Degen, Riise, Skrtel, búningar

Það hefur verið talsvert um fréttir í dag þannig að mér fannst réttast að smella þeim saman í eins og einn hrærigraut fyrir okkur að spjalla um.

Byrjum á byrjuninni: nýju heimatreyjurnar fyrir næsta tímabil hafa verið afhjúpaðar. Þær líta vel út. Ég er sammála Stevie G sem segir að það sé stór plús að kraginn hafi verið lagaður. Hann hefur alltaf pirrað mig á núverandi rauðu treyjunni. Annars finnst mér kolsvarti markmannsbúningurinn svo flottur að ég gæti jafnvel endað á að kaupa hann fyrst. Svartir búningar eru snilld. Ég veit ekki með atvinnumennina, en ég spila sjálfur alltaf betur í svörtu treyjunni. Finnst ég illilegri, fíla mig betur.

Martin Skrtel segist handviss um að liðið komist til Moskvu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki jafn bjartsýnn og hann (eins og hefur komið fram á þessari síðu) en ég er handviss um annað: hann og Daniel Agger verða svakalegir saman á næsta tímabili. Ég elska Skrtel næstum því jafn mikið og ég sakna Agger. Snillingar. Það er spurning hvernig Rafa ætlar að hafa miðvarðastöðurnar á næsta tímabili, þar sem hann er með Agger, Carra og Skrtel, er að bjóða Hyypiä lengri samning, og er svo orðaður við Fernando Amorebieta hjá Athletic Bilbao. Það er aldeilis að menn ætla að verjast á næsta ári.

Fyrsti leikmaðurinn til að koma til okkar verður samt væntanlega svissneski bakvörðurinn Philipp Degen. Hann kemur væntanlega á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund. Degen er tvíburi og lék með bróður sínum, David, hjá FC Basel í Sviss áður en leiðir skildu. Þeir eru með sameiginlega heimasíðu og þar má sjá myndband af Philipp. Það skal þó tekið fram að þar sem hann er bakvörður samanstendur myndbandið af litlu öðru en honum að pota boltum í innkast, hlaupa nokkra metra með bolta og rúlla svo á samherja. Samt, hann virðist vera nokkuð fljótur og sókndjarfur ef eitthvað er að marka þetta myndband. Minnir svolítið á Markus Babbel. Við sjáum til hvað Rafa er að pæla með þessu.

Þessu lýkur þó ekki þar. Við eigum víst einnig að hafa áhuga á Maxi Rodriguez, Gareth Barry, David Bentley og Adolfo Valencia. Sumarið er greinilega á næstu grösum.

Og að lokum, þá hefur Rafa sett Johnny Riise það verkefni að bæta fyrir mistök sín með stórleik á Brúnni í næstu viku. Ég hafði svo sem aldrei hugsað það svoleiðis, í mínu bölsýniskasti eftir leikinn á þriðjudag, að það finnst sennilega ekki sá leikmaður í heiminum sem er hungraðri í að standa sig gegn Chelsea en Riise er í dag. Þar sem Aurelio er frá út tímabilið er næsta öruggt að Riise byrjar þann leik og ég vona eiginlega að hann fái eitt eða tvö skotfæri. Það yrði týpískt fyrir þetta Liverpool-lið, sem fer alltaf krókaleiðir að settum markmiðum, ef Riise myndi leika stórt hlutverk í velgengni í seinni leiknum eftir að hafa verið skúrkurinn í þeim fyrri. Við vonum það allavega.

Fyrst er þó leikur gegn Birmingham. Ef Rafa vinnur þann leik verður hann með næstbesta vinningsfjöldann í fyrstu 150 deildarleikjum sínum í sögu Liverpool-stjóra. Hann er nú, eftir 149 leiki, með aðeins sex sigrum færra en Kenny Dalglish náði í sínum fyrstu 150. Merkilegt það fyrir þjálfara sem kann ekki á deildarkeppnir.

39 Comments

  1. Sem dyggur áhorfandi ANTM þá verð ég að segja að Steven Gerrard er ekki nógu fierce á þessum myndum, þá sérstaklega þeirri af honum og Reina saman. Pósan er slöpp og það vantar svolítið edge í hann, eitthvað sem lætur mann upplifa kraftinn og spennuna sem fylgir búningnum sem hann klæðist. Raunar lítur hann helst út fyrir að vera fótósjoppaður á líkama einhvers annars, einhvers sem er með furðulega langa handleggi.

