Nú er liðinn frestur landsliðsþjálfara til að gefa upp nöfn leikmanna í 23 manna hópum þeirra fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. Liverpool á þar (í dag) sjö fulltrúa:
Philipp Degen verður í landsliðshópi Sviss, þrátt fyrir nýleg meiðsli, og verður að vísu ekki formlega leikmaður Liverpool fyrr en í sumar.
Dirk Kuyt og Ryan Babel verða ferskir í hollenska landsliðinu.
Fernando Torres, Xabi Alonso, Alvaro Arbeloa og Pepe Reina verða í landsliðshópi Spánverja – en það er þá spurning hvort Alonso verði enn Liverpool maður þegar mótið hefst, hmm?
LIVERPOOL BESTIR Í EVRÓPU!!
Frétt frá Liverpool Echo greinir frá því í dag, að Liverpool mun hefja næsta tímabil sem besta lið Evrópu! Auðvitað … hvað annað??? Þetta er byggt á lista frá UEFA og er árangri síðustu 5 ára að þakka. Chelsea er í þriðja sæti, Arsenal í sjötta sæti og núverandi Evrópumeistarar í sjöunda sæti. Já, gullöld enskra liða sannarlega: fjögur af sjö bestu liðum Evrópu!
ÞETTA LÍKAR MÉR BETUR AÐ LESA
http://www.caughtoffside.com/2008/05/28/liverpool-close-in-on-25m-man-who-could-make-rafas-men-title-chasers/7039.html
DAVID VILLA!!
Takk fyrir þettta, Brynjar. En bara vinsamleg ábending. Þetta Caught Offside blogg fer mikið í taugarnar á mér þar sem að allar fyrirsagnirnar virðast til þess gerðar að fá sem flestar heimsóknir af News Now.
Ef þið sjáið eitthvað athyglisvert á Caught Offside, takið ykkur 5 mínútur í að reyna að finna upphaflegu greinina, þar sem þetta er bara blogg sem vísar í aðrar greinar. Það er jú einsog þessi síða, en við erum ekki í því að hórast í einhverjum fyrirsagnaleik einsog Caught Offside og því vil ég ekki verðlauna þá með heimsóknum héðan. Einnig fer það í taugarnar á mér að þeir vitna í fréttir, en tengja nánast aldrei á upphaflegu fréttina.
Hérna er semsagt upphaflega fréttin: af Setanta en hún er að mestu leyti byggð á nokkurra daga gömlu viðtali í Marca og svo einhverjum spekúlasjónum um að Liverpool væri líklegur staður fyrir Villa.
Jón Árni og Stefán Geirharður skoruðu í leikjum kvöldsins : )
Mér fannst skrítið að sjá svona fáa í Liverpool á EM en hugsaði svo til Englands sem gerði svo vel að komast ekki á EM haha. (lokakeppnina þ.e.a.s.)
Þó ég væri mikið til í Villa, þá vil ég sjá liverpool spila með 1 frammi og 3 á miðju. Efast um að Villa væri til í að vera backup fyrir torres þó það væri alltaf fínt.. fá bent í það hlutverk.
Ég vil líka halda miðjunni þannig að Mascerano og Alonso séu aftari og Gerrard fyrir framan, með Babel og Annan alvöru kanntmann, sem verður vonandi keyptur fjótlega
Og svo er það vörnin, væri fallegt ef Agger og Skrtel fengu að blómstra saman í hafsent, með Carragher hægra meginn og keyptann vinstri bakvörð sem eitthvað er varið í, og þá spyr ég, er Dossena ( man ekki alveg nafnið) að koma til liverpool fyrir víst?