Sunnudagar eru safaríkari!

Eins og við auðvitað vitum eru sunnudagsblöðin bresku yfirleitt stútfull af alls konar slúðri og vert að kíkja aðeins á það helsta sem dettur upp í dag.

Fyrst skulum við kíkja á „update“ af sögum sem hafa verið lengi í gangi. Fyrst er hér frétt um að Newcastle hafi nú bæst í hóp liða sem vilja kaupa Crouch, talað er um að Portsmouth sé að fara að bjóða formlega í hann.

Svona smá útúrdúr frá mér. Er ekki bara málið að kaupa rússneska Crouchinn sem spilaði svo vel í gær, Roman Pavluchenko? Stór og áræðinn leikmaður sem myndi örugglega kosta svipað og það sem við fáum fyrir Peter. En Crouch er greinilega að fara og mér þykir það leitt.

Svo höfum við öll heyrt að búið sé að ganga frá sölu Alonso til Juventus, og verðið sé 14.2 millur. Þá er miðjupar Juve orðið Alonso og Sissoko. Mínar tilfinningar eru blendnar eins og hjá Crouch. Alonso var frábær fyrstu 2 tímabílin hjá liðinu en síðari 2 voru slakari og núna þegar Mascherano er pottþétt framar en hann í röðinni er alveg verjandi að selja hann fyrir þessa upphæð. Plessis og Lucas líta efnilega út og ef að við fáum alvöru „linkup“ senter með Torres fer Gerrard á miðjuna.

Svo er það auðvitað endalaust framhald, Gareth Barry málsins, í þessari frétt er talað um að Barry ætli sér að fórna „tryggðarbónus“ upp á sjö tölur breskra punda með því að krefjast sölu. Alveg ljóst að hann verður rauður á næsta ári og bara spurning um tölur. Ég er glaður, við erum að fá enskan landsliðsmann, sem leikur mjög vel margar stöður, sér í lagi með Gerrard og er algerlega heltekinn af því að spila með LFC. Fínt mál.

Á síðustu dögum hafa svo verið að berast fréttir af öðrum enskum sem vill ólmur koma. Hér er ein fréttanna um James Milner biðli til Newcastle, um að fá að fara á Anfield. James Milner hefur í dag, 22ja ára gamall leikið 165 leiki í úrvalsdeildinni, er næstyngstur allra til að hefja leik þar og sá yngsti sem hefur skorað. Hann lék vel með Leeds en hefur ekki alltaf náð sér á strik með Newcastle. Talað er um 7 milljónir punda sem er sanngjarn verðmiði held ég.

Í dag eru svo auðvitað að koma safaríkari fréttir. Enn einu sinni talar Thierry Henry um hið ótrúlega andrúmsloft á Anfield og þá fara auðvitað af stað kjaftasögur.

Markahæsti leikmaður EM, David Villa, er farinn að daðra við England ensk lið og minnist sérstaklega á Rafa Benitez sem margir telja sterka vísbendingu um að til hans vilji hann fara. Sáuð þið hver var fyrstur að fagna markinu hans í gær. Besti vinurinn, Pepe Reina. Með hann fyrir aftan Torres og Gerrard á miðju með Masch??? Til í það!!! Myndin sem hér fylgir er frá 4thegame.com.

Ef menn vilja kíkja á fleira er á News Now tenglar um möguleg skipti á Crouch og Lassana Diarra, og slagur upp á 35 milljónir punda við United um Ramos. Hvorugt tel ég sennilegt og læt það því ekki fylgja.

Eitt er vert að minnast á. Á flestum síðum sem fjalla um EM er reiknað með að Philip Degen hefji leik fyrir Sviss gegn Portúgal í kvöld, þar sjáum við hann í fyrsta skipti sem Liverpool leikmann og ég allavega ætla að horfa á þann merkingarlitla leik, því þar verða væntanlega Degen og annar leikmaður sem ég vona að við séum að eltast við, Quaresma.

