David Bentley, sem við höfum verið orðaðir við nokkuð lengi hefur gefið út alveg skýra línu um það að hann vilji fara frá Blackburn, sama hver taki við af Mark Hughes hjá liðinu.
>”I made it clear to the club what I wanted to do. The situation is I want to move on. I want to be playing Champions League football, or in Europe. I’ve been here for three years and I love the club and I love playing for them but I feel like I’ve done everything I can. I want a new challenge. I believe I have done as much as I can at the club and want to push on somewhere else.”
Þetta verður ekki mikið skýrara og því alveg ljóst að Blackburn mun selja Bentley í sumar. Hann hefur helst verið orðaður við Tottenham (sem mun ekki einu sinni spila í UEFA keppninni á næsta tímabili, hvað þá Meistaradeildinni) og Liverpool, sem virðist vera líklegasti áningastaður Bentley vilji hann spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Bentley hefur auðvitað verið í enska landsliðshópnum bæði undir stjórn McClaren og Capello þannig að mati enskra landsliðsþjálfara er hann allavegana betri en Jermaine Pennant og einnig nokkuð yngri. Ég er ekki enn viss um þessi kaup, en þetta ætti þó að styrkja hópinn og það er líka ljóst að Bentley mun bjóða uppá aðra vídd en Dirk Kuyt ef að Rafa ætlar sér að hafa þá bítast um þessa stöðu.
Sæll Einar….
Smá fljótfærni hjá þér…en Tottenham vann League Cup og fer þannig í UEFA-cup.
Kveðja,
Guðni
Takk, búinn að laga þetta.
Miðað við það sem ég hef lesið um málefni Liverpool undanfarna mánuði, þá stórefast ég um að okkar menn hafi efni á því að kaupa David Bentley. Hann er einn efnilegasti Englendingurinn í dag og fer aldrei á minna en 15 milljónir punda. Svo virðist sem við þurfum að púnga út 15-18 milljónum punda fyrir Gareth Barry (sem er að mínu mati hreinræktuð geðveiki) og miðað við það sem Rafa hefur sagt í fjölmiðlum þá stórefast ég um að hann fái að kaupa annan leikmann í sama verðflokki. Reyndar virðast kaupin á Barry ætla að sigla í strand skv. The Echo því Juventus vilja ekki borga uppsett verð fyrir Xabi Alonso, en með sölu á honum átti að fjármagna kaupin á Barry. Liverpool eru á hvínandi kúpunni og hafa ekki efni á að versla einn einasta leikmann án þess að selja leikmenn áður, eða svo virðist allavega vera miðað við þær fréttir sem maður les. Ég er farinn að Liverpool séu verst rekna félag Bretlandseyja. Lið eins og Tottenham virðast vera búnir að sigla framúr okkur hvað varðar fjármagn til leikmannkaupa þrátt fyrir að hafa aldrei í sögunni komist í CL, sem er aðaltekjulend kanttspyrnufélaga, og eru með minni völl en Liverpool. Furðulegasta mál verð ég að segja. Maður hefur það á tilfinningunni að fyrir utan Rafa og þjálfaraliðið, þá séu eintómir hálfvitar í öllum stöðum frá A-Ö hjá Liverpool.
Ég verð að vera sammála þér Halli…
Meira að segja salan nauðsynlega á félaginu fór á versta veg þrátt fyrir að menn tækju mörg ár í að undirbúa söluna og finna “hæfan” kaupanda/ur. Við vitum nú allir hver staðan í þeim málunum er, nú 18 mánuðum síðar…
Völlurinn góði, ef við hefðum kílt hann í gegn á sínum tíma hefðum við líklega komið honum í gagnið fyrir núverandi kreppu …. en nei nei, menn taka 6 ár í að tala um hann og endurnýja leyfin í hvert skipti sem planinu er breytt …. í dag er ekki einu sinni byrjað á honum, ennþá … ég var rétt fermdur þegar umræðan um nýjan völl fór í gang, svei mér þá.
