Hver bauð í Aguero?

Liverpool er núna aftur orðað við Sergio Aguero, sem við töluðum um áður en hann var keyptur til Atletico Madrid og varð einn besti leikmaður spænsku deildarinnar. Umboðsmaður hans segist hafa fengið tilboð í Aguero (sem er metinn á um 35 milljónir punda) og það sé frá ensku liði, sem er ekki Chelsea:

>”I’ve had interest from a leading English team and they’ve asked me to approach Atletico with a bid. I can’t say more until I’ve spoken to the club about the offer.

>”All I can tell you is that it’s one of the best teams in Europe and it’s not Chelsea.”

Semsagt, væntanlega Everton.

Djók! Þetta er því væntanlega Man U, Arsenal eða Liverpool. Guardian segja að Man U hafi gert tilboð í Berbatov og Demento hefur sagst bara ætla að kaupa einn leikmann í sumar, þannig að ef að Man U kaupir Berbatov (sem verður að telja líklegt ef að sagan um boðið er rétt, því hann vill ábyggilega fara) þá eru bara Liverpool og Arsenal eftir. Í einhverri fréttinni er velt upp þeim möguleika að Xabi Alonso myndi hugsanlega fara til Atletico líkt og Luis Garcia gerði þegar að Fernando Torres var keyptur.

Aguero á að hafa sagt í blaðaviðtali að hann hefði ávallt verið Liverpool stuðningsmaður (sjá hér gamalt viðtal).

51 Comments

  1. ja hérna hér, núna eru hjólin loksins farin að snúast og komnar djúsí fréttir! ég væri svo sannarlega til í að fá þennan snilling í liverpool 🙂

  2. Smá off topic: Fyrst, þá er ég mjög ánægður að þið fóruð aftur í gamla ummælakerfið, hitt var algjörlega vitavonlaust. En annað, er hægt að setja tíma við færslurnar hjá ykkur, svona eins og með ummælin?

    En með Aguerro, þá hef ég bara ekki séð nóg af honum til að segja eitthvað um hann. Auðvitað les maður allt þetta jákvæða um gæjann og ég er vel meðvitaður um reputation-ið hjá honum, en þar sem ég þekki gæjan lítið sem ekkert þá veit ég bara ekki hvort þetta sé gæjinn sem við þurfum eða hvað.

  3. Góð ábending, Benni. Þetta er komið! Veit eiginlega ekki af hverju þetta var ekki þarna.

    Syd Lowe í Football Weekly þættinum sagði að Aguero hefði verið besti leikmaður spænsku deildarinnar á síðasta tímabili. Hvort að hann er e-r stóridómur skal ósagt látið. En það sem ég hef séð af Aguero lofar veruleg góðu.

  4. Ef Man U kaupir Berbatov þá er nokkuð ljóst að við erum ekki að fá Keane. Juventus ætlar að kaupa Poulsen í stað Alonso, við fáum Barry og Alonso fer til Atletico í dílnum þar sem við kaupum Aguerro. Oliver Stone hvað 🙂

  5. Nú verð ég að viðurkenna að ég veit varla hvaða stöðu Aguero spilar. Er hann hreinræktaður striker, fyrir aftan fremsta mann eða kantmaður í þriggja manna sókn?

    Getur einhver Spánarsérfræðingur lýst þessum leikmanni þokkalega?

  6. Magnús arnar: Ef við ætlum að reyna fá Aguero ef það er eitthvað satt í þessu, höfum við ekkert að gera við Keane ;).. annars lýst mer mjögvel á þennan dreng, Atletico… Liverpool spænska boltans ? neeeei segi svona

  7. held að þa verði þetta

    torres
    babel-gerrard-aguero með róteringu, juicy:)

    sa 2 leiki með a madr og hann leit MJÖG vel ut, lét barca líta út eins og 3 deildar vörn

  8. En bæði Torres og Aguero byrjuðu fyrst að njóta sín fyrir alvöru síðasta tímabil þegar þeir voru ekki lengur í sama liðinu, getur það ekki verið vísbending um að þeim sé ekki ætlað að spila saman?

  9. Ég sá Aguero eiga stórleik og í samvinnu við Simao gjörsamlega slátra FCK vörninni í Parken í desember. Hann var þá nokkurn veginn nýbúinn að skjótast upp á stjörnuhimininn og ég eyddi megninu af leiknum í að fylgjast með hreyfingunni á honum og var hundfúll eftir leikinn að við skyldum ekki hafa keypt hann á sínum tíma. Það er þó auðvelt að segja þetta núna þegar hann er orðinn stjarna en að eyða 20 milljónum evra í strákpjakk frá argentínu er ansi mikil áhætta.

