Nýju tilboði í Barry hafnað

Þetta flokkast ekki undir slúður, þar sem eftirfarandi tilkynning birtist á opinberu síðu Aston Villa F.C.:

Liverpool’s latest attempt to prise club captain Gareth Barry away from Villa Park has failed.

A new bid was received late last night but was rejected.

A club spokesman said: “The offer was a slight improvement on a previous bid but our position on the issue remains unchanged and Liverpool have been informed.”

Það er aldeilis að menn ætla að vera harðir. Fyrir þá sem ekki skilja ensku, þá er þetta tilkynning þess eðlis að Liverpool hafi gert endurnýjað tilboð í Barry seint í gærkvöldi (sem Sky segja að hafi verið upp á 15m punda) og að því hafi verið samstundis hafnað.

Samkvæmt þeim áreiðanlegu fregnum sem við höfum er þetta s.s. annað formlega tilboðið okkar. Martin O’Neil sagði í miðjum maí að Liverpool hefðu boðið 10m plús leikmann/leikmenn og því verið hafnað. Svo á klúbburinn að hafa spurst fyrir um 12m en það einnig verið hundsað og nú bjóðum við 15m í reiðufé en því er einnig hafnað. Þetta allt þrátt fyrir að Gareth Barry sé búinn að biðja Martin O’Neil um að fá að fara til Liverpool.

Ég skil Villa-menn svo sem. Ef ég væri Villa-aðdáandi væri ég hæstánægður með O’Neil. Við myndum ekki vilja missa Torres til annars félags á Englandi og ef það gerðist að hann bæði um að fá að fara myndum við vilja sjá Rafa berjast fyrir því að fá toppverð fyrir hann, þannig að O’Neil er að mínu mati að vinna góða vinnu hér. Hins vegar get ég ekki annað en spurt hvort hann sé ekki einnig að tefla eilítið djarft. Hvað gerist ef Liverpool ákveða að ganga frá borðinu í stað þess að hækka boðið enn meira, og O’Neil situr eftir með mann sem var búinn að biðja um að fá að fara til klúbbs sem var búinn að bjóða stóra upphæð í hann.

Að mínu mati eru 15m punda langt yfir markaðsverði, en ég sagði það svo sem líka um Michael Carrick sem hefur heldur betur reynst United vel. Ef Rafa vill fá Barry ætla ég ekki að mótmæla því, en það verður athyglisvert að sjá hvort hann hættir við þetta núna og leitar annað, eða hvort þetta þýði að Alonso verði kyrr hjá okkur eftir allt saman. Persónulega styð ég Rafa í því sem hann vill og vona að það komi okkur til góða á vellinum (hann verður aldrei gagnrýndur fyrr en eftir að það hefur komið í ljós hvort Alonso út / Barry inn bæti liðið eða ekki) en ef ég mætti ráða myndi ég ALDREI í lífinu selja Alonso fyrir 12-14m og borga svo 16-20m fyrir Barry. Að skipta Alonso út fyrir Gareth Barry og borga 4-6m punda með þeim skiptum er að mínu mati algjört glapræði.

Við sjáum hvað gerist á næstu dögum. Þetta verður athyglisvert. Hvaða aðra toppmiðjumenn getum við keypt á 15m punda? Dettur einhverjum eitthvað í hug? Svör sendist á rick.parry@liverpoolfc.tv …

37 Comments

  1. Mér finnst metnaðar leysi einkenna kaup áætlanir okkar. Milner og minni peð.

    Ég vil sjá okkur fara í aðeins meiri klassa en einhverjar gamla leedsara.

    Ég væri til að sjá Frings eða stærri nöfn með Pung.

  2. Gæti verið að að Diego væri falur fyrir þessar 15millur, væri til að sjá hann í rauðu.

  3. Er ekki Carson inn í þessu díl, ég las einhverstaðar að Liverpool væri að bjóða Carson uppí á 9-10 millj punda + peningur. Það er nú ekki alslæmt þar sem hann kom til LFC fyrir 1 millj punda frá Leeds.