    Pósan hans Reina minnir mig svo helst á Jerry Espenson úr Boston Legal.

    Ég sakna Luis Garcia

  2. Mér líst vel á að fá Gareth Barry, Maxi Rodriguez og David Bentley, en ég veit ekki mikið um hina. Tek undir það með þér Kristján að ég skil ekki af hverju Rafa er að eltast við miðvörð þegar það er hrúga af góðum miðvörðum hjá Liverpool nú þegar. Við eigum að mínu mati alls ekki að eyða peningum í þá stöðu. Búningar eru ágætir, en mér finnst þeir of hvítir eftir að Adidias varð styrktaraðili hjá Liverpool.

  3. Þetta bara hlítur að vera comment vikunnar!!! (Nr. 1) 🙂

    En annars gott þetta að kynna nýja búninga tveimur dögum eftir að ég keypti loksins þann rauða!!!

  4. Já, ég var búinn að tjá mig áður um þennan aðalliðsbúning. Beisiklí þá finnst mér þetta flottasti aðalbúningur í sögunni. Og þetta verður í fyrsta skipti í einhver fimm ár sem ég mun kaupa mér aðalliðs-treyju. Síðast voru varatreyjurnar svo miklu flottari.

    Og sammála Kristjáni, ég er ekki frá því að ég spili betur í svörtu, síðerma Torres treyjunni minni heldur en öðrum búningum.

    Ég hefði sett Skrtel sem módel. Hann hlýtur að vera vígalegur.

    Varðandi þetta slúður, þá líst mér langest á Maxi Rodriguez. Ég veit hreinlega ekki hvað mér finnst um þetta Gareth Barry slúður. Ég sé ómögulega hvar hann á að passa inní þetta lið okkar.

  5. Já eins og rætt var hérna síðasta sumar þá vill ég ekki sjá fleiri squat players í liðið, við eigum alveg nóg af þeim og helst vill ég fá topp-spilara eða unga og efnilega leikmenn. Maxi Rodriquez finnst mér spennandi en ég skil ekki af hverju við erum að eltast við hafsenta og miðjumenn (sbr. Barry og Amorebieta) ? Okkur vantar allt annað en það, sem sagt bakverði, kantmenn og kannski framherja.

  6. Hehe, það tók mig góðar 5 mínútur að fatta hvað ANTM er. Nýja treyjan finnst mér svolítið old-school og það er bara af hinu góða. Er hjartanlega sammála Togga varðandi Luis, það hefur stórdregið úr áhuga konunnar minnar á Liverpool eftir að hann hætti. Við bjuggum í Köben fyrir tveimur árum og það var farið í H&M fjórum sinnum í viku eftir að Luis varð aðalmódel H&M og myndir af honum þöktu búðirnar. Good times.

    Get ekki staðist þetta sorry: “hnébeygjuleikmenn”, veit að þetta er ömurlegt en ég gat ekki stoppað puttana. Squad er s.s. með d, en ég er hjartanlega sammála þér Joi, bæta okkur frekar í bakvarðastöðunum og köntunum.

  7. Mér líst frekar vel á þennan Philipp Degen…sýnist hann hafa góða tækni, hann er fljótur og ekki væri vont að hafa hann hægrameginn og Finnan/Carra til vara og Arbeloa á vintri og Aurelio til vara, vill losna við Riise, ekki útaf þessu marki (vill taka það fram), hef haft andstigð af honum lengi :/.

    Þetta er geðveikir búningar, markmansbúningurinn er oftur nettur! Ég er pjúra varnarmaður (hægri/vinstri bakvörður) en ég vill svo mikið eiga þennan markamansbúning, vá! Gerrard er eh skrýtinn á þessum myndum, eða er þetta bara ég?!

    Annars er það dæmigert, eins og KAR segir, að Riise fær tækifæri til þess að bæta þetta og á eftir að smella einni þrumu inn, dæmigert?!

    Takk og bless!!! YNWA

  8. Hann er með alveg venjulega handleggi hann er bara svo illa brókaður eins og alltaf, þarf aðeins að fara að spá meira í lookið líka.

  9. Það væri óskandi að Riise myndi stinga uppí mann eftir það sem maður hefur sagt um hann í þessari viku…..en hvað myndi gerast ef hann myndi skora annað sjálfsmark? 🙂

    Búningarnir eru flottir. Nú vil ég fá Dani Alves og Lahm í sumar, þá erum við vel tryggðir hægri og vinstra megin.