    Ég yrði meira en himinlifandi ef okkur tækist að landa honum en mikið held ég að Atletico aðdáendur yrðu fúlir ef við myndum stela stærstu stjörnunni þeirra annað sumarið í röð.

  10. Yrdi bara flott mál ad fa tennan dreng i liverpool, a eftir ad verda rosalegur eftir nokkur held ég. Ek skemmir fyrir ad tengda pabbi kauda er engin annar en mesti knattspyrnumadur fyrr og sidar… D.A.M.

  11. Er ekki Liverpool eini klúbburinn sem kemur til greina, Arsenal ný búnir að kaupa Nasri, finnst ólíklegt að Wenger sé á eftir Aguero líka.

  12. Er tilboðið ekki frá Man Utd bara … ég meina ef að Berbatov klikkar þá er Aguero back up eða öfugt.

    Hef enga trú á að þessi drengur sé á leið til okkar heittelskaða liðs 🙁 .

  13. Bíddu stendur ekki í fréttinni;
    “All I can tell you is that it’s one of the best teams in EUROPE and it’s not Chelsea.”

    Af hverju er endilega um að ræða enskt félag? Er þetta ekki bara AC Milan, Barcelona eða eitthvað? Þeim bráðvantar striker núna.

  14. Líkurnar á að Atletico myndi selja okkur sínar 2 stærstu stjörnur 2 tímabil í röð myndi ég ekki halda að væru miklar. Það yrði allt brjálað hjá stuðningsmönnum Atletico svo ekki sé talað um að núna eru Atletico Madrid komnir í Meistaradeildina svo þar fá þeir strax háa peningasummu inn.

    Er þetta ekki bara leið hjá umbanum að kreista fram betri samning hjá Atletico fyrir Aguero?

  15. Arnór, Þessi setning segir okkur allt um það að þetta sé enskt lið:

    “I’ve had interest from a leading English team and they’ve asked me to approach Atletico with a bid.

    🙂

  16. Ég verð hamingjusamur maður ef hann kemur til liverpool…
    Getur Torres ekkert hjálpað til með þetta

    ps. ég hef alltaf keypt Sergio aguero í fotball manager þegar ég er liverpool…og hann bara brillerar alltaf…..

    over and out

  17. Aguero er verðandi besti knattspyrnumaður heims. Sá nokkra leiki með honum á síðasta tímabili og hann var frábær. Meðal annars leikinn gegn Barcelona sem Atletico vann og Puyol lét út eins og 7. bekkingur.

    Að fá þennan fyrir 35 m punda er ekkert nema frábær kaup og ef við viljum dreyma um að eiga enn möguleika á titlinum í mars þá verðum við að kaupa leikmenn eins og Aguera, svona match winner í anda Torres en ekki Barry, með fullri virðingu fyrir þeim góða leikmanni.

  18. ohh draumur í dós, en djöfull rosalega verð ég fúll ef þetta endar svo á því að vera man u!!! gefum okkur það að ronaldo verði áfram á trafford, þá eru þeir komnir með rooney, tevez, aguero og ronaldo….. bendið mér á vörnina sem stoppar þetta! þetta verður að vera Liverpool, bara veeeeerður!!! hehe

  19. komum af stað söfnun, svona eins og marseille eru að gera með drogba!!!

  20. Það er svo sterk slúðurlykt af þessu ennþá að maður nennir ekki að velta sér upp úr þessu og eins hef ég ótrúlega litla trú á að við myndum fá hann.

    En hann væri afar afar mikið velkomin auðvitað.

  21. Afsakið, fann bara eins og Babu svo sterka slúðurslykt af þessu að ég nennti ekki einu sinni að kíkja á tengilinn. Auðvitað er verið að tala um enskan klúbb. Þetta er þá væntanlega Man Utd.

    Nú þegar Rafa er að skipta út smávöxnum leikmönnum fyrir hávaxnari og líkamlega sterkari menn sem henta betur enska boltanum þá er hann sko ekki að fara kaupa Sergio Aguero fyrir himinháa upphæð. End of story myndi ég telja.

