Kewell farinn til Galatasary (staðfest)

Harry Kewell er búinn að skrifa [undir 2 ára samning við Galatasary](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N160427080705-1151.htm).

Þar með lýkur ferli hans hjá Liverpool, sem hefur verið sorglegur. Ég get fullyrt að ég hef aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum með leikmann einsog Harry Kewell. Meiðsasaga hans hjá Liverpool hefur verið hræðileg og nánast alltaf þegar hann spilaði vel þá var ekki langt í meiðsli.

Fyrir 5 árum var ég að tapa mér af spennu yfir komu Kewell til Liverpool. Núna er hann farinn og mér er nokk sama. Það sýnir vel hversu misheppnaður ferill hans hjá Liverpool hefur verið. Það er sorglegt því að Kewell var Liverpool stuðningsmaður og hafnaði m.a. Manchester United til að koma til Liverpool.

Peter Crouch, leikmaður Liverpool

Liverpool samþykkja tilboð í Crouchinho (staðfest)