    Persónulega finnst mér samt verðmiðar á enskum leikmönnum oft algjört rugl. Samkvæmt Sky vill Aston Villa fá 20 millj punda fyrir Barry, það verð er gott dæmi um rugl. Ég tek undir með Kristjáni að verðmiði Barry á ekki að vera hærri en Alonso, í versta falli á Liverpool að koma út á sléttu.

    Það sem mér finnst þó verst er allt bendir til þess að Rafa þurfi að selja leikmenn til að fjármagna ný kaup. Ef brúa á bilið milli manu og Celsky þá þarf meira til. Liverpool verður að kaupa góða leikmenn sem eru betri en þeir sem fyrir eru hjá liðinu (ekki flókinn vísindi). Sem dæmi tel ég litlar líkur á því að Degen sé betri en Arbeloa.

    Þó að EM sé í gangi er fullt af leikmönnum sem ekki eru að spila þar. Hjá Liverpool eru t.d. Carson, Finnan, Crouch, Riise, Pennant orðaðir við brottför og engin af þeim er að spila á EM. Það ekkert því til fyrirstöðu að koma þessum leikmönnum í verð.

    Kv
    Krizzi

  4. Ég er sammála Kristjáni með að láta Alonso fara og fá Barry fara auk þess að borga á milli. En að skipta á þeim á sléttu get ég alveg sætt mig við. Reyndar eru fréttir um að Juve sé að bjóða 14,2 í Alonso þannig að líklega er Benítez að reyna að klára þessi skipti á sléttu sem virðist reyndar vera útilokað miðað við nýjustu fréttir af neytun Villa.

    Það er núna í fjölmiðlum að Milner sé sjálfur búinn að tala við Liverpool og kaupverðið bara eftir. En er Milner nokkuð svo slæmur kostur fyrir 6-7 millur? Hann er ekta leikmaður sem Benni vill hafa í sínu liði. Hann getur spilað á báðum köntum, er duglegur og er KLÁRLEGA (Gummi Torfa) betri en Benayoun, Pennant, Kewell, Voronin og aðrir minni spámenn sem hafa reynt að spila á köntunum.

    Það eru góð kaup í Milner að mínu mati. Þ.e.a.s. ef við losum okkur við Pennant og Benayoun……já og Voronin, Riise og þessa helstu farþega.

  5. Váá Þetta er geðveikur leikmaður en 15. mill punda…. Er það ekki aðeins of mikið??? Ég væri alveg til í að fá hann.

    LLL = Lengi Lifi Liverpool

  6. Að leikmaður eins og Milner sé orðaður við okkur er hneyksli og klárt merki um algjört metnaðarleysi. Þó að hann kosti kannski bara 6-7 millur það má alveg eyða þeim peningum í eitthvað skárra. Hann er ekki einu sinni fastamaður í slöku liði Newcastle

  7. Nei andskotinn. Menn mega ekki sætta sig við það að kaupa Milner og hann er Ekki klárlega betri en Pennant og benayoun bara öðruvísi ágætur leikmaður ekkert meira. Um leið og menn eru byrjaðir að sætta sig við svona kaup þá finnst mér eins og þeir hinir sömu séu að gefa frá sér réttinn til þess að verða fyrir vonbrigðum með að vinna ekki titla. Milner hefur sannað það að hann er flottur spilari fyrir meðal lið eins og Aston Villa eða Newcastle. En annað er hann ekki og við eigum að stefna hærra, vilja hærra og fara hærra. Ég er ekki með lausnina við kantmanna vandamálunum enda er ég í vinnu við annað ólíkt mörgum starfsmönnum LFC sem ættu nú að geta notað tíma sinn sem “skátar” og bent á einhverja betri lausn en Milner.

