Keane er að koma

Ég fór í bíó í gær á The Dark Knight. Eftir alla umfjöllunina og eftirvæntinguna fyrir þessa mynd var ekki laust við að maður færi með miklar væntingar í Álfabakkann, en hún olli ekki vonbrigðum. Heath Ledger á hér stjörnuleik …

… afsakið, gleymdi mér aðeins.

Helgin er komin og það er eiginlega aðeins ein frétt sem ég yfirhöfuð nenni að pæla í þessa helgina: Robbie Keane er að koma. Alveg satt. Hann verður orðinn Liverpool-maður um þetta leyti um næstu helgi. Alveg satt. Hann er að fara í læknismeðferð eftir smáááááááá stund, ég lofa því. Þetta er að gerast. Þið verðið að trúa mér!!!

Keane er sem sagt, miðað við allar fréttir frá Englandi, á barmi þess að innsigla draumaflutning sinn frá Tottenham Hotspur til Liverpool FC. Kaupverðið er sagt vera u.þ.b. 18m punda en gæti hækkað upp í 20m ef hann vinnur titla með Liverpool.

Hvað þýðir þetta fyrir aðra framherja Liverpool? Við skulum skoða stöðuna aðeins í formi myndlíkingar. Ímyndið ykkur bíltúr frá Melwood yfir á Anfield. Rafa keyrir og farþegarnir eru: Torres (shotgun), Kuyt, Keane og N’gog afturí.

Voronin, það er ekkert pláss fyrir þig. Þú verður að labba.

Góða helgi, gott fólk. 🙂

47 Comments

  1. Góðar fréttir. Voronin út, Keane inn. Maður getur ekki beðið um meira 😀

  2. Þetta yrði frábært…gott að mál að fá öskufljótan og kláran nagla í framlínuna með Torres…

  3. Torres alltaf fremstur og Keane Kuyt og Babel koma til með að skiptast á um að vera á vængjunum….Svo það er bara einn Keano að koma til Liverpool,hverjum gat svosem dottið það í hug að það yrði sungið Keano Keano Keano af 45.000 manna kór á Anfield eða its only one Keano only one Keano

  4. Ég held nú að það væri frekar Babel sem væri með þeim afturí. Kuyt er varnarsinnaður kanntari sem er mótvægi við sóknarsinnaða kanntaranum (Babel), ekki að það skipti máli. Varðandi Keane þá á ég erfitt með að sjá óskosti þess að fá hann til Liverpool.

    • Svo það er bara einn Keano að koma til Liverpool,hverjum gat svosem dottið það í hug að það yrði sungið Keano Keano Keano af 45.000 manna kór á Anfield eða its only one Keano only one Keano

    Dídí, ekki vera skemma þetta maður!! Deal-um við þetta leiðinlega vandamál þegar hann er actually búinn að skrifa undir 😉

    En burtséð frá agalegu nafni þá er hann spennandi kostur bæði í þeim leikjum sem við njótum ekki krafta Torres, eins í holunni sem Gerrard var að spila í á síðasta tímabili, s.s. með Torres. Þannig að sóknarleikurinn byggist upp á Gerrard frá miðju, Keane, Torres og öðrum kanntmanninum (Babel). Það er einum meira en ansi oft í fyrra.
    Ég get allavega eiginlega ekki séð Keane lenda í annari vængstöðunni eins og Cisse var t.d. sólundað í.

  5. Fyrir mann sem er ekkert wildcard i enska boltanum tha er eg sattur ja (#7)

    Vildirdu frekar kaupa a sama verdi Eto’o eda Villa sem hafa enga reynslu af enska boltanum? Eg er sattur vid thetta. Velkominn Roy… Robbie Keane!

  6. ég fór líka á Dark knight í gær, þvílíkt meistaraverk, óskarsverðlaunaleikur hjá Heath ledger, gary oldman og Cristian Bale er alltaf svalur. en mér finnst 18-20 millz alltof mikið fyrir keane, ég hefði frekar viljað fá silva eða villa

  7. já en mér finnst nú samt 18-20 svolítið mikið fyrir 28 ára leikmann, ég er hrifinn af keane og hef alltaf verið, en finnst verðmiðinn frekar stór…?

  8. það er einginn leikmaður 18-20 milj punda virði,en meðan lið eru að borga svona upphæðir þá ætla ég bara að seigja fyrir minn smekk.Það skipti mig eingu máli hvað hann kostar bara ef hann er góður og stendur sig og ég hef fulla trú á Keano burtséð frá því hvað hann kostar……

    En Keano only one Keano.Þetta er dálítið súrt dæmi ..

  9. Já, Dark Knight er æðisleg mynd!

    Og já …

    ég er sko sáttur við að fá Keane til okkar. Er alltaf að verða meira og meira bjartsýnn á komandi keppnistímabil.

