Man City mætir á Anfield á morgun.

Jæja þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að taka frá 21. maí til að horfa á tuðruspark, mikill léttir! Get þess í stað smyglað mér á ströndina eða spilað bakgammon en lífið heldur áfram. Sven-Göran Eriksson og lærisveinar koma í heimsókn á morgun í næstsíðustu umferð ensku deildarkeppninnar. Þessi leikur skiptir okkur núll máli á meðan Man City getur tölfræðilega séð náð 6.sætinu í deildinni og endað tímabilið með reisn eftir góðan fyrri helming mótsins. Mikil umræða hefur verið undanfarið þess efnis að Eriksson verði drekinn eftir tímabilið og tælenski mannréttindarfrömuðurinn, Thaksin Shinawatra, ætli að ráða Scolari til félagsins. Hvað sem verður þá gæti mér ekki staðið meira á sama hvað eigandinn gerir.

Núna er ljóst að við erum í 4. sætinu, enginn úrslitaleikur og í raun er tímabilinu lokið því við höfum ekkert að spila fyrir. Ég geri fastlega ráð fyrir því að Rafa sé farinn að hugsa um næsta tímabil og þess vegna munu ungir leikmenn fá tækifæri í tveimur síðustu deildarleikjunum sem og jafnvel þeir leikmenn sem eru að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá félaginu s.s. Voronin, Pennant, Alonso, Riise, Torres, Kewell o.s.frv. Rafa er löngu hættur að hugsa um tapið gegn Chelsea og þess í stað að spá í hvað vantar í púsluspilið til að gera almennilega atlögu að enska meistaratitlinum. Leikmenn eins og Insúa, Leto, Nemeth, Spearing, Darby, Plessis munum pottþétt fá einhverjar mínútur í komandi leikjum.

Það eru meiri líkur á að vinna í Lottó en að geta til um rétt byrjunarlið en þar sem ég er Bjartur í Sumarhúsum þá ætla ég að taka slaginn:

Itjande

Finnan – Hyypia – Darby – Insúa

Pennant – Alonso – Plessis – Babel

Crouch – Nemeth

Bekkurinn: Martin, Spearing, Riise, Voronin, Lucas, Leto.

Ég geng út frá þessu að Rafa sé meira að skoða leikmenn fyrir næsta tímabil en að hugsa um úrslit leiksins þótt að þetta lið ætti klárlega að geta unnið Man City á heimavelli.

Mikið hefur verið rætt um leikmenn eins og Nemeth og Insúa og vonandi fá þeir tækifæri svo hægt sé að meta hvort þeir séu klárir að vera við hópinn að ári. Ég vil frekar hafa Nemeth á bekknum en Voronin og með Aurelio eins oft meiddan og raun ber vitni þá þurfum við virkilega back-up fyrir þann leikmann sem verður í vinstri bakverðinum á næsta tímabili (gef mér það að tími Riise sé búinn).

Ég held að leikmenn eins og Alonso, Voronin og Pennant þurfi virkilega að spýta í lófana ef þeir eiga að vera áfram hjá félaginu. Ég hef ávallt verið mikill stuðningsmaður Alonso og vil allra helst hafa hann áfram hjá félaginu en líkt og hann hefur spilað á þessu tímabili þá veit ég ekki. Pennant og Voronin eru einfaldlega ekki nógu góðir ef Liverpool ætlar sér að eiga möguleika á titlum á næsta tímabili. Eitt dæmi: J. Cole fer útaf og inná kemur Anelka. Benayoun fer út af og inná kemur Pennant! Eigum við að ræða þetta eitthvað? uuhhhh leyfðu mér að hugsa NEI! Gerrard er sammála mér í því að við þurfum betri leikmenn þótt hann segi ekki berum orðum hvaða leikmenn séu ekki nógu góðir.

Ég spái okkur öruggum sigri 4-2 þar sem Nemeth setur 2 mörk og síðan Babel og Crouch sitt hvort.

42 Comments

  1. Á ekki Torres að fá að setja markamet eða eitthvað svoleiðis. Svo held ég að Rafa sé búinn að skoða þessa ungu menn, þeir hafa jú verið að spila í allan vetur,en eflaust fá einhverjir þeirra að spila.

  2. “…þeir leikmenn sem eru að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá félaginu s.s. Voronin, Pennant, Alonso, Riise, Torres, Kewell o.s.frv.”

