Rafa var ekki sáttur þegar ljóst var að Leto fær ekki atvinnuleyfi fyrir þetta tímabil og verður því lánaður til liðs í Evrópu. Hann hefur verið linkaður til Olympiakos en Rafa segir mörg lið frá Spáni, Ítalíu og Grikklandi sem vilja fá drenginn.
Vonandi erum við ekki að horfa uppá annað Gonzalez ævintýri.
Á einhver eftir að sakna Leto? Ég efast um það….fínn leikmaður en ekkert til að gráta yfir. Hann hefði aldrei fengið að spila mikið með Liverpool. Verður seldur innan árs í eitthvað meðal lið.
Við skulum sjá til. Leikmaðurinn bar af í varaliðsleikjum síðasta vetrar, þ.e. þeim sem hann tók þátt í og hefur verið viðriðinn argentínska landsliðið. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi á Anfield og mun örugglega dvelja þann tíma. Rafa ætlar honum stóra hluti. Væri fínt að hann færi til Olympiacos, þeir verða jú í CL í vetur.
Hvernig virkar þetta með þessi atvinnuleyfi? Hvaða rök eru fyrir því að Leto Fái ekki atvinnuleyfi? Af hverju fá sumir leyfi en ekki aðrir?
Til að fá atvinnuleyfi eru þetta grunforsendurnar:
Nánari upplýsingar eru hérna.
Ég man hvað ég slefaði yfir fyrsta leiknum sem ég sá Leto spila.. man ekki hvaða leikur það var, en hann var mjög góður í þeim leik. Ég hélt að hann yrði einhverskonar snillingur, sem myndi fullornast eitthvað og vera hjá Liverpool, og verða einn sá besti.. svo sá ég fleiri leiki, og hann var altaf fínn, en ekki meira en það. Segi bara eins og Júl.li; ágætis leikmaður, en ekkert til að gráta yfir.
Eins og kemur fram hérna að ofan þá var Leto góður með varaliðinu í fyrra, hann er ungur leikmaður og ég held að hann eigi eftir að reinast okkur góður eftir 1 – 2 ár.