Í gær var fyrsti æfingaleikurinn hjá LFC og var spilað gegn nágrönnum okkar í Tranmere Rovers og vannst naumur 1-0 sigur þar sem Yossi skoraði sigurmarkið. Ég sá sjálfur ekki leikinn en af því sem ég hef lesið þá virðist þetta hafa verið ágætis æfing og gott að sjá Agger sé kominn á ról aftur. Nýju leikmennirnir fengu sína eldskírn í rauða búningnum en þessir spiluðu:
Martin (Cavalieri 46), Darby (Hyypia 46), Hobbs (Flynn 46), Carragher (Aurelio 46), Agger (Kelly 77), Leiva (Skrtel 46), Plessis (Gerrard 66), Insua, Pennant (Degen 46), Pacheco (Voronin 66), Benayoun (Spearing 46)
Liðið er nú farið til Sviss í æfingarbúðir og er næsti æfingaleikurinn gegn Luzern á miðvikudaginn kemur.
Svo að Barry málinu… þetta virðist ætla að vera sagan endalausa og læðist að manni sá grunur að hann komi ekki. Ég held að það sé ljóst að ef Barry kemur þá muni Alonso fara frá félaginu og þótt ég taki fagnandi á móti Barry þá langar mig ekki til að missa Alonso. Niðurstaða: Ég er sáttur við núverandi ástand á miðjunni og vil frekar að Rafa einbeiti sér að kaupa kantmenn og framherja.
sá leikinn á netinu.. týpískur æfingarleikur, mjög slow og mikið af tæknifeilum. en frábært mark hjá benayoun, snéri boltann yfir markmanninn frá vítateighorninu í fjær hornið, degan virkaði mjög sprækur og held að þetta sé akkurat bakvörðurinn sem vantar í lpool, sókndjarfur, stór, sterkur.
og já varðandi seinni ummælin þá er LÍFSNAUÐSYNLEGT fyrir lpool að fá kantmenn.. þetta verður meik or breik hluturinn á tímabilinu hvort það komi góðir kantmenn eða ek.
Er hjartanlega sammála þér Höddi varðandi kantmennina.