  10. Alltaf verið hrifinn af Robbie Keane og hefur löngum þótt hann vera einn af allra skemmtilegustu framherjum úrvalsdeildarinnar, en eru menn sáttir við þennan verðmiða?? Átján til tuttugu kúlur (ef marka má fréttir) fyrir 28 ára gamlan framherja, hvað á svo gamall leikmaður mörg góð ár eftir?

  11. Robbie Keane til Liverpool er hið al albesta mál.
    Menn tala um E´too og Silva. E´too virðist hafa meiri áhuga á og metnað fyrir austur-evrópskum peningum en alvöru fótbolta. Höfum við eitthvað við svoleiðis leikmann að gera?
    Silva er enn möguleiki. Áfram verið að orða hann við okkur.

    Robbie Keane á 3-4 góð ár eftir. Einstaklega vinnusamur og maður sem skilar alltaf um og yfir 20mörkum á leiktíð, getur skorað gegn stóru liðunum, tekið niður háa bolta, stungið sér í svæði og spilar vel uppá samherja.
    18m punda fyrir þennan leikmann er bara sanngjarnt fyrir báða aðila. Ef þetta er leikmaðurinn sem lætur sóknarleikinn okkar ganga upp og við vinnum loksins Englandsmeistaratitilinn þá er hann í raun 40-50m punda virði. Annars er ekkert hægt að verðleggja meistaratitilinn, flestum okkur langar meira í þennan titil en orð fá lýst.

    Við þurfum réttu leikmennina sem henta í okkar leikkerfi, ekki dýrar stjörnur sem við getum montað okkur af við Man Utd vini okkar….
    Nú er bara spurning hvað gerist með Barry, Alonso og Silva t.d. Ef við skiptum á Barry / Alonso og kaupum einn góðan leikmann(kantmann) í viðbót tel ég Liverpool vera komið með bestu liðsheildina og liðið á Englandi.

  12. Ég hef aldrei skilið af hverju verðmiðinn skiptir okkur, sem ekki borgum, svona miklu máli. Ef Keane væri að koma á 9m punda væru allir hæstánægðir og menn myndu bara ræða það hvort hann sé nógu góður til að bæta aðalliðið okkar, en af því að hann kostar 18m punda er umræðan ekki um getu mannsins sem við erum að fá til Liverpool heldur um verðmiðann á honum.

    Mér er sama. Ég er ekki að borga þetta. Eigendurnir mega eyða 50m punda í hann mín vegna. Ef þeir telja sig eiga fyrir þessu kemur það mér varla við, og ef eitthvað er hefði ég haldið að menn teldu það gleðiefni að sjá svona miklum fjármunum eytt í leikmenn. Við getum gagnrýnt Hicks og Gillett um margt, en staðreyndin er sú að á þeim 18 mánuðum sem þeir hafa átt klúbbinn hafa þeir eytt 10+ milljónum punda í fjóra leikmenn; Torres, Babel, Mascherano og nú Keane. Það er varla hægt að gagnrýna það.

    Svo við beinum nú umræðunni aðeins yfir að hæfileikum knattspyrnumannsins Robbie Keane, þá er ég hæstánægður með að fá mann sem skorar helling, leggur upp helling, er leiðtogi á velli, er nógu fjölhæfur til að geta spilað hvar sem er í framlínu Liverpool og er í þokkabót við þetta allt saman gallharður, uppalinn Púllari. Við erum einfaldlega að fá gullmola í liðið hjá okkur og ég ætla að gleðjast yfir því, í stað þess að hnýsast í veskið hjá Hicks og Gillett og hafa áhyggjur af kaupum sem þeir telja greinilega að séu í lagi.

  13. Ótrúlega safe kaup og það er bara gott. Benitez hefur ekki verið mikið í því að kaupa leikmenn með svona reynslu, þá sérstaklega í enska boltanum. Þetta eru frábærar fréttir.

    Skal lofa ykkur því að menn eins og Alex Ferguson og Arsene Wenger blótuðu þegar þeir fréttu að Benitez væri við það að fá Keane. Þeir vilja ekki sjá þannig ógnun.

  14. keane er frábær leikmaður í alla staði og er frábær viðbót við þetta liverpool lið en ég hefði frekar viljað fá ungan leikmann á bilinu 18-26ára (ekki eldri) sem á sín bestu ár eftir, mér finnst að liverpool ætti frekar að kaupa ungaleikmenn sem eru búnir að sanna sína getu og hjálpa liverpool mikið næstu 6-10ár. kaupin eru samt mjög góð, en með fullri virðingu fyrir robbie þá á hann í mestalagi 2-3ár í sínu besta formi eftir og eftir það fer strákurinn að dala….
    En koma svo og fá David Silva og þá er ég mjög sáttur við leikmannakaup liverpool……………..

