Vinstri bakvörður eða miðjumaður?

Eins og fram hefur komið í umræðunum við síðustu tvo þræði þá hefur Martin O´Neill sagt frá því að Liverpool hafi boðið 10 milljónir punda í Gareth Barry, þe. pening plús leikmann. O´Neill er afar ósáttur við framkomu Liverpool þar sem hann vildi halda þessu leyndu þangað til tímabilið var búið etc. Það gerðist ekki en svo virðist sem þetta sé alls ekki ólíklegt. Ef af því verður að Barry kemur til okkar þá tel ég næsta víst að hann verðir notaður sem miðjumaður en ekki vinstri bakvörður og þar með eru dagar Alonso taldir hjá Liverpool.

Barry er góður leikmaður og ég vil gjarnan sjá hann klæðast rauðu treyjunni á næsta tímabili en ég vil einnig sjá nýjan vinstri bakvörð, nýja kantmenn og framherja. Ef Rafa fær peninga til að fjárfesta í þeim leikmönnum sem eru númer 1 hjá honum þá lítur þetta fínt út.

Í öðrum fréttum var hinn ungi Paul Anderson valinn efnilegasti leikmaður Swansea en þeir unnu League One og spila að ári í The Championship. Anderson er hægri kantmaður og skoraði 10 mörk á tímabilinu. Ég vil gjarnan sjá Anderson á bekknum í einhverjum leikjum að ári.

4 Comments

  1. Svo væri gaman líka ef Robbie Keane kæmi. Það var einmitt einhver drengur sem skrifaði það í pistli hér að hann hefði heimildir fyrir því að Keane væri á leiðinni. Benitez sagði svo um daginn í viðtali að hann væri búinn að tryggja sér einn leikmann í aðalliðið sem væri ekki enskur en talaði fína ensku. Það gæti allt eins verið Keane þar sem hann er írskur og talar væntanlega fína ensku. Ég er líka ánægður með að Benitez sé að kaupa leikmenn sem hafa þegar spilað á Englandi og þar af leiðandi þar maður ekki endalaust að bíða og vona að menn aðlagist aðstæðum, tungumálinu og því öllu.

    Einnig er ég spenntur fyrir því að fá David Bentley frá Blackburn og ég trúi ekki öðru en að Benitez reyni að fá David Villa frá Valencia. Þó svo að Villa sé óttalegur leikari og vælukjói þá er hann frábær klárari og hann og Torres gæru myndað eitrað sóknarpar saman. Ég tala nú ekki um ef við hendum Gerrard svo inn í þetta líka.

    YNWA.

  2. David Bentley ertu ruglaður hann er svo ömurlegur. Eitthver annar en hann. Svo EF hann verður keyptur þá fær hann ekkert að spila.

  3. jæja nú er slúðrið að tala um Erik Abidal sé kannski að koma til okkar til að leysa Vinstri bak á 10 millur evra hva sé til í því veit ég ekki. en alla vega áhugavert ef við fáum Abidal og Barry loksins komnir hágæða bakverðir 😀

  4. Var að lesa áðan á skysports heimasíðunni og í BBC slúðrinu athyglisverðar fréttir. Fyrst af Sky Sports þar sem Carra sagði eftirfarandi:
    “United won the title last year and spent £50million,” Carragher told reporters. “If Chelsea don’t win the league this time then they will probably go out and spend £100m.”
    Fullt viðtal hér fyrir neðan:
    http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_3517627,00.html

    Það er alveg rétt að Abramovic mun taka fram veskið ef honum sýnist af því hann getur það, og keypt það sem honum lystir til. Málið er bara að þetta væl með peningastefnuna hjá Chelsea er bara orðið þreytt finnst mér og í raun bara farin að verða afsökun hjá mönnum sem keypt hafa illa, en haft nægt fjármagn til að gera góð kaup í gæðum. Það er ekki hægt að afsaka peningaleysið hjá LFC þegar komið er út í leikmannakaupin undanfarin árin, bara spurning um hvaða leið er farin.

    Samkvæmt BBC slúðri er Sir Alex farinn að sniffa utan í Micah Richards og talið að hann ætli að gera 25m tilboð í hann í sumar sem ég hef marg oft tuggast á að væri mjög fair upphæð fyrir hann miðað við aldur og það sem hann á eftir. Eftirfarandi er alveg mögulegt:

    Segjum að stjórnin verði svo góð að koma með 25-30m til leikmanna kaupa í sumar þá erum við að tala um að Crouch, Carson, Riise, Voronin fari í það minnsta í sumar ásamt því að Kewell losnar LOKSINS af launaskrá, en þetta ætti að geta gefið okkur aðrar 20m til að eyða og upphæðin komin í 45-50m til að eyða. Ef Barry kæmi til okkar og við létum einhverja skiptimenn uppí og smáaur erum við sjálfsagt að tala um 35-38m eftir og það yrði nú fjári skrýtið ef ekki væri hægt að kaupa 2 stórkostlega knattspyrnumenn fyrir þann pening! Við erum ekkert að tala um að við þurfum 6-8 leikmenn inn; við erum að tala um að það vantar kannski 3 með betri gæði en þá sem fyrir eru. Svo er fínt að minnka í hópnum og gefa mönnum eins og Paul Anderson og Plessis séns, jafnvel fleirum, því það er ekki hægt að eyða endalaust stórum upphæðum í miðlungsleikmenn (Benayoun og Crouch). Kaupa gæði inn þegar keypt er og gefa unglingum séns…það er stefnan sem ég tel að virki á Abramovic-dæmið.

Hvað gerist næst?

Man City mætir á Anfield á morgun.