Þeir fara ekki fet!

Rafa hefur gefið það eins skýrt út og hægt er að hvorki Yossi né Kuyt verða seldir.

Neither of them will be leaving. It is true that Roma are interested in Yossi. I have talked to him and told him I want to keep him. He is a player with quality and has shown that during pre-season. I have no more news about Yossi – he will be staying with us. I also talked with Dirk Kuyt this morning. I am really pleased with him and he will be staying with us.”

Fyrir mitt leiti hefur Yossi verði frábær á þessu undirbúningstímabili og verður hann mikilvægari á þessu tímabili en því síðasta. Kuyt hefur þurft að breyta sér mikið til að passa inní leikskipulagið hjá Rafa og vonandi fullkomnar hann það á komandi tímabili.

22 Comments

  1. Yossi er frábær leikmaður sem sættir sig við að vera á bekknum, upp að ákveðnu marki. Þar að auki er hann enginn drullusokkur eins og margir í þessari blessuðu deild. Og miðað við frammistöðuna á síðasta tímabili og undanfarnar vikur er ekki í dæminu að hann fari neitt.

    Kuyt hefur á sama hátt verið fullkomlega sáttur við að láta geyma sig úti á kanti, en þar sem hann er framherji verður því miður alltaf horft á markafjölda þegar tímabil eru gerð upp. Þar að auki er hann mjög ósérhlífinn og duglegur með afbrigðum. En ef við fáum rúmar 16 millur fyrir kappann þá væri ég alveg sáttur við að hann færi, svo lengi sem við fengjum þá hreinræktaðan kantmann í staðinn.

    Bestu kveðjur.
    Lifi stórveldið.

  2. Ef Dirk Kuyt er sérlega duglegur, afhverju tala menn þá ekki eins um bæði Gerrard og Alonso sem hlaupa mun meira en Kuyt í leikjum eins og kom svo margoft fram á Sky í fyrra?

    En ef satt er að Liverpool hafi sett 16m punda verðmiða á Dirk Kuyt, sem er auðvitað bara hlægilegt, og hafi þannig fælt í burtu Hamburg sem voru áhugasamir, þá bara á ég ekki til orð. Allt yfir 4m væri frábær buisnes af mínu mati með Hollendinginn og ætti að taka á nóinu.

  3. Gott að heyra. Engin ástæða til að selja leikmenn sem að eru greinilega í plönum Benitez.
    Einfalt. Nóg af leikmönnum (Finnan, Pennant og Voronin) sem greinilega eiga ekki lengur uppá pallborðið. Selja þá.

  4. Gott mál. Það er engin ástæða til að selja aðra úr hópnum en Voronin og Pennant. Kuyt stóð sig vel á hægri vængnum í fyrra og Youssi er “wild card” í hópnum, leikmaður sem hefur öðruvísi eiginleika og getur brotið upp leikinn.

  5. Benni Jón ég á ekki orð yfir það sem þú ert að skrifa hér ég held að ef þú vilt selja hann fyrir 4m punda þá hefur þú nú ekki mikið vit á fótbolta að mér finnst. Eins og ég hef oft sagt þá er hann ekki að skora eins og þegar hann var að spila í hollandi, enda er hann að spila allt aðra stöðu hjá Liverpool, og við erum með einn allra vinnusamasta mann deildarinna í honum, þeir sem sjá það ekki eru annað hvrort með slögt á imbanum þegar leikir eru eða bara hreinlega ekki að fyrgjast með leikjum Liverpool.

    Alveg ótrúlegt að heyra svona bull herna….

  6. Einn allra vinnusamasta mann deildarinnar??? Hann er ekki einu sinni vinnusamasti maður Liverpool liðsins eins og margoft hefur komið fram en menn virðast neita að átta sig á. Bæði Alonso og Gerrard eru mun vinnusamari en hann.

    Maður sem er hægari en dáin amma mín, getur ekki tekið á móti bolta fyrir sitt litla líf og er algjörlega ófær um að skjóta á markið(hann gefur á markið) er ekki maður sem ég vil.

    Hann var fínn undir lokin í fyrra, stóð þó varla undir 9m punda verðmiðanum…en hann var SKELFILEGUR fram að því. Það ætti að vera af mínu mati algjört forgangsatriði að kaupa mann í þessa stöðu, enda til ég afar ólíklegt að lið með Dirk Kuyt sem byrjunarliðsmann geri nokkurntíman alvöru rósir.

  7. …en hey, hvað veit ég, ég hef ekkert vit á fótbolta eins og Valli mannvitsbrekka bendir á!