  22. Ég er nú sammála flestum hérna um að eingöngu slúður sé að ræða eða þá að þetta sé man utd. Eeeennnnn það er akkurat svona maður sem við þurfum að kaupa til að vinna deildina

  23. JÁ, Arnór…..heldur þú að Rafa sé sérstaklega að skipta út litlum leikmönnunum og fá í staðinn stóra……hehe.
    Maður hefur nú séð í gegnum tíðina að Rafa vill hafa fjölbreytt lið sem bíður upp á sem flesta möguleika í sóknarleiknum.

    En ef Aguero kemur þá færi Alonso í hina áttina…..enda er A. Madrid mun meira spennandi kostur fyrir hann en Juve. Rafa þekkir líka mjög vel til hjá Atletigo og hann hefur oft þurft að díla við forráðamenn þar. Þó er þetta auðvitað ólíkleg skipti en samt væri gaman að heyra hvaða tveir leikmenn þetta eru sem hann nefnir að séu líklega að koma. Barry auðvitað…..og síðan einhver í sóknarleikinn. Þetta er allavega góð saga.

  24. Já Júl.li minn (hehe), er það ekki augljóst af Riise/Dossena, Alonso/Barry og Crouch/R.Keane skiptunum að Rafa er að breyta liðinu og fá inn líkamlega sterkari og/eða hávaxnari menn í ákveðnar stöður?

    Aguero er svakalega efnilegur leikmaður, en Rafa er ekki að fara eyða vel yfir 20m punda í suður-amerískan leikmann sem er ekki 100% víst að virki í enska boltanum. (Obafemi Martins er ekki beint slá í gegn hjá Newcastle).
    Rafa var líka boðið í fyrra að kaupa Javier Saviola á slikk en kaus að gera það ekki.
    Rafa veit að hann þarf að bæta kantana fyrst og fremst. Ef það koma dýrir , eldsnöggir og teknískir leikmenn til Liverpool þá verður það í þær stöður. Held hann vilji þetta season mann frammi með Torres sem getur haldið boltum með bakið í markið og skilað frammávið. Aguero er ekki sú týpa.

  25. 28poooollarinn

    liverpool myndi aldrei borga 35 miljónir punda fyrir þ leikmann

    það er að verða tala um 35 mil evru sem eru 28 mil pund þanning alonso + 10-12 mil pund væri góður díl

  26. “ps. ég hef alltaf keypt Sergio aguero í fotball manager þegar ég er liverpool…og hann bara brillerar alltaf…..”

    Þetta er nóg fyrir mig, kaupum hann 🙂

  27. Ææii nennir maður að skoða svona fréttir. Held nú ekki. Spennandi möguleiki, en einhvern veginn alltof mikið designed frétt. Rétt eins og fréttirnar frá Agentinum hans rússneska AsnaVins. Þær eru náttúrulega að verða brandari. Það endar með því að hann verður boðinn upp á uppboði, þar sem þremur úr næturklúbb eigandans verður hent með inn í dílinn. Fyrst vildi hann bara Barca. Arsenal er orðinn möguleiki núna. Ætli hann endi ekki bara í Tottenham. Þar enda víst NewsNow guttar nú til dags.

  28. Það er nánast útilokað að það hafi verið Liverpool sem hafi haft samband við þá, Liverpool er ekki að fara að kaupa svona dýran leikmann því miður.

    Mér finnst þetta samt frekar einföld reiknings aðferð.

    Þú kaupir stórt nafn á mikinn pening en þú færð lika mun meira til baka í gæðum og sölu á varningi á hans nafni.

    Loksins þegar Torres kom þá var Gerrard ekki lengur vinsælastur í vörusölu.
    Hvað var Madrid lengi að borga fyrir Beckham ? Ekki lengi.

  29. Er ég einn um það að efast um Benitez sem stjóra, finnst það persónulega merkilegustu fréttirnar að hann sé enn jafn fastur í sessi sem stjóri hjá okkur og menn beri virkilega þetta mikið traust til hans ennþá. Kannski er þetta vera lognið á undan storminum. Ef við byrjum illa í haust þá má gera ráð fyrir því að menn fari að skoða þetta mál nánar og færa fókusinn frá football manager hamnum yfir í það að finna nýjan stjóra.

