Í dag eru 2 vikur þangað til Liverpool mætir Sunderland á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Mikið hefur verið rætt um Baugsmálið Gareth Barry í allt sumar en lítið komið út úr því. Ég ætla hins vegar alls ekki að velta mér meira upp úr því heldur skoða hvaða leikmenn hafa yfirgefið félagið frá loka síðasta tímabils og hverjir hafa komið.
Peter Crouch var seldur til Portsmouth fyrir £11,000,000. Það lá svolítið í loftinu að Crouch myndi vilja fara til að fá meiri spiltíma. Tel að báðir aðilar skilji sáttir.
John Arne Riise var seldur til Roma fyrir £4,000,000. Eftir sjálfsmarkið gegn Chelsea var ferillinn hans á enda hjá Liverpool. Verður athyglisvert að fylgjast með hvernig honum gengur að fóta sig í ítölsku deildinni.
Danny Guthrie var seldur til Newcastle fyrir £2,250,000 eftir að hafa verið í láni hjá Bolton á síðasta tímabili. Virkar sprækur piltur en hefði líklega aldrei orðið fastamaður hjá Liverpool eða hvað? Spennandi að sjá hvernig hann spjarar sig hjá Keegan.
Scott Carson var seldur á endanum til nýliðanna WBA á £4,000,000 en hann var í láni hjá Villa á síðasta tímabili. Verðgildi hans hrundi eins og hlutabréf í FL Group eftir leikinn gegn Króatíu og má segja að hann þurfi að sanna sig uppá nýtt með WBA á þessu tímabili. Á endanum er Liverpool búið að fá ca. 8 milljónir punda fyrir drenginn með lánsfénu undanfarin 2 tímabil.
Harry Kewell samdi við Galatasaray eftir að samningurinn hans rann út. Þrátt fyrir gríðarlega hæfileika þá náði hann aldrei að slá virkilega í gegn vegna tíðra meiðsla. Vonandi nær hann að halda sér heilum í eitt tímabil í Tyrklandi.
Anthony Le Tallec er loksins farinn endanlega frá félaginu eftir skrítinn ferill hjá Liverpool. Leikmaður sem hefur/hafði mikla hæfileika en margt hefur staðið í vegi fyrir því að hann hefur ekki náð að fóta sig hjá neinu liði nema kannski núna hjá Le Mans en þar var hann í láni í vetur. Hann er núna búinn að skrifa undir samning við þá. Pongolle, frændi hans, hefur átt góðu gengi að fagna eftir að hann fór til Recrativo á Spáni var um daginn seldur til Atletico Madrid.
Charlie Barnett var leystur undan samning og hefur samið við Tranmere Rovers.
Besian Idrizaj var leystur undan samning og hefur samið við Wacker Tirol í heimalandi sínu.
Þetta gerir £21,250,000 sem hefur komið inní kassann.
Robbie Keaneer stærsta nafnið sem Rafa hefur keypt í sumar en hann kostaði heilar £ 19,000,000 frá Tottenham. Ég ber miklar væntingar til írska landsliðsfyrirliðans og vonast til að hann ná sér janfvel á strik með Liverpool og hann hefur gert undanfarin tímabil. Væntanlega lykilmaður næstu árin.
Andrea Dossena kom frá Udinese á £7,000,000 en þessi ítalski leikmaður átti afar gott tímabil með Udinese. Hann er sókndjarfur bakvörður sem hefur aðra og fleiri kosti en Riise. Hins vegar ef Aurelio nær að halda sér heilum þá mun hann alls ekki ganga beint í byrjunarliðið.
Philipp Degen kom á frjálsri sölu frá Dortmund. Svissneskur landsliðsmaður sem spilar sem hægri bakvörður. Sókndjarfur og þykir svipa til Vegaard Heggem en vonandi er hann samt ekki jafn óheppinn með meiðsli. Mun eiga fullt í fangi með að slá Finnan/Arbeloa út úr byrjunarliðinu. Ég hef sjálfur ekki miklar væntingar til hans en það sama má segja þegar Hyypia eða Arbeloa komu.
Diego Cavalieri var keyptur frá Palmeiras á £3,500,000 en hans hlutskipti mun fyrst og fremst vera bekkjaformaður í stað Itjande í fyrra. Ég vona að hann sé ekki slakari en Frakkinn var en á meðan Reina spilar eins og undanfarin ár þá breytir í raun engu hver er varamarkvörður.
David N´Gog var keyptur frá PSG en hann hafði neitað að skrifa undir nýjan samning við franska stórliðið. N´Gog er 19 ára framherji sem væntanlega fær ekki marga leiki í vetur en vonandi framtíðarstjarna hjá Liverpool þarna á ferð.
Þetta gerir £31,000,000 sem Gillett og Hicks hafa þurft að punga út. Þar með hefur Rafa í rauninni einungis eytt £9,750,000 í leikmannakaup það sem af er þessu sumri.