  8. En ef satt er að Liverpool hafi sett 16m punda verðmiða á Dirk Kuyt, sem er auðvitað bara hlægilegt, og hafi þannig fælt í burtu Hamburg sem voru áhugasamir, þá bara á ég ekki til orð.

    Þú hefur væntanlega ekki hugsað útí það að Benitez vill ekki selja kuyt og þess vegna sett þennann verðmiða á hann.

    Þó svo að þú sért alveg harður á því að losna við kuyt þá þýðir það ekki að Benitez né aðrir séu á þeim buxunum.

  9. Voru menn ekki að rita um það í sumar hve frábær Kuyt væri? Að núna væri hann að sanna hve stórkostlegur hann væri?

    Var það ekki einhvern vegin svoleiðis? Það verður forvirnilegt að sjá hvort við fáum nær óaðfinnanlega leikmann þarna næsta vetur!

  10. Ég verð bara að segja að þegar ég hugsaði til næsta tímabils í sumar hafði ég á tilfinningunni að Kuyt ætti eftir að vera mun betri á næstu leiktíð en á þeirri síðustu. Ástæðurnar voru tvær : Að hann missti föður sinn sem hefur eflaust haft mikil áhrif á leik hans inn á vellinum. Og í öðru lagi að hann fékk að spila mikið á EM í sumar, í liði sem var að spila skemmtilegasta og besta boltann á þeim tíma, hann hlýtur að fá sjálfstraust til að snúa við blaðinu og blómstra með Liverpool, hugsaði ég.

    Svo eftir að hafa horft á síðustu æfingaleiki, geri mér reyndar grein fyrir því að þeir segja ekki allt og eru jú ‘æfingaleikir’ þar sem menn eru ekki í formi. En strax fékk ég sömu gömlu tilfinninguna til hans eftir að sjá hversu lélegt touch hann er með og hvernig hann lítur út fyrir að vera skertur öllum náttúrulegum knattspyrnuhæfileikum. Nema baráttugleði.

    Þá get ég ekki séð hann fyrir mér skila jafn mikið til liðsins eins og Gerrard, Mascherano, Keane, Babel og Torres munu gera. En það er bara mín skoðun.

  11. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur.

    Miðjumenn hlaupa yfirleitt meira en framherjar.

    kuyt er framherji en alonso miðjumaður þannig að eðlilega er meiri yfirferð á alonso.

  12. Ég ætla ekki að bera Kuyt saman við Alonso eða Gerrard það er bara ekki hægt, en að segja að hann sé ekki að vinna vel er ekki rétt að MÉR FINNS, en eitt er víst að hann gefur allt sitt í leikina og meira en það. Hann hefur skorða fá mörk en afra mikilvæg og ég held að þau verði enn fleirri á þessur ári. Rafa hefur trú á þessum manni og það hef ég líka hvort að það rætist á þessari leik tíð veit ég ekki fyrr en hún er hfain en svo sannarlega vona ég það og hef trú á því að svo verði.

  13. Ég ætla ekki að bera Kuyt saman við Alonso eða Gerrard það er bara ekki hægt, en að segja að hann sé ekki að vinna vel er ekki rétt að MÉR FINNS, en eitt er víst að hann gefur allt sitt í leikina og meira en það.

    Var Benni einhvað að halda því fram að hann inni ekki vel fyrir liðið??? Sagði bara að hann væri ekki lang vinnusamasti maður sem hefði stigið inn á fótboltavöll eins og umræðan virðist oft snúast um.

    En umm daaa Kuyt umræða, það hlítur að styttast í tímabilið 🙂

    p.s. takk fyrir síðast Benni og aðrir snillingar héðan sem ég rambaði inn á í hvíta tjaldinu hans Sigurðar Hellings í eyjum, urðuð þið einhvað varir við hvað varð um röddina mína? 😉

  14. Það er hjákátlegt að setja samansem merki á milli vegalengdar sem leikmaður hleypur í fótboltaleik og vinnusemi.

    Vinnusemi er ekki bara að hlaupa um völlinn, það er svo miklu meira.

  15. Það er búið að vera krúttlegt að fylgjast með Dirk Kuyt-aftökusveitinni (Benni Jón, Babu og Stb) fara á kostum í allan vetur. Annar hver þráður notaður til að níða skóinn af Hollendingum knáa.

    Nú vill háværasti talsmaður hópsins endilega selja Kuyt á 4m punda, hæstánægður með 5m punda tap á leikmanni sem skoraði ótal mikilvæg mörk í CL síðasta ár og spilar alltaf best í stórleikjum.
    Ber síðan saman kílómetrafjölda hlaups í leik hjá miðjumönnum og kantframherja máli sínu til stuðnings. Kröftugur málflutningur nú sem endranær. 🙂

    Það hlýtur þó að vera erfitt fyrir þessa kappa hversu mikið hefur fækkað í Nei-hópnum eftir því sem leið á árið. Fámennar aftökusveitir sem skjóta oftast púðurskotum vekja nú ekki mikinn ugg.