En gleðilegan fótboltadag öll!

Viðbót höfundar:

Hérna set ég inn slóð um hugmyndir Sepp Blatter of Fifa. Þarna kemur fram að í árslok 2010 eigi að verða fjórir heimamenn í hverju liði, tímabilið 2011 – 2012 fimm og frá hausti 2012 verði þeir sex.

Sepp Blatter hefur mikinn hljómgrunn í fótboltaheiminum og ég spái því að þessar reglur verði settar fram, það verður svo Evrópusambandsins að fara í málaferli út af þeim. Sem getur tekið talsverðan tíma og verður spurning um rétt íþróttasambanda að setja reglur um keppnir sínar. Liðum verður ekki bannað að vera með marga útlendinga á samningi. Þar gæti legið grundvallarmunur?!?!?

Út frá því held ég að svona mikið sé verið að ræða um Englendinga í liðunum……

32 Comments

  1. Fá inn
    Barry, Degen, Dossena, David Villa og Quaresma og þá fyrst erum við að tala um lið sem gæti tekið enska titilinn.
    Það er ekki séns að ég vilji fá Milner til LFC.

    það eru fult af mönnum sem mega fara og eru sennilegast að fara.
    Riise, Finnan Crouch, Pennant, Alonso, Kewell (Farinn) Voronin, Itjande,

  2. Kaupa 3 spánverja. Ramos,Villa og Silva. Selja Alonso,Crouch,Pennant,Riise,Carson,Guthrie og Kuyt. Þetta ætti að covera þetta allt.

  3. Ég bið til guðs, að sá dagur renni aldrei upp – að Liverpool FC kaupi James Milner…. þvílíkt og annað eins …. klúbbur eins og Liverpool á ekki einu sinni að vera orðaður við slíkan leikmann

  4. Ég var búinn að heyra að Quaresma hafi sagts vera þegar búinn að skrifa undir hjá stóru liði en gæti ekki tilkynnt það strax. Chelsea, United eða spænskt lið væntanlega þá..

  5. Ég væri til í að fá hinn rússneska Pavluchenko í stað Crouch, hann leit vel út í leiknum í gær. Þó væri ég meira til í að selja Alonso fyrir Barry, Riise fyrir Dossena og toppurinn væri Crouch út í stað Villa. Þá værum við með besta framherjaparið í ensku deildinni og þó víðar væri leitað, ásamt því að hafa Babbel og Kuyt, Gerrard, Barry og Mascherano.

  6. Vill alls ekki afskrifa Milner. Sérstaklega ekki ef að Uefa setur upp skilyrði um 6, 8 eða 10 leikmenn af 25 sem leika mega í CL séu frá heimalandi liðsins.
    Í dag erum við með Gerrard, Carragher, Pennant, Crouch og Hobbs. Þar af eru bara tveir leikmenn sem líklegt er að notaðir verði í CL næsta vetur. Hvar liggja góðir enskir leikmenn á lausu? Barry og Bentley. Hvað svo….. Ef talan frá UEFA verða 10 þurfum við ansi hreint marga! Ungu mennirnir okkar eru ekki tilbúnir, sérstaklega ekki ef Guthrie verður notaður sem skiptimynt og Paul Anderson verður seldur.
    Svo vill ég alls ekki frá Ramos. Að mínu mati ofmetinn leikmaður sem t.d. átti algerlega mark Svía í gær, fyrst með bull staðsetningu í krossinum og svo datt hann á rassinn. 35 milljónir punda fyrir hann? Onei takk……

  7. Það er náttúrulega staðreynd að reglur um fjölda uppalinna leikmanna og frá heimalandi koma ekki á næstu tveim árum. Það yrði í fyrsta lagi árið 2012. Síðan er staðreyndin sú að þetta stenst ekki lög evrópusambandsins þannig að það er ekki stætt að hafa svona reglur í einstökum deildum. ES er orðið eitt vinnusvæði með sameiginlegu vinnuafli.