Jack Hobbs er farinn á árslán til Leicester.
Godwin Antwi er farinn á árslán til Tranmere.
Adam Hammill er farinn á árslán til Blackpool.
Robbie Threlfall er farinn á árslán til Hereford.
Paul Anderson er farinn á árslán til Nottm Forest.
Xabi Alonso var lengi vel sagður á leið til Juventus en það mun ekki gerast. Er ennþá talið að hann fari þar sem Liverpool ætlar sé að klófesta Barry. Hef ekki hugmynd um hvað gerist í þessu máli en vonandi verður hann bara áfram.
Yossi Benayoun mun hafa vakið áhuga Man City og fyrrum félaga sinna hjá West Ham. Ég gef lítið fyrir þetta og staðfesti að hann muni ekki fara neitt.
Sebastian Leto mun vera á leið til Olympiakos í árs lán. Vonandi fær hann góða reynslu því okkar veitir ekki að sprækum vinstri kantmanni.
Charles Itjande neitaði að fara til Galatasaray þar sem hann er að bíða eftir tilboði frá PSG. Það er 101% öruggt að hann fari. Held að rætt hafi verið um ca. milljón pund.
Jermaine Pennant mun hugsanlega vera á leið til Blackburn og talað um 6 milljónir punda. Ég held að þetta gæti verið afar góð sala fyrir Liverpool og líklega einnig Blackburn.
Andriy Voronin mun hafa vakið áhuga liða í Bundesligunni og þá er nafn Stuttgart oftast nefnt. Rætt erum 3 milljónir punda. Eftir komu N´Gog og Robbie Keane sem og framþróun Nemeth þá sé ég engan tilgang að hafa Voronin áfram.
Alvaro Arbeloa hefur verið sagður á leið heim til Spánar og hefur Espanyol verið linkað við hann. 6 milljónir punda er tala sem ég hef heyrt nefnda. Þetta yrði klárlega góður gróði en fínn “squad” leikmaður og þá vona ég að Darby sé klár að fylla hans skarð.
Steve Finnan hefur verið sagður hluti af tilboðinu sem Liverpool gerði í Garteh Barry hjá Villa. Ég vil helst ekkert að Finnan fari nema þá að við fáum annan jafn traustan bakvörð í staðinn.
Gareth Barry er búinn að vera “næstum” því á leið til Liverpool í allt sumar. Ég held því fram að þetta verði frágengið á næstu dögum.
Albert Riera kantmaður hjá Espanyol hefur vakið áhuga Liverpool sem hafa nú þegar gert eitt tilboð sem Espanyol mun hafa neitað. Þekki þennan leikmann ekkert.
*Þetta eru þeir leikmenn sem mér datt fyrst í hug og ég fann einhvern orðróm um. Þið megið vel bæta inn í þennan lista í kommentunum.
Skemtilegur pistill Magnús .Yossi Benayoun?? Hugsanlega á leið til Liverpool.
einsi: hehehe já svona er maður á laugardegi í kóngsins… búinn að laga.
Góður pistill, Magnús og klárlega að stimpla þig inn sem flottur penni þarna.
Eins og maður hefur talað um áður að þá er það mjög skynsamlegt að minnka í hópnum og minnka launahliðina og fylla upp í hópinn með ungum leikmönnum. Það meikar engan sense að vera með akademíu og síðan nýta sér hana ekki en LFC er klárlega klúbbur sem þarf að nýta sér akademíuna á næstu 5-10 árum til að geta einbeitt sér að byggja nýjan leikvang.
Það er hvergi meiri gulrót fyrir yngri leikmenn en að sjá ofborgaða knattspyrnumenn selda í burtu sem voru á undan þeim í röðinni og ég vil sjá þá banka verulega á dyrnar í vetur og koma sterkir inn næsta vetur. Barry mun fyllilega styrkja kjarna liðsins í komandi átökum og ef titillinn kemur ekki á þessu tímabili þá styrkjum við þennan kjarna um 2 sterka leikmenn sumarið 2009 og við nálgumst enn frekar dolluna. Það er allavega gott að það sé komið á hreint hjá Rafa hvernig kaupa á leikmenn! það er byrjunin 🙂
Er farinn á fyllerí!
Ég ætla að veðja á að Harry Kewell eigi heilt meiðslalaust tímabil hjá Galatasaray og FH vinnur Aston villa samanlagt 8-7. Svipað líklegt.
En lánsmennirnir koma ekki einhverjir peningar inn fyrir þá?
Ekki mikil eyðsla í gangi eins og er, gæti allveg séð 2 kaup í viðbót. Ég trúi ekki öðru en Barry komi.
Verðum við ekki að bæta Silva í listann með Barry og Riera.
Hann hefur verið orðaður margoft við Liverpool í sumar og skv. einhverjum miðlum á Valencia eftir að svara tilboði sem Liverpool hefur boðið í hann.
Það væri maður sem væru flott lokakaup sumarsins.