Að ógleymdum markaðsmálum og öllu sem því tengist…. svo til að fullkomna þetta þá erum við orðaðir við James Milner, já … það er margt að, sérstaklega á mánudegi 😉
Já, og ekki má gleyma þessum ömurlegu leikmönnum sem hafa komið til liðsins síðan þessir eigendur tóku við.
Ég hef gagnrýnt eigendurna í mörgu sem þeir hafa farið halloka í þetta fyrsta rúma ár sitt við stjórnvölinn, en ég er sammála því að það er varla hægt að gagnrýna leikmennina sem hafa komið inn á þeim tíma: Torres, Benayoun, Babel, Voronin, Mascherano, Skrtel, Degen, Dossena og líklega Barry einnig. Ég hef alltaf sagt það að ég vona að þetta sumar spilist svipað og það síðasta – Rafa klári að selja og kaupa á sléttu framan af sumri og taki svo eitt stykki Torres og eitt stykki Babel þegar líður á sumarið.
Skrítin fullyrðing hjá þér Einar Örn, en ég ætla nú að þetta sé sagt í kaldhæðni hjá þér – en hittir þó ekki alveg í mark því engin hefur verið að gagnrýna þá leikmenn sem komið hafa til félagsins undanfarin misseri…
Ég vona svo innilega að þú hafir rétt fyrir þér Kristján. Lið sem hefur spilað í þremur af síðustu fjórum undanúrslitaleikjum CL, þar af tveimur úrslitaleikjum, á að eiga aura fyrir leikmönnum án þess að þurfa að selja leikmenn til að fjármagna kaup!
Spurning hvort hann bíði eftir að EM klárist til að fara í þetta af fullum krafti. Rafa er snjall og gæti vel verið að spila á pressuna, líkt og virðist hafa verið málið síðasta sumar… Það er a.m.k. mín von og trú!
In Rafa we trust…
Nei, en þetta er svo ótrúlega fáránlega neikvætt tal hjá ykkur að ég á bágt með að skilja það. Sumir virðast kjósa að trúa öllu því neikvæða í slúðrinu en engu af því jákvæða.
Komment einsog þetta:
og
og
og þetta frá þér, Eyþór
Það er fráleitt að segja að þessi sala hafi farið á “versta veg”. Ég get látið mér detta í hug að minnsta kosti 20 verri vegir sem hún gat farið. Eitt scenario væri til dæmis Liverpool lið án Babel, Torres, Skrtel og Mascherano.
Ég bara skil ekki þessa ótrúlega neikvæðni í mönnum, þar sem sumarið er rétt byrjað og ekkert af stóru liðunum hefur verið að kaupa merkilega leikmenn.
Þetta var nú kannski full harkalega orðað hjá mér þarna að áðan, en ég fer ekki ofan af því að forráðamönnum Liverpool hefur mistekist algjörlega að nýta sér vinsældir félagsins til að markaðssetja félagið. Liverpool eru gríðarlega vinsælir útum allan heim og hægt væri að græða helling á því til að nýta í leikmannakaup. Þetta rugl í kringum nýja völlinn er síðan ekkert annað en sirkus. Við aðdáendurnir erum búnir að sjá þetta vandamál og ræða um það í fjöldmörg ár, en ekkert virðist vera að breytast hjá félaginu. þetta fær mig til að halda að það séu algjörlega vanhæfir menn í mörgum stöðum hjá félaginu. Eins og Eyþór segir, þá voru þessi eigandaskipti svo mikið endalaust klúður hjá okkar mönnum að það hálfa væri miklu meira en nóg. Menn eyddu mörgum árum í að finna rétta eigendur til að geta keppt við Chelsea og Manutd hvað varðar leikmannakaup, en niðurstaðan varð á endanum sú að við erum í verri málum peningalega séð en við vorum fyrir eigendaskiptin. Að mínu mati var þetta dæmi algjörlega lýsandi fyrir Liverpool, því þar á bæ virðast menn ekki hafa snefil af viðskiptaviti, og létu kanana einfaldlega plata sig uppúr skónum.
Hvað í ósköpunum bendir til þess? Þrír af fjórum dýrustu leikmönnum í sögu liðsins hafa komið eftir eigendaskiptin.