    Þannig að málið er að versla Villa! 🙂

  8. Maggi: er ekki verið að tala um að þessi regla taki gildi eftir nokkur ár.. þegar margir þessara manna verða löngu horfnir á braut, eða hættir í fótbolta ? Til hvers að haga kaupum sumarsins í ár, með það í huga, hvað gerist eftir svo og svo mörg ár ?

    Carl Berg

  9. Úff, David Villa já takk. Er einnig spenntur fyrir Barry en það á ekki að eyða meira en 14 milljónum punda í hann.

    ——————Reina—————
    ——Arbeloa Carra Agger Dossena
    ——-Gerrard Mascherano Barry–
    ——Babel ———————-Villa
    ——————-Torres————–

    Varamenn: Martin, Skrtel, Aurelio, Degen, Hyypia, Lucas, Kuyt

    Þá þyrfti samt nauðsynlega að kaupa einn heimsklassa hægri bakvörð og einn kantmann sem getur leikið á báðum köntunum og þá er Liverpool FC tilbúið í titlana

    Sé þetta fyrir mér svona

    Leikmenn út
    Carson 7
    Itjande 2
    Riise 3
    Finnan 2
    Pennant 5
    Alonso 14
    Voronin 1
    Crouch 10

    Þá eru þetta 39 milljónir punda, segjum að Rafa fái 15-20 til að kaupa leikmenn plús sölur þá hefur hann tæpar 60 milljónir á milli handanna.

    Leikmenn inn
    David Villa 17
    Gareth Barry 15
    Dossena 7
    Samtals 39 milljónir og þá eigum við vonandi eitthvern aur til að kaupa bakvörð og/eða kantmann frá Kanafíflunum.

    Ég held að ef Bentley er falur fyrir innan við 12 milljónir punda þá á að krækja i hann, enskur, með góða tækni, frábæra krossa og er markheppinn, mun betri leikmaður en Pennant þótt að Pennant lék ágætlega seinni helminginn á tímabilinu.

    Ég geri ekki ráð fyrir því að Degen sé kominn til að vera maður nr 1 í bakvörðinn og Arbeloa ekki heldur, því verðum við að fá einn klassa leikmann í þessa stöðu sem kann að verjast og getur sótt og tekið menn á. Öll meistaralið síðustu ára hafa haft bakverði sem kunna að verjast og sækja, eitthvað sem við Púlarar höfum aldrei kynnst áður.

  10. Dirk Kuyt í hægri bakvörðinn.. það gæti bara ekki klikkað!

  11. Hafsteinn það vantar smá atriði til þess að David Villa komi til Liverpool eins og fjármagn.

  12. Skil ekki þetta rugl með Milner. Hann er í besta falli miðlungsleikmaður og á ekkert erindi í lið eins og Liverpool. Það væri frábært að fá Villa. Hins vegar er líklegt að verðmiðinn á honum hafi hækkað hressilega núna og því ekki líklegt að L’pool hafi efni á honum.

  13. En hvaða mnn voru það sem Rafa talaði um áður en PL kláraðist? Var það Degen??? Svo nefndi hann líka tvo unga í leiðinni… Væri gaman að fá þetta á hreint…

  14. Já, það er alveg kominn tími á að Rafa sé látinn svara fyrir það hvaða leikmenn hann var að tala um. Ef mig minnir rétt, þá ganga Bosman skipti vanalega í gegn 1.júlí, þannig að það er spurning hvort hann sé að bíða eftir þeim degi.

    En þetta voru ansi merkilegar yfirlýsingar. Rafa er varla að tala um Degen sem mann sem að labbar inní byrjunarliðið. Ég held að Rafa hafi meira álit á Arbeloa en svo.

  15. Man ekki betur en einhver þeirra ætti að tala góða ensku, getur það ekki verið?

  16. Ég er sammála pistlahöfundi að Alonso er að fara á fínu verði og jafnvel á fínum tíma líka. Við fáum þarna næstum 2m í gróða á sölu hans og öll sú upphæð + 1-2m verður eytt í að gera miðjuna enska og í raun samstarf sem ég hef viljað sjá lengi hjá Liverpool. Mjög jákvætt!

