Hvert einasta ár geri ég ákveðnar væntingar til Liverpool, raunhæfar væntingar (í það minnsta finnst mér það) og síðan met ég liðið yfir allt tímabilið. Á tímabili í vetur (lok janúar) settist ég á krá með góðum vini mínum og urðum við sammála um að Rafa væri líklegast kominn á endastöð með liðið. Ekkert virstist ganga og liðið var ekki að standast mínar væntingar (sem voru að halda í við toppinn í það minnsta fram yfir nýárið). Það má segja að gott gengi í Meistaradeildinni og góður kippur í deildinni hafi gefið manni trúna aftur en það er ljóst að á næsta tímabili verður liðið að gera betur en það síðasta.
Af hverju?
Í allt sumar hefur Barry verður sagður á leiðinni og Alonso á leið burt. Ekkert hefur gerst og því lengra sem það dregst því ólíklegra lítur það út. Ég sé í raun ekki mikinn tilgang í því að bæta Barry við liðið ef við erum með Gerrard, Mascherano, Alonso og Lucas á miðjusvæðinu. Það myndi hefta framgang Lucasar mikið sem og ég get varla séð Alonso vera jafn dapran og á síðasta tímabili aftur. Frekar vildi ég sjá áhersluna lagað á að kaupa framúrskarandi kantmenn (já fleirtala) og einn heimsklassa framherja.
Crouch farinn en kemur Keane?
Ég var í raun ekkert áfjáður í það láta Crouch fara frá félaginu en taldi samt líklegast að hann vildi sjálfur fara þar sem ljóst var að hann myndi aldrei slá Torres út úr liðinu sem og Rafa notast oftar en ekki einungis við einn framherja í leikkerfinu 4-5-1. En hvað gerum við ef Torres meiðist? Setjum við Kuyt uppá topp, Voronin eða einn af unglingunum? Ég tel það ólíklegt og er þess fullviss að Rafa muni annað hvort ganga frá kaupunum á Keane eða þá að hann sé með annan jafngóðan framherja í sigtinu. En talandi um Keane þá get ég ekki séð neina röksemd í því fyrir Spurs að selja bæði Berbatov og Keane og Búlgarinn er langt um líklegri til að fara en Keane sem hefur verið fyrirliði Spurs í fjarveru Ledley King. En hvað veit ég?
Nýr Mike Hooper?
Rafa hefur keypt nýjan varamarkmann, Cavaleri, í stað Itjande og hreint út sagt held ég að það breyti afar litlu því ef svo færi að Reina myndi meiðast alvarlega og vera frá í lengri tíma þá mun Rafa kaupa nýjan aðalmarkvörð. Vonandi er þessi drengur bara duglegur æfingapúði sem þó getur varla staðið sig verr en Itjande sem mér þótti aldrei líklegur til afreka.
Ertu þá farinn!
Það hafa nokkrir minni spámenn yfirgefið liðið svo sem Guthrie sem fór til Newcastle fyrir ágætis aur, Carson sem fór á endanum til nýliða WBA og Le Tallec sem fékk frjálsa sölu til Le Mans. Einn fastamaður, Riise, var seldur til Roma og kom það mér alls ekki á óvart að hann skyldi fara. Það má teljast ótrúlegt hversu lengi hann hefur verið hjá félaginu svona eftir á að hyggja. Peter Crouch var seldur enda ósáttur við sín tækifæri og fékk félgið fínan hagnað af þeirri sölu. Svo má ekki gleyma Harry nokkrum Kewell en segja má að hans dvöl hjá félaginu hafi verið vond, hann fór á frjálsri sölu til Galatasaray.
Silva, hvar ertu?
Heilt yfir þá lítur liðið nokkuð vel út. Það er fínt jafnvægi í liðinu, margir ungir leikmenn hafa verið keyptir til félagsins sem spila með unglinga- og varaliðinu og vonandi skila þeir sér upp næstu árin en eftir sem áður vantar okkur kantmenn.
