“I think that a deal with Liverpool for Dossena is on the way.
Everything is going smoothly. The requirements are in place and the player has given his consent because he wants to test himself at an important club after the season he has had.
Our director general was in England partly because of that just two days ago.”
-Pasquale Marino við ítalska fjölmiðla í dag
Þá vitum við það. Þetta er eins nálægt opinberri staðfestingu og við komumst áður en þetta verður tilkynnt opinberlega. Við erum að kaupa ítalskan bakvörð fyrir einhverjar 8-9m punda. Get ekki sagt að ég hafi séð hann spila, þannig að eins og með Degen verður beðið með alla sleggjudóma fram á haustið. 🙂
Ítalskir vinstri bakverðir hafa í gegnum tíðina verið gargandi snilld! Vona heitt og innilega að þessi sé einn slíkur!!!!
Spenntur fyrir þessum kaupum….. Dýrasti varnarmaður í sögu LFC er það ekki?????
Ég hef alltaf haft “soft spot” fyrir Ítölskum og Argentínskum leikmönnum. Að hafa bæði Ítalskan og Argentískan vinstri bakvörður er því draumur fyrir mig 😀
Mér líst vel á hann. En í hvaða stöðu spilar. Er hann hægri bak
Vinstri Bakvörður, sóknarsinnaður en er talinn skila varnarleiknum vel.
En bíddu, í hvaða stöðu spilar hann?
Í guðana bænum getur einhver sagt í hvaða stöðu hann spilar………
Hægri kantmaður..
Gott mál 🙂 lýst vel á hann
Btw. búið að taka það nokkrum sinnum fram að hann er bakvörður, vinstri bakvörður.
Haha Eyþór ertu að grínast?
Andrea Dossena er vinstri bakvörður og verður 27 ára þann 11. september næstkomandi. Hann hefur verið hjá Udinese síðustu 2 tímabil en var þar á undan hjá Verona (liðið sem Elkjær spilaði með) í 7 tímabil. Hann hefur spilað einn landsleik fyrir Ítalíu.
Dossena er 181 cm á hæð og um 77 kg.
Ég minnist þess ekki að hafa séð drenginn spila (frekar en Degen) og get því lítið tjáð mig um hans getu en það sama gilti um Hyypia, Skrtel, Lucas, Alonso og Reina. Vonandi fáum við ekki Josemi eða Kromkramp.
Good bye RIISE!!!!!!!!!!! Bestu fréttir síðari ára…
En hvaða stöðu spilar hann??????????????????????
Ég legg eindregið til að við kaupum núna annan leikmann sem er hægri bakvörður og líka fæddur 11.september. Svo þegar þeir byrja að skjótast upp kantana og sprengja upp varnir andstæðinga… ..Þá getur enska pressan farið að kalla þá “The Twin Towers”…
Á Dossena nokkuð tvíburabróðir sem spilar hægri bakk? Myndi fullkomna bandarísku tenginguna við Liverpool.
JMB og þið lesiði áður en þið kommentið! stendur svona 20 sinnum fyrir ofan að hann spilar !!!!!!!!!!!!!!! VINSTRI BAKVÖRÐ !!!!!!!!!!!!!!!
Já en Óli, hvaða stöðu spilar hann? 😀
Mér finnst lágmark að fyrst menn eru að koma með, svo gott sem, staðfestar fréttir að það gæti a.m.k. einhver sagt hvaða stöðu hann spilar :S
Loksins Dossena! Þetta er framherji sem mig er búið að dreyma um síðustu 3 árin eða svo!!!
Nú er hann framherji. Ég hélt að hann væri markvörður??????:-)
Ef þessi gaur kemur, dettur þá Kuyt alveg út úr liðinu?
Óli, ég myndi frekar halda að Mascherano þyrfti að passa sig en Kuyt, enda er Dossena miðvörður.
Er ekki svolítið einkennilegt að innan við viku eftir að Sammy Lee er tilkynntur sem aðstoðarþjálfari sé Dossena keyptur til að sinna sömu stöðu?
Er ekki 8 milljónir svolítið lítið fyrir Liverpool? En vonum bara að hann hafi einhvern pening þá til að gefa Benitez í leikmannakaup. Well, ég er allavega ánægður að losna við Hicks og Gillett.
Vonandi nær hann að fylla skarðið sem Alex Miller skildi eftir sig. Spurning hvort að hann nái að vinna með Sammy og Rafa..
: ) Mikið er gaman að lesa þessi snilldar comment hér að ofan, gaman að sjá að húmorinn er til staðar á laugardagsmorgni.
Annars er ég að verða óþreyjufullur eftir að fá að vita hverjir eru þessi 3 leikmenn sem Rafa talaði um fyrir löngu síðan : /
http://www.kop.is/2008/03/30/13.18.15/
Vonandi þýðir þetta ekki að Torres verður settur á bekkinn.
Mér finnst með ólíkindum ef hægt er að kaupa ítalskan leikmann og nota hann sem fótbolta. Ég trúi þessu ekki, hlýtur að vera slúður.
http://www.liverpoolbanter.co.uk/2008/05/the-seven-stars-who-got-away-f.html
þetta getur pirrað mann ;/
Hull komnir upp í úrvalið, sjá glæsimark Windass (flott nafn) hér http://101greatgoals.magnify.net/item/LMPMCGN75DQTVM46
Ef þetta er klárt (sem maður getur nokkurn veginn gert ráð fyrir), hvað ætla menn sér þá með Barry? Er þörfin mest í miðjumanni?? Ég verð nú að viðurkenna að þetta er ég ekki að skilja. Erum við ekki með nóg af miðjumönnum? Vilja menn fórna Alonso + cash fyrir Barry? Ég hefði haldið að ef við kaupum Dossena þá hefðum við nákvæmlega ekkert við Barry að gera. Lítur út fyrir að Rafa ætli Arbeloa að keppa við Degen hægra megin og Dossena og Aurelio vinstra megin. Þá myndi ég halda að þörfin væri fyrst og fremst í alvöru senter með Torres og hægri kantmanni. Því skil ég ekki þetta Barry dæmi.
Dossena er besti vinstri bakvörður á ítalíu fyrir utan del piero. Hann á eftir að reynast okkur drjúgur í einköstunum eftir að Jón Árni fer. Áfram Júróhommar íslands. Rússland og Grikkland sökka feitt! Hvað var í gangi í kvöld?
rússar og grikkir geta ekkert í neinu nema júróvísíjon 🙂
en mér fnnst að babel eigi að fá 7una, hann er með bestu kantmönnum í heimi…… allavega betri en c.ronaldo
Vá, ég hló þrisvar upphátt að þessum kommentum hér að ofan. Takk fyrir mig. 🙂