðið í næsta leik, that´s all.

  38. Ekki það að sjálfsmarkið í gær breyti miklu hjá mér en það er hins vegar dropinn sem fyllir mælinn. Hvernig kemst maður eins og Riise í Liverpool liðið í vetur? Það segir mér að við eigum langt í land með að ná þeim bestu. Riise er búinn með sitt. Svo ég vitni í sessunaut minn sem sagði fimm mínútum eftir leikslok (kom ekki upp orði fyrr en þá): Hvað er þetta ofvaxna norska gerpi að gera í Liverpool teygju? Á maður að trúa því að liðið eigi ekki sterkari hóp eða er Rafa að ofmeta þennan rauðhærða dreng svona svakalega? Meira að segja amma mín, sem aldrei spilaði fótboltaleik, hefði frekar sparkað tuðrunni frá markinu þegar 1 sekúnda er eftir heldur en að reyna trúðsstæla sem kostar liðið ósigur og niðurlægingu.

  39. Einu sinni var maður sjálfur að keppa mikilvægan leik þar sem tvö lið voru að berjast um toppsæti í deild og staðan 2-1 fyrir mínu liði gegn hinu og tíu mínútur eftir.

    Þá gerist það að besti leikmaður okkar slær frá boltann eftir fyrirgjöf inni í teig. Víti og mark. Nokkrum mínútum seinna gerist aftur það sama, nema nú GRÍPUR hann eiginlega skot sem var á markið en markmaðurinn hafði. Víti og annað mark og við töpuðum 2-3. Við unnum ekki deildina.

    Þessi leikmaður gat aldrei skýrt út hvers vegna þetta gerðist en það var greinilegt að mikið stress hafði náð yfirtökum á honum. Því skil ég það vel að þegar 94 mínútur eru liðnar af undanúrslitaleik meistaradeildar á Anfield að Riise hafi stressast örlítið upp. Held að flestir sem hafa spilað fótbolta hafi smaaaaaá skilning á því hvað gerðist.

    Nema Riise sé búinn að gera samkomulag við Chelsea fyrir næsta tímabil og ef svo er má taka hann feitt í gegn. 🙂

  40. Eftir að hafa horft á þetta aftur og aftur, verður þetta bara meira óskiljanlegt. Þetta flokkast undir stórkostleg afglöp í starfi!

    Þetta verður samt létt á Stamford Bridge!

  41. Finnst Benni Jón vega ansi ómaklega að KAR fyrir sín skrif, sem eiga gjörsamlega rétt á sér. Það er engin staðreynd að Arbeloa hafi verið lélegasti maður vallarins … þetta getur verið þín skoðun, Benni.

    Riise ber höfuðábyrgðina í þessu – algjörlega!!!

    Það að klúðra dauðafærum er ekki það sama og að skora sjálfsmark – ég get ekki lagt það að jöfnu (dauðafæri eru líka mismunandi). Því þá er alveg með sama móti hægt að segja að ef Finnan eða Pennant gæfu fyrir og Torres klúðraði, að það væri sendingum þeirra að kenna!! Í gegnum tíðina hef ég ekki séð að Riise sé þjakaður af stressi – eins mikið og margir. Hann kemur ferskur inn eftir meiðsli Aurelio. Mascherano var búinn að standa sig frábærlega í leiknum en hann stoppar ekki alla bolta. Að blammera hann og Arbeloa fram yfir Riise er því algjör fásinna, að mínu mati (get ekki sagt að hann sendingin hafi fengið að koma óáreitt fyrir – þeir stóðu nú ekki kyrrir!). Riise var svo langt frá því að vera solid í þessum leik!

    Auðvitað gera menn mistök … en þetta eru með verstu sjálfsmörkum sem ég hef séð. Það sést einna best í vídeóinu í allra seinustu endursýningunni hversu fáránleg ákvörðun Riise er. Hann á þetta mark – einn!

  42. Sammála síðasta ræðumanni….Riise ber fulla ábyrgð á þessu marki.
    Ef Sanderos kennir sjálfum sér um tvö mörk á móti Liverpool í 8-liða úrslitum þá getur Riise engan veginn skorast undan ábyrgð í þessu marki. Einfaldlega rangur maður á röngum stað!!!

