Official síðan staðfestir að Liverpool hafi fest kaup á 18 ára hægri bakverði frá Murcia, Emmanuel Mendy. Hann mun hafa komið á frjálsri sölu til félagsins.
Rafa hefur verið afar duglegur við að kaupa unga leikmenn til félagsins en þeir eru í allt orðnir 28 með Mendy frá því Antonio Barragán var keyptur sumarið 2005. Af þeim 28 leikmönnum sem hafa komið eru einungis þeir Barragán, Anderson, Hobbs, Paletta, Leto og Insúa. Barragán, Paletta og Idrizaj eru þeir einu sem eru farnir aftur.
En lítur nánar á þá leikmenn sem Rafa hefur keypt:
2005-06
Antonio Barragan frá Sevilla á £240,000 (seldur ári síðar á £675,000). Hægri bakvörður frá Spáni.
Godwin Antwi frá Real Zaragoza. Miðvörður frá Ghana.
Miki Roque frá Lleida. Miðvörður frá Spáni.
Jack Hobbs frá Lincoln City á £150,000. Miðvörður frá Englandi.
Besian Idrizaj frá LASK Linz á £190,000 (fór frítt til Wacker Tirol í feb 08). Kantmaður/framherji frá Austurríki.
Paul Anderson frá Hull City (í skiptum fyrir John Welsh). Hægri kantmaður frá Englandi.
David Martin frá MK Dons á £250,000. Markvörður frá Englandi.
2006-07
Gabriel Paletta frá Atlético Banfield á £2,000,000 (seldur til Boca Juniors á £1,200,000 ári síðar). Miðvörður frá Argentínu.
Nabil El Zhar frá St Etienne á £200,000. Kantmaður/framherji frá Marakkó.
Astrit Ajdarevic frá Falkenberg á £750,000. Miðjumaður frá Svíþjóð.
Jordy Brouwer frá Ajax. Framherji frá Hollandi.
Francisco Durán frá Malaga á £66,000. Framliggjandi miðjumaður frá Spáni.
Ronald Huth frá Tacuary FC. Miðvörður frá Paragvæ.
Martin Hansen frá Brondby. Markvörður frá Danmörku.
2007-08
Mikel San José Domínguez frá Athletic Bilbao á £270,000. Varnarmaður frá Spáni.
Emiliano Insúa frá Boca Juniors á £1,300,000. Vinstri bakvörður frá Argentínu.
Daniel Pacheco frá Barcelona, framherji frá Spáni.
Sebastian Leto frá Atlético Lanús á £1,800,000. Vinstri kantmaður frá Argentínu.
Ryan Crowther frá Stockport County, kantmaður frá Englandi.
Gerardo Bruna frá Real Madrid, miðjumaður frá Argentínu.
Daniel Sanchez Ayala frá Sevilla, varnarmaður frá Spáni.
Marvin Pourie frá Dortmund, framherji frá Þýskalandi.
Alex Kacaniklic frá Helsingborg, miðjumaður frá Svíþjóð.
Krisztian Nemeth frá MTK Hungaria, framherji frá Ungverjalandi.
Andras Simon frá MTK Hungaria, framherji frá Ungverjalandi.
2008-09
Nikola Saric frá Herfolge, framheri frá Danmörku.
Vincent Lucas Weijl frá AZ Alkmaar, framherji frá Hollandi.
Emmanuel Mendy frá Murcia, hægri bakvörður frá Spáni.
*upplýsingar frá liverpoolfc.tv og lfchistory.net.
mér finnst þetta fín stefna að reyna að finna þessa leikmenn áður en þeir kosta 10 15 m punda auðvitað er bara smá hluti sem að meikar það en 2 af 10 sem verða nothæfir í aðaliðið réttlætir þetta síðan getum við alltaf selt þessa stráka annað fyrir einhverja summu
Mig minnir sem einn ungverjinn til viðbótar hafi komið fyrir stuttu? passar það ekki?
