Það er svo sem ekki margt nýtt í blöðunum í morgun. Tvennt þó sem vakti athygli mína.
Fyrir það fyrsta, þá halda blaðamenn Times því fram að Aston Villa muni vera tilbúið í að selja Gareth Barry núna þegar að Liverpool hafa ákveðið að bæta Steve Finnan með í dílinn. Þetta hljómar einsog ágætis lausn þar sem að Finnan spilaði ekki svo mikið á síðasta tímabili og Liverpool er búið að kaupa Degen í hans stað. Talið er að Villa muni kaupa Steve Sidwell í stað Barry.
Einnig þá hefur Lucas verið valinn í Ólympíuhóp Brasilíu. Félagslið geta ekki bannað leikmönnum undir 23 að spila á mótinu. Það þýðir að nokkrir þekktir leikmenn einsog Anderson hjá Man U, Jo hjá City og Pato hjá Milan munu spila með Brasilíu á mótinu. Ef að Mascherano spilar líka með Argentínu, þá verður miðjan hjá okkar mönnum heldur fáskipuð í upphafi móts. Það ætti vonandi að gefa Gareth Barry gott tækifæri til að sanna sig í liðinu.