  43. Ég er viss um að þegar öllu er á botninn hvolft þá er bara ekkert verra að fara með stöðuna 1-1 til London heldur en þetta klassíska 1-0! Þetta verður til þess að Poollarar mæta til að spila fótbolta í staðinn fyrir að pakka í vörn og láta Chelsea hamra á sér allan leikinn. Maður hefur sér í t.d í seinni leiknum á móti Arsenal og nú á móti Chelsea að liðið er farið að geta tekið vel á þessum stóru liðum ef þeir þurfa þess. Chelsea verða teknir í bólinu á miðvikudaginn! 1-2

  44. Úff, ég er ekki enn búinn að átta mig á þessu, er ennþá pirraður eftir þetta rugl en ég hef þó fulla trú á okkar mönnum á Stamford. Verðum að skora í fyrri hálfleik, Gerrard og Torres eiga ekki tvo svona dapra daga.

    43 Daði – ,,Held að flestir sem hafa spilað fótbolta hafi smaaaaaá skilning á því hvað gerðist.”

    Ég spila fótbolta en ég bara get ekki skilið hvernig honum datt í hug að taka ‘diving header’ á þetta. Fyrr hefði mér dottið í hug að taka hann með vinstri og þar sem Riise er svona átakanlega lélegur með hægri og stórgóður með vinstri bjóst ég jafnvel við að hann myndi þruma þessu út á Goodison Park með vinstri!

    Og svo hvernig atvinnumaður í 10 ár og mörg ár hjá okkar frábæra liði getur ekki hreinsað bolta í 20cm hæð með hægri fæti er mér alveg óskiljanlegt, gjörsamlega.

    Þetta hefði samt sem áður verið talin virkilega góð afgreiðsla hefði þetta bara verið í markið á hinum enda vallarins 🙂

  45. Seigi bara eins og Steve G, vinnum sem lið töpum sem lið,einginn einn tekinn út og dissaður

  46. Að mínu mati var allt liðið farið að slaka á í restina og þess vegna var möguleiki á að þetta myndi gerast. Þegar tveir varnarmenn eru að loka einhvern af uppvið hornfánan á aldrei að leifa fyrirgjöf. 10 mínutum áður höfðu þeir lokað á þessa fyrirgjöf en menn voru farnir að bíða eftir flautunni.
    Það sem Riise gerði var samt algjört rugl. Hann var búinn að ákveða löngu áður en bolti kom að hann ætlaði að skallan en svo var boltinn kominn allt of neðaleg fyrir rest til þess að skalla boltann yfir.

    En nóg um það. Liverpool getur alveg unnið 1-0 á S.B. eða 2-2 eða 1-1 og unnið í vító. Það er nóg eftir. Chelsea eru svolítið hræddir við okkur. Það sást á hvernig þeir spiluðu vörnina á okkur.

  47. Já já Riise tók ranga ákvörðun,og ef hann getur ekki notað hægri þá hefði hann getað tekið vinstri utanfótar.En þettað er ekki búið LIVERPOOL mæta tvíefldir til leiks næsta miðvikudag,og þá má Torres ekki klikka og Gerrard láta sjá sig og meira en það ,og ég efast ekki um það að þeir verði drullu góðir.Strákar við tökum þettað og bikarinn líka

  48. Af hverju höfum við ekki mætt hingað til á Stamford Bridge og sótt?

    Er það kannski ástæða þess að Benitez er með hroðalegan árangur gegn toppliðunum í ensku deildinni? Þ.e.a.s. að við höfum aldrei farið á útivöll gegn toppliðunum og reynt að sækja. Segir það okkur ekki að hann kunni hreinlega ekki á ensku deildina svo við förum yfir einu í annað?:)

    Þetta hefur verið hugsunarhátturinn hingað til hjá Benitez. Við sækjum ekki til sigurs á útivöllum í ensku deildinni en við getum gert það í Meistaradeildinni.

    Ég er þar af leiðandi ekkert óskaplega svartsýnn fyrir seinni leikinn og tek undir með Einari og öðrum sem hafa sagt slíkt hið sama.

