Rafa Benitez tjáir sig við BBC um framherjamálin hjá Liverpool og hann segir að Liverpool muni kaupa annan framherja fyrir næsta tímabil. Hann segir David Villa vera einn af þeim leikmönnum, sem hann sé spenntur fyrir:
>”We have Torres, Voronin, Kuyt, Babel and Steven Gerrard, who can play as a second striker,” Benitez said. “But we will try to bring in another option.
>”Villa we know all about. He is on our list. But maybe it will be difficult.”
Hljómar ekki svo illa. Vissulega hefur Benitez sennilega verið spurður beint útí Villa og hann því látið þeta útúr sér. En hann gengur samt nokkuð langt með því að segja að hann sé “á listanum”
Einnig, þá greina BBC frá því að Crouchy hafi staðist læknisskoðun og muni sennilega klára félagaskiptin til Portsmouth á morgun, miðvikudag. Rafa greinir þar frá því að hann vildi halda Crouch, en það er greinilegt að Crouch hefur viljað fara vegna þess hversu fá tækifæri hann fékk. Það er svo sem vel skiljanlegt, enda sennilega ekki gaman þegar að tækifæri þín byggjast á því að slá besta framherja í heimi útúr liðinu.
Viðtalið sem BBC vitnar í birtist í þættinum LFC Now í gær (8. júlí) og er aðgengilegt þeim sem eru með e-season aðgang á heimasíðunni. Þar er Benitez spurður beint út í Villa og hann var að svara þeirri spurningu. Viðtalið er alveg þess virði að skoða.