  10. Ég býst ekki við því að Riise verði með í þessum leik, ekki byrjunarliðinu þar að segja, Hann hlýtur að setja annaðhvort Arbeloa eða Carra í vinstri/hægri bak og Skrtel og Hyypia í miðvörðinn, trúi ekki öðru.. Að leyfa honum að spila einn leik meir í Liverpool treyjunni er F Á R Á N L E G T !

  11. Við nánari skoðun get ég fallist á skýringu Óla á furðulegri handleggjalengd Gerrards. Hef raunar velt því fyrir mér áður hver ástæðan sé fyrir þessari krónísku ofgirðingarhvöt hans. Einnig er með ólíkindum hvað maðurinn er útskeifur, það er stundum eins og hann ætli bæði til vinstri og hægri í einu þegar hann skokkar um völlinn. Kannski er það taktík, hlaupaleiðin verður ef til vill óútreiknanlegri fyrir vikið. “Sjitt…ég held hann ætli báðum megin við mig!” get ég ímyndað mér að varnarmenn hugsi stundum í örvæntingu þegar hann sjaplínast í áttina að þeim á fullri ferð.

    Mér finnst samt magnaðast að enginn í liðinu hafi þorað – eða haft samvisku í – að segja honum að pósan hans sé dauði. Að mínu mati er þessi skortur á módelgetu fyrirliðans meginástæðan fyrir lélegri markaðsstöðu Liverpool hvað varðar varning eins og treyjur og stuttbuxur. En Rick Parry er kannski þægilegri blóraböggull.

  12. ég væri til í degen..

    mér finnst gerrard hins vegar standa sig gríðarlega vel sem módel. búningurinn er fínn og ég er hæstánægður með að kraginn sé farinn.

    sumarið er mjög spennandi. það er augljóst að rafa þarf að kaupa hér og þar og ég vonandi að kanarnir hjálpi honum við það. mér finnst að rafa ætti að halda sig við núverandi leikskipulag því annars á gerrard ekki heima í byrjunarliðinu. hans staða er “holan” og með torres á toppi. vantar kantmenn og bakverði, annað er í toppstandi 🙂

  13. “Sjitt…ég held hann ætli báðum megin við mig!”

    Þetta er setning dagsins. Við erum búin að komast til botns í því hvers vegna Gerrard er svona góður í að keyra inná teiginn! Það er af því að varnarmennirnir geta ekki passað báðar hliðar í einu. 🙂

  14. Góður Toggi 🙂

    Hef einmitt oft tekið eftir því hvað Gerrard er rosalega girtur alltaf hreint. Kannski að Rónaldó ætti að taka hann í smá QEFTSG, being gay and all, haha.

  15. Barry er vinstri bakvörður að upplagi þannig að hann væri góður kostur þar. Raffa vill leikmenn sem geta spilað margar stöður. Er ekki eins hrifinn af þessum dengenkaupum er það ekki bara annað Voronindæmi? kemur frá slöku þýsku liði og er að auki rá sviss sem seint verður talin til stórþjóða á knattspyrnuvellinum. Vil fá 3 toppleikmenn ekki 5 meðal skussa sú stefna hefur verið of ríkjandi og mál er að linni.

  16. “Ef Rafa vinnur þann leik verður hann með næstbesta vinningsfjöldann í fyrstu 150 deildarleikjum sínum í sögu Liverpool-stjóra. Hann er nú, eftir 149 sigurleiki, með aðeins sex sigrum færra en Kenny Dalglish náði í sínum fyrstu 150. Merkilegt það fyrir þjálfara sem kann ekki á deildarkeppnir.”
    Helvíti gott að vera kominn með 149 sigurleiki hehehehe

  17. Ég held að Barry sé góð pæling. Leiðtogi í sínum liðum og vanur enskudeildinni. Hefur hann ekki spilað vinstri kant, vinstri bak og miðju? Ef svo er þá gefur hann Rafa marga möguleika. Fínn leikmaður til að hafa á bekknum og ef einhver meiðsla vandræði eru í gangi.

    Hann er nú (Rafa), eftir 149 sigurleiki, með aðeins sex sigrum færra en Kenny Dalglish náði í sínum fyrstu 150. Merkilegt það fyrir þjálfara sem kann ekki á deildarkeppnir. Góður punktur hjá Kristjáni Atla. Spurning hvort væntingarnar til Rafa hafa verið óraunhæfar?