    Ég held að Torres þurfi nú ekki að hafa áhyggjur af sinni stöðu hjá félaginu.

  3. Sammála #1
    Torres verður að fá að slá metið hans Nistelroy sem er 23 mörk á fyrsta sísoni, Torres er kominn með 22 og tveir leikir eftir!
    Hver segir svo að við höfum ekki að neinu að keppa? : )

  4. Ég held persónulega að Benitez stilli upp frekar sterku liði á móti City. Eflaust vill hann kveðja stuðningsmenn með stæl í síðasta leik tímabilsins og þakka þeim fyrir frábæran stuðning í allan vetur.
    Hann hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart stuðningsmönnunum og því held ég að hann hljóti að spila Gerrard og Torres og þessum stóru köllum. Fólk er að mæta á Anfield til þess að sjá Torres, Gerrard, Reina o.s.frv spila en ekki Plessis, Nemeth og einhverja kjúklinga.
    En sama hvernig liðsuppstillingin verður þá held ég að við vinnum þetta 3-0 og Torres bætir markamet Hrossins frá Hollandi.

  5. Ég væri alveg til í að sjá sterkt byrjunarlið blandað yngri leikmönnum.

    Til dæmis

    Reina- Arbeloa, San Jose, Carra, Insua- Pennant, Gerrard, Mascherano, Plessis, Babel- Torres, Nemeth.

    Líklegt finnst mér að Plessis og Insua byrji og þá komi jafnvel Nemeth inná. San Jose hefur komist á skýrslu á leiktíðinni og Benitez hefur talað vel um hann þannig að það er spurning hvort að hann fái séns. Crouch kemur örugglega til með að byrja inná og svo er spurning með Torres sem er lítillega meiddur aftan í læri og fáránlegt að fara að nota hann nema hann sé í lagi í ljósi þess að það styttist í EM.

    Til hvers að nota leikmenn sem eru (vonandi) að fara frá liðinu í sumar??? Ég vil ekki sjá Voronin eða Riise nálægt liðinu til dæmis, Benitez ætti frekar að splæsa leikjum í unga og efnilega í staðinn.

  6. Spila okkar sterkasta liði og vinna tvo síðustu leikina. Vil ekki sjá Voronin eða Riise. Gefa Insua eða einhverjum öðrum tækifæri.

    Vonandi tekst Torres að bæta við fleiri mörkum. Hann er kominn með 31 stykki. Bæta við eins og 2 til 3 mörkum væri klassi fyrir hann.

    Áfram Liverpool

  7. Vona að hann verði ekki DREKINN. Held að afleiðingarnar séu frekar neikvæðar.

  8. Tvennt í þessu Aggi sem mun aldrei eiga sér stað. Leto verður hvergi nálægt hóp, enda ekki búinn að vera í Liverpool borg í fleiri fleiri mánuði út af vegabréfavandræðum, og svo mun Darby ekki spila miðvörð, enda er hann hægri bakvörður. San Jose væri líklegri í miðvarðarstöðuna.

    En ég vil sjá blöndu ungra manna og þeirra betri í þessum leik. Vil ekki sjá menn í liðinu sem ég vil að fara í sumar. Kewell, Riise og Voronin eru allt leikmenn sem ég vil setja frímerki á og kveðja, þar af leiðir að ég vil ekki að þeir taki pláss í liðinu í þessum síðustu tveim leikjum. En hverju ræð ég? 🙂

    Mitt draumalið yrði svona:

    Reina
    Finnan – Carragher – Hyypia (Skrtel ef heill) – Insúa
    Pennant – Lucas – Mascherano – Babel
    Gerrard
    Torres

    Vil svo sjá Nemeth og Plessis á bekknum. Ástæðan er einföld, síðasti heimaleikurinn á tímabilinu og ég vil sjá sterkt lið inná og að menn þakki stuðningsmönnum fyrir veturinn með sigri. Aftur á móti gegn Spurs næst, gæti ekki verið meira sama. Ég vil sjá Torres slá markametið og svo kjúlla inná í seinni til að hita þá upp fyrir næsta leik. Eina ástæðan fyrir því að ég set Insúa inn í þetta lið er sú að ég er algjörlega, gjörsamlega búinn að gefast upp á Riise blessuðum. Hann er búinn að vera svo ónýtur í 2 ár að ég treysti nánast hverjum sem er til að standa sig betur.

