Ok, við ætlum að prófa nýtt kerfi fyrir kommentin á þessari síðu. Við notumst við plugin, sem heitir Disqus. Þetta ætti vonandi að bæta síðuna, en við ætlum þó eingöngu að prófa þetta í einhvern tíma og sjá hvort við verðum sáttir (þetta mun eingöngu breytast á færslur frá og með þessari).
Allavegana, það sem þetta breytir er að allir geta stofnað prófíl hjá Disqus, þar sem þeir geta á auðveldan hátt haldið utanum kommentin sín og flett í gömlum kommentum. Þar geta þeir einnig valið að fá sent email þegar að einhver svarar innleggi frá þeim. Fólk getur sett inn myndir af sér eða skrifað undir dulnefni eða gert hvað sem það vill.
Aðrir geta svo gefið kommentum einkunn, sem ætti að vera ágæt leið til þess að losna við drasl komment af síðunni. Ef að fleiri en 20 gefa kommenti mínus einkunn, þá dettur það sjálfkrafa út. Allavegana, prófum þetta í einhverja daga og sjáum hvernig þetta virkar.
Einn STÓR kostur við þetta er að menn geta leiðrétt kommentin sín, geri þeir einhverjar augljósar villur.