Nákvæmlega, sammála Rosco í þessu. Þetta er að mínu mati eitt það allra besta sem Rafa hefur innleitt í sinni stjórnartíð. Í tíma Houllier stofnaði hann akademíuna sem Steve Heighway stjórnaði en þeir rifust víst eitthvað og fyrir vikið varð algjört stopp á framleiðslu ungra leikmanna fyrir aðalliðið.
Í dag er stefnan önnur. Rafa hefur verið miskunnarlaus í að sækja efnilega stráka út í heim til að blanda saman við heimalinga og því fáum við hrærigraut eins og þennan núna, þar sem fjölmargir ungir strákar mynda varalið liðsins og þar eru menn úr öllum áttum sem eiga séns á að komast í aðalliðið á næstunni.
Eins og staðan er í dag bera menn helst vonir til Kriztian Nemeth, Daniel Pacheco, Gerardo Bruna, Emiliano Insúa, Jack Hobbs og Paul Anderson en þó eru margir aðrir þarna sem gætu komið við sögu og jafnvel náð að festa sig í sessi í aðalliðinu.
Þetta er að vissu leyti vinna sem hefur gleymst síðustu árin en við ættum að fara að sjá hana bera ávöxt á næstu árum. Þessir strákar eru keyptir ungir og ódýrir þannig að við stórspörum á þeim ef aðeins örlítill hluti þeirra meikar það. Reiknið bara: við erum að tala um 28 menn frá 2005 sem eru kannski að kosta liðið um 10-15 milljón pund samtals í kaupfé. Segjum að bara tveir þeirra komist alla leið í aðalliðið, t.d. Pacheco og Hobbs, og verði þar lykilmenn á komandi árum og svo jafnvel seldir fyrir eitthvað fé, þá er eðlilegt að ætla að þeir færu á meira fé en 10-15m punda samanlagt. Þannig að jafnvel þótt aðeins tveir af 28 spjari sig er hægt að kalla það gróða, fjárhagslega séð.
Hver veit svo nema Emmanuel Mendy sé næsti Sergio Ramos. Það væri ágætt. 😉
Telst Plessis ekki með?
jú ég gleymdi náttúrulega einhverjum eins og Ungverjanum Zsolt Poloskei sem kom nýverið, markvörðurinn Peter Gulacsi kom á láni í fyrra með möguleika á varanlegum samning (veit ekki hver status er á því) og síðan auðvitað Damien Plessis sem kom frá Lyon í ágúst í fyrra.
Gleymist ekki einn mest spennandi guttinn, Lauri Dalla Valle, sem við fengum fyrir tæpu ári. Menn segja hann eitt mesta efni sem sést hefur.
http://www.lauridallavalle.com/
Bjarni: Var einmitt að flétta honum upp rétt í þessu. Þá mundi ég einnig eftir syni Paul Ince, Thomas Ince.
Ég segi nú bara: Komið með þá sem ég gleymdi og síðan tökum við heildartöluna á drengjunum sem Rafa hefur fengið til félagsins 🙂
Finninn Lauri Dalla Valle, mun hafa komið inná hjá U18 liðinu um daginn og gjörsamlega kramið andstæðinginn sem var Bury. Leikurinn endaði 5-1 og en staðan var í hálfleik 1-1.
svo er spurning hvort Babel og Lucas falli ekki í þennan flokk líka.
Vantar ekki líka sjálfan N´Gog (held að sé skrifað svona)
Dóri: Nei það finnst mér ekki þar sem þeir voru keyptir til að spila strax með aðalliðinu líkt og t.d. Agger o.s.frv.
N´Gog er ekki ennþá orðinn formlega leikmaður LFC en jú hann bætist í hópinn von bráðar.