  49. En Einar, höfum við sótt í deildinni þegar við höfum mætt Chelsea?

    Ef við kíkjum á úrslitin á Stamford Bridge í deildinni síðan Benitez tekur við þá efast ég um að við finnum mörg mörk skoðuð. Það sama verður upp á teningnum þegar við skoðum Emirates, Highbury eða Old Trafford.

    En það er vonandi að Benitez geti sýnt manni að að lið undir hans stjórn séu fær um að sækja á útivelli.

  50. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Munið Olympiakos, Istanbul 2005 og FA cup úrslitin gegn West Ham 2006. Þetta lið getur alveg unnið sig út úr þessari klípu.

    Ég var að enda við að horfa á Barca – Man Utd. Ef Liverpool hefði mætt á Camp Nou og spilað svona er ég ansi hræddur um að margir hefðu orðið fúlir. En af því að þetta var Man Utd þá býst ég við að þetta hafi verið tóm snilld hjá þeim!

  51. Það er gott að vera bjartsýnir og halda í vonina en miðað við úrslitin á heimavelli og miðað við marktækifærin í fyrri leiknum og reynslu fyrri ára þá er ekki sérlega mikil ástæða til bjartsýni fyrir seinni leikinn. Því miður og sárast er að það vorum við sjálfir sem komum Chelsea áfram (ertu að hlusta Riise), það var ekki frábær frammistaða þeirra bláklæddu sem gerði það. Sorglegt að gefa Chelsea svona dýrt mark. En svona er fótboltinn að þess vegna finnst mönnum hann svo skemmtilegur. Chelsea skorar 2 á heimavelli. Hvað þurfum við þá að skora mörg? Er það líklegt?

  52. Fyrir leikinn i gaer (afsakid Enskt lyklabord) ta hafdi eg slaema tilfiningu fyrir einviginu vegna tess ad i fyrsta skipti leid mer eins og Liverpool vaeri sigurstranglegri gegn storlidi i meistaradeildinni. Leikurinn spiladist lika tannig, Liverpool atti oll faerin og hefdi getad unnid leikinn 2 eda 3 – 0. Svo kom raudhaerdi hjartaknusarinn og stakk mann i hjartad. Eg get ekki list tvi hvernig mer leid, alger hormung. Svo for eg ad spa adeins i tessu (sma hjatru her), eg held ad tad henti Liverpool mun betur ad vera med pressuna a ser, vera “underdogs”, gera hid omuglega og vinna Chel$ki i London. Tetta er eina leidin til ad kveikja i lidinu (Istanbul’05, Olympiakos, Barcelona, Inter (tegar vid vorum i svaka laegd), Arsenal ….). Eina skiptid sem vid duttum ut eftir ad Benitez kom var a moti Benfica enda vorum vid major favorites og med seinni leikinn a heimavelli. Tetta er kannski sma hjatru en eg held ad Liverpool turfi bara svadalega pressu og underdog stimpil til ad meika tad. Liverpool er bikarlid sem blomstrar tegar mest a reynir. Tetta skyrir ad hluta til af hverju okkur gengur svona erfidlega i deildinni. Tad naest ekki ad motivera menn, tetta er halfgerd spennufikn. Helsti kostur Liverpool er teirra helsti galli.
    Eg spai annadhvort 0-1 fyrir Liverpool eda 1-1 og Reina ser um vito. Eg er ekki i vafa ad Liverpool er a leid til Moskvu… YNWA

  53. Ég get ekki að því gert, en mér finnst það hræðilega lélegt að búa til færslu hér á Liverpool blogginu til þess eins að rakka leikmann Liverpool niður, sem er býbúinn að gera en stærstu mistök á ferli sínum. Þetta myndi nú seint teljast “the Liverpool way” eða hvað? Þú færð stóran mínus í kladdan hjá mér Kristján Atli fyrir þetta.

    Riise gerði svakaleg mistök þarna, hann veit það, við vitum það, og allur fótboltaheimurinn veit það. Riise mun örugglega aldrei í framtíðinni reyna að hreinsa aftur frá markinu með skalla ef að boltinn er kominn niðurfyrir ennið á honum.

