Leikur gegn Lucerne í kvöld

Jæja, þá er það æfingaleikur #2 á þessu sumri og byrjunarliðið er komið:

Cavalieri

Degen – Carragher – Agger – Insúa

Benayoun – Plessis – Lucas – Leto

Pacheco – Voronin

**Bekkur:** Hansen, Hyypiä, Skrtel, Dossena, Aurelio, Darby, Gerrard, Mascherano, Spearing, Babel.

Það verður athyglisvert að sjá Cavalieri og Degen, og vonandi Dossena í seinni hálfleik, og svo mun ég fylgjast aðeins með Leto líka.

Fyrir þá sem hafa áhuga er leikurinn í beinni á LFC.tv.

32 Comments

  1. En fyrir þá sem eru með makka og geta ekki horft á þetta “live” á lfv.tv, veit einhver um síðu sem sýnir leikinn?

  2. Tja, samkvæmt þínum varamannabekk Kristján þá eru nú litlar líkur á að Dossena komi inná….aftur á móti ef maður skoðar varamannabekkinn af official síðunni þá er það nú bara alls ekkert ólíklegt 😉

  3. Alan Hansen snúinn aftur? Orðinn þreyttur á að lýsa leikjunum og ákvað að taka þátt?

  4. jha, hann er sýndur í slöppum gæðum á nokkrum stöðum – myp2p.eu er ágætis staður til að finna leiki á netinu.

  5. Benni Jón, ég deili Dossena ekki með ykkur hinum. Ég á hann einn. 🙂

    Ég er að horfa á þetta á Macbook, á opinberu vefsíðunni. Ekkert að þessu.

  6. Er að fylgjast með þessu á Channel 5, í digital sjónvarpi – fullum gæðum:)
    Hálfleikur og staðan 2-1, Voronin með glæsilegt chipp frá vítateig yfir markmanninn. Okkar menn eru mikið að spila þríhyrninga fyrir framan teiginn til að komast í gegn. Nóg af færum, Pacheco lítur sérlega vel út. Degen var frekar sofandi í markinu og Cavalieri virkar ekki mjög traustur í markinu. Senniega jet-lagged ennþá.

  7. Já Pacheco er frábær. Aðeins 17 ára og er virkilega að sýna sig.
    Svo er gaman að sjá hvað Benayoun lýtur vel út.

  8. pacheco var brilliant.. væri óskandi að hann væri 2-3 árum eldri til að geta notað hann, of ungur ennþá…. cavalieri virkar ekki traustur, enda skil ég ekki alveg að kaupa brasilískan markvörð, hafa ekki margir góðir komið þaðan

  9. leto er enganvegin leikmaður af lpool standard það er bara orðið augljóst

  10. “pacheco var brilliant.. væri óskandi að hann væri 2-3 árum eldri til að geta notað hann”

    Ætli að Rooney væri ekki svona 1-2 klössum lélegri í dag ef Moyes hefði hugsað svona á sínum tíma.

    Pacheco á að fá sýn tækifæri í prímerunni snemma á tímabilinu.

  11. Ef ykkur fannst Pacheco góður bíðið þá bara þangað til þið sjáið Németh!!

  12. Pacheco var frískur í dag, rétt eins og gegn Tranmere en hann á svolítið eftir í land í að vera klár í slaginn, virkar ennþá full væskilslegur fyrir minn smekk. Hann þarf að styrkja sig aðeins og þá er hægt að íhuga málið, en hann lofar svo sannarlega góðu og það er ekki slæmt að vita af honum og nemeth að banka á aðalliðsdyrnar.

    Lucas var líka fínn í dag og eins merkilegt og það hljómar að þá stóð voronin sig bara alls ekki illa heldur, hvort það segji meira um voronin eða luzern skal ósagt látið en það hlýtur að vera skárra að hann spili vel en illa. Degen virkar snöggur og frískur sóknarlega en hefur ekki heillað mig neitt sérstaklega varnarlega og var alveg út úr kú í þessu marki sem svisslendingarnir skoruðu. Hann er þó bæði nýstiginn upp úr meiðslum og að venjast nýju liði svo maður fyrirgefur honum alveg smá klaufaskap í æfingaleikjum. Ég bíð allavega með að dæma menn a.m.k. fram í nóvemberbyrjun.

  13. pacheco er taaaalsvert frá líkamlegum burðum rooney. hann á ekkert í úrvalsdeilina ennþá.. en kæmi mér ekki á óvart að sjá hann í deildarbikarnum kannski

  14. “Stuðningsmenn” sem tala um leikmenn Liverpool eins og höddi hér að ofan eru sorp sem losna þarf við af mínu mati!!!

  15. Áreiðanlegar heimildir Elisha Scott á ynwa spjallinu útlista að Robbie Keane verði orðinn leikmaður Liverpool fyrir vikulok fyrir um 20 miljónir punda..

  16. er áblega einn sá heitasti sem þú finnur, STAÐREYNDIN er sú að maðurinn er bara skítlélegur og á ekki heima hjá stæðsta félagi englands !! mér finnst menn bara só sorrí ekki sjálfkrafa góðir þótt þeir séu hjá okkur, þeir þurfa svo sannarlega að hafa fyrir því að eiga heima þarna

  17. Það er eitt að finnast menn ekki nógu góðir, en það er annað að kalla þá sorp eða öðrum álíka nöfnum. Það eru þónokkrir leikmenn í Liverpool liðinu sem mér finnst ekki nógu góðir, Voronin þar á meðal, en finnst þér ekki óþarfi að vera með barnastæla og kalla þá illum nöfnum?