.Það er allt fínt að kaupa þessa ungu stráka og ég vona að þeir skili meiru til aðalliðsins á næstu árum en hingað til. Ég hef miklar áhyggjur af aðalliðinu. Babel og Mascherano eru að fara í tilgangslausa keppni í Peking í heilan mánuð og þeir missa af mjög mikilvægum leikjum. Babel varð að fara vegna aldurs en ég skil ekki afhverju ósköpunum Mascherano er að fara? Liverpool hefði getað sett honum stólinn fyrir dyrnar eftir því sem ég kemst næst. Hans hollusta er greinilega ekki hjá Liverpool heldur unglingaliði Argentínu. Það væri nær að selja hann og halda Alonso því hann er með hjartað á réttum stað. Mascherano eyðilagði leikinn á Old Trafford og var arfaslakur það sem eftir var á tímabilinu. Og þetta útspil hans að fara til Peking er ótrúlegt og ég er hálf hissa á því að enginn hefur talað um þetta. Síðan er með ólíkindum hve lengi stór kaup dragast hjá þessu félagi. Það kemur reyndar ekki á óvart á meðan Rick Parry er við stjórnvölinn. Maðurinn er náttúrulega bara lufsa. Ég vona að Robbie Keane og G.Barry komi þar eru á ferð afburðarleikmenn en ég ætla samt ekki að halda í mér andanum.
við fáum Masch bara í topp formi til baka
Vilja ekki allir spila á ólympiuleikum? Annars vil ég fara að sjá eitthvað af þessum ungu strákum sem komu fyfir 3-4 árum, þeir ættu ekki að vera ungir lengur eða hvað?
Hörður Magg alveg í bullinu af mínu mati með Masch. Hann hagaði sér kjánalega gegn Man Utd klárlega en að hann hafi verið arfaslakur það sem eftir lifði tímabils er auðvitað bara tóm steypa. Frábær leikmaður og átti frábært tímabil í fyrra. Það er útaf honum sem okkar bakverðir munu getað tekið meira þátt í sóknarleiknum í vetur en áður, núna loksins þegar við erum komnir með bakverði sem rata um handan miðlínunnar.
Það má auðvitað deila um það hvort hann hefði átt að fara til Kína, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur áður orðið ólympíumeistari með Argentínu, en eru menn að gleyma hvaða stórleikir þetta eru sem þeir missa af? Þetta eru leikirnir í undankeppni CL þar sem oftar en ekki eru nú mjög litlir spámenn sem við mætum og svo útileikur gegn Sunderland og heimaleikur gegn Boro. Ef við þolum ekki að vera án þessara manna í þessum fjórum leikjum þá erum við mjög illa staddir. Auðvitað hjálpar þetta lítið að þeir fari, en við eigum alveg að geta fyllt þeirra skarð auðveldlega í þessa leiki.
Ef ég man rétt geta hvorki Liverpool né Mascherano gert neitt í þessu. Argentínu er heimilt að krefjast þess að hann spili með.
Er það ekki rétt að landsliðin geta aðeins krafist þess að fá leikmenn undir 23 ára til að spila á ólympíuleikunum? Þeir meiga hafa þrjá eldri, og hafa biðlað til FIFA að félögin sýni þessu tillitsemi en þau geta í raun neitað….eins og W. Bremen er að gera núna með Diego.
Ég hef ekki tekið eftir því að Liverpool hefur unnið titil eftir að Mascherano kom til félagsins. Hann var mjög góður framan af á síðasta tímabili en koksaði þegar mest á reyndi því miður. Ég vona bara að hann komist ekki í liðið þegar hann kemur aftur eftir tilgangslausa unglingakeppni í Kína. Hann kostaði 17 milljónir punda og ég bíð enn eftir að sú fjárfesting skili sér. Ekki gerir hún það í Kína. Fyrir utan að Liverpool borgar launin hans á meðan.
Benni Jón og Gummi Daða – eftir því sem ég best veit geta félögin meinað leikmönnum að fara á ÓL séu þeir einn af þessum þremur eldri en 23ja ára. Það er hins vegar spurning hvort það sé sniðugt að segja nei. Mynduð þið vilja taka áhættuna með Mascherano á að segja nei við hann, vitandi að hann er æstur í að fá að fara, og hafa hann þá kannski brjálaðan út í Liverpool og/eða stjórann í allan vetur, og mögulega á þeim buxunum að vilja komast sem fyrst frá liðinu? Því miður er það þannig í bransanum í dag að leikmaðurinn ræður og ef Masch vill fara geta menn varla stoppað hann nema fá hann upp á móti sér.