  18. Það er verið að tala um Barry sem einhver kaup uppá 15 milljónir punda. Mér þætti einfaldlega gaman að sjá menn stilla upp sterkasta 11 manna liði Liverpool með Gareth Barry innanborðs. Ég vildi sjá hvernig það liti út.

  19. Sælir félagar.
    Það hefur aldrei skipt mig máli hvernig búningur liðsins lítur út. Að aðalbúningurinn sé rauður er eina málið fyrir mér, annað spilar enga rullu. Barry er geysiöflugur leikmaður og leiðtogi í sínu liði en ég er sammála Einari með það að ég sé ekki að okkur vanti hann.
    Nema þá sem bakvörð???
    Okkur vantar tvo mjög öfluga bakverði og kantmenn báðumegin. Þessir menn verða að fást til að koma liðinu í allra fremstu röð (1. til 2. sæti) næsta tímabil. Hjarta varnarinnar og miðja liðsins(fyrir utan kantara) er vel skipuð en ég gæti hugsað mér sterkan sóknarmann með Torres (og Gerrard) og sé helst Babel koma þar inn í framtíðinni. Torres og Babel frammi í 4-4-2 er draumur minn. Torres og Babel með hraða sinn og knatttækni og Gerrard með útsjónarsemi og áræði í holunni fyrir aftan þáværi glæst. Nýir, flinkir og hraðir kantarar með jafn góðum sóknarbakvörðum sem þræddu sig upp kantana í stöðugum áætlunarferðum til að koma fyrirgjöfum og Javs fyrir aftan Gerrard til að hirða allt laust og fast og stöðva þær fáu sóknaraðgerðir sem þetta lið fengi á sig og svo Carra og Skrtel/Agger í hjarta varnarinnar með Reina fyrir aftan sig. Þetta lið mundi bara skora mörk en ekki fá þau ásig. Dásamlegt!!!!!!
    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Ég sé ekki að Barry færi sig aftur í bakvörðinn. Æji, kannski er ég að missa af einhverju – en ég hreinlega sé ekki hvernig þessi kaup ættu að ganga eftir.

  21. Mögulega fer Alonso og þá er laus miðjustaða fyrir Barry, hann og Gerard hafa verið að ná vel saman á ensku miðjunni. Barry er vel spilandi leikmaður mun betur en Alonso í augnablikinu. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér og ég sé hann ekki sem framtíðarleikmann með þeirri spilamennsku. Væri vel til í að skipta á þessu tveim

  22. Djöfull verð ég fyrir miklum vonbrigðum ef þessi Degen er “Mystery” leikmaðurinn hanns Rafa, maður hélt að þetta væri einhver svaka leikmaður fyrst hann var að gefa manni svona vísbendingar fram og til baka….. Ég ætla þá að flokka þennann vísbendingarleik Rafa undir mistök

  23. Ég yrði stropaður af gleði ef við fengjum David Bentley og Gareth Barry en þann síðarnefnda hef ég viljað fá til Liverpool í nokkur ár. Bentley yrði fínn til að leysa af Pennant sem Keegan kaupir á uppsprengdu verði í sumar. Svo yrði Gareth Barry fjári fínn vinstri bakvörður/vinstri kantur/vinstri miðjumaður og mjög traustur yfir höfuð. Þetta myndi þýða að enski kjarninn yrði stærri og liðið MUN sterkara fyrir næsta tímabil! Vona að þetta sé ekki bara gossip.

  24. Totii segir:

    „Djöfull verð ég fyrir miklum vonbrigðum ef þessi Degen er “Mystery” leikmaðurinn hanns Rafa, maður hélt að þetta væri einhver svaka leikmaður fyrst hann var að gefa manni svona vísbendingar fram og til baka….. Ég ætla þá að flokka þennann vísbendingarleik Rafa undir mistök“

    Það var lagið! Afskrifa mann sem er ekki einu sinni genginn til liðs við liðið og þú hefur eflaust aldrei séð spila … og það í apríl!