Í dag eru við með Jermaine Pennant, Yossi Benayoun, Ryan Babel, Dirk Kuyt, Sebastian Leto, Paul Anderson og Steven Gerrard. Ólíklegt verður að teljast að Gerrard fari aftur á kantinn, Kuyt er kannski ekki þessi óska kantmaður gegn liðum sem liggja langt aftur og virkilega reynir á knatttækni og góðar fyrirgjafir, Leto er í vandræðum með atvinnuleyfið og Anderson er í láni hjá Forest út tímabilið. Þetta gerir því einungis þrír kantmenn: Pennant, Yossi og Babel og að mínu viti eru Pennant og Yossi ekki nægilega góðir til að vera lykilmenn í liði sem ætlar sér enska meistaratitilinn.
Niðurstaða: Ég tel að liðið verði að styrkja kantstöðurnar til að eiga raunhæfa möguleika á titli. Ég myndi telja að liðið væri miklu líklegra til árangurs ef t.d. leikmaður á borð við Silva myndi koma en ef Barry/Keane kæmu. Þeir eiga að kosta um 40 milljónir punda samanlagt, má eyða því í að kaupa Silva?
Sammála/Ósammála?
eigum við nú ekki að leyfa Rafa að klára sín kaup áður en við hraunum yfir kaupin hans í sumar það er rólegt víðar en bara hjá okkur og menn kærðir fyrir að segjast hafa áhuga á þessum og þessum leikmanni. ég myndi segja kaupin á Keane séu 90% dunn deal varðandi Barry þá kemur hann ekki nema Alonsa fari það er ljóst.Varðandi kantmenn þá er nokkuð ljóst að Rafa kaupir einn kantmann tippa á Silva eða Riera sem er líka mjög spennandi kostur.Varðandi leikkerfið þá var Rafa nú ekki að spila 4-5-1 í fyrra þegar að gengið var sem best þetta var nú líkara leikkerfi Hollendinga á EM og ég myndi nú ekki segja að það hafi verið 4-5-1 þeir voru með 4 menn aftast svo De Jong og Engelar fyrir framan þá Nistelroy einan uppá topp og svo Kyut á hægri að mestu leiti síðan Rafa Van der Vart í stöðunni sem Gerrard er vanur að spila hjá okkur og svo Wesley Sneijder á vinstri þar sem Babel var nú líka hugsaður hjá Hollandi þannig að þetta er nú ekki alveg dauði og djöfull hjá okkur en það er ljóst að við munum fá 3 sterka menn í viðbót tvo ef Alonso verður áfram. Við skulum nú ekki heldur alveg gleyma því að munurinn á milli okkar og united á síðustu leiktíð lá aðalega í þessum tveimur töpum gegn united sem gerði 12 stiga sveiflu en eins og menn muna þá muna 11 stigum var það ekki í restina og við með einn okkar besta varnarmann frá allt tímabilið hefði nú ekki séð United klára mótið án Vidic eða Ferdinand þannig að verum jákvæðir og treystum Rafa í transfer glugganum og á næstu leiktíð við erum að færast nær og ekki gleyma því að það var Rafa sem færði okkur Fernando Torres
YNWA
Fínar pælingar, sammála mörgu en mín skoðun er sú að það væri betra að fá Barry og Keane. Tvo menn sem við vitum líklega hvað við fáum frá þeim frekar en Silva. En eins og þú sagðir þá verður einn miðjumaður að víkja.
Ef þú ætlar að kaupa Silva fyrir þennan pening þá vantar okkur líka enþá annan senter.
Skemmtileg pæling samt sem áður.
Það er bara alveg á hreinu að ætli Liverpool sér að blandast í toppbarráttuna þá verðum við að fá kanntmenn til liðsins sem geta slundrað vörnum andstæðingana. Það er ekki nóg að hafa Kuyt, Benayoun eða Pennant á köntunum.
Liverpool hafa ekki átt kanntmenn í allt of langan tíma og ég tel það vera okkar helsta vandamál.
Ekki Milner allavega.
Fá klassakanntmann og þá munum við standa í hárinu á hinum topp 3 liðunum.
Ég er í meginmáli sammála þér.