Og þetta með markaðsmálin er ég sammála með. Það er hins vegar fjarstæðukennt að kenna nýjum eigendum um ástandið í þeim málum. Hicks lýsti því í viðtali við Sky að hann væri mjög óánægður með hvernig þeim málum væri háttað og hann ætlar því væntanlega að gera eitthvað í því, enda eykst ekki virði fjárfestingar hans nema eitthvað sé gert.
Hvar heyrðu menn að Rafa fái engan pening til leikmannakaupa nema þann pening sem hann fær fyrir sölur á leikmönnum ? Ég hef aldrei lesið það en endilega bendið mér á það ef þetta er staðfest frétt.
Ég hef lifað í þeirri trú að þeir láti Rafa fá 20-30 M punda + sölupening.
Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að þrátt fyrir að Liverpool hafi eytt miklum peningum sumarið 2007 þá hafi nettó eyðslan verið minni, eða eða allavega svipuð og undanfarin ár. Ég hef aldrei rannsakað þetta sjálfur nákvæmlega en hef lesið þetta á mörgum stöðum. Ég hef svo lesið það á mörgum áræðanlegum miðlum að Kanarnir séu í töluverðum fjáhagsvandræðum, enda eru þeir búnir að steypa félaginu í miklar skuldir, og af þeim sökum fái Rafa ekki nærri því jafn mikið af peningum eins og hann fékk síðasta sumar. Þetta er alls ekki það sem talað var um þegar kanarnir keyptu félagið. Í dag virðumst við vera lengra frá Chelsea og Manutd varðandi fjármagn til leikmannakaupa en þegar Moores átti félagið. Þetta er staðan í dag ef maður tekur mark á helstu fréttamiðlunum á Englandi.
Þú hefur einfaldlega engar upplýsingar um þetta nema slúður. Staðreyndirnar tala sínu máli og þær eru að þrír af fjórum dýrustu mönnum Liverpool hafa verið keyptir eftir að nýjir eigendur komu. Og það er ekki einsog við höfum verið að selja einhverjar stórstjörnur á móti. Nei, þeir sem voru seldir voru einfaldlega menn sem voru ekki nógu góðir fyrir liðið.
Man U og Chelsea hafa ekkert keypt í sumar fyrir utan einn hægri bakvörð. Ef við stöndum uppi í lok sumars með engan Barry, Bentley eða aðrar stjörnur, þá skal ég viðurkenna að hlutirnir séu í ólagi. Fyrr eru þetta bara áhyggjur út frá slúðri.
Er það samt ekki rétt hjá mér að þrátt fyrir að Liverpool hafi keypt þrjá af fjórum dýrustu mönnum Liverpool þá hafi nettó eyðslan verið minni eða allvega mjög svipuð og árin á undan? Kanarnir eru þá varla að dæla meiri peningum inn í félagið en Moores gerði eða hvað? Einnig hefur félagið aldrei verið eins skuldsett og það er núna. Þessar staðreyndar hljóta nú líka að tala sínu máli er það ekki?
Sælir félagar!
Þá þýtur í þeim skjánum.
Auðvitað er það ljóst að RB er í vandræðum með peninga.
Auðvitað er það ljóst að kaup hans munu bygggjast á sölum.
Auðvitað er það ljóst að þetta er ekki í lagi.
Óskhyggja Kristjáns er vonandi eitthvað sem gengur eftir.
Vonandi náum við bæði í Barry og Bentley.
Vonandi kaupum við ekki Milner.
Það er líka ljóst að allt verður miklu erfiðara ef kaupendur og seljendur telja að Liverpool sé í peningavandræðum. Sérstaklega má reikna með að erfiðara verði að fá eðlilegt verð fyrir leikmenn sem á að selja. Þannig að þetta er allt saman helv… snúið.
Það að önnur stórveldi á Englandi séu ekki búin að kaupa mikið er auðvitað vegna EM. Svo er Sörlexinn alveg úti að skíta vegna Ronaldos og nær hvorki uppí nefið á sér né öðrum.