    Riise er samt ekki sá fyrst til að gera svona mistök og klárlega ekki sá síðasti. Carragher kom West Ham yfir í úrslitaleik FA Cup 2006. Hyypia skoraði stórglæsilegt mark fyrir Everton í grannaslagnum snemma á tímabilinu. Steven Gerrard jafnaði fyrir Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins 2005, sem á endanum varð til þess að þeir unnu bikarinn. Reina henti boltanum á hausinn á Andy Johnson og í markið í grannaslagnum í fyrra á Goodison. Svona má lengi halda áfram. Þetta var óheppni og ekkert annað. Hættum nú að svekkja okkur á þessu. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Riise myndi bæta fyrir þessi mistök með því að skjóta okkur til moskvu með þrumufleyg fyrir utan teig á stamford Bridge.

  54. og til að bæta við þennan skemmtilega lista þá man ég vel eftir stungusendingu Gerrards á Henry hérna um árið.

    En annars eru Liverpool bestir undir pressu og ég skil ekki hvað menn eru að stressa sig. Hvað með það að Chelsea hafi ekki tapað á Stamford Bridge 4 ár…Þeir þurfa ekki einu sinni að tapa, ég sætti mig alveg við 2-2.

    En annars tel ég það að menn eins og Gerrard og Carragher myndu alveg vilja vera þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera þeir sem binda enda á þetta tapleysi Chelsea á Stamford Bridge.

    Það er akkúrat sem gerir þetta skemmtilegast, nú þarf að blása til sóknar um það snýst fótboltinn.. Skora fleiri mörk en andstæðingurinn.

    Áfram Liverpool.

  55. sammála Halla 59 þetta er ekki “the Liverpool way”. Hvað segja menn um að eyða þessari frétt? Ég verð allavegan ekki sár yfir því

  56. Sammála Dóri 61 í að vera sammála Halla 59. Ég er alveg jafn reiður út í Riise fyrir þetta mark og næsti maður. Ég er líka sammála því að tími hans hjá Liverpool eigi senn að líða á enda en það er algjör algjör óþarfi að eyða öllu þessu púðri í að gjörsamlega að drulla yfir hann. Skamm, skamm. Þetta má ekki næst. Flott síða samt.

  57. Jæja alltaf í boltanum? Eg er sammála mönnum hér að ofan ,það má ekki drulla yfir þá sem gera mistök.Auðvita er sangjarnt að ræða málin,en ekkert meir. Þessi leikur sem heitir fótbolti,er sem betur fer ekki fullkominn, það er fullt af mistökum og fullt af flottum tilþrifum. Ef engin gerði mistök,þá mundi liðið sem byrjar með boltann enda sóknina með marki,og þá byrja hinir og enda með marki.Væri þettað gaman?? Ef Chelsia hefðu gert þessi mistök þá væri annað hljóð í mönnum.En svona er þessi leikur. MISTÖK. Það er bara spurning hvoru megin þau lenda og hversu stór þau eru. Strákar og Stelpur,,, hafa gaman af þessu. Koma svo LIVERPOOL.

  58. Ef að til þess kemur að þetta mark ræður úrslitum þá mega menn bölva Riise og væla. Þangað til eiga Liverpoolmenn að þjappa sér saman, bæði hér og erlendis og ekki að láta svona væl frá sér á stuðningssíðum liðsins.

    Þetta einvígi er hálfnað, ekki búið eins og halda mætti af skrifum margra.

  59. Finnst þér ég vega ómaklega að KAR Doddi? Nú? Hvernig? Finnst þér hann ekkert vega ómaklega að Riise?

    Riise er langt frá því að vera í uppáhaldi hjá mér, þetta er leikmaður sem ég myndi vilja selja í sumar(og þótt fyrr hefði verði) einfaldlega vegna þess að hann er ekki nógu góður. En hvernig hann er hengdur fyrir þessi mistök af sínum eigin STUÐNINGSMÖNNUM er auðvitað bara grátlegt á að horfa. Það talar engin um önnur stór mistök í leiknum en Riise er djöfull í mannsmynd fyrir þetta…fáránlegt.

    Ég segji nú bara eins og Carra og Gerrard, þetta er liðsíþrótt og við vinnum sem lið og töpum sem lið, ekki einstaklingar. Stöndum bara með okkar mönnum þrátt fyrir þetta, við eigum jú að heita stuðningsmenn.