  9. Ég er sammála SStein með byrjunarliðið, ég myndi vilja allavega sjá Torres slá þetta met hjá Nistelrooy, fínt að byrja með sterkt lið og klára leikinn snemma og svo leyfa einhverjum kjúklingum að koma inn á.

    Eitt sem ég verð að koma að, Ég sé að það eru margir sem að myndu vilja láta Pennant fara en ég væri persónulega til í að sjá hann fá eitt tímabil í viðbót, hann væri fínt back up fyrir hægri kantarann sem við vonandi kaupum í sumar hver sem það verður Og hann hefur verið að koma til í síðustu leikjum og verið einn af okkar bestu mönnum í síðustu 5 leikjum. Svo skulum við ekki gleyma því að hann hefur verið Liverpool aðdáandi síðan hann var polli og það er aldrei verra.

    Y.N.W.A

  10. Nú er sagt að Raf hafi boðið Aston Villa Pennant upp í Barry, og reyndar aðra líka, en þá segir það að Rafa er ekki mjög sáttur við Pennant. Pennant var búinn að spila meiddur fyrrihluta af leiktíðini og fór í aðgerð(ef að vel gaf:-))En ég vil hafa hann áfram sammála #11

  11. Fyrst ad tímabilid fór svona, thà verdur Rafa ad enda thad med stæl, gagnvart addàendum,eigendum og ekki síst sjàlfum sér eftir stormasamt tímabil (Klinsmann ofl). Tessvegna er thad ekki bara formsatridi ad klàra 180 mín af fótbolta í vidbót, heldur ad stimpla si g
    UK almennilega ùt í fríid.

  12. Eftir 24 frábær ár af því að fylgjast með Liverpool sem hafa vissulega innihaldið fullt af vonbrigðum held ég að mér hafi aldrei nokkurn tíman fundist jafn lítið spennandi að halda með Liverpool.

    Ljósi punkturinn Torres og búið. Allir aðrir hafa spilað samkvæmt eða undir væntingum. Leiðindastríð á bakvið tjöldin og framkvæmdastjóri sem nýtti sér það til að draga athyglinni frá enn einum “slæmum kafla” inni á vellinum.

    Það versta er að enn eitt tímabilið er það mest spennandi hér á síðunni áður en tímabilið er búið, hverjir fari og hverjir komi. Kallið mig neikvæðan en svona hefur manni liðið síðan í Portsmouth og Everton leikjunum í haust.

    Ég þoli það ekki að eftir mánuð verður annað hvort Man Utd. búið að minnka bilið í unnum titlum umtalsvert, eða Chelsea búið að skapa sér það sem við lítillækkum þá fyrir, hefð.

    Mestu vonbrigðin kýs ég stuðningsmenn Liverpool. Man Utd. menn höfðu allavegana göts í það að mótmæla sínum Könum svo heyrðist um allan heim. Liverpool menn fóru í skrúðgöngu til að mæra þjálfara sem svo verðlaunaði þá með enn einu skrípatímabilinu í úrvalsdeildinni. Það er eins og Púllarar séu kjósendur í Reykjavíkurborg, “hey leyfum þeim að fokka þessu upp eina ferðina enn og kjósum þetta svo aftur yfir okkur”.

    Krafan fyrir næsta tímabil, sama hver situr í eigendastúkunni eða á bekknum er annað hvort enski meistaratitillinn eða Meistaradeildin í hús.

    Þannig á það alltaf að vera. Annars er þetta félag bara komið í tómt rugl.

  13. Hvað er í gangi hjá þér Daði. Á það alltaf að vera svona ,að Liverpool taki eina dollu eftir hvert tímabil.Ég hef alltaf sagt að það tók Ferguson 4 eða 5 ár að ná 1 dollu ,en Rafa er búinn að fá fult af dollum og er hann að enda sitt fjórða tímabil (held ég).Og Torres er eini maðurinn sem er ljósi punkturinn, nei og aftur nei ,Gerrard er alltaf að vera betri og betri hann er einn af bestu spilurum í heiminum,,,Reina er með þeim bestu í dag og er alltaf að vera betri og betri .Og hvað með J M ,ég segi bara G’OÐUR og varnamennina ,Agger og Skrtel eru þeir ekki ljósir punktar ….. ÁFRAM LIVERPOOL

  14. Þó þetta líti út eins og þú sért bara að fiska eftir einhverju með þessum pósti þá er þetta svo skemmtilegur póstur að ég get ekki annað en svarað. Svo þér heppnaðist þetta.

