N’Gog kominn til Liverpool (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að hinn 19 ára gamli franski framherji David N’Gog er búinn að skrifa undir 4 ára samning við liðið.

N’Gog hefur leikið með U-19 ára liði Frakklands og þar hefur hann skorað 3 mörk í þrem leikjum, en auk þess hefur hann leikið og skorað með U-17 og U-16 ára liðum Frakklands. Hann spilaði með arfaslöku liði PSG á síðasta tímabili og skoraði þá 3 mörk í 25 leikjum.

Eftir þessi kaup verður að teljast líklegt að Andrei Voronin fari frá Liverpool, en einhver lið í þýsku deildinni hafa áhuga á honum og verður að teljast líklegt að Liverpool myndi þá peningana sem liðið borgaði fyrir N’Gog tilbaka.

Hérna er [leikskýrsla fyrir leikinn](http://www.thefa.com/England/U18s/NewsAndFeatures/Postings/2006/09/18report.htm) þar sem að hann kláraði ungmennalið Englands.

17 Comments

  1. þetta er spennandi leikmaður og það er ljóst að Voronin fer og menn eins og Ngog,Pacheco,Nemeth munu fá sénsinn í staðinn ef að það þarf að hvíla menn eins og Torres,Keane,Babel og Gerrard sem munu verða aðalsóknarlína Liv í vetur

  2. Ok í fyrsta lagi þá er Keane ekki kominn… og eitthvað segir mér að við munum ekki borga uppsett verð fyrir hann því við erum nískt félag! því miður!
    Afhverju haldiði að Voronin fari, hann er búin að spila alla leikina á undirbúningstímabilinu og meira segja taka víti og svona, afhverju að eyða undirbúningsleikjum í mann sem mun ekki spila á komandi tímabili!
    Ég held að þessi gutti verði bara í varaliðinu og sili ekkert með aðalliðinu í bráð, því miður!

  3. Einar Óli, ástæðan fyrir því af hverju Voronin er að spila svona er mikið er sennilegast út af því að Benitez er að reyna að spila honum í verð, ef hann stendur sig ágætlega þá munu kannski koma einhver tilboð í hann.
    Allavega hreif hann engin lið á seinasta tímabili og því verður Benitez að spila honum núna.

    Voronin fer í sumar, það er á hreinu.

  4. það skýrist af því Einar að það hafa ekki verið aðrir kostir en hann og Pacheco

  5. Ég er sammála þér Einar Óli með það að þessi kaup eru ekkert endirinn fyrir Voronin.

    Ef þessi strákur á að fara beint inní aðalliðið þá fyllir hann skarð sem Peter Crouch er að skilja eftir sig. Rafa hefur enn ekkert sagt eða gert sem bendir til þess að Nemeth spili stóra eða jafnvel einhverja rullu á næsta tímabili. En Nemeth er by the way jafngamall þessum strák og samkvæmt fréttum þá fer þessi beint inní aðalliðið….

    …eitthvað hljóta menn að sjá í honum ef hann hoppar strax yfir Nemeth, sem fór á kostum með varaliðinu í fyrra.

    Ég myndi telja að Voronin geti verið rólegur, þar til Keane eða einhver annar er keyptur til liðsins.

  6. Það er síðan auðvitað aldrei öruggt að menn spili eitthvað með aðalliðinu þó svo þeir séu skráðir þar. Ég minnist þess að í fyrra voru bæði Stephen Darby og Jay Spearing skráðir í first team. Því er ekkert hægt að útiloka það að kaupin séu eingöngu ættluð til framtíðar og varaliðs á þessu tímabili…

    …þó ég trúi ekkert endilega á það.

  7. alla vega verða 7 varamenn í stað 5 í PL næsta season það gefur meiri möguleika á að henda þessum guttum inn öðru hverju til að skóla þá upp

  8. Varðandi Nemeth þá sá ég hann spila með U19 landsliði Ungverja og er hann hörku spilari. Spilaði einn á toppnum og var ógnandi, teknískur og skotviss. Minnir margt á Torres. Vona að hann fái tækifæri með aðalliðinu í vetur.

  9. Einar hann er búinn að vera að spila á UEFA under 19’s European Championship með ungverjum en þeir duttu út í gær gegn Ítölum 1-0 í semi-finals

  10. Er ekki hrifinn af þessum kaupum. höfum spræka stráka sem spila sömu stöðu og þar sem að veskið virkar þunnt þá hefði ðeningum verið betur varið í eitthvað af þessum alvöru leikmönnum sem okkur vantar núna.

  11. þessi strákur virkar mjög sparækur og er víst alveg skruggu fljótur minnir mjög svo á Babel og jafnvígur á hægri og vinstri þetta er strákur sem að mun taka miklu framförum hjá Rafa líkt og Torres gerði í fyrra þú að ég sé ekki að segja að hann mattsi Torres enda bara 19 ára

  12. Þetta er bara gott mál. 1,5 milljón er þetta séns sem er þess virði að taka.
    En Liverpool menn verða ekkert yfir sig spenntir fyrir efnilegum Frökkum eftir La Tallec/Pongolle dæmið 🙂

  13. Afhverju segi líkur Babel í spilamennsku Rosco?
    Nokkrir virðast halda að hann sé fljótur teknískur kantmaður/striker og virðast byggja það mat sitt á þessum 1-4 mínútna youtube-vídjóum en ég leyfi mér að draga það í efa og tel að hann sé frekar hugsaður sem potential target framherji. Hann er frekar hávaxinn (190 cm skv. wikipedia) því sé ég fyrir mér að hann sé hugsaður sem framtíðar staðgengill fyrir Peter Crouch.
    Er einhver sem hefur actually e-ð að viti (og þá er ég ekki að tala um youtube vídjó-in) fylgst með þessum leikmanni sem veit betur en við hinir?

Mennirnir bakvið Rafa.

Að vera eða vera ekki?