Loksins eitthvað að fara að gerast?

Það hefur verið all time low í fréttaflutningi af Liverpool FC undanfarið, einu fréttirnar eru meiðsli hjá Babel og svo þegar leikmenn okkar eru að hrósa hverjum öðrum á víxl. Núna virðist eitthvað vera að fara að gerast. Ég gæti vel trúað því að það sem eftir lifir vikunnar, þá geti hjólin snúist aðeins hraðar (ekki erfitt því þau hafa ekki verið á hreyfingu) og það talsvert hraðar:

Talað er um að Dossena díllinn sé að verða klár og að hann sé í læknisskoðun hjá Liverpool og gæti verið formlega keyptur til liðsins á morgun eða hinn á 7-8 milljónir punda. Vinstri bakvörður í stað John Arne Riise og bara jákvætt. Umboðsmaður hans sagði meðal annars þetta í nokkrum fjölmiðlum:

“Everything is confirmed and we have already exchanged all the documents via fax. The deal is practically done.”

Einnig slær Daily Mail í Liverpool því upp núna seinnipartinn að Rafa sé að hækka boð sitt í Gareth Barry og má því fastlega búast við því að það fari að færast í samkomulagsátt þar. Núna er talað um 15 milljóna díl, og þó svo að mér finnist það persónulega vera full mikið, þá er hún það ekki sé tekið mið af því hvað nágrannar okkar úr Manchester borg borguðu fyrir þá Carrick og Hargreaves. Sem sagt allt virðist vera að gerast þarna og ég er handviss um að Barry verður okkar leikmaður á næsta tímabili.

Það var talað um það í Daily Mail í Manchester í kvöld að Tom Hicks sé búinn að finna eftirmann Rick Parry sem Chief Executive hjá Liverpool FC. Sá mun gegna sama hlutverki hjá Manchester City og hefur verið óánægður með gang mála þar. Ég er algjörlega kominn á þá skoðun að Rick Parry sé kominn á algjöra endastöð í sínu starfi og gott væri að skipta um mann í þeirri stöðu. Ég veit reyndar akkúrat ekkert um þennan City mann, þannig að það er líklega nokk sama hver verður orðaður við þetta, maður á ekki eftir að þekkja viðkomandi mikið.

Síðasta fréttin er svo um Aaron Ramsey, efnilegan leikmann Cardiff City. Það hefur verið staðfest í dag að boð hafi borist í hann frá þremur toppklúbbum á Englandi. Jafnframt hefur Cardiff staðfest það að tveim þeirra hefur verið gefið leyfi til að ræða við guttann um kaup og kjör. Það hefur verið staðfest að Manchester United er annað þessara liða, en fréttir ganga á víxl með það hvert hitt félagið sé. Talað er um bæði Arsenal og Liverpool í því samhengi. Það verður spennandi að sjá hvort við séum þar á meðal. Held reyndar að oft sem áður þá eru heimamenn (á Bretlandi) ansi hreint yfir “hæpaðir”, en það getur vel verið að þetta sé svaðalegt efni.

Allt sem sagt fínar fréttir í mínum huga ef eftir ganga.

44 Comments

  1. Gaman að svona fréttum. Þetta er búið að vera hundleiðinlegt undanfarið. Líst vel á þetta allt saman.

  2. Er konan ennþá í Frakklandi og lítið að gera í vinnunni hjá þér Steini?…það hrúgast inn fréttir á vinnu- og fjölskyldutíma hjá þér 😛

    En að fréttunum sjálfum þá vil ég nú alls ekki missa Xabi en hann virðist þó vera við það að ganga til liðs við Juve…Liverpool bara að reyna kreista verðið upp sem er svo sem mjög jákvætt. Barry virðist einfaldlega eiga að taka hans stöðu og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út.

    Dossena virðist einnig vera réttókominn með pennann á loft. Veit ekki alveg hversu spenntur ég er með það. Hef aldrei séð hann spila, veit bara að hann hefur spilað heilan einn landsleik fyrir Ítali, var ekki talinn nógu góður fyrir EM í sumar hjá þeim og hann spilar með stórliði Udinese. Lítur ekkert spes út svona fyrirfram en vonum það besta.