  8. Þetta er grín, í þessari kreppu sem víða ríkir er rugl að neita 15 mills tilboði í Barry. Ég set spurningamerki að hækka tilboðið meira og nota mest af silfrinu í hann. Sleppum þessu bara að sinni og fáum hann um jólin eða á næsta ári á hálfvirði því þá sjá þeir að ekkert annað félag er reiðubúið að borga svona mikið. Ég er farinn að halda að það sé verið að blóðmjólka okkur og það sé hægt vegna þess að það verði að gera þetta fyrir Gerrard sem vill fá vin sinn yfir. En vonandi kemur Barry, bara ekki fyrir silly money og það má ekki verða til þess að við höfum ekki efni á gæða-vængmanni sem hlýtur að vera algert forgangsatriði!

  9. Það eru mörg nöfn bendluð við Liverpool á þessum árstíma, í raun alltof mörg.
    En að Milner sé orðaður við okkur er svipað og Titus brambel sé orðaður við Arsenal. FÁRÁNLEGT!
    Ég skal éta hattinn minn með öllu ef að Milner verður keyptur.
    Topp verð fyrir Barry er 15m að mínu mati. Meir að segja í aðeins of mikið, finnst mér.
    Annars held ég að það verði allavega eitt svona óvænt “signing” hjá Rafa í ár, það hefur alltaf verið hjá honum í öllum viðskipta-gluggum.
    Það verður leikmaður sem að hefur ekkert verið orðaður við Liverpool.
    Ég er annars bara svektastur yfir því hvað hlutirnir eru ekki að gerast, Rafa var búin að segja að hann ætlaði að ganga frá viðskiptum sínum sem fyrst.

  10. Það sem ég skil ekki í þessu, persónulega, er forgangsröðunin. Ég hef ekkert á móti Barry, frábær leikmaður og það getur vel verið að hann passi betur inn í liðið okkar en Alonso. Hins vegar finnst mér þetta svæði ekki vera það aðkallandi að það þurfi að eyða mestu púðri og/eða peningum í það.

    Fyrir sumarið voru held ég flestir sammála um að þau svæði sem þyrfti að styrkja helst væru:

    • bakverðir, og þá aðallega vinstra megin
    • sóknarmenn á sama staðli og Torres

    Nú þegar er búið að laga fyrra atriðið. Degen kemur til að auka breiddina í hægri bak og verður þar í baráttu við Arbeloa og Finnan (ef hann ekki fer) um stöðu. Fínt. Hinum megin er Riise á förum, enda löngu orðið sannað að hann er ekki nógu góður fyrir topplið í Englandi, og Aurelio er allt of mikið meiddur til að hægt sé að treysta á hann. Þar kemur Dossena inn og spilar sem aðalmaður, deilir stöðunni væntanlega með Aurelio þegar sá brasilíski er heill, og svo er Insúa undirmaður þeirra. Þrír góðir hægri bakverðir, þrír góðir vinstri bakverðir. Málið leyst.

    Svo þegar kemur að framlínunni erum við í raun með, í dag, Torres einvaldan á toppnum og þá Babel/Benayoun og Kuyt/Voronin sitt hvorum megin við hann. Babel er ungur og stórgóður og ætti að eignast byrjunarliðssætið með öllu á næsta og/eða þarnæsta tímabili, og við fáum vart betri “squad player” til að deila því með honum en Benayoun. Hinum megin er Kuyt mjög góður og kemur með marga kosti í liðið, en ég vonaðist eftir að geta séð stórstjörnu koma til að deila þeirri stöðu með honum. Einhverja týpu eins og Ribery eða David Silva, sem væri frábær kostur í sókninni en gæti líka verið impact-leikmaður í þeim leijkum þar sem eiginleikar Kuyt gætu nýst betur.

    Vandamálið hjá okkur er ekki það að við þurfum betri miðjumann en Alonso. Ef menn nota það sem ástæðu að United vinni okkur alltaf, þá get ég sagt ykkur að það er ekki af því að þeir eru með betri miðjumenn. Ég man ekki hvenær Carrick, Hargreaves & co. áttu síðast stórleik gegn okkur. Munurinn á liðunum er sá að ef United nær að stöðva Torres ná þeir að stöðva Liverpool. Ef við náum að stöðva Ronaldo eru Rooney, Tevez, Nani og Anderson allir eftir. Anderson átti tvo stórleiki gegn okkur í vetur og hinir þrír skoruðu allir gegn Liverpool (sem og Ronaldo).

