Þýskaland – Spánn

Ég man ekki hvenær það gerðist síðast að núverandi leikmaður Liverpool spilaði úrslitaleik í Evrópukeppni eða á Heimsmeistaramóti. Það væri gaman ef að einhver gæti rifjað slíkt upp fyrir mér.

Eftir um einn og hálfan tíma munu þó fjórir Liverpool leikmenn verða í spænska hópnum, sem mun spila við Þjóðverja um Evrópumeistaratitilinn í fótbolta árið 2008. Fernando Torres mun líklega verða einn í framlínunni þar sem að David Villa mun ekki spila í kvöld og líklegt er að Cesc Fabregas komi inn fyrir hann og Aragones spili með fimm manna miðju. Alonso, Reina og Arbeloa verða svo á bekknum.

Ég held að flestir Liverpool aðdáendur verði á bandi Spánverja í kvöld. Vonandi fáum við skemmtilegan leik og vonandi fáum við í kvöld að sjá þann Fernando Torres, sem við sáum í hverri viku fyrir Liverpool síðasta tímabil.

Gott viðtal við Wenger

O’Neill: Barry má fara!