    Annars er ég ánægður hvað Rafa er farinn að setja háa verðmiða á okkar leikmenn.
    Svona á þetta að vera, Liverpool á að vera háskóli knattspyrnumanna þar sem þeir læra og þjálfa við fullkomnar aðstæður og verða betri leikmenn en þegar þeir komu til félagsins = hátt endursöluverð. Það á að vera algjör draumur allra atvinnumanna í fótbolta að spila fyrir Liverpool. Þar vinni þeir titla eða komi þaðan hugsandi sem sigurvegarar þó þeir séu seldir. Verðmætari en þeir voru fyrir.
    Gott að sjá svona sjálfstraust og trú Rafa á hæfileikum þjálfara, scouta og starfsfólks klúbbsins. Sendir rétt skilaboð til annarra liða. Ef þið viljið okkar leikmenn eruði að kaupa það besta. Slíkt kostar.

    Kuyt og Benayoun eru fínir og fjölhæfir leikmenn sem stórbæta liðsheildina og færa liðinu á góðum degi eitthvað extra. Benayoun spilar best á móti miðlungssterkum liðum við að opna varnir með hraðabreytingum og stungum í svæði. Kuyt sýnir sínar bestu hliðar í stórleikjum þegar andlegs styrks og einbeitingar er mest þörf.
    Báðir eru þeir ólíkir en mjög mikilvægir að mati Rafa fyrir þessa löngu baráttu í vetur um sigur í öllum keppnum og verða því alls ekki seldir.

  16. Alltaf gaman þegar gæjar koma hérna inn og reyna tala niður til manns eins og Arnór hér að ofan, ég fæ alltaf svona kjánahroll þegar ég les það. Ég er orðinn NEI-maður sem fer á kostum(hvað sem það nú þýðir, ég sem er alltaf mjög bjartsýnn á bæði leikmenn og fyrir leiki).

    Mér finnst Kuyt afskaplega slappur leikmaður, margoft búinn að útskýra afhverju. Þetta með að selja hann á 4m var meira til að undirstrika hversu slappur leikmaður hann er. Hann hefur aldrei staðið undir þessum 9m punda verðmiða sínum, hver svo sem ástæðan er. Í nokkrum leikjum undir lok síðasta tímabils komst hann næst því, en spilaði ekkert betur en maður má búast við af 9m punda manni. Miðað við hans fammistöðu með Liverpool er EKKERT sem réttlætir það að selja hann á hærra verði en hann var keyptur á. Ég vil ekkert endilega selja Dirk Kuyt, þetta er leikmaður sem ég get svo sem alveg hugsað mér sem squad player, en ALLS EKKI sem fyrsta kost. Af mínu mati vantar okkur sárlega mann í þessa stöðu, ef ekki David Silva(sem er held ég mjög fjarlægur draumur) þá allavega þannig týpu af leikmanni. Leikinn og útsjónarsamur, með góðar sendingar og tuch, einhvern sem getur brotið leiki upp. Með þannig leikmann öðru meigin og Babel, teknískan og fljótan hinum meigin erum við mun meira ógnandi heldur en með Dirk Kuyt í liðinu.

    Æji ég veit það ekki, varnarsinnaður sóknarkantmaður, án hraða, án tækni og án fyrsta tuch er ekki spennandi kostur af mínu mati.

    …og Babu, takk sömuleiðis, gaman að sjá loksins andlitið á bakvið nickið 🙂 …ég held ég hafi ekki tekið röddina þína en miðað við magnið af þreytu sem ég kom með heim(enda mjög erfitt að djamma með Sigga “helling” Hjaltested svo dögum skiptir) þá er svo sem ekkert ólíklegt að eitthvað meira hafi óvart villst með 😛

  17. Ef talað er um að eyða púðri þá væri það að byrja aftur að eyða því í að svara Arnóri í Kuyt umræðu og hans blammeringum, hann heyrir bara það sem hann vill heyra og oftúlkar alltaf alveg rosalega okkar álit á Kuyt.

    Ef þú ert á því að hann hafi hækkað einhvað í verði þá mættir þú alveg útskýra fyrir mér afhverju!? En eins og ég hef áður sagt þá er ég ekki á móti því að hafa hann áfram miðað við endasprettinn hans í lok síðasta tímabils, en ég vil alls ekki að hann spili eins stóra rullu.