  15. Það er alltaf mikil áhættu fjárfesting að kaupa einhvern ungan kauða fyrir mikinn pening. Sá strákur þarf að vera alveg ótrúlega mikið talent og hafa ótrúlega mikinn þroska til að koma inn í nýtt land og nýja deild og spila í henni og sanna sig. Finnst flott að Liverpool eru að borga 18-20 mills fyrir mjög áhættulítil og safe kaup. Þarna veistu nokkurnveginn hvað þú ert að fá fyrir peningana þína. Get ekki séð í fljótu bragði ungan leikmann sem er brjálað talent og styrkir okkur verulega sem spilar sömu stöðu og Keane. Hins vegar væri David Silva alveg frábær kostur sem næstu kaup. Hann er ungur, með ótrúelga hæfileika og getur leikið á báðum könntunum.

  16. halló maðurinn ný orðin 28 ára jafngammall Berbatov sem kostar um 28 m og Stevie G er 28 talað er um að bestu ar atvinnumanns sé frá 27 – 31 en í samanburði við þetta united er að klara kaupinn á Teves fyrir 32 – 35 m punda !!!!!!!!!

  17. mér er alveg sama hvað maðurinn kostar, bara ef hann kemur 🙂
    það eru fagmenn að störfum hjá liverpool sem sjá um svona innkaup og hann væri ekki á leiðinni ef þessir fagmenn myndu ekki týma að kaupa hann.

    ég held það sé best að vera ekkert að stilla upp neinu liði strax, leyfa öllum kaupum að koma inn og þá er hægt að gera sér nokkurn vegin grein fyrir heildarmyndinni. en ég tel að keane hafi alla burði til að geta gert virkilega góða hluti með liverpool. hann er þrælvanur í deildinni og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér, af leikmönnum í öðrum liðum 🙂

    eina sem hann þarf að aðlagast er spilamennska liðsins og lífið í liverpool borg. annars er þetta maður með mikla reynslu og hann getur bara ekki klikkað 🙂

  18. Tel verðmiðann skipta áhangendur máli því kannski klikka næstu kaup því það vanntar 2 millj. punda eða eitthvað álíka. Svipað og að vilja fá þokkalegt fyrir selda menn. Um leið hampa ég þessum kaupum. Eitraður gaur sem er til í að deyja fyrir málstaðinn.
    Minni á orð Einars Arnar:
    “til í að veðja 5000 kr. í að Barry og Keane koma”
    …..eða hvernig sem hann orðaði það.
    Allt að gerast

  19. Bara að Voronin fari ekki að troða sér í skottið. Snilldar myndlíking hjá Kristjáni.
    Ég segi já takk við Keane og tek undir með KAR að á meðan ég er ekki að borga þessar 18-20 millur þá er ég tiltölulega rólegur yfir því.

  20. “Nú er bara spurning hvað gerist með Barry, Alonso og Silva t.d. Ef við skiptum á Barry / Alonso og kaupum einn góðan leikmann(kantmann) í viðbót tel ég Liverpool vera komið með bestu liðsheildina og liðið á Englandi”.

    Þú fyrirgefur en þetta er hlægileg setning!

    Hvað í andskotanum höfum við fengið í sumar sem getur gert okkur allt í einu að sterkasta liði Englands, með sterkasta liðið á pappírnum og hvað eina sem þú vilt meina Arnór?

    Við ættum í sumar að gera eitthvað sem stuðningsmenn hafa aldrei gert; hafa væntingarnar í lágmarki. Yfirleitt erum við dottnir úr baráttunni í október og ég sé það ekkert breytast. Ár eftir ár lofa menn liðið og svo skítum við á okkur. Sömu menn verja Rafa út í gegn þegar illa gengur. En ef hópurinn er svona frábær eins og Arnór vill meina hvers vegna í ósköpunum nær Rafa þá ekki betri árangri á síðustu leiktíð?

    Hrósa Rafa fyrir eitt og það er að losa okkur við Crouch og Riise. Skref í rétta átt að mínu mati. Aldrei að vita nema maður fari að horfa á Liverpool spila aftur þar sem þessir tveir menn eru farnir. Sóknarþenkjandi bakvörður hið besta mál. Þrátt fyrir að ég brosi yfir þessu eru væntingarnar í lágmarki.

    Áfram Liverpool.

  21. Þetta eru bara leikmennirnir sem okkur vantar (Keane og Barry).. menn sem hungrar í þennan titil sem okkur vantar og menn sem eru fyrirliðar og berjast fyrir sinn síðasta blóðdropa. Carragher – Barry – Gerrard – Keane, 4 menn sem menn líta upp til og menn sem geta stjórnað liðinu sínu án þess að vera vandræðast. Voðalega lítur þetta vel út.