    En núna vil ég fara sjá okkur reyna við eitthvað af þessum alvöru háköllum. Ribery yrði algjör draumur og ég er viss um að Rafa reynir við þannig týpu af leikmanni….allavega gengur ekki að hafa Dirk Kuyt ef við ætlum okkur stóra hluti. Var ekki Quareshma líka eitthvað að jarma um að hann vildi fara frá Porto? Ribery eða Quareshma, þetta eru týpurnar sem ég væri til í að sjá koma til okkar…Ribery þó frekar ef ég mætti velja á milli þeirra.

  3. Þar sem mér er mjög illa við Ítali (tengist Heysel og öllu þeim sénsum sem Ítalir hafa fengið í gegnum tíðina hvað fótbolta varðar) þá vildi ég helst að þessi gaur héldi sig heima. Ég veit ekki einu sinni hvort ég myndi samþykkja hann þótt hann yrði kaup ársins.

    Ég yrði fyllilega sáttur við að sjá Gareth Barry, hægri kantmann (Ribery eða Bentley) og svo vinstri bakvörð í svipuðum gæðaflokki sem kæmu inn í sumar ásamt fyrna sterkum sóknarmanni. Ég kem ekki vinstri bakverðinum né sóknarmanninum fyrir mér en í snöggu bragði yrði Robbie Keane VIRKILEGA gott fit þarna í sókninni þar sem ég teldi að Torres myndi ná flott saman með honum. Við erum að tala um 3x15m fyrir Barry, Bentley/Ribery og Keane sem kæmi að hluta til með sölu á Crouch, Riise, Carson ofl. Þetta er draumurinn 🙂

  4. Líst auðvitað vel á Barry, sannfærðari með hverjum deginum að hann er flott fitt á miðjuna.
    Varðandi vinstri bakverði finnst mér mjög erfitt að finna marga góða kosti, finnst bara stöðugt fækka góðum mönnum í þá stöðu. Lahm er ekkert að fara, United búið að læsa Evra og Heinze verður áfram hjá Real. Abidal gerði upp á bak og ég vill ekki sjá Wayne Bridge eða aðra álíka.
    Ég vona að Dossena sé góður leikmaður, Rafa hefur yfirleitt gert góð kaup í varnarmönnum, ég bara treysti því að þarna sé klassa gæji á ferð. Miðað við fréttir sýnist mér hann verða dýrasti varnarmaður Rafa, dýrari en Arbeloa, Agger og Skrtel. Það eitt gefur manni vonir!
    Varðandi Parry er ég sammála því að hann fengi bara kartöflurnar í minni grillveislu, ekkert kjöt, sósu eða salat! Ég veit bara ekki alveg hvort þetta er rétti tíminn til að skipta, eða hvort Citymaður ræður við Liverpooldjobbið. Parry var á sínum tíma sá sem kom PL á koppinn og ég held að við þurfum mann með meiri credentials en það að hafa stjórnað PR málum hjá Manchester City…….

  5. Svo er líka öðru hvoru verið að bendla okkur við james Milner það er sá allra slakasti brandari sem ég hef heyrt og verður vonandi ekki neitt annað en brandari trúi aldrei að Benitez langi í hann. Gleðst hins vegar mjög yfir fréttum af Barry og Dossena

  6. Ég held að við getum gleymt því að fá Ribery, hann var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar og fráleitt að Bayern láti hann fara, nema hann sé óánægður.
    Og þá myndi hann kost meira en 15 mills.
    Annars verður maður bara að treysta Rafa í þessum leikmanna málum, ef hann er tilbúinn að borga 7-8 mills fyrir hann þá hlítur hann að sjá eitthvað í honum sem kitlar.

  7. Mig langar að setja inn smá ábendingu/spurningu.
    Nú er að bresta á Euro 2008, hvernig líst mönnum á að mæta hingað á spjallið og spá fyrirfram í úrslit leikja?
    Spá og spekúlera í leikjunum og svoleiðis?

  8. Sammála nr. 2 þurfum að elltast við stóru bitana ef við ætlum að brúa bilið í man utd. Persónulega hefði ég frekar viljað sjá 2-3 alvöruleikmenn en 5-6 meðaljóna. Er ekki að missa þvag yfir þessum bakvörðum en vonandi eiga þeir eftir að standa sig, Barry verða góð kaup. Held að Torres sé búin að sýna að gæði kosta peninga en eru aðferðin til framfara. Af hverju eru Liverpool ekki orðaðir við eitthvað af stóru bitunum, David Villa, Ribery, Eto, Quresma! og framv.

