Liverpool hafa tilkynnt að jarðvegsvinna sé hafin við nýjan Anfield og mun völlurinn verða tilbúinn fyrir ágúst 2011. Völlurinn mun í byrjun taka 60.000 manns í sæti. Breytingar, sem nýjir eigendur hafa gert munu svo bjóða uppá möguleika á að stækka völlinn uppí 73.000 sæti.
Hví ekki að stækka hann strax upp í 70.000 með möguleika á stækkiun í 73.000 manns. Hlýtur að vera ódýrara að gera þetta í einum áfanga í stað margra áfanga þar sem alltaf þarf að loka stúkum og þá fara í súginn dýrmætar tekjur.
Það er allavega augljóst að LFC getur auðveldlega selt 73.000 miða á hvern heimaleik, ég meina hvað eru margir í röð eftir ársmiðum?
Af því að umhverfið ræður ekki við svona mikið af fólki. Þegar þú ferð frá 60 þúsund uppí 73, þá þarf að bæta almenningssamgöngur og fleira, sem að Liverpool FC stjórnar ekki að öllu leyti.
Þetta er semsagt EKKI Gillett og Hicks að kenna.
Já ég kynnt mér þau efni, en nú hef ég aldrei komið til Mancehster. Eru semsagt samgöngur við Old Trafford svona mikið betri en í Liverpool. Hægt að hafa 80.000 manna völl meðan við þurfum að berjast fyrir 73.000.
Trúi ekki öðru en að Liverpool FC og Liverpool borg geti komist að niðurstöðu um að hafa völlin sem stærstan og flottastan enda mun þetta vera gríðarlega mikið tourist attraction í Liverpool.
Einhvernveginn grunar mig samt að á næsta hálfa ári munu framkvæmdirnar stöða tímabundið vegna fjárhagsörðugleika kananna.
Já Lolli, Manchestermenn geta þakkað Hitler það. En völlurinn stendur nánast á krossgötum hraðbrauta og nóg svæði þar í kring og samgöngur allt aðrar.