  22. Getur Voronin ekki farið til Man.U … nei fyrirgefið hann ekki svo slæmt skilið kannski þá til Tottenham bara. Krosslegg allavega fingur fyrir Keane.

  23. En af hverju finnst mér allir vera svona fullvissir um að N’gog sé að fara spila eitthvað hlutverk með aðalliðinu strax í vetur. Hefur Benitez sagt eitthvað þess efnis í blaðaviðtölum?

  24. Hvernig er það – Nú spilaði Barry í Evrópukeppni félagsliða í dag (Gareth Barry for Wilfred Bouma (14))

    Getur hann þá spilað með öðru liði í evrópukeppninni þetta tímabilið ?

  25. Grolsi min, viltu ekki bara fá þér einn Grolsch og slaka á.

    Rafa náði nú í undanúrslit CL í fyrra og endaði rétt rúmum 10 stigum á eftir Man Utd. Það með Riise í liðinu og Agger meiddan nánast allt tímabilið. Enginn aðstoðarþjálfari og stöðugar deilur utan vallar.

    Ég byggi mína skoðun á að Liverpool er;
    1) Loksins í ár komið alvöru framherjapar sem getur skorað yfir 50 mörk á leiktíð.
    2) Liðið er loksins komið með sóknarbakverði svo að 4-2-3-1 leikkerfið hans Rafa mun virka betur.
    3) Liðið er komið með góðan aðstoðarþjálfara sem þekkir inná enska boltann og verkskipanin að ofan er mun skilvirkari.
    4) Agger kominn á fullu tilbaka og Babel, Skrtel, Mascherano búnir að fá heilt ár í aðlögun.
    5) Búið að hreinsa út meðalskussana (Crouch, Riise o.fl.) og mikið af ungum og bráðefnilegum leikmönnum að leggja sig 100% á æfingum sem skilar sér til aðallliðsins. Liðið er að vinna flestar unglingakeppnir sem kemur á réttu sigurviðhorfi hjá klúbbnum.
    6) Aðalliðið er mestallt á réttum aldri (22-28ára) Við höfum frábæra blöndu af heimsklassa mönnum, mjög góða squad players og það er gríðarleg reynsla í liðinu (sérstaklega í Evrópukeppnum) og vinnusemi á miðjunni. Þetta er sú blanda sem þarf. Það er auk þess eins og á 9.áratugnum komnir eintómir fyrirliðar og sterkir persónuleikar í byrjunarliðið.
    7) Við erum loksins komnir með afburða hryggjasúlu í gegnum liðið. Torres – Gerrard. Mascherano – Carragher, Agger – Reina. Leikmenn sem önnur lið öfunda okkur af.

    Viltu að ég haldi áfram Grolsi minn? Ég get nefnt fleiri jákvæða punkta og merki um miklar framfarir sem ég sé.
    Maður hefur fylgst með Liverpool í áratugi, man hvernig þetta var á 9.áratugnum þegar lið voru skíthrædd við Liverpool og Anfield Road og tel mig vita hvað þurfi til að Liverpool vinni meistaratitilinn.

    Ég bara get ekki séð betur en flestallt sé til staðar nú og Liverpool hafi Það sem þarf til að vinna stóra titla næstu ár. Það sem þarf að gerast í ár er að einhver í sóknarlínunni má eiga afburða tímabil til að minnka pressuna á Torres og Gerrard. Hef helst vonir um Babel, held að koma Dossena losi töluvert um hann í sókninni.

    Enski boltinn er hraður testósterón-fótbolti sem gengur útá sóknarleik, hraða og mikið sjálfstraust. Öfugt við falsvonirnar sem Liverpool áhangendur hafa haft undanfarin ár, tel ég raunverulegar breytingar hafi átt sér stað og skrifa það á langtum betra sigurviðhorf sem ég tel yfir öllum klúbbnum núna. Menn eins og Sammy Lee hugsa jákvætt og telja sig á pari eða betri en andstæðingurinn.
    Ekki að við séum loksins í ár komnir með góða leikmenn og nú vinnum við alla leiki, heldur bara yfirvegað sjálfstraust og trú á eigin hæfileikum og ákveðni í að leggja sig 120% fram.
    Mér finnst eins og allir í kringum Liverpool vinni samhentir að 1 marki og ætli sér að láta andstæðingana hafa áhyggjur af okkar gæðum í stað þess að vera stöðugt “turning a corner” líkt Houllier gerði frægt, brúandi eiithvað ímyndað bil í hin liðin.

    Þú Grolsi, heldur bara áfram í búa þig undir vonbrigði enn eitt árið og að hugsa eins og lúser. Við hinir ætlum að hugsa eins og sigurvegarar og senda liðinu góða straum og monnta okkur af því við vini okkar hvað Torres, Gerrard og co. gera Liverpool að stórkostlegu liði.