  9. Ég veit ekki betur en að við séum orðaðir við Ribey, Quaresma og Villa 😛

  10. Varðandi þennan Aaron Ramsey þá er búið að samþykkja tilboð Arsenal og Manure í hann en boði Liverpool, sem var þriðja Úrvalsdeildarliðið, var hafnað út af því hvernig það var sett upp (væntanlega þá ekki að borga alla upphæðina strax og árangurstenging etc etc). Nú er ég ekki að gefa í skyn í augnablik að þessi strákur sé einhver ómissandi hluti af plani Liverpool til að keppa um titilinn á næsta tímabili en mér finnst þetta segja ansi margt um hvers vegna Liverpool er ekki búið að komast nálægt titli í 20 ár og mun sennilega ekki gera á næstunni…

  11. Jamm, enn einu sinni snýst þetta um cash flow og þar erum við í bobba:(

  12. Porto bannað að taka þátt í meistaradeildinni á næsta ári vegna meints mútumáls. Þeir verða þar af miklum tekjum og stjörnurnar vilja auk þess spila í meistaradeildinni, nú er lag að ná í Quareshma.

  13. Ætli þeirri ákvörðun verði nú ekki áfrýjað og henni snúið við fljótlega, UEFA setti hættulegt fordæmi þegar þeir leyfðu AC Milan að taka þátt í keppninni 2006. Quaresma má samt sem áður alveg koma og hann hefur nú svo sem látið að því liggja að hann langi burt frá Porto.

  14. Reglunum var breytt eftir þennan AC Milan skandal. Spurning hvort að þeim takist samt að áfrýja þessu þar sem brotin fóru fram á alveg sama tíma og hjá Milan, uppgötvuðust bara seinna..

  15. Fyrigefið, en ég verð bara að spyrja. Af hverju eiga Ítalir skilið andúð útaf Heysel??? Þetta finnst mér verulega furðulegt komment.

    Ég ætla að skrifa um þessi Parry / Markaðsmál þegar ég kem heim. En bara einn punktur. Ég er staddur í Ísrael. Það vill svo til að besti knattspyrnumaður Ísraels spilar fyrir Liverpool. Þýðir það að í hverri búð séu seldir Liverpool búningar? Nei, auðvitað ekki.

    Ég sá jú svarta varabúninginn í einni Adidas búð (innan um Real Madrid búninga), en annars eru það Chelsea og Man U búningar sem að dóminera. Talandi um töpuð tækifæri. Ég bara trúi því ekki að nýr maður geti verið verri en Parry.

  16. Hefur Parry virkilega völd til að ákveða hvað ísraelskir íþróttabúðaeigendur ákveða að selja í búðum sínum? Fer þetta ekki bara eftir eftirspurninni þarna?

    Annars sammála Einari Ö í undrun á þessu Heysel-kommenti. Hefði haldið að þessi andúð ætti að vera öfug..

  17. Hefur ekki Parry verið titlaður yfirmaður markaðsmála hjá Liverpool um all langt skeið? Auðvitað ber hann þá ábyrgð á því hver sýnileiki og framstilling á Liverpool vörum er á heimsvísu.

  18. Auðvitað en ég efast um að Rick Parry sé að ákveða það hvort og hversu mikið Intersport eða einhver ómerkilegur smásali í Ísrael (sem dæmi) selji Liverpool varning…

  19. Kjartan, í guðanna bænum. Sérðu ekki samhengið á milli góðrar markaðssetningar og það hversu sýnileg varan er á heimsvísu??
    Þegar talað er um “á heimsvísu” er einnig átt við litlar búðir í Ísrael eða hvar sem er. Það er engin vara sem selur sig sjálf heldur taka búðir frekar inn vörur sem eru vel markaðssettar. Þetta dæmi frá Einari er ekki fyrsta og eina dæmið um þetta sama mál. Það er bara greinilegt (þekki af eigin raun eftir mikil ferðalög) að Liverpool er ekki eins vel markaðssett og t.d. Man.Utd. ofl og það sést t.d. á því að erfiðara er að finna Liverpool-varning í smábúðum sem stórbúðum í t.d. Asíu og Afríku.

