Það hefur legið í loftinu að Sebastian Leto verði lánaður út þetta tímabil og þá til Grikklands. Hann hefur verið í vandræðum með vegabréfið sitt þar sem hann mun vera með ítalskt vegabréf en er í raun Argentínumaður. Ítölsk yfirvöld eru að fara í gegnum útgefin vegabréf tilbaka í tímann og þess vegna hefur Leto verið í limbói hvort hann sé í raun með ítalskann passa. Þetta mun allt saman skýrast innan tíðar.
Hvað sem verður þá hefur Rafa hins vegar fullvissað Leto að hans framtíð liggi hjá Liverpool ef allt þróast eins og það á að gera.
Í öðrum fréttum er það að litla félagið í Liverpool, Tranmere Rovers, hefur fengið Godwin Antwi að láni til janúar.
Það ber á smá misskilningi í þessu bloggi Maggi, litla félagið í Liverpool er liðið sem kallar heimavöll sinn Goodison Park 😉 Tranmere er jafnframt þriðja besta lið borgarinnar á eftir aðal og varaliðum Liverpool.
Hárrétt hjá Guðmundi
hehehe já kórrétt Mummi.
Frábært, eigum við ekki bara að losa okkur við alla kantarana í liðinu. Ég veit þó að það er ekkert sem við getum gert í þessu tilviki, en come on… Við erum alveg að verða kantmannslausir. Ef/þegar Pennant fer, sem einhverjir segja að sé pottþétt, þá er þetta þunnskipað á köntunum, sérstaklega ef Babel fer á ÓL. Ekki mikil breydd á köntunum í Benayoun, Kuyt (sem er varla kantari), Babel (sem fer á ÓL), Aurelio (sem er v.bak)….
Bíddu ætlum við ekki að spila á neinum kantmönnum þetta árið eða hvað? Finnst ykkur þetta nóg??
Það er örugglega verið að vinna í þessu kanspili hjá okkur, Spái því að kantspilið verði ekki vandamálið í vetur
nú? hvað hefuru fyrir þér í því? kantspilið hefur verið akkilesarhæll liverpool í rúmlega 10 ár, kannski átt ágætan mann á öðrumhvorum kantinum en aldrei í meira en áratug á báðum. gott að fá rökstuðning á því hvað þú hefur fyrir þér með þann hluta liðsins
Ég verð bara að segja að ég er orðinn ansi langþreyttur á því að heyra bara af því að verið er að selja eða lána menn. Það vantar alveg að verið sé að kaupa menn…. þeir sem eru keyptir eru ekki í hæsta gæðaflokki að mínu mati, það er alveg svakalegt að horfa upp á þetta, ég taldi að þar sem í fyrra keyptum við tvo frábæra menn, (að mínu mati) Torres og Babel, væri það í raun formsatriði að kaupa kempur í sama flokki, þ.e. menn sem kosta formúgu og eru með gæðastimpilinn á enninu. Eina sem gerist er að Rafa tímir ekki að borga þegar á hólminn er komið. “Barry” vona reyndar að hann sleppi því að kaupa hann, noti miðjumenninna sem við eigum og leyfi Plessis að spjara sig. Einnig vona ég að hann gefi Pacheco (kann ekki að skrifa þetta) fullta af tækifærum og kaupi í staðinn 1 til 2 20m+ leikmenn eins og Silva eða Villa, er ekki viss um að Keane sé í 20+ klassanum. Ég vill fá stjörnu eða stjörnur takk. Vona að það sé í lagi að ég fái útrás fyrir pirringinn hérna 🙂 Væri reyndar gaman, ef síðuhaldarar eru á sama máli, að fá álit annara á þessum pælingum.
Alveg sammála Sigga í kommenti 7. Hættum að kaupa þessa fringe squad playera og kaupum eitthvað stórt, eyðum öllu í 1-3 leikmenn, en það mun kosta okkur slatta (30-60 mills)… sér einhver eftir þessum c.a 26 mills sem fóru í Torres í fyrra? Neibb.
Nokkrar athugasemdir útfrá athugasemdum hér:
Þórhallur: Það er ekkert sem bendir til þess að verið sé að vinna í kantspilinu hjá Liverpool. Nákvæmlega ekki neitt. Þó þarf það ekki að þýða að ekki sé verið að vinna í því, einungis að engin ástæða er til að ætla að verið að sé að vinna í því máli útfrá fyrirliggjandi upplýsingum/slúðri.
Siggi: Ein afar undarleg hugsanavilla hjá þér sem mér finnst eðlilegt að tjá mig um:
“Ég taldi að þar sem í fyrra keyptum við tvo frábæra menn, (að mínu mati) Torres og Babel, væri það í raun formsatriði að kaupa kempur í sama flokki, þ.e. menn sem kosta formúgu og eru með gæðastimpilinn á enninu.”