  26. Sammála Sindra (24)… mætti meira að segja bæta við nafni á listann þinn. Torres, anyone?

  27. Hallelújah, Arnór. Frábært innlegg!

    Ég átti ágætt samtal við Tottenham aðdáanda á Ölinu í gær. Þar vorum við að spjalla við þessar furðulegu kröfur sem að Liverpool aðdáendur gera til liðsins. Það er einsog að sumir hreinlega ætlist til að Liverpool sé alltaf besta liðið á Englandi útaf því að það hafi einu sinni verið svo og því eigi liðið eitthvað tilkall til þeirra réttinda.

    Málið er að liðið dróst svo langt aftur úr Man U og Arsenal á síðasta áratug að það hefur verið gríðarlegt verkefni hjá Rafa bara að ná því á svipað plan og þau lið. Ég er orðinn þrítugur og man varla lengur hvernig það var að sjá Liverpool landa titlinum. Ég fer því ekki inní hvert tímabil öskrandi það að ég eigi einhvern rétt á því sem Liverpool aðdáandi að liðið vinni titla, heldur geri ég mér raunhæfar vonir, gleðst gríðarlega yfir sigrunum og fer í fýlu yfir töpunum. Síðasta tímabil gaf mér til að mynda óteljandi frábærar stundir, þrátt fyrir að það hafi endað með vonbrigðum.

    Það virðist hins vegar vera alltof algengt að menn geri sér algjörlega óraunhæfar vonir og eyði öllum sínum tíma í pirringi yfir því að öll kaup sumarsins skuli ekki vera frágengi um miðjan júlí og því að það sé ekki tryggt að Liverpool verði í efsta sæti allt næsta tímabil.

  28. Jahhh Torres gæti svosem flokkast undir þetta. Allavega fór sóknarleikur okkar að fara úr miðlungs yfir í heimsklassa eftir komu hans, er ekki viss um að hann hafi getað átt svona gott fyrsta tímabil ef hann væri ekki sá persónuleiki sem hann er. Vissulega mjög hæfileikaríkur en hugarfarið hans er svo brilliant að það hjálpaði pottétt mikið enda hefur verið fyrirliði hjá frekar stóru liði. Carragher – Gerrard – Barry – Keane – Torres. Ef Barry kemur erum við með 5 menn sem geta verið fyrirliðar, geri aðrir betur!

  29. Arnór #28 mjög góðir punktar og gefa okkur góð fyrirheit fyrir tímabilið og gott að fá þetta svona skipulega sett upp 🙂 Maður hefur sjálfur verið að hugsa svipað gott að hafa fengið Riise burt, manni hálf líður eins og við höfum keypt okkur leikmann með því að losna við þann rauðhærða, en það er væntanlega eitthvað bundið við það að hann var að mínu mati farinn að halda aftur af líðinu í sínum aðgerðum.

    Hinsvegar finnst mér fullstíft að kalla Grolsa lúser eingöngu vegna þess að hann vill stilla væntingum í hóf. Það er smá sannleikskorn í því sem hann er að fara einnig og líklega er ágætt að hafa varann á þrátt fyrir að breytingarnar í sumar beri það með sér að gott tímabil sé í vændum. Önnur lið hafa einnig verið að styrkja sig og koma væntanlega tvíefld til leiks, það gleymist oft í okkar eigin pælingum að önnur lið eru einnig að skipuleggja atlögu að titlinum. Það kemur hisnvegar ekki í ljós fyrr en í september/október hvernig þessar breytingar allar eiga eftir að skila sér hvort það erum við sem skilum okkur betur inn en andstæðingarnir. Eitt er hinsvegar víst að ef við verðum á svipuðum slóðum og undanfarin tímabil, einhverjum c.a. 10 stigum á eftir ManU/Chelsea/Arsenal á þeim tíma eða um áramót þá verður þetta erfitt fyrir okkur og Rafa.

  30. Í sambandi við eyðslu eiganda má benda á að sala á Riise, Crouch og Carson coverar líklega ágætlega þetta verð á Keane .. svo það er enn svolítið spurningarmerki hjá mér í sambandi við þann stuðning, þó ég sé mjög sáttur við þessa díla.
    Svo er hitt, bjartsýni fyrir tímabil. Getum skoðað helstu andstæðinga og hvað gerist ef allt fer eftir rétta planinu.
    Man u: Ronaldo fer.
    Chelsea: Drogba fer, nýji stjórinn klikkar.
    Arsenal: Hleb og Flamini farnir ( fara ekki bara fleiri í viðbót ? 😛 )

    Á meðan heldur Liverpool sínum helstu leikmönnum og aðrir vonandi búnir að aðlagast betur eftir reynslu síðasta tímabils, auk þess gæti verið eitthvað varið í Dossena/Degen. Keane ( og Barry? ) þarf ekkert að ræða.