  20. Ekki eins og ég sé að verja Rick Parry, þessir gæjar eru búnir að leyfa þessu liði að staðna í 20 ár. Ætli allar búðir í Noregi séu fullar af Riise 6? Eru allar íslenskar búðir fullar af Guðjohnsen 7? Ég held einfaldlega ekki að Liverpool sé sérstaklega markaðsvæn “vara”. Á meðan United er með C. Ronaldo og þar áður Beckham sem höfða til lítilla sætra stelpna í Bangkok (vísun í Megas ætluð) og búnir að vinna 386 titla á síðustu 15 árum þá er Liverpool með einn stóran titil á 20 árum og Dirk Kuyt…
    Það sem ég er að reyna að segja er að það er fylgni á milli árangurs og hversu auðvelt er að markaðsetja í útlöndum. Fulham yrðu ekki stórir í Asíu bara með að vera með ýkt góða PR deild…
    Let the wankfest commence!

  21. Ég get staðfest að norskar íþróttavöruverslanir eru EKKI fullar af peysum með “Riise 6” á bakinu. Alveg óháð því hvað Riise getur á knattspyrnuvellinum þá telur stór hluti Norðmanna að John Arne Riise sé ákaflega vitlaus maður. Manninum er þó nokkur vorkunn því allir Norðmenn eru sannfærðir um að mamma hans, Berit Riise, sé klikkaðasta persóna landsins. Og já, klikkaðri en Jahn Teigen og Kjetil Stokkan. Mun klikkaðri.

  22. Þessi umræða finnst mér voðalega undarleg um Parry. Hefur hann staðið sig vel? Ég bara veit það ekki því ég veit ekki alveg hvert hlutverk hans er hverju sinni eða hvort það sé fjármagnið sem takmarkar það sem hann gerir hverju sinni. En varðandi markaðsmál þá hélt ég að Ian Ayre sæi um þau mál. Í það minnsta fjallaði Daði Rafnsson um markaðsmál Liverpool og ráðningu hans á síðasta ári á þessum vef. Ber hann þá ekki ábyrgð á markaðsmálin öll? Ég bara spyr. Ef Parry hefur staðið sig illa þá á auðvitað að reka hann. Ekkert að því að fá ferskt blóð og nýjar hugmyndir í þetta félag sem á að gera miklu betur.
    Varðandi Riise og mömmu hans þá frábið ég mig að hinn góði maður Jan Teigen sé dreginn í þessa umræðu. Fín kall þó hann hafi aldrei náð góðum árangri í Eurovision. Hver man ekki eftir lagi eins og do re mi fa sola tító. Alger snilld. Sverrir Stormsker þeirra Norðmanna.

  23. Hvaða vitleysa? Jan Teigen náði ágætis árangri eftir fyrstu katastrófuna þegar hann fékk 0 stig árið 1978. Hann náði 12. sæti árið 1982 og 9. sæti árið 1983 með áðurnefndum stórsmelli Do Re Mi. Það þætti nú ljómandi fínn árangur fyrir Vestur-Evrópuþjóð í dag 🙂

  24. Auðvitað á Liverpool treyja með nafni Yossi Benayoun að hanga fremst í öllum sportbúðum Ísraels, þetta er besti leikmaður landsins og spilar fyrir eitt stærsta félagslið heims. Það er enginn annar leikmaður frá Ísrael sem spilar með jafn stórum klúbbi og LFC, þannig að auðvelt er að færa rök fyrir betri treyjusölu.

    Sama á við um Martin Skrtel hann er besti og þekktasti leikmaður Slóvakíu í dag. Enginn leikmaður kemst með tærna þar sem hann hefur hælana þegar kemur að stærð klúbbsins sem þeir spila með. Í Slóvakíu eiga allar búðir að vera fullar að Liverpool treyjum merktum SKRTEL (flott nafn).

    Svo er svipuð staða hjá Sami Hyypia og Daniel Agger, ættu að öllu jöfnu að vera mest seldu íþróttatreyjur Finnlands og Danmerkur.

