Rafa talaði fyrr í vikunni að hann hefði ekki áhyggjur af markaleysi undanfarinna æfingaleikja þar sem liðið væri að skapa sér mikið af færum. Í dag sýndi liðið að það getur auðveldlega skorað mörk úr þessum færum þegar Liverpool burstaði Rangers á Ibrox 0-4 í dag.
Byrjunarliðið er hérna og hægt er að lesa undir í kommentunum hverjir komu inná o.s.frv.
1-0 Torres, 2-0 N´Gog, 3-0 Benayoun og 4-0 Alonso (víti)
Heilt yfir spilaði Liverpool vel í dag og er í allt öðrum gæðaflokki en skoska liðið. Ég ætla mér ekki að fara ítarlega ofan í leikinn heldur frekar tjá mig um frammistöðu nokkurra leikmanna sem hafa ekki spilað lykilhlutverk eða eru nýjir hjá Liverpool (við vitum jú allir hversu frábærir Torres, Gerrard og félagar eru).
Dossena spilaði vel í dag, sýndi mikla áræðni í bakverðinu frammá við og sýndi einnig að hann er þokkalegasti varnamaður þegar hann bjargaði á línu. Vonandi að sjálfstraustið hans aukist smátt og smátt með þessum leik. Hann spilaði allan leikinn.
Plessis var flottur á miðjunni og átti m.a. bombu með vinstri sem skóp fyrsta mark leiksins sem Torres skoraði. Virkar vel á mig og virðist tilbúinn til að bakka Mascherano upp sem varnarsinnaður miðjumaður. Í raun get ég ekki séð mikinn mun á honum og Sissoko nema hvað Plessis virðist hafa meir bolta í sér.
Keane sýndi fína takta þótt hann hafi ekki náð að komast í neitt almennilegt færi í dag. Mikil vinnsla í honum og duglegur að koma tilbaka og tengja saman sókn og miðju. Ég efast ekki um að hann muni verða lykilmaður í vetur.
David N´Gog er leikmaður sem hefur komið svolítið um bakdyrnar. Keyptur frá PSG fyrir litla upphæð (1,5 milljónir punda) og var alls ekki að raða mörkunum inn hjá franska stórliðinu. Spilaði sinn fyrsta leik gegn Villarreal og hefði vel getað skorað sitt fyrsta mark þar. Kom inná í hálfleik og var ekki lengi að stimpla sig inn með hreint út sagt frábæru marki, fast vinstri fótar skot frá vítateigslínunni. Hávaxinn og tæknilega góður leikmaður sem gæti vel fengi fleiri mínútur í vetur en nokkurn grunaði.
Insúa kom inná á miðjunni í seinni hálfleik og sýndi að hann er með góða tækni sem og óhræddur að fá boltann. Tók ábyrgð og átti stóran þátt í markinu sem Benayoun skoraði. Ég hlakka til að sjá meira frá þessum leikmanni.
Nemeth kom einnig inná í seinni hálfleik og stóð undir væntingum (en þær hafa magnast mikið undanfarna mánuði). Fékk víti eftir góða hreyfingu sem Alonso skoraði úr. Klárlega ein af stjörnum framtíðarinnar og hver veit nema að hann sé næsti Puskás þeirra Ungverja.
Darby virkar sprækur og mun örugglega fá nokkra leiki í vetur í bakverðinum. Ég er ekki ennþá sannfærður af Degen og þess vegna er frábært að fá upp svona “local” leikmenn í hópinn. Harðduglegur og ósérhlífinn.
Spearing er ekki ósvipaður Darby og sýndi í dag að hann er klár í alvöruna. Mun örugglega koma inná í einhverjum leikjum í vetur þar sem núna má hafa 7 varamenn í stað 5 áður.
Held verði að bæta við Nemeth að hann átti skotið sem var varið og Benayoun fylgdi eftir svo mætti skrá á hann 2 stoðsendingar 🙂
En frábær leikur. Hlakka til að tímabilið byrjar sem verður líkegast á móti Standard eftir 10 daga.
Yossi Benayoun var frábær í þessum leik, það var alltaf hætta þegar hann fékk boltann og var alltaf að.