    Svo ef Newcastle eru að koma inn í Crouch umræðuna er þá ekki nokkuð sniðugt að bjóða þeim Crouch á 3m + Milner? Milner er þrusu fínn leikmaður sem lítið hefur talað verið um miðað við gæði hans. Newcastle er kannski ekki beint klúbburinn fyrir hann en þetta myndi hressa upp á kantavesenið.

    Síðan vil ég minna á að allt svona leikmannaslúður um að við séum að fara að kaupa leikmann/menn á 20+ milljónir hlýtur að vera algjör þvæla ef mið er tekið af “áhuga” kananna á ástandinu. Rakst þó á það einhvers staðar að ef Rafa/Parry kæmi með gott tilboð á borðið til þeirra myndu þeir jafnvel fjármagna slík kaup. Get bara ekki fyrir mitt litla líf munað hvaðan ég las það…..kannski draumur!

  17. Er þetta ekki bara maðurinn sem Benitez hefur verið að tala um Henry: Anfield is the best
    Thierry Henry has once again revealed his admiration for Liverpool supporters after hailing Anfield as his favourite away ground in the world.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N160223080615-0854.htm

    Mér finnst það furðulegt af hverju Henry ætti að vera að tala um þetta núna.

  18. Guð minn góður ekki bendla Milner við okkur höfum nóg af þannig skussum. það þarf bara að kaupa 3 Barry, Villa og Dosena ættum að geta fjármagnað það með sölu á meðalskussum sem þarf að losna við

  19. Ef Milner verður keyptur til félagsins þá er botninum í leikmannakaupum náð, meðalmaður hjá arfaslöku Newcastle liði …. haldið þið í alvöru að Man Utd myndi nokkurtíman kaupa þann leikmann ? Er það ekki liðið sem við erum að reyna að ná …

    Nei nei nei!

  20. Gaman verður að sjá hvern Rafa er að tala um. Ég er sammála því að ég tel um stærri fisk en Degen vera að ræða. Hins vegar virðist Rafael vera rólegur, og því er ég bara nokk rólegur.
    Henry veit ég ekki um, slúðrið segir að United hafi verið búnir að kaupa hann en Guardiola hætt við.
    Svo finnst mér erfitt að dæma Milner út frá Newcastle, sem hefur verið í þjálf- og leikfræðilegu rugli síðustu ár. Hann var flottur með Leeds og Aston Villa.

  21. Einar Örn og þið hinir, ég verð að endurtaka skoðun mína á þessu máli. Ef þið haldið að nú, í miðjum júní, sé enn einn leikmaður sem hefur þegar samið við Liverpool um að koma en við höfum ekki heyrt eitt einasta slúður um, þá eruð þið á villigötum að mínu mati.

    Benítez sagði orðétt: „Þegar samið við einn leikmann sem fer beint í byrjunarliðið.“ Sá leikmaður er Philipp Degen. Hvort það þýði að Degen verði #1 og Arbeloa #2, eða hvort það þýði að þeir muni deila bakvarðastöðunni á milli sín, skiptir ekki öllu máli. Degen er maðurinn. Ef hann hefði verið að tala um e-n annan væri það komið í ljós.

  22. En af hverju er þá ekki búið að tilkynna hverjir þessir ungu menn eru?

    Mér finnst það einfaldlega afskaplega furðulegt hjá Rafa að tala svona um kaup, að hæpa þetta svona upp, þegar að kaupin eru þó ekki merkilegri en svo að það var leikmaður sem enginn okkar hafði heyrt um áður (þótt að ég gefi honum vitanlega sjens).