  18. Hvaða ,hvaða, væl er þettað? Kuyt var að spila sitt fyrsta tímabil á kantinum í fyrra. hann átti 11 stoðsendingar og skoraði mikilvæg mörk, Hvernig væri að gefa honum séns í þessari stöðu. Ekki byrjaði Ronaldo vel sitt fyrsta ár með m u,en er nú stjarna. Ekki er ég að líkja þessum mönnum saman, en sumir smella strax inn í liðin og aðrir ekki. Eg hef trú á Kuyt og það hafa Rafa og Gerrard líka,svo sjáum hvað verður. Eg bíð spentur eftir að boltinn fari að rúlla,en ég er ennþá meira spentari að sjá Clapton í kvöld. Svo hættum að væla og skömmunst yfir gengi leikmanna þegar að boltinn byrjar.

  19. Svo er auðvitað kostur út af fyrir sig að hafa 5 “sóknarmenn” inni á vellinum samtímis. Þá er ég auðvitað að tala um Babel, Geggard, Kuyt, Torres og Keane.

    Auðvitað má deila um hversu góður leikmaður Kuyt er. Það er mikill munur á að hafa víðavangshlaupara sem getur ekkert annað en hlaupið og svo vinnusaman mann eins og t.d. Mascherano. Svo er spurning um liðsmóral og karakter. Hver veit nema Kuyt hafi spilað eins mikið og raun ber vitni vegna einmitt þess. Við höfum nú séð leikmenn með mun meiri hæfileika sem fúnkera ekki í sínum liðum vegna skorts á þessum hlutum. Sem þjálfari og vinnuveitandi yfir höfuð hlýtur þú að vilja hafa menn eins og Kuyt í þínu liði sem leggur sig alltaf fram, hvort sem er í leikjum eð annars staðar.
    En að Kuyt sé ekki eins vinnusamur eins og hinn eða þessi.. hversu oft á síðasta tímabili sá maður ekki hollendinginn vera á fullu í sókninni og vera kominn langt inn í markteig til að hjálpa til og vera svo kominn aftur í sóknina skömmu síðar. Ég hlusta ekki á vitleysu eins og hann sé ekki með vinnusamari mönnum.

  20. Nákvæmleg rétt hjá þér Rúnar Geir, Kuyt er yfirleitt út um allan völl hvort sem er að sækja eða verjast, og ég hef trú á þessum leikmanni og að hann sé liðinu mikilvægur, gefur allt sitt í hvern einasta leik. Og eins og einsi kaldi sagði þá var þetta hans fyrsta tímabil á kantinum, þó að Torres hfai blómstrað á sínu fyrsta tímabili þá er það alls ekki óalgengt að menn þurfi lengri aðlögnartíma í Ensku deildinni og ég er þess full viss að Kuyt mun ekki valda okkur vonbrygðum þetta tímabil…

  21. Aldrei hef ég haldið því fram að Kuyt sé ekki vinnusamur, það er einmitt hans helsti styrkur. Ég einfaldlega benti á að hann er ekki sá vinnusamasti í Liverpool liðinu eins og svo marg kom fram á Sky í fyrra…svo geta menn farið að fegra þetta hver í sína átt með því að reyna skylgreina hvað vinnusemi er.

    En ég held að Rúnar Geir hitti á mjög góðan punkt. Kuyt er örugglega mjög góður karakter, drífandi og smitar út frá sér. Þetta er af sjálfsögðu mjög góður kostur, en ef ég mætti velja myndi ég velja svoleiðis karakter sem einnig hefur knattspyrnuhæfileika…eða þið vitið, meiri en Dirk Kuyt hefur.

    Auðvitað er Dirk Kuyt ekki lélegur knattspyrnumaður, þú spilar ekkert fyrir topplið í Evrópu ef þú ert lélegur knattspyrnumaður. Það er einhver ástæða fyrir því að Rafa velur hann í liðið. En það breytir því ekki að ég vil öðruvísi týpu af leikmann í þessa stöðu. Ekki vinnuhest(þó auðvitað þurfi hann að vera duglegur) heldur frábæran sóknarþenkjandi leikmann ala David Silva type. …einhver kom með þá hugmynd hér um daginn að hætta við Barry og reyna fá Ashley Young, það væri bara alls ekki svo vitlaust af mínu mati.

    En einu get ég lofað ykkur. Ef Kuyt byrjar tímabilið í liðinu og spilar vel, tekur formið sem hann var í undir lok síðasta tímabils upp eitt level, þá skal ég vera fyrstur að rétta upp hönd og segja að ég hafi haft rangt fyrir mér. Ég er alveg maður í að breyta um skoðun. En eins og staðan er í dag vil ég fá nýjan og betri mann.

Síðasta tímabil Rafa?

Unglingarnir í frumskóginum – eiga þeir séns? (uppfært)