Fyrir sumarið (og eiginlega ennþá) vildi ég fá tvo kantmenn sem myndi styrkja byrjunarliðið. Þá hugsaði ég að með þessum tveimur nýju kantmönnum ásamt Babel væri Liverpool komið með flotta möguleika á kantinum. Fínt að selja Crouch og nota Babel sem varaskeifu fyrir Torres og auðvitað einnig á kantinum. 100% sammála með að Pennant og Yossi séu ekki byrjunarliðsmenn í meistaraliðið þó svo að þeir væri ágætir á bekkinn.
En eina sem hefur gerst er að Liverpool hefur fengið tvo bakverði og ég tel reyndar að bara annar þeirra mun koma til með að styrkja byrjunarliðið.
Ég er reyndar á því að Barry myndi styrkja liðið en er kannski ekki alveg þess virði að fórna Alonso og þurfa að borga pening auka.
Varðandi Keane veit ég ekki alveg hvar hann á að passa inní kerfið sem Rafa notaði í seinni hluta tímabilsins og 20 millur er of mikið fyrir mann sem á ekki eftir að styrkja byrjunarliðið (ef við hugsum hann sem auka möguleika í byrjunarliðið).
Þannig að niðurstaðan hjá mér eru tveir kantmenn og þá er ég sáttur. Annars einn kantmann ásamt Keane og Barry, þá væri ég bara nokkuð sáttur.
erum við Þá að fara að tala um að spila 4-4-2 með týpíska enska vængmenn ? Leikkerfi sem að hefur ekki unnið deildina undanfarinn ár en hvorki Man U eða Chelsse spila lengur 4-4-2
Reina
Smá off topic. Eru einhverjir fleiri fúlir yfir að ekki skuli vera sýnt frá æfingaleikjum Liverpool á Stöð2 Sport2 eins og talað var um að gert yrði. Ef mig misminnir ekki þá var það eitt af sölu atriðunum að þessir 2 mánuðir sem maður borgar fyrir að hafa stöðina yrðu notaðir til að sýna frá æfingaleikjum og mótum. Mér finnst lítið hafa farið fyrir því og samkv. heimasíðu Sport2 þá eru engir leikir á dagskrá allavega til 8.ágúst. Langaði bara að commenta aðeins á þetta. Gaman væri að heyra álit síðuhaldara.
Kv. Kristján
Algjörlega sammála Kristjáni. Þetta er skandall og fólk á ekki að láta bjóða sér þetta! Og ekki bætir úr skák að eini leikurinn sem hefur verið sýndur var með nær óþekktu liði…
Veit alla vega að Rangers – Liv 2.ágúst er sýndur síðan er Valerenge – Liv 5.ágúst á Liv stöðunni sem fylgir með Stöð 2 Sport2 og svo einnig á þeirri stöð Liv – Lazio 8.ágúst það er nú lítið varið í þessa leiki í kringum æfingabúðirnar í Sviss vantar enn fullt af mönnum en alla vega ´verðum við þá búnir að sjá 4 leiki í beinni á stöðvum sem að 365 er að senda út en eins og menn vita var Tranmere leikurinn á LFC.TV og síðan geta menn séð Herta Berlin – Liv kl.17.45 á Players í dag.
Gæti ekki verið meira sammála. Mér finnst kaupin hjá Benítez hafa verið hálf undarleg í sumar, hann er ekki að styrkja liðið svo um munar sýnist manni. Jú, gott og vel, sóknarbakverðir gegn slakari liðunum, en síðan eru það flinkir kantmenn sem okkur vantar fyrst og fremst. Tek líka undir það hér að ofan að ætla sér að eyða 20 milljónum í mann sem verður inn og út úr liðinu er mjög illa varið.
Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum, sennilega sumarið áður en Houllier hætti þá keypti hann ef ég man rétt Arpexhed, McAllister, Cheyrou, Smicer ofl. sem ekki höfðu veruleg áhrif á að bæta byrjunarliðið. Ég er farinn að óttast að þetta sumar verði svipað…
http://www.knattspyrna.bloggar.is
annað off topic umræðuefni: Leikurinn í kvöld á Ólympíuleikvanginum í Berlín.
veit einhver hér hvar er best að sjá hann? ég er gríðarlega spenntur fyrir honum þar sem ég sá einhvernstaðar að það væri uppselt á hann og leikvangurinn tekur 76.000 manns, það gæti orðið meira fjör í þessum leik en fyrstu þremur æfingaleikjunum
Ívar sumarið er ekki búið vertu rólegur
Bíddu Roscu, er ekki M U að spila 4- 4- 2? Erun ekki Treves og Rooney yfirleitt í framlínu ?Annars hefur Rafa sagt það að hann vilji ekki kaupa stjörnur ,en vill helst gera menn að stjörnum.Góð pæling Magnús
Sigurjón á Players 17.45 í kvöld eða ef menn eru með Sky pakka þá er hann á Channel Five
Einsi Nei utd er ekki að spila 4-4-2 og Teves og Roney voru nú ekki mjög oft saman frammi í byrjunarliðinu
Bíddu Torres og Mascherano voru það ekki stjörnur ?
síðan ef að menn vilja horfa á viðbjóð þá er
Manchester United – Orlando Pirates frá Suður-Afríku í æfingaleikur í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:10 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Nr. 9 Rosco
Ívar Örn, 10 comment.
Þótt Rafa hafi spilað með 1 frammi á síðasta tímabili þýðir það ekkert að hann verði að gera það á þessu tímabili. Það er enginn að fara segja mér það að hann kaupi Keane á 20 mills plús mínus, og noti hann meira á bekknum enn í start up line. Keane er keyptur sem byrjunarliðsmaður og ekkert annað.
Nr. 9 Rosco
Eru allir þessir leikir sem þú ert að tala um á Stöð 2 sport 2 þar sem enska deildin verður sýnd eða er ég að misskilja? Þessir leikir eru allavega ekki skráðir inn á heimasíðuna þeirra.
http://www.stod2sport2.is/pages/278?date=22.08.2008&stod=syn2
Ps. hvernig geri ég aftur link? 🙂
Prívat og persónulega er ég alltaf að verða heitari og heitari fyrir því að fá Barry og Keane inn þetta eru fjölhæfir leikmenn sem geta spilað ýmsar stöður á vellinum. Ef við stillum þessu upp svipað og Rafa var að gera í fyrra þá gæti þetta litið svona út miðað við hópinn sem við höfum í dag:
——————–Reina——————-
Arbeloa—Carra——Agger—–Dossena
————Alonso—–Mascherano——–
Kuyt————-Gerrard————-Babel
——————–Torres——————-
Barry gæti þá komið inn í stöðurnar sem Alonso, Mascherano spila og jafnvel í vinstri bakvörð eða vinstri kant. Með Barry á vinstri kantinum þá erum við kominn með kantmann sem skilar góðri varnarvinnu og getur því óhikað leyft vinstri bakverðinum að overlappa og sækja meira en Riise og félagar voru að gera í fyrra.
Keane gæti svo spilað fremstur eða fyrir aftan Torres og jafnvel farið á hægri kantinn. Þá værum við komnir með snöggan og sprækan kantmann sem getur tekið menn á. Ég veit að það er ekki hans náttúrulega staða en ég hugsa að hann mundi geta skilað fínu starfi þar.
Þarna erum við sem sagt komnir með tvo leikmenn sem í sameiningu geta coverað allar stöðurnar fyrir framan varnarmennina og gefa því liðinu mjög góða möguleika á að vera svolítið ófyrirsjáanlegir og gera Einari Erni, Kristjáni Atla og félögum enn þá erfiðara með að spá fyrir um byrjunarliðið (eins og það hafi ekki verið nógu erfitt í fyrra) 🙂 Þar að auki ættum við að vera betur í stakk búnir við að takast á við meiðsli þegar við erum komnir með svona fínt cover í flestar stöður.
Mundi ég vilja sjá Silva í Liverpool? Að sjálfsögðu en ég er samt ekki frá því að það væri betra fyrir liðið að kaupa þessa tvo sem við vitum að geta verið góðir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni heldur en að taka sénsinn á Silva einum sem við vitum ekki hvernig mundi spjara sig.