    Ef svo fer þá vil ég að við fylgjumst með þessu máli:

    http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0400evertonfc/0100news/tm_headline=david-moyes-opens-talks-over-new-everton-contract%26method=full%26objectid=21337020%26siteid=50061-name_page.html

  30. Er ég einn um það að efast um Benitez sem stjóra, finnst það persónulega merkilegustu fréttirnar að hann sé enn jafn fastur í sessi sem stjóri hjá okkur og menn beri virkilega þetta mikið traust til hans ennþá. Kannski er þetta vera lognið á undan storminum. Ef við byrjum illa í haust þá má gera ráð fyrir því að menn fari að skoða þetta mál nánar og færa fókusinn frá football manager hamnum yfir í það að finna nýjan stjóra.

  31. Er ég einn um það að efast um Benitez sem stjóra

    Vona það, hvað er hann að gera þér svona móti skapi núna?

  32. Nei ég meinti ekki að hann væri að gera mér neitt á móti skapi núna, hef ekkert á móti manninum sem slíkt. Fínn árangur í Evrópu er líka fjöður í hattinn. Það sem plagar mig er gengi og viðhorf liðsins í ensku deildinni. Hef ekki trú á manninum þar, og hef aldrei haft frá því að hann kom, hef fengið að heyra það frá öðrum Liv félögum að þetta sé bull í mér, en hef lúmskan grun um að ég eigi eftir að reynast sannspár.

    Ef þú skoðar uppbyggingu liðsins síðasta tímabil þá erum við ekkert með ólíka nálgun í deildinni og þegar Houllier var og hét. Þá snerist allt í kringum að koma boltanum á Owen, núna er munurinn sá að við erum Torres í staðinn fyrir Owen. Jújú Gerrard skorar fín mörk af og til og Crouch átti ágæta spretti (synd að við skyldum selja hann). Það hlýtur hinsvegar að vera kostur fyrir lið að vera með hættu frá fleiri hliðum heldur en nánast einni. Hugarfarið á leikmönnum er annað mál, en það hlýtur að vera áhyggjuefni hvað menn eru á köflum áhugalausir í deildarleikjum á móti “slappari” liðum. Það má nánast sjá það þegar menn hlaupa inn á völlinn að það eigi ekki mikið eftir að gerast þann leikinn. Þetta sér maður ekki hjá ManU eða Everton, veit að það er bannað að bera okkur saman við þessa erkifjendur en ég mæli með því að fylgjast með því hvernig þessir leikmenn bera sig að í leikjum. Það er eins og það séu þéttari umræður í búningshergergjm þessara liða. Það hlýtur að gefa auga leið að það þarf öflugan mann í brúnna til að stjórna jafn stóru liði og Liverpool og ég held að Benitez hafi fullt traust leikmanna þegar kemur að Evrópu en þegar þarf að peppa menn upp fyrir deildarleiki þá held ég að hann hafi ekki það sem til þarf. Ég leyfi mér að hafa þessa skoðun, hef haft hana síðan hann kom og hef lofað að éta það ofan í mig ef ég hef rangt fyrir mér en er enn á því að við eigum eftir að skipta um stjóra áður en við vinnum aðaltitilinn.

  33. Ég held að Sammy Lee sé komin með mikla sigurfars hugsun með sér

  34. Ég er svolítið sammála þér Davíð með að hugarfar leikmanna virðist oft á tíðum vera verulega ábatavant þegar inn í leikina er komið, og þá sérstaklega á móti slakari liðunum. Þar held ég einmitt að sé kominn einn helsti veikleiki Benitez sem þjálfara, það vantar dálítið upp á motivation faktorinn hjá honum. Þegar liðinu gekk hvað verst í desember/janúar þá var nánast hægt að sjá það langar leiðir að fyrri leikurinn við Inter yrði ákveðinn vendipunktur á tímabilinu, það var fyrsti leikurinn í lengri tíma þar sem leikmenn þyrftu ekki á neinni sérstakri hvatningu að halda til að koma dýrvitlausir til leiks, hún kæmi einfaldlega af sjálfu sér.

    Koma Sammy Lee til liðsins á þó vonandi eftir að bæta úr þessu en ef liðið virkar áfram jafnáhugalaust í byrjun leikja eins og þeir gerðu í allt of mörgum leikjum á síðasta tímabili að þá er ég alveg tilbúinn til að íhuga það vandlega að skipta um stjóra.

  35. Úps ég var búinn að gleyma að Sammy Lee væri kominn aftur, það mun hafa mikil áhrif. Vonandi siglum við sinn í góða byrjun þetta síson, skiptir öllu máli að byrja vel og hafa rétta andann í liðinu.

