Liverpool hafa staðfest að þeir muni spila æfingaleik gegn Valerenga í Osló 5.ágúst. Æfingaleikjaprógrammið lítur því svona út núna:
12.júlí: v Tranmere (Wirral)
16.júlí: v FC Lucerne (Grenchen)
19.júlí: v Wisla Krakow (Friborg)
22.júlí: v Hertha Berlin (Berlín)
30.júlí: v Villarreal (Villarreal)
2.ágúst: v Rangers (Glasgow)
5.ágúst: v Valerengen (Osló)
Mest spennandi eru klárlega leikir gegn Villareal og Glasgow Rangers.
Hvað græða menn á því að eyða stórum parti af preseason í flug í staðinn fyrir að einbeita sér betur að æfingum á einhverjum ákveðnum stað?
Arnar: það eru nú margir sem vilja að liðið fari ennþá víðar til þess að spila sýna æfingaleiki, af markaðsfræðilegum ástæðum. United hefur til dæmis farið til Asíu oftar en einu sinni, og menn telja að það sé að skila sér í auknum tekjum þaðan.
En ég tek eftir að þú setur leikinn við Wislaw Krakow í Friborg. Er hann þá spilaður í þýskalandi þessi leikur ? Veit einhver afhverju svo er , ef það er tilfellið?
kv, Carl Berg
Arnar það er 1 að æfa alla daga og koma sér í líkamlegt form,svo er annað að spila sig saman og það geriru með því að spila leiki
Jájá…. en þessi dagskrá lítur meira út eins og uppkast að góðri interrail ferð um evrópu heldur en einhverri æfingaferð. Það sem ég er að reyna að segja að er ekki betra að koma sér inn á eitthvað æfingamót þar sem allir leikirnir fara fram á sama leikvangi með góðri æfingaaðstöðu í nágrenninu.
Þetta snýst allt um peninga kallinn minn…allt um peninga.
Interrail ferð hlýtur að þétta hópinn. Rafa hugsar fyrir öllu.
Leikirnir gegn Luzern og Wizla eru í nánd við æfingabúðirnar.
Ég er mjög sáttur að sjá liðið leika gegn sterkum liðum eins og Rangers, Hertha Berlin og Villareal. Hef aldrei skilið tilganginn í að leika æfingaleiki gegn Hong Kong Stars, Wrexham og öðrum svipuðum liðum. Menn mæta til æfinga 27.júní, eftir 6 vikur í fríi og mega ekki fara yfir ákveðna fituprósentu og kílóafjölda.
Eftir brjálaðan svita í Ölpunum finnst mér bara fínt að fá regluna, leiki og ferðalög. Þessi æfingamót eru flest prump, bara Amsterdam mótið sem ég fíla…..
Átti ekki að vera æfingaleikur gegn Athletico Madrid, eitthvað sem var í samningnum í sölunni á Torres? Veit einhver hvenær það á að vera?
Skondið að Rafa gagnrínir landsliðin að vera með æfinga-og vináttuleiki (sem að menn meiðast oft í).En svo gerir hann þettað sjálfur með Liverpool. Væri ekki nær að taka létta leiki heima við. Bara smá pæling.
Munurinn liggur kannski í því að Liverpool er að borga þessum mönnum laun og hefur þá í vinnu, það er því skiljanlegt að það pirri hann að missa þá í önnur verkefni á vondum tímum, oft á tíðum frekar tilgangslaus. Þessir vináttulandsleikir eru nú sjaldnast á undirbúningstímabilinu hjá félagsliðunum.