    Við erum með miðjufernu í Masch, Lucas, Alonso og Gerrard sem drottnar yfir öllum liðum, undantekningarlaust, nema þremur stóru, þar sem þetta er frekar jöfn barátta. United hefur hins vegar það forskot á okkur, Arsenal og Chelsea í dag að það eru fleiri sóknarmenn á heimsmælikvarða hjá þeim. Chelsea voru jafnokar þeirra en seldu Robben og Duff og fengu miðjuklára í staðinn, á meðan Arsenal voru að missa Hleb (væntanlega) og misstu Eduardo í meiðsli.

    Þess vegna skil ég ekki hvers vegna við erum að eyða þessu púðri í Barry. Ef hann vill ekki koma og Alonso bara veeerður að fara (hvort sem það er hann sem vill fara eða Rafa sem vill endilega losna við hann) þá mætti mín vegna alveg skúffa Barry og taka sénsinn á ódýrari kaupum, þar sem Masch og Lucas hafa alveg staðið sig á miðjunni að mínu mati.

    Hins vegar, eftir að búið er að tryggja bakvarðamálin, hlýtur að vera forgangsatriði #1 að fá a.m.k. einn heimsklassasóknarmann í þetta lið. Viðmiðunin á þar að vera að fá leikmann sem er betri en Kuyt, Benayoun og Voronin, og jafvel betri en Babel líka. Það ætti að teikna upp svona 10-15 manna lista af mönnum sem eru í hæsta gæðaflokki og gætu verið falir (dæmi: Ribery, Robinho, Ronaldinho, Eto’o, David Silva, David Villa, Pablo Aimar, Santa Cruz, Dos Santos, C. Ronaldo), leyfa Rafa að velja úr þann sem er raunhæfastur og/eða sá sem hann vill helst, og leggja allllllllllt kapp á að fá viðkomandi. Ekki eyða tíma og fé langt yfir markaðsvirði í Gareth Barry og reyna svo með hangandi hendi að fá Albert Riera eða James fokking Milner í kaupbæti.

    Bottom line: ekki eyða tíma/pening í að laga eitthvað sem er ekki brotið þegar framlínan okkar er ennþá gargandi á fleiri snillinga á sama stalli og Torres. Ef Alonso fer og Barry kemur inn, og styrkir miðjuna, verðum við samt engu nær því að vinna deildina en áður ef við erum með jafnmarga leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu og á síðasta tímabili (lesist: tvo, Torres og Gerrard).

  11. Ég verð reyndar að vera ósammála þér með Barry. Persónulega myndi ég taka hann fram yfir Alonso any time. Hann er algjörlega sama týpa og Gerrard. þá er ég ekki að tala um fótboltalega. Auk þess þá skorar hann mun meira en Alonso, Ekki bara úr vítum. Ég hef verið mjög hrifinn af þessum strák í mörg ár og er 100% um að þó við borgum 18 mill fyrir hann sem er mjög dýrt þá verður okkur slétt sama eftir ´næsta tímabil því hann verður gríðarlega sterk viðbót.
    p.s. Þetta eru ekki mínir peningar og mér er svo sama hve mikið er borgað fyrir leikmenn svo lengi sem þeir séu góðir og Barry er það án efa.
    p.p.s. Auk þess var ég aldrei neitt rosalega hrifinn af Gerrard og Alonso saman á miðjunni, fannst alltaf eins og það væri spurning hvor ætti að stjórna. Með Barry þá veit hann alveg að hann er undirmaður Gerrard

  12. Það er ekki hægt annað en að setja stórt spurningamerki við Degen, maðurinn kemst ekki einu sinni í Svissneska landsliðið!! Miðað við þessa menn sem er verið að orða okkur við er ljóst að við höldum áfram að berjast um 4 sætið.