Geir Rangers leikurinn verður á Stöð 2 sport eða Stöð 2 sport2 hinir eru á Liverpool stöðinni á sem að fylgir með Stöð2 sport 2 og er númer 47 á ruglaranum að mig minnir
Afhverju eru menn endilega pottþéttir á því að ef að kaupunum á Keane verður verði hann notaður sem varaskeifa fyrir Torres ? Það er t.d. ekkert gefið að Liverpool muni leika nákvæmlega sama kerfi og í fyrra þó það hafi vissulega reynst vel. Ég sé það hinsvegar alveg fyrir mér að gegn slakari liðunum gæti liðið alveg verið látið leika 4-4-2 með þá hugsanelga Keane og Torres á toppnum. Og þar sem þetta er nú Liverpool þá ættu flest lið í deildinni að vera slakari lið. 🙂
Þannig að ég er ekki að sjá fyrir mér eins og sumir hafa nefnt að Benítez sé að reyna að kaupa mann fyrir 20 milljónir punda sem verði inn og út úr liðinu.
En annars er ég sammála mönnum um það með kantarana. Mig langar í alvöru kantara. Ekkert endilega kantmann sem er að sprengja upp varnirnar.. Bara kantara sem kann að senda. Beckham var/er ekki beint að sprengja upp varnirnar, en hann á það til að leggja upp mörk. Og við þurfum fleiri en bara Steven Gerrard sem er að leggja þetta upp.
Sigurjón #11: svo er líka hægt að horfa á hann hér http://myp2p.eu/broadcast.php?matchid=15131&part=sports
En annars vantar okkur ekkert vængmenn í þetta lið. Miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið var lykilatriði að fá sóknarbakverði. Vonandi fékk Rafa það sem hann vildi þar, þ.e. náði að bæta sóknarbrodd bakvarðanna sem er lykilatriði á móti teigtjöldurunum.
Hinsvegar get ég ekki verið sammála að af Yossi, Pennant og Babel sé Babel sá eini í nægilega góðum klassa fyrir titiláhlaup. Að mínu viti er Yossi sá eini – Babel gæti komist þangað, en þarf að fara að sýna eitthvað þegar hann hefur ekki hálft grænland að hlaupa í og Pennant má fara á fríu til Tranmere fyrir mér.
Það sem ég held að Rafa sé að reyna að gera er að búa til meira creative lið. Þ.e. á móti liðum sem tjalda allan leikinn inná eigin teig (80% af úrvalsdeildarliðunum) og svo í þessa leiki sem eru tæpir þar sem ein snilldartilþrif geta unnið leiki.
Og mig langar líka að bæta því við að mér fannst McAllister bæta liðið þegar hann kom. Enda tók hann nánast allar spyrnur liðsins í föstum leikatriðum og það eru bara stjörnur sem fá að gera það :). Og svo voru Liverpool nokkuð sigursælir á meðan þeir nutu krafta þessa snillings.
Hjartanlega sammála þessari grein. Skortur á góðu kantspili og getu leikmanna í þeirri stöðu, hefur verið mesti höfuðverkur í leik liðsins lengi. Pennant og Yossi eru of misstækir og einfaldlega ekki í þeim klassa sem
til þarf. Kuyt er ekki kantmaður, þó hann geti hnoðast þar með miklum ágætum.
Hvað Barry varðar, þá er ég ekkert að missa mig yfir honum. Ágætis leikmaður, finnst þó furðulegt hversu margir eru búnir að afskrifa Alonso. Eru allir búnir að gleyma hvað hann er góður? Átti að vísu arfaslakt síðasta tímabil, en hann sannaði það þó, þær fáu mínútur sem hann fékk á EM, að á góðum degi er hann sá allra besti í miðjuhringnum með hvaða liði sem er. Keane,væri meira til í Berbatov, en Keane er ss. ágætis kostur, klárar færin sín vel. Finnst reyndar verðmiðinn á honum dáldið hár miðað við að hann er að nálgast þrítugsaldurinn.