Hörður – ég get tekið undir það með þér að Mascherano eyðilagði Old Trafford-leikinn fyrir okkar mönnum og var ekki eins góður eftir það og hann hafði verið framan af því. En ég er hins vegar ekki sammála því að fjárfestingin í honum sé ekki að skila sér. Þótt hann hafi upplifað smá lægð er ekki þar með sagt að þetta sé ekki toppleikmaður. Við höfum öll séð hvað Mascherano getur og ef þér finnst hann vera á lista yfir þá leikmenn sem Liverpool eigi að losa sig við er ég hræddur um að þú sért í frekar fámennum minnihluta, þar sem ég held að langflestir séu einróma sammála um að hann sé einn af þeim leikmönnum sem liðið á að vera byggt upp í kringum á næstu árum.
Hörður Magg – Ekki er þetta íþróttafréttamaðurinn Hörður Magg?
Hann titlar sig alltaf “Magnússon” er það ekki?
Annars alveg stórundarleg skoðun á Mascha, þetta er einhver albesti “holding” miðjumaður í boltanum í dag og það að hann ætli með þjóð sinni á Ól. er alveg skiljanlegt. Hvaða íþróttamaður myndi ekki vilja hafa ólympíupening í “Trophy” skápnum? Svo er það nú með suðurameríska leikmenn að þá láta þeir oftast nær landsliðið ganga fyrir, það virðist oft sem það sé þeim kærara að spila fyrir þjóð sína heldur en evrópskum leikmönnum fyrir sitt land. Maður heyrir allavega sjaldan um að þeir hafi “retired from international football”
Þarf ekki aðeins fleiri en kannski tvo menn sem að skila sér í aðalliðið til að þetta borgi sig Kristján? 28 leikmenn geta varla verið að leika launalaust hjá okkur? En annars er ég gríðarlega ánægður með þessa stefnu hjá Benítes, hvað er skemmtilegra en leikmenn sem að eru “uppaldir” og meika það svo með aðalliði?
Nei, þetta er rétt hjá þér Hörður Magg, Mascherano er ömurlegur leikmaður afþví að Liverpool hefur ekki unnið titil eftir að hann kom…Torres er þá líka ömurlegur ekki satt?
Ég hélt nú að Masch hefði ekki kostað nema um 7m eða 8m, afgangurinn hafi verið borgun á lánssamingi og launakostnaður.
Annars ætla ég ekki að þræta við þig um þetta, ef þér finnst Mascherano lélegur þá verður þú bara að eiga það við sjálfan þig.
Brynjar, þetta er Höddi Magg, sem er að kommenta.
Annars finnst mér persónulega erfitt að vera fúll útí menn fyrir það að taka þátt í Ólympíuleikum fyrir sitt land. Það er ef maður tekur Liverpool-gleraugun niður í smá stund.
Ok takk Einar, vildi vera viss.
En ef við værum að sjá einhvern af þessum fjórum fara á Ólympíuleikanna
Reina, Gerrard, Carragher eða Torres þá væru eflaust meiri læti útaf þessu. Það að fáir séu að agnúast út í Mascha segir kannski að hann er ekki kominn í þennanm efsta flokk hjá Liverpool, en hann verður það eflaust, ef hann heldur áfram á beinu brautinni.
Rólegur Benni. Ég hef aldrei sagt að Masch væri ekki góður leikmaður og blanda Torres inn í þetta er útúrsnúningur og hefur ekkert með málið að gera. Masch er lykilmaður í A liði Argentínumanna en þetta er unglingalið plús 3 eldri leikmenn. Ég er bara að velta þessu upp því hann missir af 4 mikilvægum leikjum. Liverpool gæti fengið sterkan andstæðing í forkeppni CL og liðið var í hálfgerðum vandræðum í fyrra að slá út lið frá Ísrael. Mörg stórlið setja leikmönnum sínar stólinn fyrir dyrnar varðandi þáttöku á þessu Ólympíuleikjum afhverju ekki Liverpool? Við hvað eru menn hræddir. Mascherano átti ekki að fara til Kína. Hann hefur unnið titil með Argentínu á Ól. Liverpool er að fara í eitt mikilvægasta tímabil í langan tíma og tala um að Boro og Sunderland verði auðveld er rangt.