Ég skil ekki pælinguna. Af því við eyddum miklum fjármunum í fyrra (og við eyddum meiru en bara í þessa tvo) þá sé ekki nema formsatriði að eyða svipuðu þetta árið, helst meira ef ég skil þig rétt. Er pælingin semsagt að ef ég eyði ógeðslega miklum pening í dag (í fyrsta sinn í langan tíma), þá sé ekki annað hægt en að ég eyði líka ógeðslega miklum pening á morgun. Ég t.d. hef sjálfur yfirleitt vanist því að ef ég eyði miklum upphæðum t.d. í utanlandsferð, þá passa ég þeim mun meira uppá eyðsluna í þónokkurn tíma þar á eftir. Til að sigla ekki í strand fjárhagslega. Eru fótboltafélög háð öðrum lögmálum?
Er það líka gefið að stjarna eða stjörnur plumi sig betur en menn sem falla ekki í þann flokk? Nú er Samuel Eto’o mun frægari og meiri stjarna en Robbie Keane, en er það víst að hann sé betri kostur. Bara svo dæmi sé tekið. Hefði t.d ekki verið frekar súrt ef LFC hefði splæst 30 milljónum í Sheva á sínum tíma? Hann var stjarna og baneitruð markamaskína, fyrirfram líklega álitlegur kostur. M.a.s. félli hann 100% inní kategóríuna sem þú vilt, á þeim tíma er Chelsea keypti hann. Ég sé ekki að það hafi hjálpað Chelsea mikið.
Einar Óli: Það að Torres hafi skilað sínu fyrir upphæðina sem borguð var fyrir hann þýðir ekki að allir sem kosta þetta mikið muni pluma sig. Það er eins og menn haldi að fyrir x milljónir punda sé maður bara með tryggingu fyrir árangri. Hvað með meiðsli t.d.? Er sjálfgefið að maður sem kosti 20+ milljónir punda muni bara keyra yfir aðra leikmenn úrvalsdeildarinnar, bara af því Torres gerði það? Þetta er bara fantasía og í engu samræmi við upphæðirnar sem um er að ræða.
Gera menn sér almennt grein fyrir hvað 20 milljónir punda er mikill peningur? Átta menn sig á því að þegar munar um eina og hálfa milljón punda í sölu/kaupum á leikmanni, þá eru þetta ekki ein og hálf milljón af matador peningum? Held að margir hefðu gott af því að jarðtengja sig örlítið og byggja sínar væntingar og kröfur á raunhæfum grunni.
hjartanlega sammála Togga vel mælt.Einnig geta menn líka spáð aðeins í það að það hafa ekki verið neinar stór kaup ennþá hjá hinum liðinum hvað segðum við ef við værum í sama limbói og united með Ronaldo við verðum að vera rólegir og það er alveg ljóst að það yrðu ekki kláruð nein stór kaup hjá okkur á meðan að Rafa var í Swiss nú þarf Rafa að ræða t.d við Alonso hvað hann vill gera og einnig er kominn ný staða upp varðandi Arbeloa ef að hann vill fara heim þá erum við ekki að láta Finnan fara líka það er alveg ljóst líka svo að menn aðeins átti sig þá eru 20 mill punda 2,9 milljarðar + launapakkinn og þegar að Rafa er að reyna að ballensera liðið þá er ekki óeðliegt að við þurfum að selja einhverja menn fyrst og annað varðandi Barry þá er Liverpool búið að gera 4 tilboð í Barry sem öll hafa verið hafnað en eflaust hefði Liverpool klárað það fyrr ef að Juve hefði viljað borga 16m punda fyrir Alonso en ekki 14 m eins og þeir vildu við getum ekki selt okkar bestu menn á low prize og borgað svo uppsett verð annarstaðar.Það er og verður alltaf erfiðara að signa stór nöfn frá enskum liðum og vissulega eru Keane og Barry stór nöfn í PL báðir fyrirliðar í sínum liðum.
toggi.. ég verð að fá að kommenta á þetta með scheva hjá þér, maðurinn er ENNÞÁ einn besti sóknarmaður í heimi, þeas EF hann væri að spila í liði sem spilar knattpsyrnu, ekki chel$kí. hann hefði brillerað hjá lpool að mínu mati. og myndi gera það aftur hjá ac eða hvaða liði sem spilar fótbolta. varð að fá að stinga þessu inn.
Höddi: Ég er bara ekki sammála þér með að slök frammistaða Sheva sé alfarið Chelsea að kenna. Hversvegna brillerar Drogba hjá liði sem spilar ekki knattspyrnu? En Lampard? Ég held að vandamál Sheva sé eflaust þónokkuð blandað. Tungumálavesen, öðruvísi spilamennska, veðurfar, persónulegar krísur o.fl. Kvenfólkið get ég t.d. ímyndað mér að hafi líka sitt að segja, hvað varðar mótivasjón og hungur, þ.e.a.s. staðalímynd ítalskra kvenna (Monica Bellucci) vs staðalímynd hinna bresku (Vicky Pollard).