  13. Bara svona enn einu sinni, vegna þess að það fer í taugarnar á mér þegar að svona illa ígrunduð komment koma eins og þetta #16, að Degen hefur verið meiddur og er þess vegna ekki að spila með Sviss þessa dagana.
    Þetta eiga allir sem skoða þessa síðu reglulega sem og aðrar síður tengdar Liverpool.
    Hann er einfaldlega ekki í góðu leikformi.
    P.s.
    Svo finnst mér einstaklega merkilegt að menn skuli þurfa að setja spurningamerki við 25 ára gamlan knattspyrnumann bara útaf því að hann er ekki stórt nafn!
    Please.

  14. Smá viðbót, ég man ég ekki betur en að Degen komi frítt (samningur að renna út)
    Ekki mikil áhætta það : )
    Svo vil ég bæta við að ég sé alveg fyrir mér að Babel verði í meira sóknarhlutverki í framtíðinni.

  15. Nr. 18 Hafliði

    Eru menn ekki að pirra sig frekar á einmitt því að hann er
    A – meiddur og víst búinn að vera það meira og minna undanfarin ár.
    B – hann kemur frítt og
    C – hann er afar óþekktur fyrir flest öllum, nema kannski þeim sem hafa stjórnað stórliði Dortmund í champ 😉

    Það er menn voru að vonast eftir stærra nafni, betri kosti en Arbeloa, ekki góðu back upi fyrir Arbeloa! Þannig lítur kallgreyið út fyrir manni núna því miður, en eins og vanalega þarf maður að vera bjartsýnn og vona að þetta sé heimsklassa bakvörður en ekki einhver Josemi/Kronkamp.

    En talandi um Sviss þá væri ég mjög mikið til í að hafa hægri kanntarann þeirra að djöflast í sömu stöðu hjá okkur í staðin fyrir Kuyt. Berhami frá Lazio það er.

  16. Skil þig, en ég skil bara ekki af hverju Rafa ætti að sjá hann sem einhvern kost fyrir okkur ef hann gæti ekki eitthvað.
    Kannski er bara málið að ég nenni bara ekki að vera að hafa áhyggjur af þessu núna í annari viku júní, finnst margir annsi taugaveiklaðir hérna : )

  17. Það er vel hægt að setja spurningamerki við komu Degen, en alls ekki af þeim ástæðum að hann sé ekki í landsliði Sviss. Hann er fastamaður í þessu svissneska landsliði, sem og liði Dortmund eftir því sem ég best veit, þegar hann er heill en hann er bara búinn að vera meiddur síðustu 6 mánuði og lítið sem ekkert spilað (og þá liggur náttúrulega beinast við að spyrja sig hvort hann sé önnur meiðslahrúga eins og Aurelio). Ég ætla allavega að bíða með að dæma hann þangað til ég hef séð hann spila en verð þó að segja að væntingarnar eru ekkert stórkostlegar.

    Annars væri það nú alls enginn áfellisdómur yfir leikmönnum að vera ekki í landsliði sinnar þjóðar. Það er ekki eins og Bacary Sagna, sem flestir eru sennilega sammála að var einn besti hægri bakvörðurinn í vetur, sé í franska landsliðshópnum. Svo eru hvorki Hargreaves né Carrick fastamenn í enska landsliðinu en þeir hafa þó spilað nokkuð stóra rullu í að tryggja utd. 2 titla í röð.