Það er nú þannig.
YNWA
Einar Örn, það er ekki nóg að kaupa þessa leikmenn sem þú nefnir og steypa félaginu bara í meiri skuldir, það verða að vera peningar til þess að borga þetta og fyrr en seinna þá kemur að skuldadögum og þá verður ekkert til.
Félagið var rekið með miklu tapi núna og sá bolti verður bara stærri og stærri ef það koma ekki menn í félagið með einhverja peninga.
Mér finnst það geggjað að þeir hafi fengið Torres, Mascerano ,Babel og fleiri en það verður að borga þessa kalla, og það er EKKI búið að gera það.
Ég get tekið undir ýmislegt hjá Halla. Það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni að við skulum orðaðir við leikmann eins og Milner. Það er alveg ljóst að ef liðið á að berjast um titla þá þarf að eyða peningum. Ég held enn í vonina að Rafa fái 20-30 millj. punda + sölur á leikmönnum til ráðstöfunar. Ef það verður ekki málið sjáum við ekki framfarir.
Leikmenn hækka í verði með hverju árinu, svo það er í sjálfs sér ekkert skrítið að það hafi verið keyptir dýrari leikmenn núna síðari ár, heldur en hin fyrri.
Það var mikið gæfuspor að kaupa Torres, því skal haldið til haga, og vissulega var sú ákvörðun tekin á meðan núverandi eigendur eru við stjórnvölin. En þýðir það endilega að þeir eiga skilið fjöður í hattinn í hvert skiptið sem leikmaður er keyptur? Mér finnst það bara sjálfsagt mál, að það séu keyptir menn til þess að styrkja liðið. Það þurfti að styrkja þessa stöðu, og það er hlutverk stjórnenda klúbbsins að sjá til þess að svo verði gert.
Kristján sagði: “en ég er sammála því að það er varla hægt að gagnrýna leikmennina sem hafa komið inn á þeim tíma: Torres, Benayoun, Babel, Voronin, Mascherano, Skrtel, Degen, Dossena og líklega Barry einnig”…
Afhverju er varla hægt að gagnrýna það? Þú talar eins og Voronin, Benayoun, Degen, og Dossena séu einhver svakaleg stjörnukaup !!!
Það er eins og menn haldi að ef eigendurnir væru aðrir, þá væru bara ekki keyptir neinir menn til félagsins, og í besta falli Jógvan (or what ever) úr færeysku deildinni, eða eitthvað álíka fáránlegt. Ég stend bara við þá skoðun mína, að Kanarnir áttu ekkert að vera að kaupa þennan klúbb ef þeir hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að efla hann, líkt og þeir höfðu lofað.
Þeim var seldur klúbburinn, vegna þess að fyrrum eigandi taldi sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að leiða klúbbinn framávið. Þessir eigendur virðast bara ekkert hafa það fjármagn heldur. Þeir eru að skuldsetja klúbbinn okkar allt of mikið (samkvæmt því sem maður heyrir), og hafa ekki getað staðið við þau loforð sem þeir gáfu stuðningsmönnunum ( til dæmis varðandi byggingu nýs leikvangs).
Ef eigendurnir hafa ekki efni á því að standa við gefin loforð, þá eiga þeir bara að selja klúbbinn þeim sem getur staðið við þau. Núverandi staða er ekki til eftirbreytni.
Kv, Carl Berg
ég held að menn séu alveg að missa sig sko…… Hvernig var þetta í fyrra, er ekki málið að róa sig aðeins???
Barry,Dossena, Degen þetta eru leikmennirnir sem eru að koma, ég treysti Rafa fullkomlega í þessum kaupum enda ekki annað hægt, maðurinn er búinn að sýna getu sýna ef hann fær fjármagn.
Svo held ég að Rafa endi þetta eins og í fyrra. er sammála kristjáni að hann endi þetta með tveimur stórum kaupum. Draumur: villa/henry og silva/sergio aguero. (nei það er kannski óþarfi að missa sig!!!!)….