  18. þetta var nú bara til að leggja áheyrslu á það sem mér finnst.. tel þennan leikmann vera í óórafjarlægð frá liverpool standard

  19. Fín hreyfing áfram. Voronin leit furðuvel út. Plessis er hinn fínasti, Pacheco verður magnaður. Hansen er Martin Hansen, danskur markmaður alls óskyldur Alan karlinum símalandi……

  20. Já flottur leikur hjá okkar mönnum, hlakka bara til að sjá næsta.

    Og smá hérna algjerlega úr umræðu en þið gætuð haft gaman af þessum tippleik sem var að opna -> http://www.play.is

  21. 22 Höddi: ef þú getur ekki lagt áherslu á mál þitt án þess að kalla menn “sorp”, þá áttu frekar að sleppa að kommenta á þessari síðu. Ég leyfði þessu að hanga inni, þar sem Benni Jón var nú þegar búinn að kommenta á þetta. Annars hefði þessu verið eytt út, enda með eindæmum kjánalegt komment.

  22. Ég er í þetta sinn sammála Benna Jón… Barnaskapur stafsetningarinnar segir manni sitt…
    Tek ekki mark á svona ummælum

  23. Hvaða væl er þetta um að Pacheco sé ekki nógu sterkur etc? Messi var náttúrulega alveg fílelfdur þegar hann fór að spila 17 ára með Barca…

  24. Leikurinn fór 2-1 fyrir Liverpool. Lucas og Voronin skoruðu. Það væri fínt ef að einhverjir sem sáu leikinn gætu skrifað um hann nokkur orð.

  25. Ég sá leikinn en var svo ekkert við tölvu eftir hann. Horfði á hann í beinni á LFC.tv á netinu í sæmilegum gæðum (miðað við e-Seasonið hjá opinberu síðunni), svona YouTube-leg gæði.

    Leikurinn var mjög hægur og greinilegt að menn voru að spara sig. Lucerne eru komnir lengra með pre-seasonið sitt en okkar menn (eiga víst fyrsta alvöruleik á laugardaginn) og virkuðu því kraftmeiri framan af. Hjá okkar mönnum virtist allt sóknarspil fara í gegnum Lucas, Benayoun og Voronin sem voru svona okkar sterkustu menn í kvöld. Þá var gaman að sjá hinn unga Dani Pacheco spila. Hann er bara 17 ára en klassinn sem hann sýndi í að leggja upp markið fyrir Lucas minnti á ungan Fabregas, sem var orðinn fastamaður í liði Arsenal á átjánda aldursári. Spurningin er, er Pacheco of ungur til að geta spilað einhverja rullu í aðalliðinu í vetur? Aðeins Rafa veit það, en miðað við það sem ég sá í kvöld (og það að hann var valinn maður leiksins gegn Tranmere) finnst mér sjálfsagt að gefa stráknum séns.

    Annars var þetta eins og fyrr sagði mjög hægur leikur og liðið greinilega í engu standi til að taka almennilega á því. Carra og Degen voru sofandi og hálf labbandi um vítateiginn í jöfnunarmarki Lucerne, á meðan Voronin skoraði auðveldasta mark allra tíma (vippaði af vítateigslínu yfir markvörðinn sem stóð – í alvöru – á vítapunktinum … fáránleg staðsetning). Pacheco átti tilþrif leiksins með því að gefa blindandi innfyrir á Lucas. Leikformið vantar en svona klassi leynir sér aldrei.

    Sem sagt, ágætis æfingasigur í leik sem var áhugaverður en ekki neitt sérstaklega skemmtilegur. Maður leiksins Andryi Voronin, en Dani Pacheco var ekki langt á eftir honum.

    Gaman að sjá líka Babel koma inn í seinni hálfleik. Hann er enn að koma sér í gang eftir meiðslin (og fer væntanlega fljótlega til móts við Hollendinga fyrir ÓL) en hann náði allavega að niðurlægja bakvörð Lucerne einu sinni í seinni hálfleik. Ekki slæm byrjun á tímabilinu það. 🙂

  26. mark eða ekki mark á ummælunum, þau eru sönn þessi maður hefur ekkert að gera í stórklúbb liverpool, bláköld staðreynd og því miður er það alltaf að renna meira og meira upp fyrir mér að lpool stuðningsmenn eru að verða sáttari og sáttari við miðlungsleikmenn í þessu liði. menn eru upphafðir af mönnum á þessu landi þrátt fyrir að eiga eeekkert að gera í þetta lið, hversu margir misstu alltaf vatn þegar að kewell mætti inná ? riise .. drengurinn var einfættur og gat varla sótt ! menn stóðu samt á bakvið hann… því miður er þessi risaklúbbur kominn á þann standard hjá mörgum stuðningsmönnum að þeir sjá ekki sólina fyrir flestum leikmönnum hans, og það eru ekki nema kannski 7-8 tops 9 leikmenn sem eiga heima þarna, sorglegt að sjá hvernig hefur farið fyrir klúbbnum sem maður hefur elskað meira en allt í meira en 18 ár

Barry!

Hugleiðingar um Kuyt, Cavalieri og Barbie