    Auðvita má ekki gleyma fyrrverandi leikmanni Liverpool og knattspyrnugoði Ástrala “Harry Kewell”. Liverpool treyjur með Kewell á bakinu ættu að vera inn á nánast öllum fótboltaheimilum í Ástralíu.

    Ég man ekki eftir að hafa séð krakka í Chesky$ treyjum fyrr en Eiður byrjaði að spila fyrir þá, nú er fullt af þeim.

    Betur má ef duga skal, LFC er flott merki með flotta búninga og því lítið mál að markasetja það á heimsvísu ef rétt er unnið úr málunum. Enda benti Hicks á það strax í byrjun að mikil sóknartækifæri væru í markaðssettningu vörumerkis Liverpool FC.

    Kv
    Kristján

    • Þar sem mér er mjög illa við Ítali (tengist Heysel og öllu þeim sénsum sem Ítalir hafa fengið í gegnum tíðina hvað fótbolta varðar) þá vildi ég helst að þessi gaur héldi sig heima. Ég veit ekki einu sinni hvort ég myndi samþykkja hann þótt hann yrði kaup ársins.

    Veistu alveg söguna á bak við Heysel? og hefur þú hugmynd um afhverju það er ekki vinsælt umræðuefni meðal poolara?

    Varðandi markaðsmál þá er þetta Bennayoun dæmi ágætt, hann er að spila með Liverpool sem er eitt stærsta félagslið í heimi og er besti leikmaður Ísraela, hann ætti að fá þó nokkuð pláss í verslunum þar. Treyjur með Eiði Smára hafa t.d. verið ágætlega sýnilegar hér á landi undanfarin ár.

    En það er líka mjög góður punktur að benda á að t.d. United hafi verið að vinna titla undanfarin áratug með góð vörumerki eins og Becks og Ronaldo meðan við höfum okkar Riise og Kuyt. (ok Gerrard, Carra, Owen (áður) og Torres (nú).

  25. Hefur hvarflað að ykkur að fótbolti eða a.m.k. enskur fótbolti sé ekki stór í Ísrael? 🙂

  26. Við skulum vera sammála um að vera ósammála í þessu Nonni, ég tel Skrtel þann besta í Slóvakíu í dag. Auk þess var punktur minn þess eðlis að liðið sem Skrtel spilar fyrir (Liverpool fyrir þá sem ekki vita) er miklu stærra heldur en Napoli sem Hamsik spilar fyrir.

    Það var mikið sóknartækifæri fyrir Chelsky í búningasölu (á Íslandi) þegar Eiður spilaði fyrir þá, sama er á við um Liverpool í dag hvað varðar t.d. Benayoun og Skrtel (í þeirra heimalandi).

    Það sem flestir eru sammála um er að Liverpool FC getur gert mikið betur þegar kemur að búningasölu og markaðsmálum.

    Kv
    Kristján

  27. “Það var mikið sóknartækifæri fyrir Chelsky í búningasölu (á Íslandi) þegar Eiður spilaði fyrir þá, sama er á við um Liverpool í dag hvað varðar t.d. Benayoun og Skrtel (í þeirra heimalandi).”

    Það búa 300 þúsund manns á Íslandi, Ísraelar og Slóvakar eru “aðeins” fleiri.
    Skil ekki alveg afhverju Eiður er svona mikið í þessari umræðu, held að þau lið sem hann hefur spilað fyrir hafi aldrei grætt mikið á því að selja treyjuna hans.

  28. Hefur hvarflað að ykkur að fótbolti eða a.m.k. enskur fótbolti sé ekki stór í Ísrael?

    Fotbolti er vinsaelasta ithrottin i Israel og enski boltinn er vinsaelasta deildin asamt Spani. Man U og Chelsea treyjur fast vida.

  29. Af Aston Villa blogg síðunni varðandi Barry.
    Annað hvort eru þeir svekktir að missa hann eða þeir hafa rétt fyrir sér í því að hann muni ekki styrkja liðið frekar og komi til með að detta á bekkinn e. nokkra leiki.
    http://www.avfcblog.com/content/view/2393/70/

    Barry on the other hand, if rumours are to be believed, is in Liverpool having talks about his future.

    None of us really expect to see him in claret and blue next season, but wouldn’t it be fun if Liverpool get knocked out of the Champions League early and that’s his season over?