Skiptir það einhverju?
Annars er ég fullkomlega ósammála flest allri gagnrýni á JM. Mjög öflugur leikmaður og líklega einn sá albesti í sinni stöðu.
Hér er ágætis pistill um þetta OL dæmi. Persónulega er ég nokkuð sammála Herði en ég ætla ekkert að úthúða JM fyrir þessa ákvörðun.
Babu – nei auðvitað skiptir það engu frekar en að þú heitir Einar en ég vildi bara vera viss. Stundum vill maður það 🙂
Ein spurning inn í þessa umræðu … af hverju þurfa þessi unglingalið að hafa þrjá eldri leikmenn í liðinu? Ef liðið er U-18, þá eiga liðsmenn bara að vera 18 ára og yngri, o.s.frv. Hvers vegna þessa eldri menn í liðið?
Ég hugsa að upphaflega hafi þetta verið ætlað til þess að gera keppnirnar meira spennandi fyrir áhorfendurnar og hugsanlega gefa yngri leikmönnum reynslu. En það hefur klárlega margt breyst í fótboltanum og spurning hvort þetta fyrirkomulag sé úrelt. En í allri þessari umræðu þá má nú ekki gleyma því að það eru þó nokkuð margir sterkir leikmenn í félagsliðum í evrópu að fara á ólympíuleikana t.d. Ronaldinho sem er nýkominn til Milan.
Ég verð að segja eins og er að ég er ekki brjálaður yfir þessu enda eigum við 4 leiki á þessum tíma sem hann missir af, hugsanlega 5 meðan menn eru að jafna sig eftir langt ferðalag en það er eðlilegt að leikmenn vilji spila fyrir þjóð sína á stórmótum.
Það þyrfti að vera hægt að edita þau skilaboð sem maður setur inn. En ég gleymdi að bæta því inní kommentið mitt að Fifa hefur sagt við félagslið að þau “ættu” að leyfa þeim leikmönnum sem eru eldri en 23 ára og eru valdir í liðið að fara á ólympíuleikana. Þó fifa hafi kannski ekki beint gefið út tilskipun þá er beiðnin þess eðlis að líklega vilja menn ekki fara gegn henni þar sem það er ekki betra að hafa Fifa á móti sér.
Sælir. Hefur einhver hérna reynslu af því að panta miða á Anfield í gegnum netið?
Var að velta fyrir mér hvort það væri ekki alveg óhætt að gera þetta þannig eða hvort menn hefðu lent í einhverju miður skemmtilegu…?
Já,ég held að við getum varla kvartað mikið. Liverpool er t.d. ekki með neinn afrískan leikmann, þannig að við höfum ekkert lent í Afríkukeppninni.
Vissulega erum við að missa 3 sterka leikmenn í Masche, Lucas og Babel, þannig að við komum út verr en flest önnur lið.
Benítez hefur örugglega metið kostina og gallana við að leyfa Masch að fara. Hann á eflaust eftir að koma til baka í topp spil-formi og rosa glaður með lífið og Liverpool.
Ef hann hefði misst af leik við eitt af stóru liðunum þá hefði hann líklega ákveðið að fara ekki. Þó að leikir við Sunderland og Boro séu ekki auðveldir þá hafa öll stóru liðin róterað leikmönnum meira í þeim leikjum en á móti betri liðunum.
Ef Liverpool vinnur þessa leiki (sem þeir eiga að gera) og Masch kemur verulega sterkur til baka þá er þetta ekkert nema gott. En þetta er auðvitað ef……
Ég hef pantað miða í gegnum netið á ticketuk.co.uk minnir mig að síðan heiti. Miðarnir voru á Liverpool sheffield united minnir mig í hittífyrra þar sem Robbie Fowler skoraði tvö síðustu mörkin sín úr vítum.