Er e-h með link á mörkin? annars glæsilegur sigur
YNWA
Enn og aftur:
http://www.101greatgoals.com/
Segi sama og Elías … Yossi var mjög góður í leiknum. Dossena kom vel út, en eins og ensku þulirnir sögðu um björgunina í lok fyrri hálfleiks … þá var það fyrsta svona almennilega/alvöru varnarvinnan hjá Dossena í leiknum. Hann lúkkar vel, en virkaði stundum hægur á mig. Hann verður án efa flottur í vetur.
Sigurinn samt öruggur og ekki leiðinlegt að sjá nýja og gamla skora. Hef mikla trú á Keane og Torres saman í vetur.
Veit einhver af hverju púað var á Keane? Er það út af því að hann átti að hafa sést í Glasgow fyrir um mánuði síðan og fólk héldi að hann ætti í leynilegum viðræðum um að færa sig til Skotlands? …
Það var púað á hann afþví hann er Íri og heldur með Celtic.
ég get ekki séð hvað við höfum að gera við Barry, miðjan var sterk hjá okkur í dag og Alonso virkaði ferskur, Plessis virðist tilbúinn og við höfum Lucas og mach fyrir utan liðið, en rafa veit hvað hann er að gera
Getur einhver sett link á mörkin hérna inn? Það væri flott 🙂
Mörkin koma oft inná http://www.101greatgoals.com/
Mér fannst Plessis og N’Gog menn dagsins.
Dossena er klárlega flottur sóknarbakvörður og Nemeth, Cavalieri, Benayoun, Darby og Spearing glöddu mig.
En Damien Plessis virkar sterkur líkamlega, fljótur með mikla sendingargetu. Er alveg handviss að honum er ætlað hlutverk í vetur, og er ein stóra ástæða þess að Alonso virðist mega fara. Barry mun eiga alvöru verk fyrir höndum ef liðið verður stillt svona upp, hreint 442. Sennilega er hann bara hugsaður sem bakvörður, svei mér þá.
N’Gog. Velkominn til leiks vinur!!! Ljóst að Voronin verður kvaddur, hann fær ekki mínútu með þessa sentera, Keane, Torres, Kuyt og N’Gog! Þvílíkt flott skot og fínn bolti í kringum þennan hávaxna og tæknilega góða Frakka!
En mér fannst margt jákvætt og liðið að mínu viti sterkara en ég reiknaði með á þessum tíma. Er orðinn VERULEGA spenntur!!!!
Walter Smith stjóri Rangers hefur þetta að segja eftir leikinn:
Ég hef alltaf haldið því fram að Walter Smith væri klókur maður 🙂
Eina sem ég hef að segja um þennan leik er : Fuck Yeah !! 🙂
Annars hef ég svosem áður brennt mig á að æfingaleikir setji væntingar fyrir komandi tímabil í gersamlega óraunhæfar hæðir. Man t.d. eftir hvað mér fannst helvítið hann Voronin líta vel út á svipuðum tíma í fyrra og ekki má gleyma hversu mikið Bruno Cheyrou heillaði mig á sínum tíma, svo mikið að ég fékk mér búning með nr. 28 Cheyrou. Dró hann einmitt upp úr skúffu um daginn þegar mig vantaði eitthvað til að mála í .
En ég held ég sé samt að fara að taka sama pakka á þetta í ár og kýla væntingarnar alveg upp á topp fyrir fyrsta leik. Liðið leit assgoti vel út í dag og alveg hægt að búa til kjúklingasalat úr þessum kjúklingum sem fengu að spila í dag. Hreyfingarnar hjá N´Gog minntu mig soldið á Babel og var ég álíka hrifin af honum í dag og ég var af Voronin í fyrra.
Það er enginn að fara að taka hægri kantinn af Kuyt get ég sagt ykkur. Þetta er alveg magnaður leikmaður og verður fyrstur á blað þegar Benni stillir upp liðinu í vetur.
Þetta Rangers lið var alveg hræðilegt. Hvað ætla Rangers og Celtic að gera í ensku úrvalsdeildina miðað við þennan leik eins og rætt hefur verið um. Gamlir, seinir og lélegir.
miðað við þessa lýsingu á leikmönnunum okkar tel ég að Benitez þurfi ekkert að örvænta. Bara spurning um að hann sýni eistu og hleypi unglingunum inn á í vetur til að gefa þeim nasaþefinn. Good stuff!