Jæja, Spánverjar leika í kvöld og þar verður væntanlega einn Liverpool maður í byrjunarliðinu, Fernando Torres, og jafnvel er talað um að Xabi Alonso gæti komið inn fyrir Senna, sem var eitthvað tæpur. En það verður gaman að fylgjast með Spánverjum gegn gríðarlega skemmtilegu liði Rússa. Ef menn vilja ræða um leikinn, þá geta þeir gert það við þessa færslu.
**Uppfært (EÖE)**: Senna er í liðinu og því eru Arbeloa, Reina og Alonso á bekknum. Torres byrjar frammi með David Villa.