Ég átti að fá miðana senda til íslands en þeir komu ekki. Þá áttu þeir að bíða eftir mér á hótelinu en komu ekki þangað. Ég hringdi alltaf reglulega og fékk þau svör að þetta væri alveg að koma. Þegar miðarnir voru ekki komnir á föstudagskvöldið þá var ég orðinn frekar svartsýnn. Ég fékk svo sms um 9 á morguninn á leikdag og mér tjáð að hitta einhvern mann við shankly styttuna klukkan hálf tvö. Ég skaust því útaf park og hitti manninn. Þá var hann bara með tvo miða á sitthvorum staðnum en ég pantaði fjóra. Hann tjáði mér þá að hinir miðarnir væru að koma og ég ætti að hitta hann aftur á sama stað klukkutíma seinna, hálftíma fyrir kick off. Ég fór því aftur á park og tók nokkra öl. hálf þrjú hitti ég hann svo þá var hann með tvo miða hlið við hlið á the kop beint fyrir aftan markið þar sem Robbie fowler skoraði. Ég var einmitt með 50 pund undir með stuðulinn 6/1 og tók því einhver 300 pund á þessu og borgaði upp miðana á völlinn sem kostuðu 120 pund stykkið.
Þannig þessi saga endaði ágætlega en það verður að viðurkennast að maður var orðinn örlítið smeykur.
En besta ráðið er samt að finna síður sem bjóða miða á þessa leiki sem þú vilt sjá og googla svo þá síðu og sjá hvað menn segja um hana. Yfirleitt eru bestu upplýsingarnar fengnar með því þar sem þar eru menn að kvarta eða hrósa á víxl. Þess má geta að einhverjir höfðu gagnrýnt þessa ticketuk síðu en það voru miklu fleiri sem höfðu fengið miða og allt gengið vel.
Ég held samt að ekki sé sjéns á að fá miða í dag nema greiða 150 pund hið minnsta.
Þetta var btw í fyrsta og eina skipti sem mér hefur ekki tekist að fá miða með að hringja bara í miðasöluna.
Kristján Atli og fleiri, takk fyrir upplýsingarnar.
Það er auðvitað hundfúlt að missa menn í svona verkefni en almennt finnst mér að leikmenn eigi alltaf að svara landsliðskalli og félögin eigi ekki að stoppa það. Mér finnst landsleikir vera gott krydd í knattspyrnuflóruna en ég veit að margir ykkar er alveg á öndverðum meiði 😉
mætti halda að það væri verið að styrkja unglingaliðið svo það vinni sína deild??….hvað með aðalliðið? Á ekkert að gera í þeim málum?
Maður er alveg á báðum áttum með þetta Liverpool dæmi allt.
Rick Parry virðist vera búinn með sinn tíma og ekki vita það.
Kanarnir hafa ekkert sést og engin veit neitt um hvað þeir eru að leggja til.
Völlurinn er víst kominn á skrið…en það er ekki það sem skiptir okkur máli. Heldur..hvernig ætlum við að vinna deildina komandi tímabil?
Ég held að það verði flest lið með öðrum hætti þetta tímabil. Ekki er víst að Villa-Everton-Man City takist að endurtaka formið frá í fyrra.
Held að það skitpi liðin mjög miklu hverskonar reynslu stjórinn þeirra hefur. Hversu klókur hann er varðandi taktik og skiptingar. þar ættum við að vera með sigurvegara en scum utd hefur það svosem lika. margir klókir stjórar þarna. Mark Huges-Roy Hodgson-winoWenger-Redknapp-Ramos. Allt fagmenn sem kunna sitt fag.
Mig minnir að Liverpool hafi ekki þurft að greiða krónu fyrir Insua. Heldur var hann fenginn á láni fyrst og svo þegar að Palletta fór til Boca þá skiptu Liverpool og Boca á þeim. Sem sagt Boca borgaði ekkert fyrir Palletta og Liver ekkert fyrir Insua.