    Barry is a good player, but he’s not going to strengthen the Liverpool team and I wouldn’t be surprised to see him sitting on the bench after ten or twelve games, mostly because he won’t have Martin O’Neill to up his game.

    Anyway, all speculation, let’s wait and see if we’re told anything by the club or if any of this turns out to be true.

  30. but wouldn’t it be fun if Liverpool get knocked out of the Champions League early and that’s his season over?

    Úff, frekar súrt af stuðningsmönnum liðs að tala svona um mann sem er fyrirliði þeirra og búinn að vera hjá liðinu í mörg ár og er ennþá leikmaður þeirra. Væri samt gaman að sjá hvað Man Utd menn eru að segja um C. Ronaldo ef nýjast útspil hans… 😀

  31. Já og svo eru Porto ekki að fá að spila í CL.
    Skilst að Quareshma sé með klásúlu í samningnum sínum sem hjlómar á þá leið að ef þeir eru ekki í CL getur hann farið á 10m 😀

  32. Varðandi sýnileika búninga…

    Ég var staddur í New York í byrjun janúar og fór inn í stóra Adidas búð þar í SoHo…
    Það fyrsta sem blasti við mér voru Real Madrid og Chel$kí búningar, strax á hægri hönd…
    Þeir voru vel upp stiltir á rekka (sitthvoru megin)… en Liverpool búningana fann ég aftur á móti aftan á rekkanum, vel falda…

    Svona hluti þarf að laga… það er enginn að segja mér að Chel$kí séu vinsælli í Kanaríkjunum en Liverpool…

    • Úff, frekar súrt af stuðningsmönnum liðs að tala svona um mann sem er fyrirliði þeirra og búinn að vera hjá liðinu í mörg ár og er ennþá leikmaður þeir

    Er það? Ég hefði svo sannalega óskað Gerrard þess sama hefði hann látið verða af því að fara til Chel$ki!!
    Annars virkar þetta á mig sem bloggsíða, það er skoðun eins manns sem er greinilega og nokkuð eðlilega bitur yfir því að vera missa Barry (sem hann telur að sé að fara gerast).

  33. Varðandi þessa umræðu um sýnileika búninga.

    Auðvitað getur Rick Parry ekki farið sjálfur, persónulega í allar íþróttaverslanir á heimsvísu og heimtað að Liverpool-búningunum sé stillt upp á auðsýnilegum stað. Enda er enginn að tala um það. Það sem við erum hins vegar að tala um er að sýnileiki vörumerkja er einfaldasta leiðin til að dæma velgengni markaðssetningarinnar.

    Dæmi: hvort haldið þið að sé líklegra að þið sjáið á undan í verslun hvar sem er í heiminum, Coca-Cola flösku eða Tab flösku eða e-ð álíka? Það er staðreynd að Kókinu er stillt upp á sýnilegum og auðkenndum stað í hverri einustu búð í heiminum, einfaldlega af því að það er vit í því fyrir hvern einasta búðareiganda að gera kúnnum sínum auðvelt að finna Kókið, þar sem það er eðlilega mikil eftirspurn í það.

    Þegar menn fara í sportvöruverslanir um víða veröld, eins og hefur komið fram margoft á þessari síðu, og sjá alls staðar sömu niðurstöðuna – þ.e., Chelsea- og ManUtd-varningur sýnilegri en Liverpool-varningur – þá segir það okkur alveg skýrt að ástæðan er sú að búðareigendur finna fyrir meiri eftirspurn í Chelsea- og United-vörur en þeir finna í Liverpool-vörur.

    Og hvers starf hefur það verið síðasta rúma áratuginn að skapa eftirspurn eftir Liverpool-vörum? Rick Parry. Þetta er ekki flókinn reikningur.

    Maðurinn hefur haft úr mjög góðum efnivið að vinna. Saga klúbbsins, Liverbird-merkið víðfræga, þrennutímabilið undir stjórn Houllier, Istanbúl 2005 og heimsfrægir leikmenn á borð við McManaman, Fowler, Owen, Gerrard, Carragher og núna Torres. Að það skuli ekki vera hægt að tvinna saman úr þessu markaðsherferð sem er hnitmiðuð, nær um víða veröld og gerir það að verkum að Liverpool-treyjur eru a.m.k. til í flestum verslunum, segir allt sem segja þarf um afköst Rick Parry í sínu starfi.