Mér finnst Chelsea almennt bara ekki spila neitt leiðinlegri fótbolta en gengur og gerist á Englandi, ekki leiðinlegri fótbolti en Liverpool spilar yfirleitt a.m.k.
frábærar fullirðingar með Scheva hann hefur og mun ekki ná sér eftir klikkið í Istanbul bæði færið í framlengingunni og vítið var náttúrulega djók
Jack Hobbs lánaður til Leicester í allan vetur. Fleiri yngri menn á leið í lán í gegnum veturinn án vafa……
Þetta er konan hans Shevchenko. 🙂
Einar: En hvort heldurðu að sé skemmtilegra að fara í trekant með henni og Monicu Bellucci eða henni og Vicky Pollard? Það er heila málið.
Ef ég væri moldríkur, massaður atvinnumaður í fótbolta myndi ég aldrei bara sofa hjá einni konu í eini. Lágmark tvær í einu, helst átta!
Takk fyrir Scheving!
Hvað er að frétta af robbie keane??? er hann að koma??? eg er i vinnunni og kemst bara á .is síður…… en er þetta ekki að detta?????
Toggi… ok, hvað erum við að eyða í leikmannakaup? seinustu tímabil höfum við alltaf keypt fyrir 20 millur + mun nærri 40 millum en 20 að meðaltali seinustu 5 ár. Mín pæling er þessi: Liðið er fínt, við erum með góða menn í langflestum stöðum, tökum t.d. CM stöðurnar tvær stöður þar sem við erum með ansi mikið úrval af virkilega góðum og N.B. mismunandi leikmönnum sem bjóða upp á fjölbreytileika. Þessa stöðu þarf ekki að bæta að mínu mati og svo er Plessis að koma upp þar að auki. Stöður sem við erum ekki með marga VIRKILEGA góða leikmenn í að mínu mati eru t.d. Striker og Hægri kantur. Í mínum augum er nóg að taka aðra stöðuna fyrir á 20 millur + þ.e. eyða mikið í eina stjörnu í aðra stöðuna og taka svo hina stöðuna fyrir á næsta ári. N.B. við verðum náttúrulega að selja nokkra minni spámenn á móti eins og við höfum verið að gera. Skoðum man utd þeir kaupa yfirleitt ekki marga leikmenn en þeir kosta líka formúgu og eru að gera góða hluti, auðvitað getur einn og einn klikkað en ég get lofað þér því að það munu mun fleiri brillera en ekki.
Svona í lokin til að þetta sé nú ekki að misskiljast þá er það ósk mín að Liverpool kaupi eina stjörnu á ári að lágmarki. Ég vill hins vegar einnig halda áfram að dæla inn ungum og efnilegum snillingum eins og Pacheco.
þá vitum við það,Rafa er að græða á þessum unglinga kaupum.Lánar þá í 2 eða 3 deild og fær pening,þarf ekki að borga þeim laun og þeir koma til baka þræl æfðir og búnir að spila alvöru leiki ,góður skóli það. Ekki svo vitlaust
Strákar, af hverju eruð þið ekki að detta í það? Kanna ókunnugar strendur?
Kv. meistari Búi
Ég spái því að við fáum þennan kantara hjá espanyol Albert riera, veit ekki mikið um hann, en er viss um að hann sé góður. 12 milljónir er líka svona viðráðanlegt verð sérstaklega ef við seljum pennant. Hann og Robbie keane, þá er ég sáttur. Ég vil bara sjá meira af Alonso, held að hann eigi fullt inni. Vá hvað maður er orðin spenntur fyrir næsta seasoni, ef við vinnum það ekki næst og man-u vinnur, þá vinnum við árið eftir. Við gefum það sko ekki eftir að vera sigursælasta enska knatspyrnuliðið. Það bara getur ekki gerst, við vitum það allir er það ekki, erum við stuðningsmennirnir ekki með alvöru hugarfar líka?
Jæja, nú virðist Keane vera svo gott sem kominn. Lýst vel á það, ég held að hann og Torres eigi eftir að vera illviðráðanlegir fyrir hvaða vörn sem er.
http://www.mailonsunday.co.uk/sport/football/article-1038707/Robbie-Keane-heads-Anfield-20m-deal.html?ITO=1490
”
16 Toggi
Einar: En hvort heldurðu að sé skemmtilegra að fara í trekant með henni og Monicu Bellucci eða henni og Vicky Pollard? Það er heila málið.
“
Þetta er náttúrlega bara snilld.
Ekki er #16 innihaldsríkt og ekki þettað heldur, en gat ekki annað en komið þessu frá mér.Sorry