    Það er voðalega erfitt að vinna tímabil fyrirfram, en maður má nú samt reyna í þetta skiptið. 🙂

  31. Gleymdi að minnast á að mér eins og öðrum finnst pósturinn hjá Arnóri mjög góður.

  32. Heyr heyr Arnor! Keane vaeri frabaer vidbot. Alltaf likad vid hann. Thetta synir metnad. Fa svo Silva og vid erum ad tala saman:)

  33. Davíð Arnar segir:

    „Hinsvegar finnst mér fullstíft að kalla Grolsa lúser eingöngu vegna þess að hann vill stilla væntingum í hóf.“

    Davíð Arnar, þú verður að lesa það sem Arnór skrifaði. Hann kallaði hann ekki lúser, heldur sagði hann að hann hugsaði eins og lúser. Það á að mínu mati við um ansi marga, að menn mæta með neikvæðnina inn í mótið og eru nánast sannfærðir fyrirfram um að allt fari á versta veg af því að draumaleikmenn nr. A, B og C komu ekki fyrir júnílok. Eða af því að Keane kostaði nokkrum millum of mikið. 😉

    Auðvitað er langt í land en það er verið að spila um tvo bikara, eina deild og eina Evrópudollu. Þetta eru fjórar stórar dollur og ekkert lið öruggt með sigur í þeim. Það mesta sem við getum beðið um á þessum tímapunkti er að fara inn í tímabilið og finnast okkar lið eiga raunhæfa möguleika á að keppa við hin stóru liðin um titilinn. Þetta hefur verið ár umbreytinga hjá Chelsea, Arsenal hafa orðið fyrir blóðtöku í sumar og hafa þegar þetta er skrifað ekki beint náð að bæta fyrir það og United-liðið gæti vel hafa toppað á síðustu leiktíð (auk þess sem það er alls óvíst hvort Ronaldo á aðra leiktíð líka þeirri sem var að klárast). Það er enginn að segja að við eigum að vera viss um sigur, en ef menn vilja ekki vera bjartsýnir í byrjun tímabils skil ég ekki alveg af hverju menn nenna að eyða tíma í að fylgjast með boltanum.

    Það byrja öll lið með 0 stig. Óþarfi að blóta ósigri áður en tuðru hefur verið sparkað. 🙂

  34. Heyr heyr. Frábært komment hjá þér Arnór!

    Ég hef sjálfur talað um það að ég sé bjartsýnni fyrir þetta keppnistímabil en oft áður. Og ég sé ekkert að því. Hvað verður? Kemur í ljós. En ef einhver ætlar að reyna að segja mér það að Liverpool sé ekki betur statt en í fyrra, hvað mannskap varðar, þá má sá hinn sami hætta strax. Liverpool hefur styrkt sig!

    Fyrsta árið í deildinni undir stjórn Rafa urðum við 37 stigum á eftir Chelsea, árið á eftir var reyndar mjög gott og við vorum aðeins 9 stigum á eftir Chelsea. Þriðja tímabilið … 21 stigi á eftir Manure og núna síðast vorum við 11 stigum á eftir. Þetta er dálítið rokkandi hjá Rafa en við hljótum að vera sammála um að stígandi hafi verið í liðinu. Og eins og hefur verið bent á hér: þrátt fyrir þessa ótrúlegu dramatík í kringum eigendur liðsins!!!

    Ég hef enga ástæðu til annars en bjartsýni. En svartsýni er val líka. Ég brosi! Ég trúi! Áfram Liverpool!

  35. Jæja félagar. Núna eru menn farnir að tala um að keppa um titla, m.a. tekur Kristján Atli þátt í þeirri umræðu.

    Ég er með spurningar fyrir stjórnendur síðunnar sem ég hef verið að velta fyrir mér.

    Fyrir seinasta tímabil gáfuð þið út að núna væri tímabilið sem Rafa yrði dæmdur af! Ef að hann næði ekki árangri þann vetur þá væri tími hans búinn! Núna væri sko kominn mannskapur (enda liðið nýbúið að kaupa leikmann á rúmar 20 milljónir sem skoraði svo nær linnulaust á tímabilinu) og nú væri ekki lengur hægt að fela sig bakvið að liðið hefði ekki burði að keppa við þá bestu.

    Strax í október þá var sá draumur enn einu sinni úti. Enn eitt árið var LFC langt frá bestu liðunum á Englandi og enginn titill vannst.

    Þrátt fyrir þetta allt, og að LFC hafi alls ekki gert eins og menn ætluðust til, þá voru allir ánægðir með Rafael Benitez. Þrátt fyrir að hann hafi náð mun slakari árangri en krafist var af honum þá er hann ennþá maðurinn sem menn vilja að stjórni liðinu okkar. Ekki skil ég það alveg því árangurinn undanfarin ár verið langt frá því að vera mjög góður.