    “..lítið spennandi að halda með Liverpool.”
    Here we go..

    “Leiðindastríð á bakvið tjöldin og framkvæmdastjóri sem nýtti sér það til að draga athyglinni frá enn einum “slæmum kafla” inni á vellinum.”

    Fínasta samsæriskenning, ég hef einnig ávalt haft Rafa grunaðan um að vera the ultimate bad guy í þessu sem var ekkert nema ánægður að geta dregið athyglina frá vellinum með þessu leiðindastríði eiganda. Allavega frekar en að stríðið hafi haft áhrif á árangur á vellinum. (hint: kaldæðni)

    “Mestu vonbrigðin kýs ég stuðningsmenn Liverpool.”
    daddara…

    “Liverpool menn fóru í skrúðgöngu til að mæra þjálfara sem svo verðlaunaði þá með enn einu skrípatímabilinu í úrvalsdeildinni.”

    Ég hafði rangt fyrir mér, þetta er svo mikil þvæla þetta comment í heild að ég sé ekkert að eiga við hvern punkt fyrir sig. Dæmir sig sjálft. 😛

  15. Daði, ef að ákveðinn rauðhærður Norðmaður hefði hitt boltann þumlung betur á höfuðið finnst mér ansi líklegt að þessi ræða þín hefði snúist um annað en eymd og volæði. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í boltanum, Liverpool er aldeilis búið að upplifa það á síðustu árum, svo þó að við höfum ekki náð í dollu í ár og árangur tímabilsins sé ekki í takt við væntingar manna þá er það eina í stöðunni að horfa framá veginn, hugsa í lausnum en ekki vandamálum.
    Rafa á skilið að taka annað season með liðið og halda uppbyggingu sinni áfram. Boltinn í dag er ekki sá sami og hann var fyrir 5 árum síðan, í dag skiptir það hvað mestu máli að eiga fjársterka eigendur til að ná árangri, og í þeim efnum stöndum við aftar en bæði Manure og CSKA Chelsea, einsog taflan endurspeglar e.t.v. best. Með þessa tvo nýju trúða sem eigendur höfum við þó fengið inn smá deig og ættum að geta a.m.k. haldið okkar stöðu í top 4. Til að fara fram á e-ð meira en það þarf taktískan snilling, og í augnablikinu sé ég ekki færari mann en Rafn Beinteins til að taka þennan hóp framá næsta season, taka inn nokkur ný typpi í sturtuna og reyna aftur.

  16. Það er alveg pottþétt að Rafa þarf ekkert að skoða leikmenn í leik til að vita hvað þeir geta. Það er samt líklegt að hann tefli fram 1-2 leikmönnum sem hann ætlar að selja og láti þá sýna sig.

    En ég vona að við klárum þetta tímabil með stæl – mér dreymdi reyndar að þessi leikur færi 8-0 ….

    kv/

  17. Pennant má ekki fara frá liðinu. Hann er búinn að vera góður ÞEGAR hann spilar fyrir okkur. Hann er með frábærar sendingar og er taktískur. Hann er búinn að vera meiddur mikið en ég vona að hann verði áfram

  18. Afhverju halda menn að rafa sé að fara að tefla fram hálfgerðu varaliði? :S

  19. Einsi Kaldi og Reynir, þið hafið sannað mál mitt. Þið eruð í sama söng og undanfarin ár.

    Hvern í ósköpunum á að gera ábyrgan nema stjórana, innan vallar og utan? Farið að gagnrýna þessa menn og krefjast einhvers af þeim í staðinn fyrir að gagnrýna þá aðdáendur sem vilja sjá liðið sitt ná árangri.

    Þessu kommenti um Alex vísa ég tilbaka enda margbúið að ræða það hér að það þýðir ekki að Rafa muni sjálfkrafa vinna enska eftir sjö ár og að Arsene Wenger vann tvöfalt á öðru tímabili. Þetta með Riise og heppni dregur bara athyglina frá því að tímabilið í heild hafa verið vonbrigði. Þetta eru ekki gild rök, maður lærir ekkert af þeim.