En ég skal brjálast og verða reiður ef liverpool er ekki búnir að kaupa einhverja match winnera þegar liverpool mætir sunderland. en verð rólegur þangað til og legg til að menni verði það líka
Klúbburinn var alltaf rekinn í tíð David Moores þannig að það sem kom inn yfir tímabilið færi í leikmannakaup um sumarið. Það var á þeim tíma sem 5-10m leikmenn væru miklir peningar og þetta er ekki svo langt síðan. Ef mig misminnir ekki þá var klúbburinn að skila af sér hagnaði nánast á hverju ári sem segir manni að rekstur klúbbsins var í lagi. Það sem Halli er eflaustað meina, er að klúbburinn gæti verið betur staddur en hann er markaðslega, sem gæti jafnvel verið það sem David Moores þurfti til að halda klúbbnum sínum.
Í dag þegar startgjaldið á sæmilega frambærilegum fótboltamönnum er komið í 5m þá er svo sem ekki hægt að kenna rekstri félagsins um að við getum ekki keypt leikmenn. En það sem er svolítið sárt í þessu er að þegar Steini og Olli tóku yfir klúbbinn með 100% lánsfé, voru þeir að skjóta sig duglega í fótinn. Sá peningur sem venjulegast var í gróða eftir hvern vetur fór allur (og gott betur) í að greiða vexti af lánunum. Þarna fór ágætlega rekinn klúbbur í hendur á business mönnum sem hafa ekki snefil áhuga á íþróttinni og koma 100% inn til að að reyna að græða á kostnað klúbbsins og aðdáenda.
En af rausi og yfir í Bentley og Barry málin ógurlegu. Ég hef það á tilfinningunni að miðað við fjárhagsstöðuna tel ég að Bentley og Barry verði einu leikmennirnir sem bætast við hópinn úr þessu, nema Rafa nái að gráta út úr Steina og Olla eitthvað meistaraverk eins og sl. sumar (Torres og Babel).
Það verður bara að horfa raunsæum augum á þetta og játa það að peningar eru af skornum skammti og að ná í Bentley og Barry yrði nú viss sigur þar sem við myndum bæta liðið og sérstaklega í deildinni. Tveir enskir landsliðsmenn sem ganga beint inn í liðið sem gerir það að verkum að Kuyt fær oftar að vera í sóknarmannsstöðunni en ekki eins mikið út á kantinum og áður (sem hann gerði reyndar vel og mun eflaust vinna þangað áfram). En í guðanna bænum hættið þessar þvælu um David Villa og svona stóra hákarla. Það þarf eitthvað svakalegt að gerast ef við fengjum stærri leikmann en Barry í sumar (sem er stór biti!).
20- Óli.
Match winners: Barry og Bentley.
Eikifr.
Ef þú lest þetta er ég að tala um leikmennia sem eru að koma eða komnir, svo var ég að tala um að benitez myndi kaupa eimhverja match winnera. bara lesa aðeins betur.
Ég er nú sammála EÖE að mörgu leiti þó ég vilji ekki verja kanana alveg eins mikið og hann. Þeir hafa ekkert gert af sér Í SUMAR sem er frekar óvenjulegt fyrir þá svo ég held að maður gefi þeim sumarið til að skila inn einhverjum kanónum. Ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að fjárhags”vandræði” klúbbsins séu svolítið ofmetin þó ég hafi ekki mikið vit á því, enda ekki staf hægt að marka slúðrið.
Eins nennir maður varla að æsa sig yfir Barry, Dossena, Bentley, Milner, Villa o.s.frv. fyrr en maður sér mynd af þeim í Liverpool búning á Anfield takandi í spaðan á Benitez. En það er þó ljóst að við náum ekki United og Chel$ki með mörgun Degen-um.