    Það skipti engu þótt að loksins væri kominn framherji sem skoraði. Samt var hægt að finna ástæður fyrir slöku gengi. Eða gengi sem var engu skárra en árin á undan, þrátt fyrir að vera búnir að bæta við heimsklassamanni sem skoraði að vild. Það er mér í raun hulin ráðgáta af hverju menn stóðu ekki við þau orð um að það væri “núna eða aldrei” fyrir RB.

    Ég myndi vilja fá svör við nokkrum hlutum frá æðstu prestunum á Kop.is.
    Hvað finnst ykkur eðlilegt að LFC verði að keppa um næsta vetur? Titil?
    Ef næsta tímabil verður “núna eða aldrei” tímabil og LFC nær ekki árangri, hvað þá? Mun Rafa þá samt fá enn eitt tækifærið?
    Verður Rafa dæmdur af komandi tímabili eða ekki (þá sama hvort vel eða illa gengur)???????

    Áfram Liverpool

  36. Rafa fær eins mörg tækifæri og mögulegt er frá mér séð, þar til annar stjóri gæti sannfært mig um að hann gæti sigrað deildina með þeim sömu takmörkuðu resources Liverpool miðað við Chelsea og Man u.

    Þú Stb ert í þessum pósti þínum að meina að knattspyrnustjóri geti verið einhver galdrakall, það er fleira en einungis hann sem spilar inn í gengi yfir heilt tímabil. Dæmi um hvað slíkt væri hefur oft verið rætt einmitt yfir undanfarið tímabil, förum ekkert nánar út í það til að forðast sömu biluðu plötuna.

    Annað sem stendur yfirleitt upp úr hjá þeim sem spurja spurninga og eins og þú gerir nú er að það vantar svolítið upp á að sjá pínu fram í tímann, hvað ætlaru svo að gera loks þegar þú nærð að losna við Rafa? Leggja niður ensku deildina, þurrka svitann af enninu phew “loks er hann farinn”, the end.
    Er ekki bara passlegt að vera frekar raunsær en þó vongóður um gengi liðsins, m.t.t. framgöngu Chelsea og Man u í deildinni síðustu ár innan og utan vallar. 😛

  37. Ef eð menn ætla að vera raunsæir um gengi liðsins þá eiga þeir að segja það fyrirfram. Svo sem “við stefnum á 4. sætið enn eitt árið og það er frábær árangur!”. Ekki að segja að núna verði liðið að spila um titla og taka það svo til baka þegar svo verður ekki.

    Annars var efni póstsins ekki um hæfileika RB í göldrum heldur um að Liverpool næði þeim árangri sem krafa er sett á. Einnig var efni póstsins það að LFC hafi verið á seinasta tímabili að ná slakari árangri en ætlast var til, nánast sama árangri og undanfarin ár, þrátt fyrir að vera komið með mun sterkara lið.

    Núna er Keane að bætast við sem er “rétti maðurinn” fyrir LFC. Því er ég að velta fyrir mér hvaða kröfu stuðningsmenn setja já LFC þetta árið og hvort menn ætla að standa við það ef það stenst svo ekki.

    Liverpool kveðja

  38. Stb, eins og við höfum margoft sagt á þessari síðu kom ýmislegt uppá á síðastliðnu tímabili sem enginn sá fyrir. Ég skrifaði þennan fræga pistil sem þú vísar í, þar sem ég talaði um að síðasta tímabil væri tímabilið þar sem Rafa yrði að standa undir væntingum ellegar þola gagnrýnina og jafnvel brottrekstur. Ég meinti þann pistil þegar ég skrifaði hann.

    Hins vegar kom til ákveðinn farsi utan vallar sem hafði greinilega þau áhrif á liðið að það var ekki hægt að afskrifa tímabilið eingöngu sem vonbrigði af hálfu Rafa. Strax í haust missti hann Agger út tímabilið, auk þess sem Alonso, Carragher og Gerrard beinbrotnuðu allir og misstu úr einhverja leiki strax á haustmánuðunum. Torres var frá í tæpa þrjá mánuði á milli október og janúar og það var ekki fyrr en hann kom aftur í janúarlok og fór að spila hvern einasta leik sem hann blómstraði. Hafði skorað vel framan af því en hann gjörsamlega fór á kostum eftir það, en þá var Liverpool orðið úr leik í toppbaráttunni í deildinni.

    Þá var það Paco Ayesteran sem hætti strax í haust og Rafa, af hvaða ástæðum sem það var, fann ekki eða vildi ekki finna eftirmann hans strax og því lenti hann í þeirri erfiðu stöðu að sjá um meira en hann væri vanur. Og eins og til að gera málið endanlega ómögulegt, þá ákváðu eigendur liðsins að hitta Jurgen Klinsmann og ræða við hann um stjórastöðuna að Rafa óafvitandi, sem varð til þess að Rafa tók fýlukast á blaðamannafundi eins og frægt varð.