    Punkturinn er sá og ég held að enginn mótmæli því eftir það sem á undan er gengið í vetur að klúbbnum er illa stjórnað.

    Og það má alveg tala um það.

  20. Daði,ég get verið sammála með margt sem þú segir.Auðvita vil ég sjá liðið í toppbaráttu á öllum vigstöðum og taka sem flestar dollur.En ekki er það Rafa að kenna að hann fær ekki peninga til að versla þá menn sem hann er með í sigtinu.Ekki er það honum að kenna að kanarnir vildu ekki ræða við hann áður en leikmannagluggin opnaðist.það er alveg sama hvaða stjóra liverpool er með, ef eigendur geta ekki unnið eins og menn þá gengur ekkert upp.Og eins og ég sagði hér að ofan þá er ég ekki sammála með að Torres sé eini ljósipunkturinn,en hann er vissulega mjög ljós punktur

  21. Af hverju hættirðu þá ekki bara að styðja liverpool fyrst klúbburinn er svona mikil rusl ?

  22. Ég held að Itandje verði ekki í markinu. Á Reina ekki séns á því að leika fullt season í deildinni ef hann klárar síðustu leikina?.
    Það er allavega það sem mér var sagt

  23. Daði.
    Í dag er Liverpool búið að skora 116 mörk í öllum keppnum, mest allra í Englandi. Næsta lið, Arsenal, er með 111 mörk. Við erum með heimsklassa markvörð. Keyptum frábæran hafsent í janúar sem gefur fyrirheit um ansi hreint skemmtilegt hafsentapar næstu 7 – 10 árin.
    Fimm manna miðja liðsins er skipuð í flestum leikjum lykilmönnum landsliða sinna, Argentínu, Spánar, Hollands og Englands, reyndar með Kuyt líka. Frammi er að mínu mati allavega besti framherji í enska boltanum næsta vetur þegar Drogba er farinn.
    Varaliðið okkar er í dag Norður-Englandsmeistari og í úrslitum ensku varaliðakeppninnar.
    Ef við skiljum Hyypia frá eru allir leikmenn liðsins á þannig aldri að þeir geta leikið næstu 4 árin a.m.k. í liðinu.
    Þetta eru að mínu mati margir ljósir punktar. Ég fór á official síðuna okkar og gaf frammistöðu liðsins í vetur einkunnina 7,0. Það er viðunandi árangur en ekki góður. Ég er líka sannfærður að eigendaruglið og bull í kringum það að komast áfram í CL hafði áhrif á starfið á Anfield og kostaði okkur í raun það að gera almennilega atlögu að titlinum.
    Að sama skapi er ég sammála Rafael að erfiðasta verkið er eftir, að slá United og Chelsea af toppi enskrar knattspyrnu. Liðin þau hafa yfirburði í leikmannakaupum, þó bilið á okkur sé kannski að minnka. Þau eru frábærlega skipuð með fáa veikleika. Jafnvel það að Chelsea skipti um stjóra sló ekki leikmennina út af laginu. ´
    Raunin er því sú að við erum, eins og Arsenal, að berjast við dreka í formi þessara tveggja liða. Það vita allir sem ævintýrin hafa lesið að drekar drepa yfirleitt marga áður en sá á hvíta hestinum kemur.
    Svo er bara að sjá hvað verður í framhaldinu. Ég reyndar held að Chelsea muni missa Drogba og Lampard, en í dag er talað um að Messi, Lahm og Villa komi til þeirra í staðinn. United mun ekki missa neinn af sínum lykilmönnum, en mun bæta við sig hafsent, markmanni og miðjumönnum.
    Að sama skapi segja nýjustu fréttir að Arsenal hafi í mesta lagi 25 millur til að eyða. Það myndi ekki duga nema KANNSKI fyrir Lahm af þeim þremur sem Chelsea ætla að kaupa.
    Hvað heldur þú Daði, verða þessi lið ekki áfram sigurstranglegust?
    Fyrir mér er árangur Chelsea eftir brotthvarf Mourinho sönnun þess að ef þú ert með nógu góða leikmenn þá vinnur liðið. Auðvitað skiptir þjálfarinn máli, en liðið í höndum hans þarf að vera jafngott eða betra en keppinautarnir til að hann ráði úrslitum…..
    Mitt mat allavega.

  24. 29 impz,

    Þetta er alveg gríðarlega málefnalegt komment hjá þér og vel rökstutt.

