Danny Guthrie farinn til Newcastle

Eins og ég greindi frá í dag þá voru Liverpool FC og Newcastle búin að komast að samkomulagi um kaupverð á Danny Guthrie. Núna undir kvöld gekk hann svo formlega í raðir þeirra röndóttu, en kaupverðið var nær 3 milljónunum en þeim 4 sem ég var búinn að tala um fyrr í dag. Ég held nú að enginn stuðningsmaður Liverpool FC missi svefn yfir þessari sölu ef ég á að segja eins og er. Danny átti ekki séns inn í liðið hjá okkur og það var annað hvort að lána hann út áfram (þriðja tímabilið í röð) eða cash-a inn. Okkur veitir ekki af seðlunum þessa dagana þannig að í mínum huga bara jákvætt. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort þetta séu mistök eða ekki, ég er allavega á því að Danny Guthrie verði aldrei annað en meðaljón og muni ekki koma til með að verða lykilmaður í toppliði í Úrvalsdeildinni. En að sjálfsögðu óskar maður honum góðs gengis enda prýðis drengur og sannur atvinnumaður.

8 Comments

  1. Reyndar veltir maður því fyrir sér á þessum síðustu og verstu hvort það hefði jafnvel ekki verið þess virði að hafa hann til taks í byrjun tímabils, þegar það lítur út fyrir það að einu nothæfu miðjumennirnir okkar verði Barry og Gerrard. Síðan hefði verið hægt að selja hann í janúar.

  2. Er þá ekki bara alveg eins gott að nýta mann eins og Plessis, sem stóð sig frábærlega á ekki léttari velli en The Emirates á síðasta tímabili og virðist vera sá sem Rafa telur vera framtíðarmann hjá okkur? Finnst ansi hæpið að riska 3-4 milljónum punda bara til að hafa mann til taks í einhverja 2 Úrvalsdeildarleiki og 2 leiki gegn einhverju liði í undankeppni CL sem yfirleitt eru ekki af háu kaliberi.

  3. Sammála Steina og finnst bara frábært hvað við fengum hátt verð fyrir hann. Þetta er enn eitt dæmið um mjög hátt verð fyrir enskan leikmann.

  4. Þó svo Danny Guthrie yrði valinn besti leikmaður heims eftir næsta tímabil og gerrard, mascherano og lucas myndu allir fótbrotna í ágúst myndu þetta samt teljast góð viðskipti. Guthrie á aldrei eftir að fá tækifæri á miðjunni hjá okkur og því ekkert nema gott um það að segja að hann fái aftur tækifæri í úrvalsdeildinni og við fáum ágætis pening fyrir hann. Eins og ég sagði um crouch: megi honum vegna sem allra best í 36 deildarleikjum næsta vetur.

  5. Þetta eru góð viðskipti og óska ég Guthrie alls hins besta hjá Newcastle. Vonandi nær hann fótfestu hjá nýja liðinu og hver veit nema að hann snúi aftur til Liverpool sem fullmótaður leikmaður.

  6. Guthrie leit ágætlega út í vetur, en vissulega breyttist margt þegar Plessis allt í einu datt bara nær fullskapaður inn í liðið.
    Keegan veitir ekki af leikmönnum svo vonandi fer þetta allt vel. Peningunum verður örugglega vel varið. Skynsamleg sala, mér finnst Rafael vera að spila vel úr hlutunum í sumar, næstur burt er væntanlega Carson, svo örugglega Pennant. Þá verður örugglega kominn peningur í eitt stórt nafn eftir Barry. Hvað þá ef að Alonso fer!!!

  7. Ég er sammála Magga með það að við værum sennilega ekki að selja Guthrie ef Plessis hefði ekki látið fyrir sér finna í vor. Miðað við hvað Rafa er hrifinn af miðjumönnum (Gerrard, Masch, Alonso/Barry, Lucas) er nóg að eiga einn efnilegan þar fyrir utan. Plessis virðist ætla að vera sá maður.

    Vona að Guthrie standi sig hjá Newcastle. Hefði viljað sjá hann koma inní liðið hjá okkur en það átti víst ekki að verða.

  8. ja fyndid ad hugsa til thess ad ef guthrie hefdi fædst a sama tima og gerrard værum vid kannski frekar ad selja stevie til newcastle og guthrie væri hetjan okkar. Synir bara hvad thad er hvad thad er oft stutt a milli hlaturs og graturs i thessu.

    Vona ad eigi eftir ad standa sig en hef meiri tru a plessis

Einn inn, þrír út?

Tranmere í dag: 1-0 fyrir LFC (uppfært)