    Ég nefni alltaf sem mitt uppáhalds dæmi þegar við Einar Örn vorum í Liverpool-borg í heila viku í mars ’07. Þá vikuna spilaði Liverpool heimaleiki við Man Utd og Barcelona og því var mikið af ferðamönnum vegna leikjanna í borginni. Við fórum í hverja einustu verslun sem við sáum og gerðum dauðaleit að síðerma treyju fyrir Einar, sem er sennilega í algengustu mögulegu stærð, og við fundum ekki eina slíka treyju. Í Liverpool-borg! Í stærstu viku tímabilsins!

    Ofan á þetta allt bætast skrípaleikir eins og ákvörðun Parry og Moores að selja klúbbinn til Gillett & Hicks án þess að kanna bakgrunn þeirra nægilega (sem virðist hafa komið bersýnilega í ljós síðan), eða þá staðreynd að Gerrard var næstum því farinn frá Liverpool sumarið 2005 af því að hann vildi skrifa undir samning strax eftir Istanbúl en Parry fór í sumarfrí áður en hann settist að samningaborðinu og lét Gerrard bíða (Parry fer víst á hverju ári til Barbados yfir mánaðarmótin maí/júní til að spila í einhverju Old Boys-móti sem virðist hafa meira mikilvægi en framtíð Liverpool FC), svo ekki sé minnst á að Rafa Benítez hefur oftar en einu sinni þurft að gagnrýna Parry opinberlega fyrir að draga fæturnar í að semja um kaup á þeim leikmönnum sem hann vill fá til liðsins.

    Parry er óhæfur. Það þarf ekkert að ræða það frekar, og sú staðreynd að menn eru enn að reka sig á vanhæfni hans í hverri sportvöruversluninni á fætur annarri á meðan Parry heldur áfram að fá borgað er bara til þess að nudda salti í sárin.

    Þið megið segja það sem þið viljið um Peter Kenyon hjá Chelsea, en sá maður er búinn að stökkva með Chelsea langt, langt, laaangt fram úr Liverpool í markaðsmálum á síðustu fimm árum. Þetta snýst ekki um að vera næs, þetta snýst um að selja, selja, SELJA!

  34. Sælir félagar
    Það er ekki miklu við að bæta það sem Kristján Atli segir. Það segir allt sem þarf og því ætti Parry umræðan að vera dautt mál.
    Nú vill maður fara að heyra einhverjar fréttir af kaupum og það alvöru kaupum. Þetta helv… vesen á eigendum og ráðamönnum klubbsins mundi gera mig gráhærðan ef ég væri það ekki fyrir.
    RB sagðist vilja klára mönnun liðsins fljótt of það er örugglega ekki honum að kenna hvað það gengur hægt.
    Það er nú þannig

    YNWA

  35. þetta er alltaf svona, ekki bjuggust menn virkilega við því að 3-4 stjörnu leikmenn væru búnir að skrifa undir samning við LFC í byrjun júní? Ég meina, þetta er Liverpool sem við erum að tala um, sagan segir okkur að við missum af stóru bitunum í byrjun sumars og hirðum svo leifarnar á haustinn.

    Alveg hreint óþolandi.

  36. Jamms, alveg hreint Óli. Hver eru síðustu 5 kaup sem framkvæmd hafa verið. Jú, Torres, Babel, Skrtel og Mascherano. Leifar my ars….

    • Hver eru síðustu 5 kaup sem framkvæmd hafa verið. Jú, Torres, Babel, Skrtel og Mascherano

    Finndu villuna 😉

  37. “Hver eru síðustu 5 kaup sem framkvæmd hafa verið. Jú, Torres, Babel, Skrtel og Mascherano.”

    Hver er þessi “Jú” og hvenær var hann keyptur? Er hann kínverskur eða hvað?

  38. Jú, hann er hæfileikaríkur frændi nýja framherjans sem Everton var að festa kaup á, sá heitir Why Me.

  39. Dossena búinn að standast læknisskoðun og verður officíal á allranæstu dögum. Hvernig leggst þetta svo í menn? Riise burt sem er gott allavega.

Stórir bitar

Dossena og Barry að koma, Bentley næstur