Crouch vildi fara vegna þess að hann átti ekki að fá að spila mikið.Verður ekki það sama með nýjan framherja , að hann fær lítið að spila ? Svo virðist vera að Rafa ætli að spila með 1 framherja,en Keane getur eflaust spilað fleiri stöður en Crouch vona ég og þar af leiðandi góður kostur
Einmitt, Keane er mun fjölhæfari leikmaður heldur en Crouch og gæti jafnvel nýst betur með Torres í 4-4-2 leikkerfi en Crouch gerði. Það er miklu meiri kraftur í honum og miklu næmari fyrir spili sem myndi nýtast vel með hæfileikaríkum framherja eins og Torres.
Rosco = höddi ?
Ég hef það nett á tilfinningunni að Rafa sé að spá í að fá Keane í liðið til að spila stöðuna sem Gerrard spilaði á síðasta tímabili og kasta Gerrard út á kantinn. Keane er mjög góður í þeirri stöðu, er færanlegar og skapandi leikmaður á sem getur farið framúr leikmönnum. Hins vegar er Gerrard miðumaður en ekki kantmaður og vona ég að Rafa sé búinn að ná því.
Ef Keane og Barry koma verð ég ekkert í skýunum við kaupinn okkar í sumar, ég vill frekar fá einn góðan kantmann frekan en 5 heimsklassa miðjumenn. Ekkert lið vinnur EPL án þess að hafa skapandi og markheppinn kantmann.
Gæti trúað því að ef Barry og Keane koma verður liðið á næsta tímabili oft svona:
——————-Reina
——Arbeloa Carra Agger Dossena
————–Barry Mascherano
——Gerrard —-Keane ——Babel
——————–Torres
Subs: Cavaleri, Skrtel, Degen, Alonso, Benayoun, Lucas, Kuyt.
Silva og Keane inn og fara í 4-4-2
Degan-Carra-Agger-Dossena
Babel-Gerrard-JM-Silva
McAllister voru bestu kaup Húlla á sínum tíma hann var maðurinn bak við 5 bikara liðsins á einu ári, man ekki alveg hvaða ár það var. Þannig að mér finnst rangt að gera lítið úr þeim kaupum Ivar Örn. Vona að Keane fari að mæta í rauðu treyjuna ásamt Barry. Sé ekkert sérlega eftir Alonso en held að Silva sé því miður fjarlægur draumur. Varðandi væntanleg kaup á Milner vona ég að það sé ekki fótur fyrir því. Með Keane og Barry um borð sé ég ekkert því til fyrirstöðu að gera góða atlögu að titlinum. Vil frekar þá tvo en Silva einann.
Ívar er reyndar að slá saman sumarkaupum þriggja ára með þessari upptalningu sinni í ummælum nr.10.
Smicer kom sumarið 1999.
Arpexhed og McAllister komu sumarið 2000.
Cheyrou kom sumarið 2002 og var partur af hinni “ódauðlegu þrenningu” ásamt Diao og Diouf.
já og sagði að enginn þeirra sem hann taldi upp hafi haft veruleg áhrif á að bæta liðið þetta er bara rangt í McAllisters tilfelli
Það er náttúrulega ekki hægt að lesa endalaust í slúðurblöðin um hvaða leikmenn Rafa vil fá, en Barry og Keane hafa samt verið eyrnamerktir sem kaup í sumar. það sem er virkilega frústrerandi er að það virðist ekki vera neinn áhugi fyrir að klára málin og tryggja sér leikmennina sem skipta máli, frekar farið í að kaupa fáeina “efnilega” í staðinn.
Svo hefðum við geta sparað okkur þessar 3-4m á þessum brasilíska markverði og gefið David Martin óbilandi traust með því að leyfa honum að vera varamaður Reina. Það eina sem gæti komið út úr því er unglingur framtíðarinnar sem gæti tryggt sér markmannsstöðuna eftir fáein ár. Nei, frekar er farið og eytt í markvörð sem verður hundfúll eftir tímabilið af því að hann fær ekki að spila og verður seldur á útsölu. Snjallt!