    Ég er ekki sámmála öllu sem Daði segir en hann er þó með nokkuð góð rök fyrir skoðunum sínum og kallaði ekki klúbbinn rusl. impz, ef þú ert á þeirri skoðun að maður eigi að hætta að styðja klúbbinn ef maður er ásáttur við árangurinn þá þykir mér þú ekki traustur stuðningsmaður.
    Það er blákaldur veruleikinn að árangur hjá Liverpool er lakari en á síðasta tímkabili þrátt fyrir að Rafa hefur stýrt liðinu ári lengur og var kominn með hóp sem flestir Liverpoolaðdáendur og aðrir fótboltaunnendur fullyrtu að væri nægilega sterkur til að gera atlögu að titlinum. Menn sem töldu okkur vera með nægilega sterkan hóp voru t.d. Ian Russ, Andy Gray, Steven Gerrard, Rafa ofl ofl. En nú eru flestir tilbúnir til að draga upp afsakanir fyrir hinu og þessu. Mig minnir að Kristján Atli, frekar en Einar Örn (nenni ekki að grafa pistilinn upp), hafi skrifað fyrir upphaf móts að nú væru engar afsakanir teknar gildar slökum árangri og að Rafa þyrfti að taka ábyrgð á árangri liðsins. Þar var ég virkilega sammála honum.

    Ég verð þó að viðurkenna að ég er alveg rosalega tvístígandi í afstöðu minni gagnvart Rafa. Það eru til MJÖG góð rök fyrir stjóraskiptum en ég er bara heldur ekki sannfærður um að það yrði betra fyrir klúbbinn.

    Mikið er nú gott að svona Reykás eins og ég ráði ekki öllu á Anfield :o)

  25. Gústi Gústa.Afhverju segir þú að árangurinn sé lakari en á síðasta tímabili.Á síasta tímabili enduðu liv.í 3 sæti með 68 stig eins og ars, núna er liv,í 4 sæti með 70 stig og eigum eftir 2 leiki.Er þettað ekki betri árangur?Alla vegana með fleiri stig…

  26. Nemeth ekki í 18 manna hóp í dag. Skiljanlegt, ljóst að Crouch fær stórt hlutverk í leik dagsins og Torres vill skora meira. Hefði alveg viljað skipta Voronin út úr hópnum fyrir hann samt…….

  27. 32 Gústi

    Vissulega alveg fáránlegt comment(nývaknaður með heilt timburbúnt í hausnum) viðurkenni það fúslega. Var bara svona skítaskot gagnvart þessu ‘doom&gloom’ hjá daða.

    En ég er engann veginn sammála honum eins og þú kannskir tókst eftir 🙂

    Ég hef ekki séð einn einasta mann hvorki gerrard né rafa vera að koma með eins hverjar afsakanir. Það sem maður hefur orðið mest var við er að þeir alveg fyllilega viðurkenna það að þeir voru bara ekki nógu góðir. Auðveldast hefði verið að kenna þessu ‘off-field’ drama um, þó svo að það hefði verið einhver handónýtasta afsökum sem ég gæti heyrt.

    Hins vegar búinn að vera stuðningsmaður liverpool í að verða 20 ár og verð nú að segja að þetta season er nú bara draumur miðað við houllier árin.

  28. Vinnum leikinn 3-0.
    Torres með 2 og Crouch með 1.
    Koooma svo, djöf…. er ég orðinn spenntur!

  29. Ekki gæti einhver sett link hérna inn svo ég geti séð þennan leik í gegnum netið, það væri náttúrulega snild 😉

  30. The Liverpool team in full: Reina, Finnan, Insua, Carragher, Hyypia, Lucas, Mascherano, Babel, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Itandje, Voronin, Benayoun, Alonso, Skrtel.

  31. Insua byrjar! Þetta verður áhugavert, Benitez stillir upp hörkuliði. Er veisla í vændum ?

    Reina, Finnan, Insua, Carragher, Hyypia, Lucas, Mascherano, Babel, Kuyt, Gerrard, Torres.
    Subs: Itandje, Voronin, Benayoun, Alonso, Skrtel.

  32. 37 – sá þetta of seint – en þú finnur linka á flest það sem er að gerast í íþróttum á myp2p.eu

    kv/

Vinstri bakvörður eða miðjumaður?

Byrjunarliðið komið