Sammála Babu hér að ofan. Mig grunar eitthvernveigin að bág peningastaða klúbbsins sé stórlega blásin upp. Það hefur aldrei neitt komið frá klúbbnum sjálfum hvað Rafa fær mikið til leikmannakaupa nema það sem Rick Parry sagði að peningar væru til staðar ef réttur leikmaður fengist. Held að margir hérna ættu að róa sig í að lepja upp slúðrið og slappa bara af. Ég hef enga trú á að Barry sé stæsta nafnið sem við kaupum í sumar og er sannfærður um að stórstjarna komi, hvort sem það er Villa, Quaresma eða hvað. Held að menn séu á fullu að díla við félög og agenta núna en ekkert muni í raun gerast fyrr en í júli þegar EM er búið.
Þeir sem halda því fram að Rafa þurfi að selja fyrst, þá erum við búnir að kaupa Dossena og erum á útopnu að reyna kaupa Barry(samtals 20-25m)…hvaða sölur eru það sem covera þetta? Er ekki bara eðlilegt að vera reyna selja þá leikmenn sína núna sem á að selja og eru ekki á EM? …án þess að það hafi endilega eitthver úrslitaárhif á kaup okkar. Held að allir viti, og kanarnir líka, að við munum selja fyrir ákveðna upphæð hvort sem hún er 20m, 25m eða 50m. Held einnig að sala á Xabi sé ekkert úrslitavald hvort Barry komi eða ekki enda nokkuð ljóst að Xabi fer ekki neitt fyrr en eftir EM.
Held bara að menn ættu að róa sig því það hefur hvergi komið neitt fram nema í slúðrinu hjá misvitrum blaðamönnum að peningar séu ekki til, og þá eru allt of margir snöggir að stökkva til að gleypa við því.
Tek undir orð Babu og Benna Jóns hér að ofan. Ég hef ekki reikninga félagsins undir höndum og ég býst við að þeir sem skrifa hér hafi þá ekki heldur og hafi ekki geta legið yfir þeim. Hver veit nema að leikmanna kaup í sumar verði það mikil að bygging nýs leikvangar frestist út af því, eða hafa frestast vegna fyrirhugaðra leikmanna kaupa. Trúðarnir tveir hafa ekki mjólkandi hérað eins og Roman til að dæla í klúbbinn og því þarf væntanlega að forgangsraða. Og ég segi fyrir mig að ég hef ekkert á móti því að fara á Anfield. “Stanley Park” er óskrifað blað.
Svo er það svo skrítið með boltan að 11 stjörnur í sama liði geta virkað sem 11 einstaklingar sem ná engan vegin saman, en 11 “nobodys” virka sem lið. Þannig að ég segi, Bentley, Barry, Dossena og Degan, kannski eru þeir lykillinn. Vissu menn hvað Agger, Skertl, Arbeloa, Babel, Mascherano og Alonso gátu áður en þeir komu? Sjáiði bara t.d. Portúgal, Þýskaland, Spán og Frakkland, á EM. Lið sem eru uppfull af stjörnum og þeir spila hörmungarbolta, meðan lið eins og t.d. Rúmenía spila (á köflum) einhvern flottasta bolta sem ég hef séð (ég er þá að tala um leikinn á móti Ítalíu). Það er fullt af góðum knattspyrnumönnum þarna úti og Rafa er lúnkinn við að finna þá. Gæði leikmanna sjást nefnilega oft á þeim sjálfum en ekki verðmiðanum.
Ég stend bara ennþá við þau orð mín að salan á Liverpool FC hafi verið herfilega misheppnuð, og hefur Moores sjálfur sagt það í viðtali sínu við staðarblaðið Echo nú í vetur. Þeir tóku mörg ár í að finna hæfa kaupendur sem bæru hag félagsins fyrir brjósti, nú rétt rúmu ári síðar…
a) …hafa þessir sömu eigendur fært skuldir yfir á félagið og þar með gengið þvert á öll loforð.
b)…. talast eigendurnir ekki við og er ekki hægt að taka mikilvægar ákvarðanir sem krefast samþykki og samvinnu þeirra tveggja
c)… hefur félagið verið meira í fjölmiðlum á röngum forsendum en það var 10 ár þar á undan, sbr Klinsman ævintýrið og Hicks viðtalið.
d)… það er ekki enn byrjað á vellinum, enn eitt loforðið brotið – því var nú síðast frestað þar til í september, ég tek því með fyrirvara eftir allar þær frestanir sem orðið hafa í gegnum árin.