Aðeins meira með Masch og til að svara Kristjáni Atla, Einari Erni ofl. Masch er góður leikmaður ekki misskilja mig en mér finnst að þegar verið er að reyna að selja Xabi Alonso til að fá Barry þá finnst mér það undarlegt í ljósi þess að xabi vill vera áfram. Hann er með hjartað í Liverpool og sýndi það þegar hann kom tilbaka eftir nokkurra mánaða fjarveru og spilaði eins og engill gegn Juve í seinni leiknum á Delli Alpi árið 2005. Ljóst er þó að hann hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu misseri. Mascherano er góður en hefur enn ekki náð að fylla skarð Didi Hamann sem var í 7 ár í Liverpool og spýtti blóði fyrir klúbbinn. Ég er bara að segja ef valið stendur á milli Alonso og Masch til að fá Barry þá segi ég látum Masch fara hans hollusta er ekki 110% prósent hjá L´pool.
Og aðeins í viðbót vil ég benda á magnaða grein hjá Sam Wallace hjá http://www.independent.co.uk þar sem segir m.a. að mörg lið hafi komist hjá því að senda menn í keppnina og Liverpool hafi einfaldlega sofið á verðinum. T.a.m. neitaði Man Utd bæði Tevez og Park að fara á leikana og það stendur. Hreint ótrúlegt.
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þessi gagnrýni Harðar vera frekar óvægin í garð Mascherano. Hann var einn af lykilleikmönnum Liverpool allt síðasta leiktímabil þó auðvitað hafi hann ekki verið að spila uppá 10 og hafi hugsanlega gerst sekur um að klúðra fyrir okkur utd leiknum. En ég man nú eftir nokkrum atvikum þar sem ungur Steven Gerrard lét reka sig útaf fyrir álíka gáfulega hegðun. Masch talaði mikið um það að hann vildi endilega koma endanlega til Liverpool á þeim tíma þegar lánssamningur hans var að renna út. Það er ósanngjarnt að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar og segja annað hvort Liverpool eða landið þitt. Ég held að allir alvöru íþróttamenn vilji taka þátt í ólympíuleikunum og ef allt gengur upp mun Masch kom til baka í toppformi eftir að hafa misst af nokkrum fyrstu leikjum (kannski 4 leikjum af þeim 60 sem Liverpool spilar) í toppformi með ólympíugull í farteskinu.
Þú talar svo um að Alonso sé með blússandi Liverpool hjarta. Ég hugsa að við höfum svipaða þekkingu á því hvernig Alonso hugsar eða hvað er að gerast í kringum hann á day to day basis og miðað við fréttaflutningin fannst mér eins og hann vildi alveg eins losna frá Liverpool en það hafi bara ekki tekist að selja hann. Hann allavega lýsti því aldrei þannig að hann vildi alls ekki fara frá liðinu. Þetta er auðvitað byggt á fréttaflutningi hinna ýmsu miðla og reynt að lesa á milli línana. Ég myndi samt meta það svo að Alonso sé “minni” Liverpool maður en Masch enda hefur honum ekki tekist að mótivera sig uppí sitt besta form síðustu tvö ár meðan Masch átti pottþétt sitt besta season so far með Liverpool og var alltaf sá maður á vellinum sem lagði sig mest fram.
“Ein spurning inn í þessa umræðu … af hverju þurfa þessi unglingalið að hafa þrjá eldri leikmenn í liðinu? Ef liðið er U-18, þá eiga liðsmenn bara að vera 18 ára og yngri, o.s.frv. Hvers vegna þessa eldri menn í liðið?”
Bara eitt svar við því og það byrjar á “d” og endar á “ollar dollar bill y’all” 😉
já samkvæmt Independent þá er greinilegt að Liverpool hafi sofið á verðinum spurning hvort að sauðurinn hann Rick Parry hafi kunnað reglurnar