    Og Doddi kútur, ætlarðu í alvöru að reyna halda því fram að Mascherano og Arbeloa hefði ekki átt að loka á Kalou þarna í horninu? Ætlarðu í alvöru að halda því fram að Arbeloa hafi átt góðan dag? Ætlarðu í alvöru að halda því fram að Riise hafi ekki átt góða innkomu inní leikin fyrir utan þetta sjálfsmark? …ef svo er, ætlarðu í alvöru að halda því fram að þú hafir verið að horfa á sama leik og við hinir?

    Ég var t.d. á Highbury þegar Gerrard ákvað að senda Henry einan innfyrir með einhverri alfáránlegustu sendingu seinni tíma…og þá var hann að gera þetta í annað skiptið fyrir Henry…var hann hengdur þá? Ó nei, heldur sungum við nafn hans til að láta hann vita að við stæðum ennþá með honum. Nú er ég ekki að líkja þeim saman sem leikmönnum að getu, en bottom line er að standa með sínum mönnum þrátt fyrir mistök! Það er eitt að kenna mönnum um, en hvernig Riise er blammeraður er bara fáránlegt. Það eru allir sammála um að hann gerði fáránleg mistök…getum við ekki verið sammála um að styðja hann og liðið núna?

  60. HAHA, þetta átti auðvitað að vera undir mínu nafni hér að ofan, ekki Dodda…biðst velvirðingar á þessu:)

  61. Munurinn á mistökum Riise annarsvegar og Gerrard og Carra hins vegar er að þeir síðarnefndu bæta upp fyrir mistök sín. Báðir hafa sýnt stórleikti trekk í trekk og bjargað liðnu, þar af leiðandi er auðveldara að fyrirgefa þeim. Riise hins vegar gerir sig sekan um endalaus mistök og gerir í raun meira ógagn heldur en gagn inná vellinum, þar sem hann drepur niður allt tempó í leik liðsins, missir boltan klaufalegan, milli þess hann dúndrar boltanum lengst framhjá marki andstæðinganna.

  62. Persónulega hef ég ekki lengur áhuga þessu Riise máli enda missum við af skemmtilegri umræðu með því að dvelja yfir svona leiðindum og lengi, þannig að ég ætla að fara útí aðra sálma.
    Undanfarna daga/vikur hafa margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool þegar að þessi seasoni líkur, hvað finnst ykkur um nöfn eins og þessi sem ítrekað eru að koma upp?:
    Gareth Barry, David Bentley, Maxi Rodriguez, og f.l.
    Hvað segist?
    Nú er tímabilið alveg að verða búið og þá er gaman að spyrja, hvaða breitingar eru nauðsynlegar í sumar?

  63. Benni Jón … Doddi … whoever you are.. 🙂

    Ritningaræpa og bull voru svona þau orð sem ég hnaut um fyrst, en þegar þú tókst til hversu lélegir aðrir leikmenn voru, svona eins og til varnar Riise, þá fannst mér þú ekki ná punktinum: Riise hefur ekki verið að skora hátt hjá mörgum Liverpool mönnum, margir hafa sagt að hans tími sé liðinn hjá félaginu og í vetur hefur það komið í ljós að hann er ekki í þessum klassa, sem Rafa er að sækjast eftir. Hann var ekkert solid í þessum leik – langt því frá. Og já … ég var að horfa á sama leik og þú. Sagði ég einhvers staðar að Arbeloa hefði átt góðan dag? Mér persónulega bara finnst það asnalegt að skamma Arbeloa og Mascherano fyrir þeirra vinnu í þessu atriði, og reyna þannig að gera minna úr mistökum Riise. (Það væri gaman að sjá Actim tölur yfir þessa leikmenn… bara til að troða ofan í mitt kok eða þitt eða annarra, um það hversu “vel” menn stóðu sig).