Og lengi mætti áfram telja..
Ég er ekki endilega að tala um leikmannakaup eða þá staðreynd að rólegt er í þeim málum, við þekkjum það af reynslunni – á tveggja ára fresti ganga kaup og sölur mun hægar fyrir sig en hin árin, það er vegna EM / HM, þannig er það bara.
Vissulega höfum við fengið dýra og sterka leikmenn til liðsins síðan þeir tóku við – en Benitez þar stuðning við leikmannakaup til lengri tíma en eins árs, sem gæti orðið raunin ennþá – en mér finnst bara svo ólíklegt að hann fái þá peninga sem hann þarf meðan staða mála er eins þessi, nema þá með því að taka peninga að láni á kostnað klúbbsins, því það er alveg ljóst að annar þeirra fer ekki að setja peninga inní klúbbinn nema hinn geri það líka.
Ég vonaðist svo innilega að þessi eigendamál myndu leysast í vor og við gætum grafið þessa hringavitleysu fyrir næsta tímabil – en það virðist vera enn minna að gerast í þeim málum en leikmannamálum. Vissulega hafa þeir gert gott eins og þú bendir á, en hvers þurfum við að gjalda og hver er staða fjármála núna í vor, eigum við pening til eða hafa öll blöðin og allir fréttamiðlar rétt fyrir sér að Benitez fær ekki pening nema þá með því að selja ?
Næst selja þessir (ritskoðað EÖE) Torres
Að kalla Kuyt smalahund er nánast dauðasynd hérna inni en þegar gæjar eins og þessi Þórhallur Jónsson kallar Hicks & Gillett kanahálfvita, þá er það bara í góðu.
Þórhallur, lestu bara Liverpool Echo, held að engin nema bara þeir allra auðtrúuðustu slúðurlepjarnarnir trúi því að Torres verði seldur.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2008/06/17/we-ll-never-deal-on-fernando-torres-tom-hicks-100252-21087707/
Trú ekki að hann verði seldur. En trúi Könunum vinum þínum reyndar til alls þeir eru langt frá því að vera verðugir eigendur Liverpool fc.
kallaði þá reyndar ekki hálfvita
“a) …hafa þessir sömu eigendur fært skuldir yfir á félagið og þar með gengið þvert á öll loforð.”
Ég man ekki eftir að hafa séð nein loforð þess efnis. Ég man hins vegar eftir að hafa séð fullt af fólki tala um loforð þess efnis. Gengu þeir þvert á eigin loforð eða loforð Moores eða Parry? Er einhver sem getur linkað á einhverja heimild sem staðfestir þetta?
Kannski er ég e-ð þykkur, en mér finnst mjög ólíklegt að einhver hefði keypt félagið án þess að skuldsetja það. Yfirtökur nú til dags eru laaaaangoftast skuldsettar. Menn setja veð í allt frá fasteignum (t.d. leikvöngum) til tekjustreymis frá treyjusölu og sjónvarpspening. En það getur svosem verið að þessi yfirtaka hafi átt að vera á sérstökum forsendum
Haldið þið að það sé nokkur séns að fá >David Villa< ? hann hlítur að vera þokkalega dýr, svo mér finnst það ólíklegt, en ég vill fá að heira ykkar álit.
David Villa er EKKI að koma til Liverpool.
Hann fer til Barcelona þar sem Eto’o er að fara þaðan.
Milner er greinilega að koma fyrir peninginn sem við fáum fyrir Riise og síðan fer Guthrie á milli. Þetta eru mjög góð skipti og vonandi mun hann blómstra með betri mönnum í kringum sig. Það er náttlega ekki hægt að miða hans getu við Newkastle því þeir svart-hvítu spila hræðilegan bolta.
Ég hef fulla trú á Milner sem er ungur og mjög efnilegur þó að hann hafi staðnað eitthvað undanfarin ár í lélegum liðum.
Efast stórlega um að við náum að verja 4 sætið ef styrkja á hópinn með leikmönnum eins og Milner