  36. Alls ekki sammála, hef mikið meiri trú á að Rafa skili okkur titli heldur en að fá nýjan mann í brúnna og byrja upp á nýtt.
    Held að við höfum einfaldlega ekki haft nægjanlega sterkan hóp til að berjast við United og Chelski í deildinni enda ekki úr næstum því eins miklum pening að moða. Engu að síður hefur liðið verið að styrkjast ár frá ári og er í dag bara hreint ekkert svo langt að baki United og Chelski.

    Já og ef ég man rétt þá hefur Rafa náð mestum stigafjölda á einu tímabili í sögu Liverpool, var það ekki? ´

    Til að þetta gangi loksins upp hjá okkur þar heppnin auðvitað að snúast okkur óvænt í lið, meiðsli lykilmana þurfa að vera í lágmarki og það má alveg sleppa svona sirkus eins og var á síðasta tímabili með eigendur liðsins í aðalhlutverki.

  37. Uuuu, byrjuðum við ekki ágætlega í fyrra? Vorum efstir á tímabili og taplausir fram í miðjan desember þegar það komu tvö töp í röð, úti gegn Reading og heima gegn Scum.

  38. Góðar fréttir og mikið vona ég að þetta gangi eftir.

    Verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þá sem gefa í skyn að við getum ekki náð í svona stórstjörnu. Liverpool er jú einn af stærstu klúbbum Evrópu og spilar reglulega um alla stærstu titlana sem eru í boði. Heimsklassa leikmenn hljóta að vilja spila hjá liðinu eins og dæmin sanna með Torres, Mascerano, Gerrard og jafnvel Kewell á sínum tíma að öðrum ólöstuðum.

    Ef Aguero og Barry koma segi ég að við eigum meira en raunhæfa möguleika á titlinum þetta árið.

    Sóknarlína með Torres, Gerrard, Aguero, Babel og Kuyt og Benayoun sem varamenn væri í raun meira en heimsklassa að mínu mati.

    Miðja með Mascerano, Alonso, Barry, Lucas og Gerrard ef á þyrfti að halda væri nú ekkert til að fúlsa yfir heldur. Jafnvel þó Alonso færi.

    Ég hef svo minnstar áhyggjur af vörninni og Markvörslunni. Sterkari hóp held ég að við höfum sjaldan haft. Insúa gæti svo jafnvel sprungið út i vetur ef hann fær sénsinn.

    Koma Aguero myndi í stuttu máli þýða að við værum komnir með heimsklassa hægri kanntmann og gætum með góðri samvisku hvílt Kuyt og jafnvel smellt honum í sóknina með Torres sem var jú einu sinni hans besta staða.

    Varð allt í einu spenntur yfir sumrinu sem hefur hingað til ekki gefið væntingar um betri árangur í vetur en síðast.

    Koma svo – Aguero til Liverpool.

    Áfram Liverpool!

  39. Ásmundur: Gallinn við þessa “dýrari leikmenn= hærri auglýsinga og búningatekjur” kenningu er að markaðsmálin eru í rúst undir stjórn Rick Parry. Við erum ljósárum á eftir Real Madrid og öðrum liðum í þessum málum. Því er ekki hægt að bera Beckham dílinn við leikmann sem Liverpool myndi kaupa.
    Hjartanlega sammála að Sammy er með rétta viðhorfið.

    Davíð Arnar: Þú ferð alvarlega útaf sporinu þegar þú talar um að Crouch hafi sýnt góða takta en allt spil Liverpool muni ganga út á að koma boltanum á Torres.
    Ég man ekki betur en í hvert sinn sem Crouch var inná þá var dælt á hann háum löngum sendingum (yfirleitt Riise) sem hann réð ekki við að fleyta áfram á samherja vegna þess hversu slakur skallamaður hann var og braut oft klaufalega af sér.

    Síðan er Rafa einmitt núna að reyna kaupa vinnusama leikmenn til liðsins í Dossena, Barry og Keane m.a. sem hafa eitthvað að sanna sig og leggja sig 100% fram og munu koma með betra sigurviðhorf til liðsins í stað hinna stöðnuðu Riise, Alonso og Crouch.
    Ég skil því þínar kenningar um Rafa hreint ekki. Mér finnst nú bara fullkomlega eðlilegt þegar þú spilar 4-2-3-1 og ert með heimklassa striker á borð við Torres einan frammi og enga genuine kantmenn, þá spilaru uppá þann besta og samspil hans við Gerrard.
    Hvað veist þú nema að Rafa gjörbreyti spilinu ef hann fær alvöru kantmenn og loksins hæfan second-striker frammi með Torres?