    En að efni færslunnar að þá er ég algjörlega sammála að það eigi ekki að skipta á Alonso og Barry og borga einhverjar 5 milljónir á milli, það er út í hött. Ég hef þó sagt það áður og stend við það að ég held að Barry henti betur í enska boltann en Alonso og slétt skipti á þeim eru að mínu mati alveg réttlætanleg. Þetta ætti hins vegar ekki að vera neitt forgangsmál, skapandi kantmaður er það sem okkur vantar helst af öllu, einhvern sem getur búið til mörk upp úr engu og tekur þá smá af ábyrgð Torres og Gerrard í sóknarleiknum. Ég er reyndar sannfærður um að Babel verður að þannig leikmanni á seinni hluta næsta tímabils þannig að ég er að tala um svipaðan karakter á hægri kantinn og þá verðum við með 4 stórhættulega menn frammi í þessu 4-2-3-1 kerfi benitez, ég er strax farinn að hlakka til næsta tímabils.

  18. Frábært. Vonandi halda Villa áfram að neita enda styrkja menn eins og Barry,Milner,Bentley og þessir kappar LFC ekki neitt.

  19. Ég held að Liverpool ætti að snúa sér eitthvað annað. 20 millur er of mikið.

    Kveðja Sjúddi á Stokkseyri

  20. Ég er sammála Sjúdda. Snúm okkur eitthvert annað. Mig langar í Modric.

  21. Modric er klassaleikmaður og er kominn til Spurs. Frábærar fréttir.
    Kveðja frá Bakkanum

  22. Raggi og Ingimar þið eruð eitthvað klikkaðir! Það er nokkuð ljóst!

  23. Ekkert að vera eltast við þetta ef þeir hjá Villa eru bara að þæfa þetta til að pota upp verðinu sem er klárlega of mikið. Betur settir að leita annað og reyna gera skynsamleg kaup en ekki borga út í loftið og svo vil ég ekki sjá Bentley á Anfield ekkert númer sem kemur með eitthvað “egde” í liðið bara enn einn meðalspriklarinn eins og Pennant, Bellamy, Voroninog þið vitið hvað ég á við.
    Menn eins og D.Villa. L.Podolski. P.Hansson og margir fleiri á að eltast við en ekki einhverja meðalgæja. Við krossleggjum fingur og treystum á æðri máttarvöld þ.e Benitez geri rétt.

  24. Martin O´Neil getur étið það sem úti frýs. Nenni ekki að sjá hans hlið á þessu! Það er spurning núna fyrir Rafa að hækka um hálfa milljón og ef það gengur ekki… að gefa þá Villa mönnum langt nef. Beina spjótum annað.

  25. Ætli Quaresma tali ensku? Samkvæmt fréttum í dag kom hann fram að hann sé búinn að semja við stórann klúbb.
    Fyrr í vetur tilkynnti Benitez að hann væri búinn að kaupa leikmann sem yrði í first 11, þannig að talar Quaresma ensku.
    Þetta góður skapandi kanntmaður þótt hann sé algjör prímadonna á köflum, en væri velkominn að mínu mati…

  26. Mér finnst svo fyndið að lesa þetta –

    Það þýðir ekkert að kaupa bara einhverja leikmenn bara af því þeir hafa búið sér til eitthvað nafn í boltanum – fótbolti er liðsíþrótt og Benitez vill örugglega styrkja liðið með leikmönnum sem passa inn í liðið. Nú finnst mér orðið nokkuð ljóst að hann vill láta liðið spila þetta 4-5-1 , 4-3-3 eða 4-4-1-1 leikkerfi (fer svona eftir smekksatriði hvað þetta er kallað) Hvar passar t.d. Villa inn í það ?

    Var ég búinn að segja að þetta snýst um liðið ?

  27. Voðalega eru menn ennþá fastir í þessari gömlu yfirlýsingu Rafa um þrjá nýja menn, einn í byrjunarlið og tvo kjúklinga. Ef stjóri tilkynnir í mars að búið sé að semja við einhvern er útilokað annað en að það sé einhver sem er orðinn samningslaus – það er náttúrlega bannað að semja við samningsbundna menn án þess að klúbburinn gefi leyfi. Og það er afar ólíklegt að tveir klúbbar semji um kaup og sölu á leikmanni í mars án þess að segja frá því eða neinn frétti af því – sérstaklega ef um stórstjörnur er að ræða.
    Þessi dularfulli byrjunarliðsmaður sem talar ensku er einfaldlega Degen – Ekki Quaresma, Henry, Ronaldinho, Pele, Sigurvinsson eða einhver önnur ofurhetja.