    Þarna þekki ég þig. 😉

  25. HAHA Toggi er nýja hetjan mín! #14 fer náttúrulega bara í favorites, annað er ekki hægt…

  26. KAR ekki detta aftur í útúrsnúning á tölfræði til bjargar Rafa (í ætt við Tomkins), þessi tölfræði ein og sér hefur ekki mikla þýðingu. Þú þarft að skoða hversu marga titla Rafa hefur unnið, sér í lagi deildartitla sem mestu máli skipta. Þú getur líka t.d. skoðað stig Rafa hvert ár í hlutfalli við stig sigurvegara deildar og borið saman við fyrri þjálfara.

    Af hverju? Af því að til að vinna deild í dag þarf að vinna miklu fleiri leiki en fyrr á árum. Þú varst því að vitna í samanburð á eplum og appelsínum.

    Rafa hefur vonandi þroskast í vetur og kemur sterkur inn á næsta ári, hann er engin hetja enn!

  27. Kristján Atli, þú ert greinilega að misskilja Totii. Hann er ekki að afskrifa Degen, augljóslega. Hann er bara að segja að hann bjóst við stærra nafni þar sem Benitez er búinn að vera að tala um “mystery” leikmann í svolítinn tíma.

    Þú ert fullfljótur að stökkva á menn, nema að ég sé algjörlega að misskilja. Þá væri ég nú að skjóta mig illilega í fótinn. 🙂

  28. Já maður bjóst nú við einhverju sterkara heldur en Barry og Bentley. Ætla að geyma að dæma Degen þar sem maður þekkir hann ekki og ég efast ekki um að Rafa kaupi aðeins stærri bita í sumar.

    Toggi, þú ert kominn með hugmynd að sjónvarpsþátt. PLNTM, Premier League´s Next Top Model. Þar gætu Ronaldo, Ashley Cole, Gerrard, Fabregas, Obafemi Martins, Arteta, Elano, Berbatov og fleiri.

    Held að Ronaldo yrði sigurstranglegastur, Ashley væri bitchið sem yrði dauðadrukkinn og héldi framhjá, Gerrard væri alltaf að tala um hvað hann saknar fjölskyldunnar og hann sé í raun ekki módel, Elano væri alltaf í símanum og Fabregas sá sem væri alltaf vælandi, enda hlotið gott uppeldi í þeim efnum frá pabba Wenger. Obafemi Martins myndi klárlega sigra, enda myndast gæjinn stórvel og að sögn Sven Görans í dómnefndinni hefur hann náttúrulega hæfileika í þeim efnum.

    Jæja, of miklar pælingar. Held ég fari og láti mér vaxa hreðjar á nýjan leik.

  29. Ég get ekki skilið að þjóðerni skipti neinu máli í kaupum á leikmönnum. Við erum nú reglulega með Finna og Slóvaka í vörninni hjá okkur, ekki beint A þjóðir þar á ferð! Ef þessi Degen er nógu góður þá vil ég sjá hann. Hann þarf ekkert að vera Frakki eða Ítali.

    Barry…veit ekki alveg. Ef við værum að fá hann á “Free Transfer” þá væri ég til. Hann er mjög reynslumikill og fjölhæfur leikmaður sem getur tekið allan vinstri kantinn í nefið. En ef við erum að tala um að eyða 15 milljónum punda í hann og selja Alonso…. nei takk!

  30. Ég skil ekki almennilega þennan leik hjá Benitez varðandi leikmannakaupin og ég er að vissu leyti sammála Totii. Ég er ekkert að afskrifa Degen, en ég átti samt von á stærra nafni víst Rafa var svona æstur í að byggja upp spennu meðal stuðningsmanna.

    En það þýðir svo sem ekkert að hann geti reynst okkur vel.

  31. jájá, ég var langt í frá að afskrifa hann, en þið verðið þá bara að afsaka mig ef ég asnaðist í að búast við stóru nafni 😉

  32. Mér er svo sem skítsama þó við töpum þessum leik. EN mér finnst það hálfömurlegt að ár eftir ár höfum við að engu að keppa og séum að stilla upp einhverjum drulluliðum í lokin sem eru að ráða því hvaða lið halda sér uppi.

  33. Sælir félagar
    Við verðum bara að bíða og sjá hvaða nafn RB dúkkar upp með að lokum. Ég er ammála því að
    ég bjóst við”stærra nafni” en ég get ekkert dæmt um þennan (Degen) því ég veit ekkert um hann annað en henn er ekki stórt nafn í heimsfótboltanum.
    Það er nú þannig.

    YNWA

Riise og Stamford Bridge

Birmingham á morgun