    Þetta gerðist allt í nóvember, og þá var Liverpool-liðið ósigrað í Úrvalsdeildinni. Höfðu gert helst til mörg jafntefli, sem mætti rekja til þess að toppar eins og Gerrard, Torres, Alonso, Carragher og Agger höfðu allir misst úr leiki á fyrstu þremur mánuðum tímabilsins, en það er samt staðreynd að aðeins Liverpool og Arsenal voru taplaus í deildinni á þessum tímapunkti. Þegar Klinsmann-hneykslið komst upp og allt fór í háaloft fór frammistaða liðsins einfaldlega að dala.

    Á endanum stjórnaði Rafa liðinu til næsthæsta stigafjölda í deildinni á sinni stjórnartíð og enn og aftur í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Torres sló í gegn sem gefur okkur von til framtíðar og tímabilið endaði á því að eigendurnir virtust ætla að semja frið, sem er líka jákvætt. Ef Rafa hefði fengið allt upp í hendurnar á síðasta tímabili og samt verið jafn langt frá toppnum og raun bar vitni hefðum við sennilega verið miklu harðari í gagnrýni okkar á hann, en eins og er getum við ekki neitað því að þótt hann beri alltaf ábyrgð er ljóst að það fór allt of margt miður utan vallar hjá Liverpool FC í fyrra til að Rafa og leikmennirnir beri ábyrgðina einir.

    Þess vegna má í raun segja að þetta “now-or-never” dæmi færist bara yfir á næsta tímabil. Ef Rafa verður ekki fyrir neinni sápuóperu utan vallar á næsta tímabili, og ef hann fær þá leikmenn sem hann vill helst af öllum fá til liðsins (Barry og Keane, auk þeirra sem eru þegar komnir, og svo spurning hvort hann hefur augastað á fleirum) og nær að spila veturinn án slæmra meiðsla lykilmanna, og endar samt í 3.-4. sæti langt frá meistaraliði, mun fólk spyrja alvarlegra spurninga vorið 2009. En það dettur engum í hug að spyrja þeirra spurninga núna.

    Svarar þetta spurningu þinni? Við höfum oft verið harðir í garð Rafa en síðustu 8-9 mánuðina eða svo hefur hann fengið að vera súkkulaðikleina í þeim efnum þökk sé eigendasirkusnum. Ef eigendurnir hafa samið frið og eru að styðja Rafa á leikmannamarkaðnum í sumar hættir hann að vera súkkulaðikleina. Það er loforð.

  39. Góð spurning og vel svarað KAR.
    Ég er alveg sammála því að margir utanaðkomandi hlutir eiga stórann þátt í erfiðu gengi liðsins á síðasta tímabili og án þeirra getum við gert alvöru atlögu að titlinum í ár.

    En ef Keane kemur, haldið þið að Rafa fái að kaupa annan mann viðbót í sóknina sbr. Silva ? Er til nægur peningur fyrir því? Ég held að ef við fáum annan mann þá er það í skiptunum Barry fyrir Alonso en er annars ekkert svo viss um að það gerist.
    En væri mjög glaður að fá einn skapandi mann í viðbót við sóknina okkar.

  40. ég held að það sé ljóst miðað við öll ensku blöðin um helgina að við kaupum ekki Barry ef að Alonso verður áfram þeir reyna frekar að kaupa vængmann og menn eru aftur í nokkrum blöðum farnir að tala um Keane plús Silva síðan erum við að selja Arbeloa fyrir 6m punda en hann er með heimþrá og vill fara til spánar þannig að þá verður Finnan áfram

  41. Frábært ef þetta er frágengið. Góður knattspyrnumaður kostar peninga svo ég nenni ekki að spá í verðmiðan. Þetta styrkir liðið ef af verður. Gott að fá líka mann með púllara hjarta og reynslu af ensku deildinni. Bara gott mál.held hann geti líka passað flott með Torres. þurfum fleiri markaskorara en bara Gerrard og Torres sem sáu um þau mál s.l. season.

  42. Flott hjá þér Kristján. Svo má bæta við að þegar að Torres meiddist, þá kom engin í hans skarð . Nú höfum við fengið mann (Keane) sem getur skorað og er betri en þeir sem við vorum með á síðasta tímabili til að leysa Torres af. Pottþétt

  43. Keane í læknisskoðun í dag og fær 80.000 pund á viku + 5 ára samning þvílíkar fréttir fyrir okkur púllara því eins og menn muna gerði hann m.a bæði mörk Spurs í 2-2 jafntefli á síðasta tímabili þar sem að Torresreddaði 1 stigi á lokamínútunni

Leto lánaður til Olympiakos.

Úr sunnudagsumræðunni