  23. Maggi, gallinn við þessa kenningu um að menn fari nú þegar að hugsa að fjölda enskra leikmanna, er að ansi margir enskir eru akkúrat orðaðir við brottför frá Liverpool. Ef menn væru að hugsa um þessa heimalands-reglu, þá myndi Rafa alls ekki selja menn einsog Crouch og Carson, sem eru ungir landsliðsmenn.

  24. Ég er alveg handviss um að Rafa komi okkur á óvart á næstunni og kaupi heims klassa leikmann….líkt og hann gerði í fyrra með Torres.

    Efast líka stórlega um að hann sé að spá í þessa enska leikmenn bara út af þessari UEFA reglu sem kemur kannski og kannski ekki…..hann einfaldlega vill byggja sterkann “Enskan” kjarna í liðinu. Ég er bara alveg sammála honum með það……það er að segja ef hann er yfir höfuð eitthvað að spá í að fá þessa enska leikmenn frekar en aðra.

  25. Hefur mönnum aldrei dottið í hug að Rafa Benitez kasti svona fullyrðingum fram og leyfi pressunni að orða Liverpool við algera meðalskussa til að hann fái frið til að kaupa þá heimsklassa leikmenn til Liverpool sem hann raunverulega vill fá?
    Það hefur margoft gerst að um leið og Liverpool sýnir opinberan áhuga á leikmanni, hækkar verðmiðinn og önnur lið byrja að skipta sér af. Misstum við ekki t.d. af Simao þannig?
    Það var ekki of mikið búið að orða Torres og Babel við Liverpool þegar þeir komu skyndilega síðasta sumar. Ég er viss um að Rafa viti hvað hann er að gera og sé að díla og ræða við alvöru leikmennina bakvið tjöldin, hvort hann fái fjármagnið til þess að kaupa þá er svo allt önnur Ella.

  26. Það er nefnilega það skrýtna við þessa yfirlýsingu frá Rafa því hann hefur vanalega ekkert talað um kaup áður en þau gerast og oft fattar pressan ekkert fyrr en örfáum dögum fyrir kaupin, sbr. t.d. Arbeloa og Babel.

  27. Nú man ég ekki nákvæmlega hvernig andrúmsloftið var þegar Rafa gaf út yfirlýsinguna á sínum tíma. A.m.k. fannst mér þetta frekar vera þannig að hann væri að sýna fram á að það væri verið að hugsa fram í tímann og skoða leikmenn – eigendaruglið væri ekki alveg búið að stöðva þróun klúbbsins.

    <

    p>

    <

    p>Held þetta hafi hins vegar ekki verið neitt sérstaklega klókt, þar sem þetta gerði ekki annað en æsa aðdáendur upp í því að einhver rosa bomba væri á leiðinni. Þar með verða Degen-kaupin að vonbrigðum fyrirfram…

  28. En er ekki málið einmitt Einar að Crouch og Carson sætta sig ekki við sína stöðu og miðað við marga þræði er verið að skipta á Pennant og Milner.
    Þess vegna þarf að fjölga þeim ensku í liðinu, því Rafa vill ekki vera með einungis 2 enska leikmenn sem spila einhverja leiki.
    Þar er ég sammála honum.
    Þar sem að ungu mennirnir ensku eru ekki tilbúnir virðist vera, þó ég myndi vilja sjá Hobbs og Anderson fá sénsa næsta vetur, er því eina svarið að kaupa enska leikmenn frá öðrum liðum. Milner, Barry og Bentley falla undir það……

  29. Ég er til í David Villa, leikmaður í heimsklassa.
    Gareth Barry er mjög góður leikmaður, vill spila með Liverpool og hungrar í titla sem er bara jákvætt.
    James Milner er meðalleikmaður sem er ekki betri en kantskussarnir sem við eigum fyrir. Hann verður næsti Oivind Leonhardsen, Smicer, Cheyrou, Nunez, Benayoun, Pennant og listinn getur haldið áfram af algjörum “snillingum”
    Einn heimsklassa kantmaður og við tökum dolluna.

Torres byrjar fyrir Spán

Útileikur gegn Sunderland verður fyrsti leikur