Þrír Liverpool menn léku fyrir Spán í kvöld. Torres var hvíldur en Reina, Arbeloa og Xabi Alonso voru allir í byrjunarliði Spánverja og þar af var Xabi Alonso fyrirliði. Ég sá ekki leikinn en ef menn vilja ræða frammistöðu þeirra, þá hvet ég alla til þess.
http://www.liverpoolfc.tv/images5/text_awaykit_0608.jpg
Hvað finnst fólki umnýja útibuninginn? er ekki aaaaalveg að fíla þennan gráa lit
Ekki sammála, Kiddi. Mér finnst hann þvert á móti mjög flottur og vænlegur til vinnings. Held að hann eigi eftir að vaxa í áliti hjá efasemdarmönnum þegar á líður.
Besti varabúningur síðan gráu Candy-búningarnir voru og hétu. Hvílík snilld sem þessar treyjur eru.
já fínir búningar
en annars fannst mér Alonso vera að spila vel fyrir spánverjana.
Eins og Alonso spilaði þennan leik, þá er góð ástæða til þess að gráta það að Juve sé að fara að signa drenginn. Alveg klárt að “slakt” form Alonso fyrir Liverpool hefur legið upp í hausnum á drengnum.
Alonso átti flottan leik, átti m.a. skot af eigin vallarhelmingi sem sleikti markvinkilinn utan frá, auk þess að eiga allavega tvö önnur langskot – annað í stöngina.
Alonso átti frábæran leik í gær. Þarna þekkti maður gamla góða Alonso.
Ef að hann myndi alltaf spila svona fyrir Liverpool, þá væri hann væntanlega ekki að fara til Juve.
Eftir svona frammistöðu á maður eftir að sakna hans enn meira.
Er þetta ekki hið besta mál fyrir okkur að Alonso sé að ná sér aftur á strik því ekki lækkar verðmiðinn á honum og í besta falli þá seljum við hann bara ekki. Ég á erfitt með að sjá LFC borga 18+ milljónir punda fyrir Barry eins og Villa vill fá fyrir hann og þá höldum við bara Alonso.
Það er ennfremur frábært að sjá framgöngu Arbeloa sem hefur farið frá því að vera ungur Real Madrid leikmaður sem átti enga framtíð þar, seldur fyrir skiptimynt til Deportivo La Coruna og þar var hann einungis eitt tímabil áður en Rafa keypti hann. Leikmaður sem kom með engar væntingar en hefur skilað miklu og virðist afar fjölhæfur. Til að toppa árangur sinn þá er hann í spænska landsliðinu sem virðist vera eitt af 3 sterkustu landsliðum Evrópu (5 sterkustu í heiminum ef við bætum Brasilíu og Argentínu við).
Flottasta útitreyja sem Liverpool hafa verið í. Þessi verður klárlega keyptur!
Töluvert flottari en Candy treyjan, sem var algjör snilld.
Alonso átti flottan leik, hans verður saknað ef hann fer frá okkur.
Arbeloa kom sterkur inn.
Reina stóð vaktina með sóma og það verður ekki hægt að skrifa markið á hann því að dekkuninn í var skelfileg í markinu, gjörsamlega frír skalli frá vítapuntinum.
Sá ekki leikinn en er að vona að ég þurfi ekki að sjá þessa treyju mjög oft. Mér finnst hún skelfileg.