Ég hefði auðvitað átt að fara betur í heimildirnar til að hafa þetta rétt, ég er að tala um sumarið sem Gummi Halldórs nr. 33 talar um og gerði að verulegu leiti út um feril Houllier, allavega eftir á að hyggja. Varðandi McAllister þá var hann 35 ára þegar hann var keyptur, gerði fína hluti en var auðvitað ekki hugsaður til framtíðar með liðinu. Keane verður væntanlega ekkert algjör varaskeifa í vetur en ég tel samt sem áður að leikmaður upp á 20 milljónir eigi að gegna lykilhlutverki í liðinu. Ekki spila út úr stöðu (á kantinum), ekki vera inn og út úr liðinu eftir því hverjum er verið að mæta. Ég get svosem alveg séð eins og aðrir að Gerrard verði settur út til hægri og Keane inn í senterinn með Torres en Gerrard nýtur sín ekki eins vel þar. Eftir sem áður stendur það sem Aggi er að tala um í greininni og ég er sammála, að kantmenn er það sem vantar fyrst og fremst. Ekki miðjumann. Og sumarið núna er do or die fyrir Benitez myndi ég segja. Eða hvað, hvaða markmið setjum við fyrir veturinn? Að nálgast Man U og Chelsea eða að gera raunverulega atlögu að titlinum? Vinna titilinn? Ég segi fyrir mig að ef við verðum ekki í titilbaráttu í febrúar-mars þá eru markmiðin ekki að nást. Og til þess þarf að kaupa vel í sumar.
Lagðist aðeins yfir þetta, bendi á gamla grein eftir Sigfús Guttormsson á liverpool.is til að menn átti sig betur á ótta mínum:
Gerard Houllier var ekki svo ýkja langt frá því að ná titlinum margumrædda heim. En hvað fór úrskeiðis? Það má eflaust finna margar ástæður. Eftir því sem ég hugsa málið þá beinist hugsunin alltaf meir og meir að sumrinu 2002. Stuðningsmenn Liverpool voru fullir bjartsýni þetta sumar. Liverpool hafði, þá um vorið, lent í öðru sæti deildarinnar eftir að hafa veitt Arsenal verðuga keppni um enska meistaratitilinn. Nú þurfti bara að taka lokaskrefið. Þetta reyndist örlagaríkt sumar fyrir Gerard Houllier. Hann keypti þrjá leikmenn til þess að styrkja liðið þannig að hægt væri að vinna titilinn. Það vita allir hvaða þrír leikmenn voru keyptir. Enginn þeirra þriggja hefur staðið undir væntingum. Enginn þeirra hefur ennþá styrkt liðið á nokkurn hátt. Þessi þrjú misheppnuðu kaup reyndust að mínu mati vendipunktur. Því miður hefur leiðin legið niður á við frá því kaupin voru gerð. Niðurleiðin endaði með því að Gerard Houllier sagði starfi sínu lausu.
http://www.liverpool.is/?cat=2&view=articles&aid=215
Ef Rafa kaupir bara Barry og Keane (og kjúklinga) í viðbót held ég að hann hugsi hann gæti hugsað sér að stilla liðinu upp svona :
————–Reina
Arbeloa – Carra – Agger – Dossena
Babel (Kuyt) – Stevie G – Masch – Barry
————Keane – Torres
Persónulega finnst mér þessi kaup styrkja okkar besta lið frá því seinast vetur sáralítið! Finnst góður kantmaður lykilatriði í að styrkja okkar besta lið enda vill ég halda mig við 4-2-3-1 kerfið.
Keane í staðinn fyrir Crouch og Barry í staðinn fyrir Alonso er breytingar sem styrkja hópinn. Held að Keane eigi eftir að njóta sín mjög vel í 4-4-2 kerfinu sem er mikilvægt að geta notað í bland við önnur, sérstaklega þegar spilað er á móti lakari liðum. Þessar breytingar þurfa ekki að kosta mikið og ég vona að til séu peningar aflögu í kaup á heimsklassa kantmanni. Leyfi mér þó að efast um það í ljósi þess lausafjárkreppu, uppbyggingu leikvangs og verðmiðanum á Dossena, Skrtel og Masch.