    Hvernig þú finnur útúr þessu Rafa Benitez sem aðal sökudólginn er mér allavega algerlega hulið. Ef þú ætlar að gangrýna Rafa fyrir eitthvað þá er það að kaupa ónýt einhæf skoffín eins og Pennant o.fl. og hafa haft trú á Kewell alltof lengi. Lélegir kantmenn eru það sem hefur fellt Liverpool síðustu ár.

  40. Aguero er algjör snillingur og getur leikið hvar sem er í fremstu víglínu hann og Torres náðum rosavel saman hjá At M var valinn besti leikmaður spænskudeildarinnar í fyrra notum sambönd okkar við AM seldum Luis Garcia þangað og svo Torres til okkar látum Alonso fara til AM + 20 m punda

  41. Arnór ég held að þú hafir misskilið, þrátt fyrir að ég sjái eftir Crouch og finnist hann hafi átt góða spretti þá er ég ekki þarmeð að segja að maðurinn hafi verið markaskorari af guðs náð. Stend hinsvegar fast við það að þetta er leikmaður sem við eigum eftir að sjá eftir að hafa selt. Ég var per se ekki heldur að gagnrýna kaup Rafa, mér finnst hinvsegar ýmislegt sameiginlegt í þessu með það að stíla markaskorunina inn á einn leikmann eins og það var áður, það er varla hægt að horfa fram hjá því. Hinsvegar snerist punkturinn hjá mér aðallega um það að hugarfar leikmanna í deildinni væri á köflum ekki í lagi, veit ekki hvernig það breytist með nýjum leikmönnum, en það getur vel gerst. Ég væri manna ánægðastur að hafa rangt fyrir mér í þessu en ég missi meira og meira trúna á því eftir sem líður á.

    Með það að við byrjðum síðan vel í fyrra, þá þýðir það ekki að það sé eitthvað slæmur forboði, við þurfum hinsvegar að byrja vel og byggja á því. Maður hefur séð nokkur tímabilin klárast fyrir okkur nánast fyrir jól, sem er dapurt.

  42. varðandi Crouch þá átti hann eitt ár eftir af samningi og var boðinn nýr samningur í sumar sem hann þáði ekki og mér finnst nú 11m ansi gott
    fyrir mann sem að getur rætt við hvaða lið sem er eftir 5 mánuðui og farið
    frítt. Og í guðs bænum ekki vera að hæpa Crouch upp sem einhvern snilling.Og segja að Liv sé að treysta á einn mann í markaskorun Gerrard
    var nú með 23 mörk.Og get ekki séð betur en það hafi verið einn maður hjá Scum united “þrællinn” Ronaldo sem hafi séð um alla markaskorun fyir United í fyrra.

  43. hér til gamans má svo sjá það á svörtu og hvítu að það er nú frekar united sem er að treysta á fáa menn í markaskorun.

    Liverpool 2007-2008 Torres 33 Gerrard 23 Yossi 11 Kuyt 11 Crouch 11 Babel 10 Voronin 6
    Hjá United eru bara 4 leikmenn með 5 mörk eða meira !!!!!
    Ronaldo 42 Teves 19 Rooney 18 Saha 5
    Þannig að þessi speki hjá þér Davíð er nú ekki alveg að ganga upp hjá þér og svo til viðbótar skoraði Liverpool flest mörk allra liða ef mið er tekið af öllum keppnum í fyrra.

  44. Váá kannski ummælin komin langt út fyrir umræðu efnið.. (kannski bara ég) En að fá þennan dreng værir snild en ég held að maður sé ekki að koma, þetta verður örugglega einn af þeim bestu eftir nokkur ár, held bara að liverpool sé ekki að kaupa leikmann á +25mill, jújú kannski alonso+8-14millur, en ég held að þetta sé eins og með D.villa, góður draumur en er bara draumur.
    En jú stundum geta draumar ræst……

  45. Þetta er klárlega Arsenal sem býður þessa upphæð. Það er ekki séns í helvíti að Rafa fari að henda 35m í einn leikmann þegar hann á í basli með að fjárfesta í miðlungsleikmönnum í dag. 35m punda upphæð dugar fyrir 2 fínum leikmönnum sem er mun gáfulegra.

Fer Alonso kannski ekkert? (Uppfært)

Carson til Stoke?