  28. Af hverju í fjandanum er ekki búið að ganga frá kaupunum á Dossena!!

  29. Ætli það sé ekki vegna þess að hann er í brúðkaupsferð á Bora Bora eða einhverjum álíka stað og algjör óþarfi að neyða hann í langt flug til liverpool borgar til að krota undir einhverja pappíra þegar allt er hvort eð er orðið klappað og klárt. Þá er nú varla mikið mál að bíða í viku eða svo til viðbótar og leyfa kappanum að slappa af með frúnni. Nógu slæmt hefur henni sennilega þótt að missa hann í heilan dag í læknisskoðunina, 2 dögum fyrir brúðkaupið ;).

  30. http://www.soccervoice.com/n080653.htm
    Var að lesa greinina að ofan um að Torres gæti orðið fórnarlamb nískunnar í eigendum klúbbsins. Ef “rétta” tilboðið bærist í Torres væri hægt að fórna honum fyrir “uppbyggingu” liðsins. Ef Torres verður seldur í sumar vegna þess að kana fíflin tíma ekki að henda pening í klúbbinn, þá mun ég pottþétt minnka áhuga minn í kringum liðið á meðan þeir eru eigendur.
    Einhvers staðar stendur að til að græða pening og ná árangri þarf að eyða pening og það er akkúrat ekki sem þeir eru að gera. Þeir koma inn með lánsfé og ætlast til að gera þetta “a la Glazier” way sem virkar ekki hjá klúbb sem vantar stóran leikvang eins og Ronaldo….ég meina Man Utd hefur.

    En aftur að leikmannamálum. Ég skil A.Villa að reyna að standa fastir á verðinu á Barry en því lengur sem þeir gera það, því meiri séns er á að Chelsea komi og kaupi hann. Þeir geta hinsvegar gleymt því núna þegar Scolari er tekinn við Chelsea og látið Barry fara á 15m, sem er rúmlega sanngjarnt verð. En það er hægt að leggja dæmið þannig upp fyrir pissudúkkunni O´Neil: Verðleggur hann Gareth Barry hærra en Xabi Alonso (sá seinni er með mun meiri reynslu og yngri)?? Þá frear að sleppa því að selja Alonso ef 15m fást ekki fyrir hann og Villa heldur áfram þessu rugli.
    Það hefur lengi verið ljóst að verðlag á enskum leikmönnum er þvæla en ég tel að við fáum hann á endanum á 15m nema þeir vilji hafa “skemmt epli” í sínum herbúðum á næsta tímabili. Það er samt ljóst að Rafa þarf að fara að kaupa enska leikmenn því það er nauðsynlegt að hafa góðan kjarna af heimamönnum í hópnum til öryggis þegar útlendingarnir missa áhugann á að spila fyrir okkur eða verða seldir. Ég er samt sammála ummælum númer 2 varðandi Diego. Hann er leikmaður sem ætti að vera hjá stærra liði.

  31. http://www.metro.co.uk/sport/football/article.html?in_article_id=175371&in_page_id=43
    Nóg að gera í að finna linka 🙂 En ef LFC hefur samið um 14m sölu á Alonso hlýtur Benitez að hafa gengið frá einhverjum díl í staðinn. Hann hefur allavega hugsað það svoleiðis áður sem ég tel að geri Barry mun líklegri til að vera að koma til Liverpool sama hvað pissudúkkan O´Neil grenjar í blöðum. Hver veit nema Rafa sé með surprise eins og sl. sumar eins og 1 stk Quaresma/Ribery/Robbie Keane/David Villa eða eitthvað í þessum dúr.

Eru menn sofandi á Anfield?

Ok, Torres ER EKKI TIL SÖLU (og meira um Barry)