    Hér hafa menn alveg bölvað Gerrard og Carra fyrir mistök … þeir eru bara (eins og einare kemur inn á) bara í öðrum klassa – mun hærri klassa – og því auðveldara að fyrirgefa þeim. Manstu t.d. hversu mörg og ljót blótsyrði Gerrard fékk þegar allir héldu að hann væri við það að skrifa undir hjá Chelsea sumarið 2005? Man ekki betur en að peysur með hans númeri hafi verið brenndar …. en hann kom sterkur til baka! Liverpool hjartað sko.

    Eins og KAR segir, þá hafa síðustu tvö ár sýnt það að Riise á ekki heima í liðinu, hann hefur ekki verið að gera góða hluti. Og þú segir sjálfur að þú viljir hann burt. Þetta er því bara þannig nagli í kistuna (þetta sjálfsmark) að maður bölvar og blótar því að hann sé ekki löngu farinn.

    Ég styð alltaf Liverpool – það mun aldrei breytast.

  64. Áhugaverður linkur sem ég set hér að neðan 🙂

    48 Andri Fannar, þú spilar fótbolta og skilur ekki hvernig Riise gat ekki dúndrað frá með hægri.

    Ég geri þá ráð fyrir því að þú gerir allt hárrétt inni á vellinum, hafir aldrei klúðrað dauðafæri, skorað sjálfsmark, fengið rautt né tapað leik og allar sendingar og hlaup sem þú reynir inni á vellinum takist upp á hár.

    Riise ætlaði örugglega ekki að skora þetta mark. Hann skoraði frábært mark í fyrra sem kom okkur áfram gegn Barcelona. Hann átti sendinguna fyrir á Gerrard í fyrsta markinu í úrslitaleiknum 2005. Hann er ekki versti leikmaður í heimi, hvað þá versti norski leikmaður í heimi og alls ekki einu sinni versti leikmaður í Liverpool. Hvað það varðar bendi ég á að Dirk Kuyt átti að vera sá leikmaður fyrir mánuði síðan hér á spjallinu og allt í einu eru allir að fá úr honum yfir honum.

    Til allra sem eruð búnir að tapa ykkur yfir vesalings kallinum okkar bendi ég ykkur á þessa grein og kommentin sem fylgja. Sérstaklega komment númer eitt 🙂

    http://www.kop.is/2006/08/10/20.56.37/

  65. Ég ætla einfaldlega að spá því að þetta komi á Bridge. Ástæðan er einföld. Hvert einasta strá í mér segir mér að þetta tapist, en ég er því miður bara búinn að komast að því að stráin mín hafa shit for brains.

    Tip til Rafa. Láta Riise æfa með naglasaum í skónum á vinstri fæti.

  66. Daði, góður punktur og tengill.

    Málið er hins vegar að Riise á þessu tímabili og Riise í fyrra (eða fyrir nær tveim árum) er að mínu mati allt annar leikmaður. Það sama hefur í raun gerst með Steve Finnan í ár. Þessir tveir menn, sem voru frábærir bakverðir fyrir tveim árum eru allt í einu dottnir niður í þvílíka meðalmennsku að kaup á bakvörðum eru orðin algjört forgangsmál.

  67. Það er ágætt að Einar og Kristján hafa séð ljósið síðan 2006.

  68. Það er rétt Einar, þetta er nefnilega áhugaverð grein um Riise sem var skrifuð fyrir tveimur árum. Í vetur hafa menn verið að slátra Hyypia, Kuyt og Alonso svo einhverjir séu teknir eftir tapleiki en svo hafnir upp til skýjana eftir góða leiki.

    Auðvitað var þetta glapræði hjá kallinum í fyrrakvöld en liðið datt ferlega niður síðustu 20 mínúturnar. Manni fannst liðið vera orðið svolítið sundurtætt, sérstaklega á miðjunni þar sem opnaðist mikið pláss fyrir Ballack, Malouda og Lampard. Það að vera tveir í manni út við hornfána á síðustu mínútu á að þýða að hann fær ekki að gefa fyrir.

    Fótbolti er liðsíþrótt og menn standa og falla saman. Stamford Bridge er ekkert óvinnandi vígi.

  69. Það er ágætt að Einar og Kristján hafa séð ljósið síðan 2006.

    Nei, við höfum ekkert ljós séð. Riise hefur einfaldlega verið að spila miklu verr.

    Alveg einsog ég hef ekkert ljós séð varðandi Dirk Kuyt í Meistaradeildinni. Hann hefur einfaldlega byrjað að spila miklu betur en áður! Þá hætti ég að gagnrýna hann.

  70. Getum við verið að bera saman þegar að Riise spilaði nánast hvern einasta leik fyrir ca 2-3 árum ,og núna þegar að hann spilar 3-4 hvern leik? Ef þú færð að spila reglulega þá liggur leiðin upp,en ef þú spilar lítið þá er hættan sú að þú dalir.Kanski er best að láta Raf sjá um það hvort hann fer eða ekki

  71. Tek undir með Hafliða #68.. er búinn að fá nóg af þessari blessuðu Riise umræðu.. þessu mistök hans voru afdrifarík en ekkert hægt að gera við þeim en að vona að Liverpool komi dýrvitlausir og slátri þessu chelsea liði á Stanford Bridge.

    Mér fannst þetta skemmtilegt slúður sem var á netinu með Maxi Rodriguez.. fáránlega skemmtilegur leikmaður sem ég væri vel til í að fá til Liverpool. Sömuleiðis var slúður um Albert Riera sem ég held að gæti fittað vel inní þetta lið. Hann og Torres þekkjast líka vel eftir að hafa spilað hjá Atletico. Video með honum hérna http://youtube.com/watch?v=CmVAMIIiSqM

    Í guðanna bænum allt annað tal en Riise. Maður er búinn að þurfa hlusta á nóg rugl um Riise frá Utd og Chelsea mönnum síðustu daga.

  72. Það átti náttúruleag að vera Maxi sem Torres spilaði með hjá Atletico.. eitthvað sofandi hérna.. Torres og Riera hafa hins vegar spilað saman með spænska landsliðinu.

  73. Ritningaræpa þýðir “óstöðvandi skriffinska” Doddi og bullið var þegar KAR sagðist hefði getað hreinsað þetta ekkert mál hvenær sem er. Ef Riise gat klikkað á þessu þá getur KAR það pottþétt.

    En ég er sammála um að ég nenni ekki þessari Riise umræðu lengur. Gæjinn gerði mistök, á skilið gegnrýni(ekki hengingu) but life goes on.

    Við vinnum bara þennan helvítis leik á miðvikudaginn og ekkert kjaftæði!!!

  74. Benni, lestu aftur það sem ég sagði.

    Ég sagði t.d. ekki að ég væri betri knattspyrnumaður en Riise. Það er því óþarfi að túlka það sem svo þegar ég segist hafa getað gert einhvern einn hlut betur en Riise. Munurinn á mér og honum felst í því að ég hefði aldrei hent mér í jörðina og skallað þetta til að forðast að nota verri löppina. Ég sé ekki ritræpuna í því að maður sem spilar knattspyrnu reglulega láti slík orð falla, jafnvel þótt ég sé ekki heimsfrægur eins og Riise.

    Og já, verum fegin að ég er ekki Liverpool-leikmaður. Ég ætla að vona að þeir séu aðeins bjartsýnni en ég fyrir seinni leikinn. 😉

  75. Riise þarf á góðum straumum að halda, eins og Britney Spears þegar hún krúnurakaði sig.. greyin litlu. Það hjálpar honum allavega ekkert að segja hundraðáttatíuogníu sinnum hvað hann hefði og hefði ekki átt að gera, hugsa að hann sé alveg með það á hreinu. Og þar sem Riise er hluti af liðinu þá hjálpar það liðinu alveg hrikalega lítið að segja að hann sé mongólíti, að hann hafi klúðrað öllum okkar vonum í meistaradeildinni og liðið geti bara farið á mcdonalds og hætt að pæla í þessu.
    Þess vegna skulum við hætta að væla, viðra treyjurnar og fá frí í vinnunni fyrir fimmtudaginn því að við ætlum að vinna þetta og detta svo í það, og fagna því hvað það er dramatískt og yndislegt að vera púlari.

  76. Það er auðvelt að segja hvað menn hefðu ekki gert úr sófanum heima í hægri endursýningu með akkúrat enga pressu á sér.

    YNWA

Liverpool 1 – Chelsea 1

Degen, Riise, Skrtel, búningar